Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 39
FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ARMULA ARMULA 10—12, 105 R. SIMI 84022 Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla Nemendur eiga að koma í skólann mánudag- inn 5. september klukkan 10.00. Þá verður skólinn settur og bókalisti, nýr námsvísir og stundatöflur af- hentar gegn greiðslu 3000 króna nemendagjalds. . Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 6. sept- ember. Kynning fyrir nýnema verður í skólanum mánudaginn 5. september klukkan 11.00. Eldri nemendur eru beðnir að hafa með sér bækur í bóksöluna, en hún verður opnuð mánudaginn 5. september klukkan 9.00. Almennur kennarafundur verður fimmtudaginn 1. september klukkan 10.00. Skólameistari FRÁ BORGAR- SKIPULAGI Auglýsing um breytt skipulag reits 1.242.0. Byggingarfélagið Ármannsfell hf. hefur fariö fram á breytingu á samþykktu skipulagi reits við Laugaveg 148 sem afmarkast af Laugavegi, Stakkholti, Mjölnisholti og nýrri götu að sunnan. Uppdrættir og líkön ásamt upplýsingum verða aimenningi til sýnis á Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, virka daga kl. 9.00-16.15, næstu 4 vikur. Þeir sem vilja koma athugasemdum á framfæri geri það skriflega til Borgarskipulags fyrir föstudaginn 23. september nk. Borgarskipulag Reykjavíkur Borgartúni 3 105 Reykjavík LAX]G!ÁRDAGUR':2'/.rÁGO'Stí988 IþróttapistiU • Kristján Arason stendur hér i ströngu í landsleik á dögunum gegn Vestur-Þýskalandi. Kristján og félagar hans í íslenska landsliöinu þurfa að hugsa sinn gang þessa dagana. Símamynd/Reuter Þurfum að hugsa okkar gang Spánverjum olli ómældum von- brigöum. Ástæöan fyrir spænskum sigri var ekki glæsileikur Spán- veija heldur afspyrnuléleg frammistaöa okkar manna. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur og þaö aö vera 6-12 undir gegn Spán- verjum í Laugardalshöll er allt annað en glæsilegur árangur. Mistök Bogdans Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að koma auga á bein mis- tök hjá Bogdan Kowalczyk lands- liösþjálfara. Svo virtist í leiknum gegn Spánverjum sem hann væri ekki í fullkomnu jafnvægi frekar en leikmenn íslenska liösins. Inná- skiptingar hans voru af skornum skammti og einnig var leikaöferð íslenska liðsins einkennileg aö ekki sé meira sagt. Langtímum saman lék íslenska liðiö meö tvo línu- menn, svokallaöa 4-2 leikaöferð, á meöan Spánverjarnir léku flata vörn, 6-0. Það er mín skoðun aö ekki hafi verið rétt að málum staö- iö og árangurinn varö eftir því. Til hvers er Sigurður Sveins- son í landsliðinu? Staða Sigurðar Sveinssonar í ís- lenska landsliðinu er einkennileg. Nær alltaf situr hann á vara- mannabekk þó svo að Kristján Ara- son nái ekki aö sýna nokkurn skap- aðan hlut inni á vellinum. í leikn- um gegn Spánverjum kom Sigurö- ur ekki inn á fyrr en langt var liðið á leikinn. Strax gaf Siguröur tvær gullfallegar línusendingar sem gáfu mörk og skoraði sjálfur eitt mark aö auki. Eftir leikinn viður- kenndi Bogdan aö þaö hefðu veriö * mistök af sinni hálfu aö setja Sig- urö ekki fyrr inn á. Það má gagnrýna Bogdan Bogdan Kowalczyk er án efa besti handknattleiksþjáífari sem starfað hefur á íslandi. Þaö þýðir þó ekki að hann sé yfir alla gagnrýni haf- inn. Staðreyndin er hins vegar sú aö Bogdan hefur náð einstökum árangri og hann á mestan þátt í þeim glæsta árangri sem landslið okkar hefur náö á undanfórnum árum. Oft hefur gengið á ýmsu í undirbúningi landsliðsins fyrir stórmót. Leikir hafa tapast í undir- búningi og allir hafa fyllst svart- sýni. Sannleikurinn er hins vegar sá aö Bogdan hefur alltaf skilaö toppárangri þegar í lokaslag er komið og af hverju skyldi sú saga ekki endurtaka sig á ólympíuleik- unum í Seoul? Þáttur fjölmiðla Fjölmiölar hafa veriö gagnrýndir fyrir að hafa ekki tekið á Bogdan Kowalczyk. Að mínu viti hafa ís- lenskir íjölmiölar sýnt mikla skyn- semi í allri umfjöllun sinni um ís- lenska landsliöið í handknattleik. Og þaö að fjölmiðlarnir hafa látiö Bogdan og leikmenn landsliösins í friði í undirbúningi fyrir stórmót hefur án efa skilað sér í enn betri árangri. Rétt er að bíöa úrslitanna í Seoul. Það hefur engan tilgang að ausa svívirðingum og skömmum yfir menn sem eru á fullu við að búa sig undir mikilvæga keppni. Þaö á að láta þessa menn hafa vinnufrið. Tími gagnrýni og skamma rennur upp eftir ólympíu- leikana ef á annað borð verður þörf fyrir slíkt. Stefán Kristjánsson Misjafn árangur islenska lands- hösins í handknattleik á Flugleiða- mótinu á dögunum hefur komið af staö miklum taugatitringi. Árang- ur liðsins er ekki til aö hrópa húrra fyrir, en það skal tekið fram að þegar þetta er skrifað á íslenska liðið eftir að mæta Sovétmönnum í síðasta leik mótsins. Glæsileikur gegn Tékkum íslenska liðiö byrjaöi með mikl- um glæsibrag á mótinu. Leikur hðsins gegn Tékkum var svo glæsi- legur að menn muna vart annað eins. Menn höfðu á orði að íslenska hðið hefði sýnt handknattleik eins og hann gerist bestur í heiminum. Og ílestir sem sáu leikinn geta ör- ugglega tekið undir þau orð. Hrikalegt gegn Sviss- lendingum Næsti leikur íslands á mótinu var gegn Svisslendingum sem eins og flestir vita eru B-þjóð í handknatt- leik. Að tapa þeim leik var gífurlegt áfall. Ekki verða uppgötvaðar hér einhverjar ástæður fyrir tapinu en ég er þess þó fullviss að vanmat hefur ráðið för og úrslitin bera þaö með sér, svo og allur leikur ís- lenska liðsins. Menn höfðu á orði eftir leikinn að það væri svo leiðin- legt að leika gegn Svisslendingum, þeir lékju svo leiöinlégan hand- knattleik, sóknir þeirra væru svo langar og margt annað var tínt til. Auövitað eru þetta magrar afsak- anir. Staðreyndin var sú að leik- menn okkar náðu sér alls ekki á strik og leikur þeirra var léleg- ur. Enn verra gegn Spánverjum Leikur íslenska liðsins gegn Meinatæknir Meinatæknir óskast til starfa á rannsóknarstofu Heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum. Upplýs- ingar gefa Gunnar í síma 97-11386 og Guðrún í síma 97-11400. Útboð Vestfjarðavegur í Dalasýslu, Víðir - Bessatunga V m Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum í ofan- r greint verk. Lengd vegarkafla 4,3 km, fylling og burðarlág 94.000 m3. Verki skal lokið 15. júli 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rikisins í Borgarnesi og í Reykjavik (aðalgjaldkera) frá og með 30. ágúst 1988. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 hinn 12. septemb- er 1988. Vegamálastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.