Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 46
62 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988. .nnrr TOftrnt. ijin .iíTTnAonADí!»A Lífestm Grísku eyjamar: Uppspretta goðsagna Eyjarnar voru Forn-grikkjum endalaus uppspretta goðsagna en í dag eru þær ævintýraheimur ferða- manna. Eyjarnar í Eyjahafinu teljast alls vera 1.425 talsins og eru þær um 1/5 hluti ríkisins. Aðeins 166 eyjar eru í byggð og sums staðar er íjöldi húsdýra meiri en mannfólks. Sumar eyjamar eru gróðursælar, aðrar lítið annað en berir klettarnir. Strend- umar eru yfirleitt klettóttar en inn á milli leynast fallegar víkur með sandströndum sem lokka til sín sól- dýrkendur. Þrjú þúsund sólskinsstundir Þrátt fyrir sívaxandi mengun í Miðjarðarhafinu er Eyjahafið frem- ur hreint vegna þess að mikhr vindar _ geta blásið yfir hafið og róta upp ’ sjónum. Póseidon getur stundum komist í mikinn ham og sópaö sjón- um upp klettana. Á hverju sumri, yfirleitt í ágústmánuði, gengur •yflr eyjamar sterkur vindur sem kallast meltémi. Þrátt fyrir það er verðurfar á eyjunum jafngott og betra en á öðmm stöðum í Suður-Evrópu. Eyja- skeggjar stæra sig af því að sólskins- stundirnar séu ekki færri en 3.000 á ári. Friður og ró Eyjamar eru yfirleitt yndislega friðsælar og rólegar. Ys og þys nú- tímans þekkist ekki og lífið gengur sama ganginn og það gerði fyrir tvö þúsund árum. Nútíminn hefur náð tangarhaldi á nokkrum eyjum og þar eru strendur og hafnir sniönar fyrir nútímaferðaiönað en flestar eru enn að mestu ósnortnar. Bílaumferð er lítil sem engin og yfirleitt er umferð um ferðamannastaði bönnuð síðdeg- is og á nóttunni. Nýtísku skemmti- staðir, eins og diskótek, koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum því þeir eru yfirleitt úr takti við mannlíf- ið. Hlýlegt viðmót Alls staðar mætir manni bamsleg gleði og hamingja innfæddra. Þeir eru opinskáir og broshýrir án þess að vera uppáþrengjandi. Það er aðal- lega á stærstu ferðamannastöðun- um, sem em fáir, sem maður finnur fyrir ágangi sölumanna. Eyjabúar viðhalda enn ósvikinni gestrisni í garð útlendinga, gestrisni sem víðast hvar hefur fjarað út. Fæðingar, brúðkaup, greftranir og aðrar kirkjulegar athafnir eru aðal- hátíðir eyjabúa eins og þær hafa ver- ið frá aldaöðli. Svartklæddir prestar, ríðandi á ösnum, eru ekki óalgeng sjón og sama er að segja um fiski- mennina sem sitja flötum beinum á bryggjunni við netaviðgerðir. Bömin eru falleg og vel uppalin. Á Frá Santoríni og ekki er uppgangan fýsileg. hátíöisdögum sjást þau prúðbúin í fylgd foreldra sinna, stelpur í blúndukjólum og strákar í stutt- buxum. Kynslóðabil þekkist ekki, afi og amma sitja á veitingahúsunum með börnum og barnabörnum. Hins vegar er kynjamunurinn mik- ill og áberandi, kvenfrelsi er óþekkt hugtak hér. Allan daginn sitja gömlu mennirnir á kaffihúsum eða bekkj- um við höfnina og spjalla saman um Ferðir Santoríni er þverhnípt i sjó niöur og annaðhvort verður að feta einstigið á asna eða ferðast með kláf. landsins gagn og nauðsynjar. Kon- umar eyða deginum á mörkuðunum við innkaup, hirða húsið og eltast við börnin. Á kvöldin koma bátarnir inn með ungu mennina sem taka tal við þá eldri á veitingahúsunum. Karlarnir drekka ouzo eða retzína, deila um stjómmál eða dansa hver við annan. Upp með þröngum húsasundunum sitja eiginkonurnar á íbúðatröppun- um og hekla fallega dúka eða slúðra hver við aðra. Þegar ferjan kemur frá megin- landinu er ekki óalgengt að karlar og konur leggi vinnu sína frá sér og GRIKKLAND Stækkað svæði TYRK- LAND Krít CT KIKLADES- EYJARNAR í Eyjahafinu EYJAHAFIÐ GRIKKLAND Aþena Kéa Kíþnos fiérifos Sífnos Milos Andros Tínos Síros Mykonos Delos Kíklades Paros Náxos KRÍTA RHA FIÐ 25 I Austur Folégandros Santoríni (Þíra) Anáfí hópist niður að höfn. Þá er líf í tusk- unum, hróp og köll, þegar fólk, öku- tæki og húsdýr fara í og úr ferjunni. Annaðhvort er verið að kveðja eða fagna, ýmist er hlegið eða grátið og mikið faðmast og kysst. Koriurnar þyrpast að feröamönn- unum og bjóða þeim gistingu á heim- ilum, auðvitað á besta verðinu á hreinasta heimilinu. Þrátt fyrir að ferðamannaiðnaðurinn teygi anga, sína yfir eyjarnar er ennþá hægt að komast í snertingu við auðar strend- ur og óspillt, hjartahlýtt fólk. Eyjahringurfnn Eyjahringurinn, eða Kíklades, eins og hann kallast á frummmálinu, er eyjaklasi sem hggur út frá megin- landinu. Hringurinn dregur nafn sitt af því að nokkrar eyjar liggja í hring um höfuðeyjuna, Delos. Forn-grikkir töldu að Delos væri fæðingarstaður Apollons. Þess vegna varö þessi litla eyja heilög og þangað komu valds- menn, hershöfðingjar og stríðsmenn í pílagrímsfór. Til Kíklades-klasans teljast margar þekktustu eyjar Eyja- hafsins. Naflinn er á Delos Delos er stundum kölluð Pompeji Grikklands vegna fomminja sinna. Rústir, unnar úr marmara frá eynni Naxos, taka á móti manni strax viö landgöngu. Hér eru ljónin fimm, reyndar eru aðeins tvö fullkláruð, í viðbragösstöðu með ginin opin. Ljón- in voru höggvin í marmara á 7. öld fyrir Krist. í rúm 2.500 ár gættu ljón- in fallegrar svanatjarnar sem nú er hörfm. Mósaikgólfið í leikhúsinu, sem reist var á 3. öld f. Kr. og ætlað 5.500 áhorfendum, vekur enn aðdáun ferðamanna. Best varðveitta mósaik- gólfið á eynni er myndin af vínguðn- um Díónýsosi ásamt fylgisveinum sínum á gleðistundu. Míkonos er gleðieyja Rétt við Delos er gleðieyjan Míkon- os. Hér ægir öllu saman innan um frumstæðu fiskimennina, skútufólki, þotuliðinu, nektardýrkendum, lista- mönnum, bakpokafólki og ungum hjónum í brúðkaupsferð. Eyjan er ein sú vinsælasta í Kíklades-klasan- um vegna fallegu hafnarinnar, Þröngu hvítu húsasundin eru einkennandi fyrir eyjarnar. öll húsin eru hvit- kölkuð en blátt er notað á hurðir og glugga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.