Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 27. ÁGOSDlðfiSl 31 Forsetakosningar í Bandaríkj unum Michael Dukakis - forsetaframbjóðandi demókrata: Álíka skáldlegur og reglustrika „Svona okkar á milli sagt. þá er hann bölvaöur asni en ég ætla aö kjósa hann samt,“ sagöi bandarísk- i)r stjórnmálamaður nýveriö í hálf- kæringi um Michael Dukakis, for- setaframbjóðanda demókrata í kosningunum nú í haust. Þetta er ein af þeim fullyrðingum sem nú fljúga um þennan mann sem allt eins gæti orðiö næsti forseti Banda- ríkjanna. Landar hans eru að reyna aö átta sig á honum og eru ekki vissir hvem mann þessi Duk- akis hefur aö geyma. Ekki hugsjónamaður Dukakis birtist mönnum ekki sem slægur stjörnmálamaður og ekki heldur sem hugsjónamaður. Hann kemur fyrir eins og vel þjálf- aður embættismaður sem tekur ekki áhættu og vill hafa allt sitt á þurru. Slíkir menn eru ekki líkleg- ir til að hrífa rnenh með sér. Dukakis þykir standa núverandi forseta langt að baki ef á að meta þá eftir persónutöfrum. Þeir eru líka til sem benda á að eftir að hafa haft fulltrúa persónutöfranna á forsetastóli í átta ár vilji Banda- ríkjamenn breyta úl. Þar við bætist að andstæðingur Dukakis, George Bush, er heldur ekki maður sem almenningur hrífst af. Nafn Dukakis er reyndar ekki að heyrast fyrst í Bandaríkjunum nú í aðdraganda forsetakosninganna. Hann hefur þegar vakið athygli sem fylkisstjóri í Massachusetts eftir að hafa gegnt því embætti tví- vegis. Þetta er bæði taliö honum til tekna og getur einnig reynst hon- um fjötur um fót. Sú gamansaga er sögð að í bæ nokkrum í fylkinu hafi gata verið skýrð í höfuðið á Dukakis. Einn andstæðingur hans á löggjafarsamkomu fylkisins gat sér þess þá til að þetta hlyti að vera einstefnugata. Þannig birtist ein- strengingslegi embættismaðurinn aftur og aftur í sögum um Dukakis. Fá fleyg orð Þessu til viðbótar læðist að mörg- um sá grunur að Dukakis sé ekki allur þar sem hann er séður. Það er alls ekki heppilegt því talið er að á endanum ráðist hugur banda- rískra kjósenda af því hvort for- setaframbjóðandinn lítur út fyrir að vera trúverðugur maður eða ekki. Þá skipta loforð og fögur áform minna máli. Þeir sem fylgst hafa með férli Dukakis segja að hann sé ekki fæddur stjórnmálamaður. Hann er ekki hrífandi ræðumaður. Þótt honum hafi tekist vel upp í loka- ræðu sinni á nýafstöðnu landsþingi demókrata var hún ekkert meist- araverk og. fáir muna hvað hann hefur sagt í ræðum sínum. Dukakis er ekki maður hinna fleygu orða. Menn hafa jafnvel leikið sér að því að segja að hann sé álíka skáldleg- ur og reglustrika. Styrkur Dukakis liggur í því að á undanfömum 25 árum hefur hann verið að byggja upp hóp liðsmanna. Hann hefur náö ítökum hér'og þar í flokki og stjórnkerfi og er nú að njóta ávaxtanna. Sérfræðingarnir segja að slíkir stjórnmálamenn séu jafnan vanmetnir þar til þeir hafa náð alla leið á toppinn. Dukakis hefur mátt þola sætt og súrt í stjómmálabaráttu sinni. Eft- ir að hafa setiö eitt kjörtímabil sem fylkisstjóri í Massachusetts höfn- uðu flokksmenn hans honum. Þá var honum borið á brýn að vera hrokafullur og ósveigjanlegur ein- fari sem ekki hlustaði á ráö ann- arra. Önnurtilraun Dukakis sat hjá næstu fjögur árin og birtist þá aftur með nýjan stíl. Nú þótti hann samvinnþýður og opinn fyrir hugmyndum annarra. Hann var kjörinn fylkisstjóri í ann- að sinn og náði endurkjöri að fjór- um áram liðnum. Eftir sem áöur deila menn þó um hvort þessi nýi Dukakis er heill og sannur. Dukakis er af grískum ættum, foreldrar hans voru innflytjendur sem unnu sig frá fátækt til bjarg- álna. Þetta hefur verið Dukakis mjög í hag í kosningabaráttunni. Dukakis er fæddur árið 1933 í Brookline, úthverfi frá Boston byggðu millistéttarfólki á uppleið. Þarna hafa írar og gyðingar alltaf verið mest áberandi þótt önnur þjóðarbrot hafi fundið sér þar samastað líka. Þeir sem ólust upp með Dukakis í hverfinu minnast þess aö hann hafi verið foringinn í hópnum. Hann tók þátt í íþróttum og þótti efnilegur hlaupari og einnig Uð- tækur í körfubolta þótt ekki væri hann hávaxinn. „Hann kunni því illa að tapa og gerði þaö líka sjald- an,“ er haft eftir einum af vinum hans frá unglingsárunum. í vinahópnum var einnig Stelian, eldri bróðir Dukakis. Þeir þóttu ólíkir að skapferli. Stelian var þægilegur í umgengni en bróðir hans erfiðari og áberandi þijóskur. Euterpe, móðir þeirra, segir að það fyrsta sem Michael sagði hafi verið „ég sjálfur" þegar rétta átti honum hjálparhönd. Regluföst móðir Heimilið þótti reglufast. Móðirin réð þar ríkjum og sá leikfélögunum jafnt fyrir góðgæti sem og reglum til að lifa eftir. Heimilisfaðirinn, Panos Dukakis, var læknir. Hann vann á daginn í Boston en sinnti læknastofu sinni í hverfinu á kvöldin og var afskiptalítill um daglegt líf fjölskyldunnar. Synirnir voru aldir upp í guðsótta og góðum siðum eins og önnur börn millistéttarfólks. Þeir áttu að virða þá fullorðnu, vera kurteisir ■ og segja satt. Bræðurnir fengu ekki vasapeninga enda ætlast til að þeir öfluðu þeirra sjálfir. Michael reis aldrei upp gegn aga heimilisins og minnist þess að hafa verið ham- ingjusamt barn. I barnaskóla var hann eftirlæti kennaranna, góður námsmaður og kurteis í framkomu. Hann var leið- toginn í sínum aldurshópi. Kather- ine „Kitty“ Dickson, sem síðar gift- ist Dukakis, ólst upp í öðrum hluta hverfisins og minnist þess að hafa heyrt um „kláran grískan strák hinum megin í hverfinu". Þótt Dukakis nyti virðingar skólafélaga sinna var hann ekki vinsæll og tók lítinn þátt í félagslíf- inu. írar og gyðingar mynduöu klíkur skólans og þar var ekki pláss fyrir grískan strák. Dukakis gerðist hins vegar skáti og hafði mikinn áhuga á að ná langt í íþróttum. í menntaskóla var hann þó ekki tæk- ur í fótboltalið skólans, sem var æðsti draumurinn, því hann var innan við einn og áttatíu á hæð og það dugar ekki. Hann var fyrirliði tennisliðs skólans og var varnar- maður í körfubolta þrátt fyrir hæð- ina. Fyrsta ástin Ungur fékk hann líka áhuga á stjómmálum og minnist þess að hafa fylgst með úrshtum kosninga sjö eða átta ára gamall. í mennta- skóla reyndi hann aftur og aftur að verða formaður bekkjafélagsins en tókst aldrei. Hann komst aftur á móti í sæti formanns skólafélags- ins á seinasta ári sínu í mennta- skóla. Hann kynntist þá líka fyrstu ást- inni sinni. Það var Sandy Choen, skólasystir hans. Faðir hans haföi miklar áhyggjur af þessu sambandi og óttaðist að krakkarnir strykju að heiman til aö geta verið saman. Þetta samband stóð í tvö ár en þá tók að dofna yfir ástinni og það var Sandy sem kynnti Dukakis síðar fyrir Kitty Dickson. Þessi ár höföu líka í för með sér sína erfiðleika. Það olli fjölskyld- unni miklu hugarangri aö Stelian, eldri sonurinn, brotnaði niður and- lega á fyrstu árum sínum í há- skóla. Hann reyndi að fremja sjálfs- morð en enginn vissi hvað að hon- um gekk. Stelian náði sér aldrei fullkomlega og átti erfiða ævidaga. Hann lét lífið í umferðarslysi árið 1973. Foreldrarnir kenndu uppeld- inu um hvemig fór og töldu að þau Synir innflytjandans. Stelian, Panos Dukakis og Michaei. Heima i eldhúsinu. Dóttirin Andrea, Kitty, Kara, hin dóttirin, og Dukakis. heföu gert of miklar kröfur til hans. Eins og í svo mörgum fjölskyld- um innflytjenda var krafan um að börnin stæðu sig mjög sterk. „Þið verðið að leggja hart að ykkur núna til að geta notið þess síöar,“ var viðkvæðið. Michael stóöst þetta álag en bróöir hans ekki. Hin þögla kynslóð Að loknum menntaskóla hefði verið eðlilegt framhald hjá Dukakis að fara til Harvard og lesa lög. Hann var jú efnilegur ungur maður á uppleið. Dukakis valdi þó aðra leið. Hann fór í lítinn háskóla þar sem stúdentarnir höfðu mestan áhuga á stiórnmálum. Þetta voru dæmigerðir unglingar af „hinni þöglu kynslóð" sem hafði mestan áhuga á flokkapólitík og stjórn rík- isins. Þétta vom ekki hugsjóna- menn enda litu þeir svo á að hug- sjónir væru fyrir menn eins og Hitler. Draumarnir snerast um að kom- ast á þing eða aðrar áhrifastöður. Á sumrin flökkuðu skólafélagarnir um landið og kynntu sér hreppa- póhtík og eitt sumarið fór Dukakis ásamt nokkrum félaga sinna til Perú. Þar kom að Dukakis sneri til náms í lögum í Harvard en áöur' var hann tvö ár í hernum og barð- ist í Kóreu viö ritvél fyrir föður- landið. Dukakis gat sloppið við að gegna herþjónustu en ákvað að nota sér ekki þann möguleika. Hann sagði þá að það gæti komið sér vel síðar að hafa verið í hernum. í hemum gerði hann ekkert til að komast til metoröa og jafnóbreyttur hermað- ur þegar hann var skráður úr hern- um og þegar hann gekk í hann. Hann barðist aldrei á vígvöllunum í Kóreu því skrifstofuvinna varð hlutskipti hans. Eftir þetta fór hann til Harvard og lauk þaðan lagaprófi og réð sig á lögmannaskrifstofu. Samtímis hóf hann bein afskipti af stjórn- málum, fyrst í borgarstjórnarmál- um heima í Brookline árið 1959. Hann var kosinn í borgarstjórn en þetta var aðeins fyrsta skrefið. Hann hóf strax undirbúning að því að fá sæti á löggjafarsamkomu fylkisins. Það gekk eftir þótt sæti þar yrði Dukakis ekki til mikils frama. Hann var alla tíð í minni- hluta meðal sinna flokksmanna. Sókn og sigrar Árið 1966 haföi hann hug á að næla sér í stöðu saksóknara í Massachusetts og aftur árið 1970 en það mistókst í bæði skiptin. Þau málalok drógu þó ekki úr honum kjarkinn. Hann bauð sig fram til embættis fylkisstjóra árið 1973 og nú haföi hann loks sigur. Á þessum árum fór það orð af Dukakis að erfitt væri að treysta honum. Sam- starfsmenn hans sökuðu hann um að aka seglum eftir vindi enda kom þaö fyrir að hann sneri baki við félögum sínum ef honum þótti það henta. Seta hans á stóli fylkisstjóra næstu íjögur árin reyndist Dukakis erfið. MikiII halli var á fjárlögum fylkisins og honum tókst ekki að ráða bót á því. Dukakis fékk þarna smjörþefinn af því hvernig það er aö stjóma. Samstarfsmennimir sögðu að hann heföi ekki valdið því hlutverki vel. Félagarnir í flokkn- um höfnuðu honum því eftir fyrsta kjörtímabilið. í kennslu til að læra Dukakis brá nú á það ráð að fara að kenna stjórnmálafræði í Har- vard. Hann þótti í fyrstu lítt efnileg- ur kennari, eiústrengingslegur og ósamvinnuþýður. Þaö var þó í kennslunni sem hann lærði nýja umgengnishætti. Þegar hann ákvað að bjóða sig á ný fram til fylkistjóra árið 1982 sagðist hann hafa „lært sína bitru lexíu“ og haföi á orði að það „gæti verið hollt að tapa“. Hann hafði betur í kosningabar- áttunni og gerði nú aðra tilraun til að stjórna fylkinu. Að þessu sinni gengu hlutirnir upp. Honum tókst að ráða bót á fjárhagsvanda fylkis- stjórnarinnar og vakti athygli fyr- ir. Hann beitti sér fyrir félagslegum úrbótum og hlaut vinsældir fyrir. Demókratar fengu nú augastað á þessum manni sem væntanlegu forsetaefni eftir hrakfarir Mond- ales gegn Reagan árið 1984. Það mælti meö Dukakis aö hann var orðinn sjóaður í heimi stjórn- málanna. Hann hafði sýnt hæfi- leika sem stjórnandi og var ekki bendlaður við hneykslismál af nokkru tagi. Á móti kom að hann er ekki hrífandi persónuleiki, á ekki rætur í öðmm fylkjum en Massachusetts og hefur enga reynslu af utanríkismálum. Niður- staðan varð sú að gallarnir reynd- ust léttvægari en kostirnir. Frúin í pillunum Það helsta, sem gróurnar í banda- rísku þjóðlífi hafa haft til að japla á um einkalíf Dukakis, tengist konu hans, Kitty. Þar ber hæst að hún á að hafa verið háð megruna- rpillum í 26 ár. Þau hjón hafa ekki reynt að leyna þessum þætti og Kitty segir að maður hennar hafi ekki vitað um þetta pilluát fyrr en áriö 1974 og að hún hafi ekki leitað eftir meðferö fyrr en 1982. Þessi átta ár átti Dukakis aö standa í þeirri trú að frúin heföi hætt. Sá þáttur þessarar sögu að Dukakis hafi ekkert vitað hefur ekki þótt ýkja trúverðugur. Kitty þykir ólík manni sínum um margt. Hún er opinská og hefur ekkert á móti því aö láta bera á sér. Sparsemi Dukakis er viöbrugð- iö en kona hans er sögð eyðslukló. Fjölskyldan er í góðum efnum án þess að geta talist rík. Sagt er að verðmætasta eignin sé íbúðin sem þau búa í. Dukakis á líka að hafa tekið mesta íjárhagsáhættu í eirxka- lífinu þegar hann keypti fyrstu íbúðina. Þetta er önnur saga en sögð verður af varaforsetaefninu Lloyd Bentsen sem er stóreigna- maður, jafnvel á mælikvarða Tex- asbúa, og það er ekki svo lítið. Þau Michael og Kitty kynntust fyrst árið 1961. Hún var þá fráskilin og bjó ein með þriggja ára syni sín- um. Foreldrar Michaels voru lítið hrifnir af ráðahagnum en hann vann þá á sitt band, rétt eins og hann ynni samkvæmt skipulagðri kosningaherferð. Kitty er gyðingur en móðir Michaels neitar aö það hafi haft nokkur áhrif á andstöðu þeirra hjóna. „Hún var fráskilin. Við áttum erfitt með að sætta okk- ur viö það,“ segir hun. John, sonur Kittyar, hefur alist upp hjá þeim bjónum. Saman eiga þau tvær dætur sem heita Andrea og Kara. Fjölskyldan býr í stórri íbúð við Perry Street í Brookline. Fjölskyldan berst ekki mikið á. Til þess er m.a. tekið að Dukakis tekur oft strætó í vinnuna og kýs að láta lítið fyrir sér fara í opinberu lífi. -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.