Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 8
LAUGflBPAGUR (27»; AGÖST1988.- % Fréttir Fundur ráðherranna með miðstjóm ASÍ: Utla-niðurfærslan kynnt „Niðurstaöan er sú að aðilar eru sammála um að halda viðræðunum áfram. Þetta er óskuldbindandi niðurstaða af hálfu beggja. Við gerðuni grein fyrir því að ríkis- stjórnin myndi taka ákvörðun um frestunarráöstafanir þann 1. sept- ember ef grundvöllur væri til áframhaldandi viðræðna," sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráö- herra að afloknum fundi með mið- stjórn ASÍ. í gærmorgun var fundur mið- stjórnar ASÍ og flokksformanna stjórnarflokkanna. Á fundinum mun ríkisstjórnin hafa kynnt hug- myndir sínar um niðurfærsluna og leitað eftir samráði við verkalýðs- hreyfinguna um útfærslu á herini. Munu einnig hafa verið kynntar frestunaraðgerðir þann fyrsta sepí- ember, sem að sögn forsætisráð- herra munu fyrst og fremst felast í frestun á 2,5% kauphækkun, frystingu á verðlagi og lækkun vaxta. Um fundinn með miðstjórninni sagði Steingrímur Hermannsson utanríkisráöherra að hann væri ánægður með hann því afstaða verkalýðshreyfingarinnar hefði verið afar jákvæð og málefnaleg. Sagðist utanríkisráðherra eiga von á því að samstaða og breiður skiln- ingur næðist um niðurfærsluleið- ina. Um það hvernig stöðva ætti launaskrið og hugsanlegar verð- lagshækkanir í trássi við niður- færsluna sagði Steingrímur að rík- isstjórnin ætti í viðræðum bæði við VSI og ASí um launaskriðið en Verðlagsstofnun hefði gert ítarlega könnun á verðlagi þann 15. ágúst og myndi sú könnun verða notuð til að fylgjast með verðlagshækk- unum. „Hins vegar gerum við okk- ur alveg grein fyrir því að það verð- ur aldrei hægt að ná til hverrar einustu vörutegundar hjá öllum,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Þorsteinn Pálsson forsætisráö- herra sagði að ríkisstjórninni væri full alvara með að fylgja eftir þeim ákvörðunum sem teknar yrðu á öllum sviðum en eftir væri að vinna aö útfærslu efnahagsaðgerð- anna. Hversu fljótt má vænta ákvarð- ana? „Þaö þarf að taka ákvarðanir mjög skjótt,“ sagði Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra. JFJ Michelin-rall Hjólbarðahallarmnar: Jón og Rúnar á Escort RS geta tryggt sér íslandsmeist- aratitilinn í ár með sigri. Þeir töfðust í byrjun en berjast af öllum kröftum við að halda forystunni. DV-mynd ÁS/BG Tvíburarnir Guðmundur og Sæmundur á Nissan 240 RS tóku snemma forystuna en urðu að gefa eftir þegar sprungið dekk tafði þá á Heklubraut. Þeir hafa ekið af snilld og geta sigrað. Nokkrar sekúndur skilja þá frá forystusætinu og ekkert er gefið eftir. Allt eða ekkert. DV-mynd ÁS/BG Einn keppandi ók 20 km á sprungnu Alþjóðlega rallkeppnin er rúmlega hálfnuð þegar þessar línur eru skrif- aðar. Það sem einkennt hefur keppn- ina eru snilldartilþrif ökumannanna er berjast af fullri hörku um sigur þrátt fyrir útafakstur, veltur og bil- anir. Það voru 33 áhafnir er hófu keppnina að þessu sinni og er keppn- in er hálfnuð hafa 18 þeirra orðiö að hætta. Fyrstir í sturtu voru þeir Stein- grímur Ingason og Witek Bogdanski á Nissan V.S.O.P. en þeir voru taldir mjög sigurstranglegir fyrir keppn- ina. Þeir gerðust umsvifalaust starfs- menn keppnisstjórnar og aka nú sem undanfarar á ekki minni hraða en keppendurnir. Tvíburarnir, Guð- mundur og Sæmundur Jónssynir, á Nissan 240 RS, tóku örugga forustu strax í upphafi en hafa þurft að gefa eftir vegna sprunginna dekkja og eru nú í öðru sæti á eftir feðgunum Jóni og Rúnari á Escort RS sem einnig höföu tafist vegna sprunginna dekkja. Þessar tvær áhafnir betjast um sig- urinn og má'vart á milli sjá því örfá- ar sekúndur skilja þá að og allt getur gerst. Jón S. og Guðbergur á Porsche 911 ætluðu sér stóra hluti en þátttaka þeirra hefur verið lygasögu líkust. Á Kaldadal sprengdu þeir framdekk og óku á sprungnu 20 km. Er þeir komu í mark'leiðarinnar var allur hjóla- búnaðurinn öðrum megin að framan þorfinn undan bílnum og síðustu kílómetrana óku þeir á hlífðarpönn- ■unni. Þeir gátu þó gert við þetta í tæka tiö en veltu á næstu leið þar á eftir. Aðstoðarmenn náöu að gera viö bílinn og haldið var áfram einungis til þess að velta bílnum aftur og nú á kaf ofan í skurð á Lyngdalsheiöi í svartamyrkri. En á hjólin var brölt og náöu þeir í mark á fimmtudag viö illan leik. Þeir eru enn með í keppn- inni en fara sér hægar en áður enda er bíllin tæplega í ökufæru ástandi, en áfram skal reynt. Fimm erlendar áhafnir hófu keppnina og eru þrjár þeirra eftir og leiðir skoski ökuþórinn Philip Wal- ker útlendingahersveitina og er hann í 8. sæti og hyggst gera betur. Þetta er í 5. sinn sem þessi vinsæli Skoti tekur þátt í alþjóðlegri rall- keppni á íslandi en hann hefur aldr- ei lokið keppni. Vonandi verður breyting á því nú. Keppninni lýkur við Hjólbarða- höllina við Fellsmúla kl. 15.00 í dag og hvetjum við alla bílaáhugamenn til að mæta og leggja hlustir við ótrú- legum furðusögum frá þessari lengstu rallkeppni ársins. ÁS/BG Nýtt farsímakerfi á næsta áratug Á næsta áratug verður tekið í notkun samevrópskt farsímakerfi. Þetta kerfi verður fúllkomnara en þau sem núna þekkjast og verður sett upp árið 1992. „Samevrópska kerfið verður að öllum líkindum tekið upp á ís- landi, en þaö kerfi sem við erum með núna, NMT 450, þjónar pkkur ágætlega þangað tíl," segir Ólafur Indriöason, yfirtæknifræðingur á radíódeild Pósts og síma. Farsímaeigendur óttast sumir hvetjir að íslenska farsímakerfið sprengi utan af sér líkt og hefur gerst á Norðurlöndum. Ólafur sagði óttann ástæðulausan þvi NMT 450 skilaði ennþá sínu. „Hin Norðurlöndin hafa orðið að taka upp annað kerfi til viðbótar NMT 450 vegna þess að farsíma- tækjum fjölgar svo ört. Það er lítil sem engin hætta á að það gerist hér á landi," segir Ólafur. Jafnframt benti Ólafur á að NTM 450 farsímakerfið þjónaöi hálfri mifijón farsímaeigenda og notend- unum fjölgaði frekar en hitt. Það er því engin hætta á að hætt verði framleiðslu á símtækjum fyrir NTM 450 eins og sumir halda. pv Röng aðgerð að fresta kauphækkun - sagöi Ásmundur Stefánsson „Við teljum það ranga aðgerð að fresta kauphækkuninni sem átti aö koma til framkvæmda þann 1. sept- ember. Það skiptir miklu að gengið verði af hörku fram gegn verðlaginu og fyrsta aðgerðin heföi átt að vera alger verðstöðvun og sjá hvernig gengi að halda aftur af verði á vöru og þjónustu. Hins vegar er alveg ljóst af okkar hálfu að engar skerðingar á tryggingabótum geta komið til. Það vantar ennþá töluvert upp á að rikis- stjómin hafi gefiö skýr svör um að- gerðir til lengri tíma. Það er ekki ljóst hvað gera á til að tryggja það að verð- lag hækki ekki og þá með hvaða hætti en það þarf mikla hörku ef verðlag á að lækka,“ sagði Ásmund- ur Stefánsson, forseti ASÍ. Ásmundur sagði að svör ríkis- stjórnarinnar hefðu ekki verið skýr um það hvernig ætti að ganga fram á peningamarkaðinum. Ríkisstjórn- in væri tilbúin til að fá vexti niður en það nægði ekki að tala um nafn- vexti því hluti fiármagnsmarkaðar- ins væri keyrður á ýmiss konar af- fóllum. Um afstöðu ASÍ til niðurfærslunn- ar sagði Ásmundur að þaö væri skoð- un samtakanna að meta þyrfti frekar hugsanlegar aðgerðir til lengri tíma. Hins vegar teldu samtökin að launin væru ekki völd að efnahagsvandan- um heldur þyrfti að taka á öðrum þáttum. Sagði Ásmundur að þetta sjónarmið yrði haft að leiðarljósi í þeim framhaldsviðræðum sem áformaðar væru við ríkisstjórnina. Það yrði ekki sest niður með þá við- miðun að skerða launin. Er óeining innan ASÍ um viöræðurn- ar við ríkisstjórnina? „Auðvitaö eru mismunandi áherslur innan Alþýðusambandsins um það hvernig taka eigi á ýmsum málum. En það væri ábyrgðarleysi ef við snerum okkur til veggjar og létum kjaraskerðingu yfir okkur ganga án þess að ræða málin,“ sagði Ásmund- ur Stefánsson. JFJ Minkabanarnir með minkinn. Frá vinstri: Theódór Þórðarson, Ketill E. Gunn- arsson og Hrannar Ingvarsson. DV-mynd S Minkur veginn í Kópavogi Minkahvolpur var veginn í Kópa- vogi á miðvikudaginn. Verkamenn urðu yrðlingsins varir og gátu fælt hann niður i skurð. Þar náðu þeir honum og vógu. Mennirnir, sem eru að vinna nærri Digranesskóla, sáu yrðlinginn kom frá Álfhóli eða hús- unum sem næst hólnum standa. Töldu þeir líklegt að greni væri þar nærri. .sme Eyririnn heldur velli Verslunin vdl bara krónur Tíu og fimmtíu aura myntir verða áfram í umferð þrátt fyrir tilmæli Verslunarráös til stjórnvalda um að fella eyrinn úr gildi. Verslunarráö sendi í vetur bréf til viöskiptaráðuneytisins og bað um að krónan yrði minnsta mynteiningin. Ráðuneytiö leitaöi áhts Seðlabanka og niðurstaðan varð sú að eyririnn verður áfram í umferð. í áliti Seðlabankans segir meðal annars að verði eyririnn felldur úr gildi gæti það leitt til verðlagshækk- unar. Auk þess hafi ráðstöfunin neikvætt táknrænt gildi vegna þess aö hún staðfesti hnignun íslenska gjaldmiöilsins. pv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.