Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988. Fréttir Miðstjóm Alþýðusambands íslands: Alþýðubandalagsmenn urðu undir og eru einangraðir - fundur með verkalýðsforingjum og þingmönnum Alþýðubandalagsins í gær I gærkvöldi voru alþýöubanda- lagsmenn í miöstjórn Alþýöusam- bands íslands ásamt öðrum flokks- mönnum í launþegahreyfmgunni kallaðir til fundar við þirigflokk og forystu Alþýðubandalagsins. Ástæðan var sú að alþýðubanda- lagsmenn urðu undir í miðstjórn Alþýðusambandsins þegar þar var tekin ákvörðun um afstöðuna til tilboðs ríkisstjórnarinnar um sam- starf um niðurfærslu. Alþýðubandalagsmenn, undir forystu Asmundar Stefánssonar, vildu hafna tilboðinu. Þeir voru hins vegar hafðir undir af öðrum miðstjórnarfulltrúum sem annað- hvort kusu heldur niðurfærsluleið- ina en gengisfellingu eða töldu Al- þýðusambandið ekki hafa efni á öðru en taka tilboði ríkisstjórnar- innar um samstarf. Alþýðubanda- lagsmenn einangruðust á fundin- um. „Það er auðséð að ríkisstjórnin hefur menn innan miðstjórnarinn- ar sem vinna fyrir hana. Okkar menn höfðu hins vegar allir lýst því ytlr opinberlega að þeir væru andsnúnir þessari leið. Á fundin- um í kvöld munum við ráðfæra okkur um hvernig staðið verður aö áframhaldandi baráttu flokks- ins gegn kjaraskerðingaráformum ríkisstjórnarinnar,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, í gærkvöldi. Á fundi miðstjórnar Alþýðusam- bandsins með formönnum stjórn- arflokkanna í gær kom einangrun alþýðubandalagsmanna skýrlega í ljós. „Það var talað yfir þá,“ eins og einn heimildarmanna DV orðaði þaö. Með þessum klofningi innan mið- stjórnar Alþýðusambandsins koma í fyrsta skipti brestir í samkomulag sem gert var seint á síðasta áratug og leiddi til þess að Ásmundur Stef- ánsson var kjörinn forseti og Björn Þórhallssori varaforseti. Tilboð ríkisstjórnarinnar, sem miðstjórn Alþýðusambands ís- lands samþykkti í gærmorgun, fól í sér afnám 2,5 prósent launahækk- unar 1. september, verðstöðvun sem yrði afturvirk frá 10. ágúst og lækkun nafnvaxta um 10 til 12 pró- sent. Miðstjórnin samþykkti einnig þátttöku í verðlagseftirliti stjóm- valda'* -gse Kvennalistakonur attienda forsætisráðherra kökukefli i gær. DV-mynd KAE Kvennalistinn: lög til að hækka laun en ekki lækka Kvennalistakonur vilja beita lög- um til að hækka laun en ekki lækka, og hækka skattleysismörk til sam- ræmis. Þær vilja afnema matarskatt og frysta verðlag. Þá vilja þær koma á 6 stunda vinnudegi. Þetta kom fram í tillögum sem kvennalistakonur færðu Þorsteini Pálssyni forsætisráðherra í gær ásamt kökukefli til áréttingar. I tuttugu liða tillögum Kvennalist- ans kemur fram að hann vill lækka vexti niður í 3 prósent, uppræta „gráa markaðinn", stöðva hömlu- laust innstreymi erlends fjármagns, einfalda bankakerfið og draga úr yfirbyggingu, afnema lánskjaravísi- tölu og taka upp launavísitölu, herða upplýsingaskyldu banka, hætta póli- tískri skipan bankaráða og skatt- leggja fjármagnstekjur. Kvennalistinn vill að kannað verði hvernig standi á misjafnri afkomu sams konar fyrirtækja, athuga eign- araðild erlendra aðila að íslenskum fyrirtækjum og gera strangar kröfur um aðhald, spamað og endurskipu- lagningu fyrirtæltja. Kvennalistinn vill takmarka inn- flutning til samræmis við þær tak- markanir sem gilda í sjávarútvegi og landbúnaði, styðja íslenskan iðn- að og setja reglur um nýtingu’tnn- lendra hráefna og einnota umbúða. Kvennalistinn vill fjölga skatt- þrepum og stórbæta innheimtu og eftirlit, afnema matarskatt og hætta við hégómlegar framkvæmdir eins og ráðhús, þinghús, hringsólandi veitingasali og hallir. Kvennalistinn vill einnig stöðva lánveitingar til hótela, verslanahalla og annarra óarðbærra fjárfestinga. Þá vill Kvennalistinn hækka laun með lögum, hækka skattleysismörk og minnka launabil þar fyrir ofan. Hann vill koma á 6 stunda vinnudegi. -gse Enn stækkar gatið í fjáriögum næsta árs Forsætisráöuneytið ekki búið að skila áætiun um fjárþörf Á fyrri fundi ríkisstjómarinnar í gær lagði Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra fram ný drög að fjárlögum með tæplega 4 milljarða gati. í þessum drögum em óskir fag- ráðuneytanna, sem fengið hafa náð fyrir augum fjármálaráðuneytisins, settar inn í uppreiknuð fjárlög þessa árs. Þessar óskir stækkuðu gatið um rúmlega 1 milljarö. Eitt ráðuneytanna hefur enn ekki skilað áætlun fyrir næsta ár. Það er foraetisráðuneyti Þorsteins Pálsson- ar. í drögunum er því hlutur þess einungis uppreiknaður frá fjárlögum þessa árs. Samstarfshópar fagráðuneytanna og fjármálaráðuneytisins vinna nú að því að skera niður útgjöld. Hópur- inn, sem fjallaði um heilbrigðis- og tryggingamál, hefur skilað af sér en enn hafa niöurstöður hans ekki verið reiknaðar. Niðurskurðarhópur, sem í eiga sæti Vilhjálmur Egilsson, Jón Magn- ússon, Björn Friðfmnsson, Þórðm- Ingvi Guðmundsson og Þröstur Ól- afsson, hefur enn ekki lokið við end- anlegar tillögur sínar. -gse Þorsteinn Pálsson: Sættist á niðurtalningu á miðnastti á fimmtudag - Hörð skoðanaskipti á miðstjómarfundinum Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í gær að veita ráðherrum flokksins fullt um- boð til þess að vinna að niðurfærslu- leiðinni að höfðu samráði við verka- lýöshreyfinguna. Með þessa sam- þykkt fór Þorsteinn Pálsson á ríkis- stjórnarfund í gærkvöldi þar sem gengið var frá bráðabirgðalögum um afnám 2,5 prósenta launahækkunar og afturvirka verðstöðvun. Einnig var gengið frá bréfi til stjórnar Seðla- bankans um lækkun nafnvaxta. Það varð ekki ljóst fyrr en á mið- nætti á föstudag hver afstaða Þor- steins Pálssonar til niðurfærsluleið- arinnar var. Þá fyrst fengu sam- starfsflokkar hans í fíkisstjórn vissu fyrir því að hann væri tilbúinn aö reyna þessa leið. Á tveimur ríkis- stjórnarfundum haíði hann ekki tek- ið einarða afstöðu. En um miðnættið á fimmtudag, eftir fund Þorsteins meö áhrifamönnum innan Sjálfstæð- isflokksins á fimmtudagskvöldið, kom í ljós að sjálfstæðismenn voru tilbúnir að freista þess að ná sam- komulagi um niðurfærsluna. Þrátt fyrir að afstaða formannsins væri ljós urðu hörð skoðanaskipti á tveggja og hálfrar klukkustundar miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokks- ins í gær. Á honum fékk Þorsteinn Eyjólfur Konráð Jónsson og Þor- steinn Pálsson hlæja að einhverju með Halldóri Blöndal áður en mið- stjórnarfundur Sjálfstæðisflokksins hófst i gær. Kjartan Gunnarsson fylgist með. DV-mynd KEA umboð til að vinna að útfærslu nið- urfærslunnar. -gse Félag íslenskra iðnrekenda: 7 til 8 milljarða viðskiptahalli 1989 í þjóðhagsspá Félags íslenskra iðn- rekenda er gert ráð fyrir viöskipta- halla sem jafngildir 3 prósentum af landsframleiðslu. Miðað við verðlag í dag samsvarar það um 7 til 8 millj- örðum króna. Ólafur Davíðsson, framkvæmda- stjóri félagsins, sem vann spána, ger- ir ráð fyrir um 2 prósent samdrætti í landsframleiðslu, 1,0 prósent sam- drætti í útflutningi og 5,0 prósent samdrætti í innflutningi. Ólafur spáir 4 prósent meiri einka- neyslu á næsta ári, að samneyslan standi í stað en fjárfestingar dragist saman um 5,2 prósent. í spánni er gert ráð fyrir að atvinnuvegirnir dragi saman um 10 prósent í fjárfest- ingu en einstaklingar og hið opinbera fjárfesti jafnmikið og í ár. Þjóöhagsspá Félags íslenskra iðn- rekenda fyrir yfirstandandi ár er nokkuð „svartari" en spá Þjóðhags- stofnunar sem birt var í síðasta mán- uði. Iðnrekendur gera ráð fyrir 1 pró- sent samdrætti landsframleiðslu en Þjóðhagsstofnun spáir hins vegar 0,2 prósent aukningu. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir 0,3 prósent aukningu í útflutningi en iðrekendur spá 0,5 prósent samdrætti. Iðnrekendur spá 1,0 prósent samdrætti í einkaneyslu en Þjóðhagsstofnun spáir henni óbreyttri. Þá spá iðnrekendur ívið meiri viðskiptahalla eða 4,5 prósent af landsframleiðslu á móti 4,3 pró- sentum hjá Þjóðhagsstofnun. -gse
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.