Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 14
LAUföAS&MÍJR>2?rÁSXíSW/198§AJ l%í Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Kjaraskerðing Alþýðusambandið lenti í vanda eftir klókan leik Sjálf- stæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn lýsti því yfir, að það væri beinlínis forsenda niðurfærslu, að samstaða tækist um hana við verkalýðshreyfmguna. Verkalýðshreyfmgin kemst ekki hjá kjaraskerðingu. Spurningin, sem blasir við hreyfmgunni, er, hvernig kjaraskerðingin verður framkvæmd. Á að framkvæma hana með launalækkun, þar sem verðlag lækkaði einn- ig nokkuð? Verður unnt að framkvæma niðurfærslu með töluverðu eftirliti til að hindra, að verð hækki rétt áður en það lækki aftur? Með hinu síðastnefnda hafa margir kaupmenn og framleiðendur búið í háginn fyrir sig að undanförnu. Verkalýðshreyfingunni væri akkur í að vera með stjórnvöldum í ráðum um að stöðva eitt- hvað af þessu möndli með verðlagið. Eða ætti verkalýðs- hreyfmgin að hindra, að niðurfærsluleiðin yrði farin? Þá sæti verkalýðshreyfmgin með þá sök um ókomin ár. Ríkisvaldið mundi engu að síður koma sinni kjaraskerð- ingu í framkvæmd. Kjörin yrðu þá skert með því, að gengið yrði fellt stórlega, án þess að laun fengju að hækka. Verðlag innfluttra vara þyti upp. Verkalýðs- hreyfmgunni mun þykja þessi valkostur slæmur. En forystumönnum verkalýðshreyfmgarinnar mun einnig þykja örðugt að vera ábyrgir fyrir verulegri kjaraskerðingu. Margir þeirra vildu helzt vera stikkfrí. En nú virðast verkalýðsforingjarnir vart komast hjá því að taka einhverja ábyrgð í vandanum. Við vanda verka- lýðsforingja bætist, að Alþýðusambandsþing fer í hönd. Á þinginu mun að líkindum verða tekizt á um æðstu stöður. Til dæmis eru alþýðuflokksmenn ýmsir taldir munu reyna að koma Karli Steinari Guðnasyni alþingis- manni í stól forseta Alþýðusambandsins. Foringjar munu því reyna að líta sem bezt út á sviðinu gagnvart umbjóðendum sínum. Vandinn er því mikill, þegar þess- ir sömu foringjar eiga að gera upp við sig, hvort þeir vilji niðurfærsluleið eða uppfærsluleið. Miklar fúlgur eru í húfi. Kjaraskerðingin yrði mikil. Staðan er þó sú, að útflutningsatvinnuvegir virðast ekki fá staðizt án þess að losna við töluvert af tilkostnaði sínum. Að því leyti er staðan hin sama, hvort sem valin yrði niðurfærsla eða gengisfelling. Ef gripið yrði til 9 prósent lækkunar launa samfara annarri niðurfærslu, ofan á þá kjaraskerðingu, sem fólst í aðgerðunum í maí, virðist hlutfall launa af þjóðartekj- um mundu hrapa niður í það, sem var fyrir haustið 1986. Kaupmáttur launa næstu tólf mánuði gæti rýrnað um 7 prósent. Þessar tvær aðgerðir mundu samtals minnka kaupmátt um 9,5 prósent, niðurfærslan og að- gerðirnar síðasthðið vor. 13,5 milljarðar króna yrðu fluttir frá launþegum. Vandræðin eru mest sök stjórnarstefnunnar, ekki aðeins sök núverandi stjórnar, heldur þeirra stjórna, sem setið hafa að undanförnu. En horfast verður í augu við vandann, hver sem orsök hans er og hver sem ber mesta sök. Við höfum síðustu ár kynnzt því oftsinnis, að forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur reynzt ábyrg. Ábyrgð- artilfinning hefur verið mjög rík i kjarasamningum. Við höfum hins vegar síðustu vikur lesið þung ummæh Ásmundar Stefánssonar, forseta ASÍ, um kjaraskerð- ingu og niðurfærsluleið. Samt er verkalýðshreyfingin enn til viðræðu. Vissulega þarf ASÍ að vera með í umræðunni. Haukur Helgason Manna er að bæta veðurtruílanir af manna völdnm Allir eru að tala um veðrið, það gerir bara enginn neitt í því máli, segir gömul skrítla. Afbrigðilegt veðurfar víða um lönd á sumrinu, sem nú er að líða, virðist hafa ýtt við mönnum og sannfært þá um að við svo búið má ekki lengur standa. Hækkandi lofthiti með margskonar afleiðingum, og sum- um geigvænlegum, er af manna völdum. Um það er varla lengur deilt. Umræða vísindamanna er tekin að snúast um úrræðin sem grípa verður til ef ekki á illa að fara. Þarf að gerbreyta orkubúskap tæknivæddrar heimsbyggðar eða flnnast tækniráð til að hemja breytingarnar sem maðurinn er að valda á efnasamsetningu lofthjúps jarðar? Fyrstu vitneskjuna um hvert stefnir lét sænski efnafræðingur- inn Svante Arrhenius í té árið 1896, fyrir hartnær öld. Iðnbyltingin með reykjarstrókum sínum frá kolaeld- um gufuknúinna verksmiðja hafði þegar merkjanleg áhrif á loftgæði í Svíþjóð. Arrhenius sá fyrir aö mengunin frá verksmiðjunum hlaut aö auka í efri loftlögum magn gastegunda sem endurkasta hita- geislum. Honum taldist til að við þetta hækkaði hitastig við yfirborð jarðar um fjögur selsíusstig við að gasmagnið tvöfaldaðist á nokkrum næstu öldum. Ástæðan er gróðurhússáhrifin sem fyrir ekki ýkja löngu var reynt að vísa á bug sem ástæðulausri grillu sérvitringa en eru nú tekin grafalvarlega í vísindastofnunum og stjórnarskrifstofum hvarvetna. Ljósgeislarnir frá sólinni falla á yfirborð jarðar sem breytir þeim í hita og sendir hitageisla til lofts. Koltvísýringur og fleiri gastegund- ir í lofthjúpnum endurkasta til jarðar hitageislum sem ella slyppu út í geiminn. Gróðurhússáhrifin á hitann við sjávarmál eru samkvæmt ná- kvæmustu tölvuútreikningum þau sem Svante Arrhenius fékk út úr sínu reikningsdæmi en hann sá ekki fyrir hve ört myndi vaxa brennsla kola og ohuafurða, stein- gervingaeldsneytisins sem leggur til mest koltvísýringsmagnið. Það hefur aukist í lofthjúpnum um fjórðung frá því fyrir iðnbyltingu. Síðustu þrjá áratugi hefur meðal- hiti hækkað um hálfa gráðu. Fjög- ur hlýjustu ár um einnar aldar skeið hafa verið á yfirstandandi áratug og 1988 virðist ætla að bæta því fimmta og hlýjasta við. Útreikningar eru til sem gefa þá niðurstöðu aö árið 2030 hafi komið fram fjögurra gráða hækkun með- alhita. Þá er gert ráð fyrir að hafið bindi framan af mikið af hitageisl- uninni, sem endurkastast til jarð- ar, en hlýni svo á fjórum áratugum að það taki að gefa frá sér hita til loftsins. Hitarnir í sumar hafa bitnað einna harðast á Norður-Ameríku. Þurrkar á sléttunum miklu og í miðvesturfylkjum Bandaríkjanna eru taldir valda uppskerubresti á hveiti, mais og sojabaunum sem nemur frá fimmtungi upp í þriðj- ung af eðlilegri uppskeru. Hitá- svækja í menguðum borgum hefu'r gert vist þar lítt bærilega og jafnvel lífshættulega öldruðum og veikluð- um. Rafmagn hefur farið af þegar síst skyldi af því dreifikerfin þola ekki álagið af öllum loftkæhtækj- unum. Bílasmiðjur í Detroit hafa sent verkamenn heim þegar óvinn- andi var vegna hita. Breytta vitund í Bandaríkjunum, um hveija þýðingu rannsóknir á gróðurhússáhrifunum hafa, má marka af tvennum vitnaleiðslum fyrir öldungadeildamefnd. Vís- indamenn flöhuðu um viðfangsefn- ið fyrir nær manntómum sal í des- ERLEND TÍÐINDI Magnús Torfi Ólafsson ember 1985. Færri þingmenn og fréttamenn komust að en vildu þeg- ar sama efni var tekið fyrir í júní í sumar. Þar sagðist James E. Hansen, eðl- isfræðingur við Geimferðastofnun- ina, vera „99 prósent viss“ um að gróðurhússáhrifin væru skollin yfir. Þeim er til að mynda kennt að verulegu leyti um vaxandi skóg- ardauða víða um lönd, þörunga- blóma sem eyðir lífi í sjó allt frá Eystrasalti og Norðursjó til Chesapeakeflóa úti fyrir Washing- ton, hækkun sjávarborðs vegna bráðnunar jökulíss og framrás Saharaeyðimerkurinnar til suðurs og vesturs í kjölfar 35 ára þurrka- tímabils. En koltvísýringur er ekki eini skaðvaldurinn sem umstang manna sendir frá sér í slíku magni að jafnvægi lífsloftsins er hætta búin. Klórfiúorkolefnissambönd í kælitækjum og úðabrúsum berast hátt í loft og eyða þar ósonlaginu sem ver allt líf fyrir skaðlegum, útfjólubláum geislum sólarljóssins. Alþjóðlegt samstarf til að hefta ósoneyðingu með því að hætta notkun ' klórflúorkolefnissam- banda er að komast á skrið. Uppá- stungur um alþjóðlega ráðstefnu um gróðurhússáhrifin hafa komið frá forsætisráðherrum Noregs og Kanada en ekki er hægt um vik að draga úr koltvísýringsútblæstri frá orkuverum, verksmiðjum og farar- tækjum, sem knúin eru kolum eða olíuafurðum, að því marki að þess sjái vott í gróðurhússáhrifunum. En erfið verkefni freista áræð- inna manna. Því fjölgar nú mjög hugmyndum og rannsóknarverk- efnum sem snúast um hversu ráða megi bót á gróðurhússáhrifum og ósoneyðingu. Stungið er upp á að auka endur- geislunarhæfni andrúmsloftsins svo minna af sólarljósi nái til jarð- ar. Það mætti gera með því að koma upp í háloftin á að giska 35 milljón- um lesta af brennisteinstvísýringi, sama gasi og eldfjöll hafa stundum spúið frá sér í slíku magni að loft- hiti hefur lækkað merkjanlega. Stungið hefur verið upp á að koma á loft víðáttumiklum geim- förum, gerðum af þungri himnu, sem skyggi á nægilega mikið af yfirborði jarðar til að draga úr sól- argeislun sem svarar þeim hita sem gróðurhússáhrifin loka inni í lofthjúpnum. Reiknað hefur verið út að sveipa þurfi einn fimmtugasta af yfirborði jarðar slíkum slæðum til að vinna gegn áhrifum af tvö- fóldun koltvísýringsmagnsins í loftinu. Lagt er til að óll húsþök á jörð- inni verði hvítmáluð til að auka endurkast sólargeisla. Sama til- gangi þjónaði að hylja höfin að verulegu leyti frauðplastkubbum með miklu meiri endurgeislunar- hæfni en sjór. Þá mætti reyna að rækta í miklu magni örverur í sjó, sem drekka í sig koltvísýring; Hugmynd er uppi um aö skjóta niður klórflúorkolefni í tonnatali með leysibyssum sem stilltar séu á tíðni þess efnasambands og eyði því með ljósgeisla sínum. Annar til- lögumaður vill framleiða ósón á jörðu niðri og skjóta því upp í há- loftin. Vísindamennirnir, sem að þess- um tillögum standa, viðurkenna að þær séu á frumstigi og enn eigi eft- ir að kanna kostnað og aukaáhrif sem gætu gert hugmyndirnar óhæfar. Aðrir vilja hvergi koma nærri slíkri hugarleikfimi og segja að einbeita verði kröftum að því að finna orkugjafa sem komið geti í stað kola og olíu, ekki síst vegna þess að slíkt steingervingaelds- neyti er hvort sem er takmarkað og þverrandi. Mest huggun fyrir Michael Oppenheimer hjá Umhverfis- verndarsjóðnum bandaríska er dæmi Svante Arrhenius. „Dýrateg- und, sem var svo snjöll að sjá fyrir hlýnun jarðar fyrir heilli öld, ætti að hafa vit til að stöðva hana,“ seg- ir Oppenheimer. Skrælnuð jörð á búgarði í Texas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.