Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Side 36
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988.
flg
Knattspyma unglinga
Keppni um sæti í A-riðli 2. fl.:
Keflvíkingar fara vel af stað
unnu IR á útivelli, 0-1
I 2. Q. karla er hafin keppni um
sæti i A-riðli. Efstu lið í B-, C- og
D-riðli leika einfalda umferð um
tvö sæti í A-riðli. ÍR sigraði i B-
riöli, KA í C-riðli og ÍBK í D-riðli.
Sl. sunnudag mættu Keflvíkingar
til leiks á ÍR-velli og sigruöu Kefi-
víkingar, 0-1. Það er því gott útlit
um sæti í A-riöli hjá IBK.
Harður leikur
Leikurinn á ÍR-velli var mjög
haröur og spennandi. Staöan í hálf-
leik var 0-0. Sama spennan hélst í
síðari hálfleik og mikil barátta.
Þegar 15 raín. voru til leiksloka
skoruðu Keflvíkingar sigunnarkiö.
Þar var að verki Þröstúr Ástþórs-
son.
ÍR-ingar reyndu hvað þeir gátu
til að jafha og munaði litlú i eitt
skiptið þegar Kristján Halldórsson
komst einn inn fyrir en brenndi
naumlega af.
Kefiavíkuriiðið virkaði heilsteyp-
ara og uppskar því ráttlátan sigur.
ÍR-ingar áttu greinilega í ákveðn-
um vandræðum, Mikið var um til-
færslur leikmanna innbyrðis og
kann það ekki góðri lukku að stýra.
Ðóraari var Þorkell Ragnarsson
og hafði hann mjög góð tök á leikn-
um.
Keflvikingar standa vel að vigi
þvi hér er aðeins um einfalda um-
ferð að ræða. ÍR-ingar verða aftur
á móti að sigra KA fyrir norðan til
þess að eiga möguleika.
-HH
Stjömumótið í 7. flokki:
Þórsarar bestir meðal A-liða
Fylkir vann í keppni B-liða
Stjörnumótið í 7. fl. fór fram
sunnudaginn 14. ágúst sl. A- og B-lið
kepptu. Sigurvegarar A-liða urðu
Þórsarar. Sigurvegari í keppni B-liða
varð Fylkir.
Mótið tókst mjög vel í alla staði.
Aðstæður í Garðabæ til mótshalds
' af þessu tagi eru einnig. mjög góðar.
Þátttakendur munu hafa veriö um
200. Að sögn Stjörnumanna er ætlun-
in að þetta mót verði árviss við-
burður og er meiningin að leggja
meira í það á næsta ári.
Keppni var mikii í krökkunum og
var með ólíkindum hvaö skilningur
þeirra var mikill á leiknum. Tæknin
var og frábær hjá flestum krakk-
anna.
Keppni um sæti A-liða:
1.-2. sæti: Stjarnan - Þór A. 0-3. Þór
var með besta liðið. Strákarnir sigr-
uðu í öllum sínum leikjum. Stjörnu-
strákarnir veittu þeim þó harða
keppni og var úrslitaieikurinn mjög
skemmtilegur. Mörk Þórs gerðu þeir
Orri Freyr Óskarsson 2 og Jónas
Hafþórsson 1.
3.^4. sæti: FH - KR 2-0. Guðmundur
Þór Guömundsson gerði bæði mörk
FH.
5.-6. sæti: Valur - Breiðablik 2-0.
Mörk Vals: Andri Guðmundsson og
Stefán Jónsson.
7.-8. sæti: Fylkir - Haukar 3-0. Mörk
Fylkis: Theódór Óskarsson, Jón
Björgvin Hermannsson og Guö-
mundur Kristjánsson.
9.-10. sæti: Leiknir - Grindavík 5-1.
Mörk Leiknis: Sigursteinn Reynis-
son 2, Ragnar Jóhannsson 2 og Valur
Valsson 1. Mark Grindavíkur gerði
Jóhann H. Aðalgeirsson.
Keppni B-liða um sæti:
1.-2. sæti: Fylkir - Valur 3-0. Mörk
Fylkis: Hlynur Hauksson, Markús
H. Arnarson og Trausti Ómar Sig-
urðsson.
3.^4. sæti: Stjarnan - FH 0-4. Mörk
FH: Bjarni V. Pálmarsson 2 og Þórð-
ur Reynisson 2.
5.-6. sæti: Stjarnan, C-lið - Breiðablik
0-0. Forseti bæjarstjórnar Garðabæj-
ar, Lilja Hallgrímsdóttir, afhenti
verðlaun að lokinni keppni.
-HH
^ 2. flokkur - A-riðill:
Stjaman
yfirspilaði
Framara og
sigraði
verðskuld-
að, 2-4
Þróttarar eru þegar fallnir í B-riðil
í 2. flokki. Nokkur lið koma til greina
að eiga samfylgd með þeim og er
baráttan þar geysihörð eins og stiga-
taflan sýnir. A Framvelli var hörku-
leikur milli Fram og Stjörnunnar.
Bæöi þessi lið eru í fallbaráttu og því
mikið í húfi. Stjörnustrákarnir
mættu mjög ákveðnir til leiks og yfir-
spiluðu Framara. Staðan í hálfleik
var 2-0 fyrir Stjörnuna. Mörkin gerð-
ur þeir Valdimar Kristófersson og
Árni Kvaran.
Um miðbik síðari hálfleiks bætti
Siguröur Hilmarsson við 3. marki
Stjörnunnar eftir laglegt gegnum-
brot. Helgi Björgvinsson lagaði stöðu
Fram í 1-3 með laglegu skallamarki.
En Garðabæjarstrákarnir voru ekki
. búnir að segja sitt síðasta orð því
Valdimar Kristófersson bætti við 4.
marki Stjömunnar eftir mjög vel út-
færða sóknarlotu. Undir lokin tókst
Frömurum'að minnka muninn þegar
Guðbjartur Auðunsson skallaði lag-
lega yfir úthlaupandi markvörð
Stjörnunnar.
Stjarnan sýndi góðan og kraftmik-
inn leik og er furðulegt að jafngott
lið og Garöabæjarliðið skuli vera í
fallbaráttu. Það átti mjög slæma
byrjun í upphafi keppni og fékk að-
eins 2 stig úr fyrri umferð en hefur
sankað að sér 9 stigum í þeirri seinni.
Þrátt fyrir góðar tilraunir Fram-
strákanna áttu þeir enga möguleika
í þessum leik. -HH
Siðustu fréttir af leikjum 2. fl.
Víkingur - Þróttur 5-1
ÍA - Valur 2-4
Þór A - KR 1-1
(Ath.: Þessir leikir eru ekki færðir
inn.á stigatöfluna.)
I úrslitaleik B-liöa sigruðu Fylkisstrákarnir Val 3-0. Strákarnir hlutu því
gullverðlaun fyrir vikið. Það getur verið freistandi við svona verðlaunaaf-
hendingar að stelast til að virða fyrir sér glampandi gullið.
DV-mynd HH
Þórsarar frá Akureyri sigruðu í keppni A-liða á 7. fl. móti í Garðabæ. Strák-
arnir léku gegn Stjörnunni um fyrsta sætið og sigruðu 2-0. Glæsilegur árang-
ur hjá strákunum. Þjálfarar strákanna eru þeir Sigurbjörn Viðarsson og
Gísli Bjarnason. DV-mynd HH
„Þreyta þarf ekki að
þýða úthaldsleysi"
- segir Lárus Loftsson landsliðsþjálfari
Lárus Loftsson drengjalandsliðs-
þjálfari fékk harða gagnrýni þriggja
3. flokks þjálfara á unglingasíðu DV
sl. laugardag. Tilefni þeirrar gagn-
rýni var yfirlýsing Lárusar um út-
haldsleysi leikmanna drengjalands-
liðsins sem tók þátt í Norðurlanda-
mótinu um sl. mánaðamót. Þjálfar-
arnir kváðust ekki kannast við út-
haldsleysi sinna leikmanna, hér hlyti
ástæðan að vera einhver allt önnur
og sökuðu Lárus m.a. um vitlaust val
í liðið, slæman undirbúning og ranga
leikaðferð, svo eitthvað sé nefnt. Út-
haldsleysi þeirra leikmanna, sem
þeirra félag legði til í landsliðið,
kæmi ekki til greina.
Af þessu tilefni hafði unglingasíða
DV samband við Lárus og spurði
hann álits á þeirri gagnrýni sem
hann hlaut hjá fyrrnefndum þrem
þjálfurum, þeim Axel Axelssyni,
þjálfara 3. fl. Fylkis, Aðalsteini Örn-
ólfssyni, þjálfara 3. fl. Fram, og Þóröi
Lárussyni, þjálfara 3. fl. Stjörnunn-
ar. Lárus hafði þetta að segja:
„Landsliðsþjálfarar verða ávallt að
vera viðbúnir skrifum af þessu tagi.
En ég vil í fyrsta lagi taka fram að
það gætir nokkurs misskilnings í
þessu máli. í viðtali því sem vitnað
er í er dregið upp í stórri fyrirsögn
að íslenska liðið sé í lélegri úthalds-
þjálfun, mun verri en önnur lið á
mótinu. Ég skil vel viðbrögð þeirra
þjálfara, sem hlut eiga að máli, þegar
hlutirnir eru settir þannig upp. Ég
er ekki að halda því beinlínis fram
að drengirnir séu í lélegri úthalds-
þjálfun heldur er um að ræða þreytu
sem skapast vegna þess að okkar pilt-
ar leika of mikið sjálfir meðboltann
(einleika) í stað þess aö láta boltann
hafa fyrir hlutunum. Þetta eru alltof
orkufrekar aðferðir því þegar líöur á
leikinn er það yfirleitt liðið sem notar
fæstu snertingarnar (samspil) sem
endar sem sigurvegari á móti sem
þessu. Á Norðurlandamótinu voru
leiknir 5 leikir á 7 dögum.
Við verðum að gera okkur grein
fyrir að við erum að leika gegn sterk-
um þjóðum sem hafa úr miklum
fjölda leikmanna að velja og sú knatt-
spyrna, sem leikin er á Norðurlanda-
mótinu, er töluvert hærri að styrk-
leika en t.d. íslandsmótið og miklu
hærri að styrkleika en t.d. Norway
Cup og Copenhagen Cup. En menn
vilja gjarnan hafa þessi mót til hlið-
sjónar.
Ég er alls ekki að gera lítiö úr þeirri
knattspyrnu sem við leikum eöa
Lárus Loftsson unglingaþjálfari.
þeim mótum sem eru í gangi hjá
okkur en það er nokkuð ljóst að við
verðum alltaf að undirbúa okkur
sérstaklega vel fyrir öll þau mót sem
landsliðið okkar tekur þátt í.
Hvað markvörslu varðar, sem ég
nefndi og taldi að ekki væri í nógu
góðu lagi hjá landsliðinu, þá held ég
að flestir sem starfa að þessum mál-
um séu mér sammála um að mark-
verðir verði oft útundan og fái tölu-
vert minni kennslu en aðrir leik-
menn liðsins.
Ég vil í lokin endurtaka aö ég hef
mikla trú á þessu drengjalandsliði.
Það er skipað hæfum einstaklingum
sem eiga eftir að taka miklum fram-
förum. Það verður því að hlúa vel
að þessum strákum því ■ þetta eru
leikmenn framtíðarinnar og því mik-
ið í húfi,“ voru lokaorð Lárusar.
Mistúlkun?
Af því sem Lárus flefur sagt hér
að framan bendir allt til þess að um
hreina mistúlkun hafi veirö að ræða
í viðtali því sem Lárus átti við Mbl.
9. ágúst sl. Þar segir m.a.:.„.. .Ég er
bjartsýnn um framtíö liðsins, því það
er einfalt að bæta við úthaldsþjálfun,
sem aðallega vantar upp á hjá þeim.“
Það sem Lárus hefur að öllum lík-
indum átt viö var að úthald okkar
stráka væri ekki síðra en hinna en
aftur á móti hafi okkar strákar sól-
undað orkunni í óþarfa hlaup með
knöttinn í stað þess að láta boltann
erfiða. Sé málum þannig háttað þarf
heldur betur að taka til hendinni við
lagfæringar á leikskipulagi því stutt
er í leikinn gegn Norðmönnum í
Evrópukeppni landsliða. -HH
Skot *jF^)
Því ekki íslandsmeistarar í hinum
„óæðri" riðlum 2. flokks?
Keppni í 2. flokki karla er afar
hörð. Strákarnir leggja allt í leikina
og allir taka náttúrlega stefnuna á
fyrsta sæti eins og vera ber. í keppni
þessa flokks hagar þannig til að að-
eins lið úr A-riðli geta orðið íslands-
meistarar. Keppendur í hinum
„óæðri“ riðlum 2. fl„ þ.e. B-, C- og
D-riðli, hljóta engan titil heldur kall-
ast bara sigurvegarar í viðkomandi
riðli og flytjast upp um riðil eins og
gerist og gengur í hinni hefðbundnu
deildarkeppni.
Því ekki verðlaun?
Aö hljóta ekki umbun erfiðisins er
slæmt, keppnislega séð. Menn hljóta
t.d. aö taka leikinn mun alvarlegar
sé titill í veði. Því ekki að krýna ís-
landmeistara í B-, C- og D-riölum 2.
fl.? Sú lausn á málinu skapar hið
rétta andrúmsloft sem á að vera til
staðar. .
Eins og nú háttar er strákunum
sýnd algert viröingarleysi og von-
andi verða gerðar breytingar hér á
fyrir næsta keppnistímabil.
Tvöföld umferð um sæti í A-riðli
Annað sem vert er umhugsunar er
aukakeppnin um lausu sætin tvö í
A-riöli. í riðlakeppninni er tvöföld
umferð en í keppni um sætin er ein-
ungis einföld umferð og skýtur það
svolítið skökku við eftir hina hörðu
keppni í riðlunum. Fjölga mætti
einnig um eitt lið í aukakeppninni
þannig að tvö efstu lið úr B-riöli og
sigurvegarar úr C- og D-riðli leiki
tvöfalda umferð um hin eftirsóknar-
verðu sæti. Það hlýtur að koma rétt-
látast út gagnvart strákunum.
En svona í lokin: Fyrir alla muni
úthlutið verðlaunum til sigurvegar-
anna svo strákarnir eigi eitthvað til
minningar um erfiða keppni.
- Eina minningin, sem við eigum
frá íslandsmótinu, Nonni minn, eru
marblettirnir!!!