Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988. Spumingaleikur____________________________________ jov Veistu fyrr en í fimmtu tilraun? 5 stig 4 stig 3 stig 2 stig lstig Fleyg orö „Stalín kunni raunar ekki að skammast sín,“ sagði ái'ið 1956 í blaði sem oft er vitnað til. Þessi orð eru ekki eignuð tilteknum manni heldur blaðinu sjálfu. Af nafni blaðsins má ráða að það flytji sannleikann. Blaðið er sovéskt og flutti um árabil boðskap Stalins. Blaðið er málgagn sovéska kommúnistaflokksins. Staður í veröldinni Naín þessa staðar kemm' fyiir í Ijóðlínu Jons Helga- sonar: „Þar sem á hnattar- ins holu skum hlaðið var... “ Um er að ræða eitt af tignar- legustu fuglabjörgum lands- ins. Nafn staðarins er m.a. frægt af miklu björgunarafreki sem þar var unnið. Sá atburðm’ gerðist í bvrjun árs árið 1948. Staðurinn, sem mn er rætt, endar í vestasta odda Evr- ópu. Fólk ífréttum Um er aö ræða ungan mann sem vann langþráðan sigur í keppni um síðustu helgi. Hann sagði að vinna sín í kjötbúð væri lykillinn að sigrinum. Hann var með í undan- keppni þessarar sömu keppni á síðasta ári. Haim er tónlistarmaðm’ í aukavinnu og leikur með hljómsveit sem heitir Bún- ingamir. Hann sigraði í keppninni með því að syngja lagið Reyndu aftur og þótti það táknrænt. Frægt í sögunni Mál þetta spannst af þvi að maður nokkur talaði í ræðu um „bæði ríkin“ sín. Ræðan var haldin 7. ágúst árið 1907. Sá sem ræðuna hélt var Friðrik VIII. Danakonung- ur. Hann neyddist síðar til að taka orð sín til baka. Atburður þessi er kenndur við vinsælan áningarstað í nágrenni Reykjavíkur. Sjaldgæft orö Orð þetta er oft haft um leiti eða hæð sem byrgir sýn. Einnig er það notað um holu eða skoming t.d. í vegi. Það er notað í samsetning- um sem merkja umskipti, skil eða mörk. Þetta orð er einnig notað um það þegar eittlivað týnist eða fer úr augsýn. Orðið er einnig notað sem heiti á syðsta odda Græn- lands. Stjórn- málamaður Hann var einu sinni kallað- ur „mesti leikari íslenskra stjómmála“. Hann varð oft forsætisráð- herra og myndaði fimm rík- isstjómir. Hann var lengi framan af ævi ums\Tfamikill í tog- araútgerð. Hann sat á þingi samfleytt í 38 ár eða frá árinu 1926 til 1964. Hann var formaöur Sjálf- stæðisflokksins frá árinu 1934 til 1961. Rithöfundur Hann var Vestur-íslending- ur sem skrifaði aðallega skáldsögur og smásögur. Sögumar em kunnar fyrir mikið hugmyndaflug og ævintýralegan söguþráð. Hetjumar í sögimum em jafnan íslendingar í Vestur- heimi. Ein þekktasta skáldsaga hans heitir Brasilíufaramir. Hann varð einnig kunnur víða fyrir sögu sem heitir í Rauðárdahium. Svör á bls. 50 Eru menn að hækka verð vegna væntanlegrar nið- urfærslu? Ýmislegt bendirtil að eitt- hvað sé um það. í Lífsstíl á mánu- dag verðurfjallað um verðhækkanir vegna niðurfærslu og hvað menn hyggjastgera til að sporna við þeim. Rætt verður við fulltrúa helstu hagsmunahópa og yfirvalda. Meira um verð- hækkanir í Lífsstíl á mánudag. Augnlinsan hefur verið að þróast mikið í þau 100 ár sem liðin eru síðan hún varð til. Jóhann Sófusson gleraugnasérfræðingur kom með linsuna til landsins árið 1956. Hann ætlar að fræða lesendur um kosti og galla hennar í DV á mánudag, um nýjar kenningar sem hafa komið upp á yfirborðið að und- anförnu varðandi mjúku linsuna ann- ars vegar og hörðu hins vegar. En þessar tvær tegundir hafa skipt með sér vin- sældum undanfarin ár. Einnig verður fjall- að um umhirðu lins- unnar og góð ráð gefin um hvenær má nota linsuna og hve- nær ekki. Mun stúlka ein segja okkur frá því þegar hún fór illa að ráði sínu varðandi notkun linsunnar. Allt um þetta merka fyrirbæri, linsuna, í Lífsstíl DV á mánu- dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.