Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 7
LÁUG'ÁÍIÖÁG W’ K'ÁGÚ&f r198á. Fréttir Itarleg skoðun á lögreglubílimi: Áttundi hver bíll fékk rauðan miða - Ekki við starísmennina að sakast, segir lögregiustjórí „LÖgreglubflar eiga að vera til fyrirmyndar, bæði hvað varöar búnað, atgervi og hegðun í um- feröinni. Þetta eru þær kröfur sem ég vil gera til þeirra," sagði Böðvar Bragason, lögreglustióri í Reykja- vík. Fyrr í vikunni fór fram skoðun á vegum Bifreiðaeftirlitsins og að ósk lögreglunnar á öllum lögreglubíl- um í Reykjavík. Fimm bílar af rúm- lega fjörutiu reyndust í svo slæmu ástandi að notkun þeirra var bönn- uö þar -til lagfæringar hafa farið fram. „Það eru margar samverkandi ástæður fyrir þessú sem eiga sér langan aðdraganda. Bílakosturinn hefur verið að eldast á síðustu árum. Þegar ég byrjaði hér var ákveðið að snúa þróuninni við. Ráöuneytið féllst á að reyna að endurnýja þessa bfla á íjórum árum. Það hefur staðist. Við höfum fengið um tíu bíla á ári. En það hefur komið í ljós að það dugir ekki til. Álagiö á þessa bíla er mik- ið. Þeim er það mikið ekið. Ég hef það markmið að koma þessum málum í svipað horf og hjá Kaupmannahafnarlögreglunni. Þar eru, eftir því sem ég best veit, engir bílar notaðir umfram 100 þúsund kflómetra. Mest eknu bíl- unum hjá okkur hefúr verið ekið . \ls . * I . 3^^ 7j & * Tveir af fimm lögreglubilum sem bönnuð hefur verið frekari notkun á. Fimm lögreglubílar fengu rauðan miða víð skoðun. Bílarnir eru gamlir og mikið notaðir. Of fáir starfsmenn eru á verkstæði lögreglunnar. Þeir anna ekki nauðsynlegu viðhaldi. DV-mynd S 580 þúsund kflómetra. Svo þú sérð samanburðinn. Þaðþarf hvorkibif- vélavirkja né aðra sérfræðinga tfl að koma okkur í skilnng um það . að slíkir bílar er u ekki ákj ósanlegir fyrir lögregluna.'1 Tuttugu lögreglubflar voru skoð- aðir í upphafi. Niðurstöður þeirrar skoðunar leiddu til þess að ákveðiö var að láta skoða alla bílana. Sú skoöun, sem var mjög ítarleg, fór fram síðastliðinn þriðjudag. Þá var bönnuö frekaxi notkun á fimm bfl- um. Þar á meöal var bíU víkinga- sveitarinnar. „Mér er engin launung á þessu, borgaramir eiga kröfu á að vita hvernig málin standa og hvernig tæki við höfura. Vonandi fáum við skjótar úrbætur." - Er ekki slælegu viðhaldi xmi að kenna? „Við höfum fjóra tfl fimm menn á verkstæði. Þeir vinna myrkranna á milli eins vel og þeir geta. Þegar bílakosturinn eldist stöðugt og erf- iðara verður að gera við haxm og ekki er hægt að fjölga starfsmönn- um þá kemur einhvern tíma aö því að þeir aima þessu ekki. Það er ekki við starfsmennina að sakast. Þeir hafa gert eins vel og þeir hafa getað," sagði Böðvar Bragason. -sme Sirkustjaldið á Akureyri. DV-mynd Spænski „sirkusinn“ á Akureyri: ' Fógetinn krafðist ís- lenskra aðgöngumiða Gylfi Kristjánsson, DV, Alcureyri: Við verðum með 7 sýningar á Ak- ureyri og sú gíðasta þeirra verður á mánudagskvöld," sagöi Jörundur Guömundsson, umboösmaður spænska „sirkussins" sem nú er kominn til Akureyrar frá Reykjavík og hélt sína fyrstu sýningu nyrðra í fyrrakvöld. Jörundur sagöi að ferðalagið norð- ur hetði gengið illa. Einn bíll „sirkus- fólksins" ók á hest í Borgarfirði að- faranótt mánudagsins og daginn eftir valt tengivagn annars bíls þeirra í Víðidal. Þegar til Akureyrar konx neitaði síðan þæjarfógeti um leyfi nema aögöngumiðar yrðu prentaðir á íslensku og var Jörundur mjög óhress með þá ákvörðun. Sýningarnar á Akureyri eru á kvöldin kl. 20 til mánudagskvölds og einrng kl. 14 á laugai’dag og sunnu- dag. Þaðan liggur leiðin til Vest- mannaeyja þar sem sýningar verða 3. og 4. september. Þá verða sýningar á Keflavíkurílugvelli en 9.-11. sept- ember verða 5 sýningar í Keflavík og verða það síðustu sýningarnar hér á landi. Jörundur sagði aö þessi „sirkus" væri mun viðameiri en danski „sirk- usinn" sem heimsótt hefur ísland undanfarin ár og mun meira lagt í sýningarnar. í hópnum eru um 40 manns og sýningarnar taka tvær klukkustundir. Nokkur kurr hefur verið í mönn- um, bæði á Akureyri og víöa annars staðar, vegna veggauglýsinga „sirk- ussins" en þær eru stórar og mjög áberandi. Jörundur sagði að tveir aðilar á Akureyri hefðu krafist þess að þessar auglýsingar yrðu teknar niður og yrði það gert. DAIHATSUÁ HÁTÍÐAR AFSLÁTTU R í TILEFNI OPNUNAR NÝS SÝNINGARSALAR í SKEIFUNNI 15 t OPiÐ LAUGARDAG 10-17, SUNNUDAG 13-17 ERÐ TS 3 D. 4 G. FRA KR. ÁGÖTUNA 422.000 BRIMBORG HF. SKEIFUNNI 15, SÍMI 685870 INNIFALIÐ í VERÐI HÁGÆÐA ÚTVARP OG SEGULBANDSTÆKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.