Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAí' 1988. Erlend myndsjá Geisl- andi af ást? Það verður ekki annað sagt en svo virðist sem ástin geisli af þessu pari, sem situr þarna á bekk í kvöld- húminu og hefur það huggulegt. Ekki er máliö þó alveg svo einfalt, því geislarnir ganga ekki út frá höfði konunnar, heldur koma þeir frá app- arati einu miklu, sem notað er til leysigeislasýninga. Tækið er um borð í sýningaskipi á ánni í miðri Frankfurtborg í Vestur- Þýskalandi. Fyrir helgina héldu skipveijar prufusýningu á herleg- heitunum úr gripnum og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Ekki svo að skilja að tilfmningar parsins á bekknum geti ekki verið jafnheitar fyrir því. Þau eru að minnsta kosti ekki fjarlæg hvort öðru. Ekki „Star Wars“ Nei, þessar verur eru ekki utan úr geimnum. Þær eru ekki heldur að keppast við að líta út eins og vondi kallinn í Star Wars, hann Darth Vad- er. Þetta eru ósköp venjulegar íranskar konur, sem eru að fá tilsögn í notkun á gasgrímum og öörum varnartólum sem þörf þykir á í stríðinu við íraki. írakir hafa þótt gjarnir á að beita efnavopnum í striði þessu og veitir konunum því væntanlega ekki af aö kunna með slík tæki aö fara. Flugræningjar yfirheyrðir Yfirvöld á Taiwan eru nú að yfir- heyra flugræningjana sem fyrir nokkru rændu kínverskri farþega- flugvél og sneru henni til Taiwan. Vandræöaástand mun vera meðal stjórnvalda vegna þeirra, þar sem þau vilja hvorki refsa þeim né fyrta kínversk stjómvöld. Vafalítiö verður athyglisvert að sjá hvaða leið þeir finna til að fullnægja báðum skilyröum. Nyjar arasir íranir hófu í síðustu viku að nýju árásir sínar á olíuflutningaskip á Persaflóa, eftir nokkurt hlé. Réðust þeir í vikunni á að minnsta kosti tvö olíuflutningaskip, annað japanskt en hitt norskt. Myndin til hægri sýnir kúlugat á yfirbyggingu norska skipsins, þar sem skot lenti alla leið inn í íbúðir áhafnarinnar. Stórveldin eru enn öll með herskip á flóanum, enda hefur ástandiö þar ekkert batnað. Hér að neðan má sjá sovéskan flotaliöa á vakt um borð í einu af þeirra skipum á svæðinu. s, ► 'v ■* v*v Hverjir eru þeir þessir Kínverjar? Hljótt hefur verið um Tíbet í heimsfréttunum undanfarið, en Tibetbúar sjálfir hafa þó ekki gleymt baráttu sinni við stjómvöld í Peking. Þeir mótmæla enn hástöfum meðferðinni á löndum sínum og krefjast þess aö þeir sem hafa verið handteknir fyrir stjórnmálaskoðanir sínar verði tafar- laust látnir lausir. Þessar konur mótmæltu við kínverska sendiráöið í Delhi nú fyrir helgina og þótti þeim greinilega þörf á að spyrja hveijir þessir Kínverjar væru eiginlega. Kondórtímgun í dýragarði í Mexíkó Fyrir nokkru skýrðum við frá því að tekist hefði að koma unga af ætt kalífomíukondórs úr eggi í dýragarði í Los Angeles og þótti mikið til þess koma. Kaliforníukondórinn er sjaldgæfur og hefur ekki fyrr tekist svo vel til um útungun eggja hans. Andeskondórinn er nokkm auðveldari og hefur nokkrum sinnum tekist að koma ungum á legg í dýragörðum. Þessi er hinn nýjasti, í Chapultepec-dýragarðinum í Mexíkóborg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.