Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988. Sérstæð sakamál Timglsjúkur Fimm morö og allmörg önnur af- brot voru framin í suöausturhluta Frakklands frá því í apríl í fyrra og þar til í október og flest benti til þess aö sami maðurinn heföi verið að verki í öll skiptin. Það eina, sem lög- reglan vissi um hann, var aö hann var ungur, myndarlegur og lét alltaf til skarar skríða þegar tungl var nýtt. France Vu Dinh var læknisdóttir og bjó viö Annecy- vatn í frönsku Ölpunum, skammt frá svissnesku landamærunum. Hún var tuttugu og níu ára, fráskilin en bjó nú meö arkitekt í fallegu einbýlis- húsi rétt hjá vatninu. 27. apríl í fyrra fór hún til hljómlistarkennara síns í Austinbíl sínum en sneri ekki heim. Bíllinn fannst daginn eftir tvö hundr- uö kílómetra frá heimili hennar. Lík hennar hefur aldrei fundist en ljóst er aö hún var myrt. Michel Astoul var tuttugu og sjö ára læknir sem starfaði í sjúkrahúsinu í Sisteron en bjó sömuleiðis við Annecyvatn. Að kvöldi sama dags og France Vu Dinh hvarf var hann á leið heim til sín í Opel Kadettbíl sem hann átti. Hvorki bíllinn né hann fundusi er leit var gerð. Lík Astouls fannst hins vegar á akri í október í fyrra og varð þá ljóst hann hafði verið skotinn og við krufningu fannst kúlan, 9 mm í þver- mál. Leigubílstjórinn Jean-Marie Riviere varð einnig fyrir óhugnanlegri reynslu 27. apríl í fyrra. Þá um kvöldið var hann um áttatíu kílómetra frá Sisteron er maður í Mercedes Benzbíl ók aftan á bíl hans. Maðurinn brá á loft skamm- byssu og skipaði Riviere að leggjast í farangursgeymsluna á leigubílnum. Riviere tókst aö halda lyklinum að honum og þegar ókunni maðurinn fann hann ekki og gat ekki komið bílnum í gang sleppti hann Riviere sem gat síðar geflö lýsingu á mannin- um. Hann var um tuttugu og fimm ára, klæddur gallabuxum, stutterma skyrtu og ljósum jakka. Þá talaöi hann meö ítölskum hreim. Simone Guillou var tuttugu og sex ára. 3. mars í fyrra, er tungl var nýtt, fannst hún myrt á Miðjarðarhafsströndinni og var ljóst aö henni hafði verið kyn- ferðislega misþyrmt. Alain Castillo var lögregluþjónn og bjó við Bourget- vatn sem er um tuttugu kílómetra frá Annecyvatninu. Um sexleytið að morgni 2. apríl, er tungl var nýtt, hélt hann að heiman frá sér í Peuge- otbíl sínum en hann átti að fara á vakt skömmu síðar. Nágranni héyrði skothvell og skömmu síðar fannst Castillo látinn undir stýri. Skamm- byssa hans var horfin. 27. júní var tungl enn nýtt. Þá réðst maöur að konu og fimmtán ára gömlum syni hennar viö Aix-les-Bains, aust- anvert við Bourgetvatn. Skipaði hann þeim að afklæðast. Þáu sluppu 'lifandi, sennilega vegna þess aö Roberto Succo. drengurinn var með móður sinni, og gátu lýst oíbeldismanninum. Hann var um tuttugu og fimm ára, með vingjarnleg augu, kastaníubrúnt, sléttgreitt hár og var í ljósum jakká. Claudine Touvet var þrjátíu og níu ára og gift kaup- sýslumanninum Philippe Touvet og bjó í Annemasse. Hún hafði verið vinkona France Vu Dinh. Þann 24. október í fyrra, er tungl var nýtt, fór hún til þess að ganga frá sumarbú- stað bróður síns í Menthon-Saint- á annan þeirra á götunni fyrir utan. Ók hann síðan Blanche heim en Nic- ole, sem hræddist hann, féllst á að fara heim með honum. Morguninn eftir heyrði hún í útvarpi að maður- inn, sem skotið hefði verið á, væri úr undirheimunum og myndi halda lífi. Nicole hélt nú til gistihússins, þar sem syst- ir hennar var, undir því yfirskini að hún ætlaði að sækja hana svo að þær gætu farið sem fyrst úr borginni því að þær heföu sést með André er hann hefði skotið á manninn um nóttina. Leyfði hann það og fór með henni en er þangað kom beið lögreglan hans í herbergi systranna. Greip André þá skammbyssu sína og særði báða lögreglumennina, Morandin og Ayazzi. Síðan skaut hann Morandin til bana er hann bað sér griða. Ayaz- zi, sem var mikiö særður, hélt þó lífi. Eftir morðið flúði André. íbúð André skoðuð Nicole sýndi nú lögreglunni íbúðina sem André hafði búið í. Þá var hann ekki lengur þar og bíll hans horfmn. í íbúðinni fundust þó ýmsir hlutir í eigu hans, þar á meðal segulbands- upptökur þar sem hann lýsti sjálfum sér á athyglisverðan hátt. Talaði hann þá um kynferðisvanda sinn, innri streitu sem leiddi stundum til þess að hann nauögaði konum og þörfina fyrir eiturlyf til þess að Roberto með foreldrum sínum. „halda sér uppi“. Einnig fundust fingraför unga mannsins. Voru þau meðal annars send til Interpol. 30. janúar, tveimur dögum eftir morð lögreglu- mannsins í gistihúsinu í Toulon, kom ungur maður akandi í Alfa Romeo áð bensínstöð í Genf í Sviss þar sem hann framdi rán. Varð ræninginn að flýja á tveimur jafnfljótum. Billinn reyndist vera sá sem stolið hafði ver- ið í Menthon-Saint-Bernard í frönsku Ölpunum er Claudine Touvet var myrt. Skildi André nú eftir sig greini- leg spor í Sviss en næstu daga voru framin innbrot og nauðganir og fólki hótað lífláti. Þóttist lögreglan þekkja hver þar hefði verið að verki. Loks var maður, sem talinn var André, France Vu Dinh. Við Annecyvatn. Bernard fyrir veturinn. Er maður hennar kom í bústaðinn síðdegis fann hann konu sína myrta á gólf- inu. Hafði hún verið afklædd eða lát- in afklæðast. í líkinu fannst kúla sem var 9 mm að þvermáli. 26. janúar í ár komu tvær ungar systur, Nicole og Blanche, sem verið höfðu þjónustu- stúlkur í litlum bæ í suðurhluta Frakklands, til Toulon á Miðjarðar- hafsströndinni þar sem þær höfðu fengið starf á gistihúsi. Þar spurðu þær ungan mann til vegar því að þær rötuðu ekki um borgina. Hann settist inn í bfl þeirra. Kvaöst hann heita André. Hann sýndi þeim hvar gisti- húsið var eh bauð þeim síðan út að loknum vinnudegi, klukkan eitt um nóttina. Var hann þá í grábláum Alfa Romeobíl. Á bar lenti hann í deilu við menn vegna stúlknanna og skaut Michel Morandin reglumaður. rannsóknarlög- handtekinn í Zúrich en hann reynd- ist svo allt annar en sá sem í fyrstu var talið. Interpol hafði er hér var komið sögu tekist að finna af hverjum fingraförin í íbúðinni í Toulon voru. Reyndust þau af manni sem hafði búið í útborg Feneyja á Ítalíu sjö árum áöur. Hann hét Robert Succo og haföi verið eftir- lýstur síðan 1986 en um hálfum ára- tug áður hafði hann framið tvö morð. Myrti foreldra sína Roberto Succo var sonur lögreglu- þjóns, Nazarios Succo, og konu hans, Maríu, og bjó fjölskyldan í Mestre. Var Roberto þá nítján ára, las undir stúdentspróf og ætlaði að verða dýra- læknir. Faðir hans hafði nýlega keypt Alfa Romeobíl sem Roberto þótti afar gaman að aka. Um ellefuleytið að kvöldi 9. apríl 1981 langaði hann út að aka en móður hans fannst það fullseint og neitaði aö láta hann fá bíllyklana. Stakk Roberto þá móður sína til bana og það gerði hann einnig við föður sinn er hann kom af vakt rétt fyrir mið- nættið. Um nóttina var Roberto í íbúðinni en morguninn eftir fór hann út að aka Alfa Romeobílnum. Roberto Succo var eftirlýstur um alla Ítalíu er ljóst varð aö foreldrar hans höföu verið myrtir. Þremur dögum síðar fannst hann í gistihúsi skammt frá júgóslav- nesku landamærunum. Hann játaði strax og sagði móður sína hafa verið tvihöföaöan dreka en föður sinn sagðist hann hafa drepið svo hann yrði ekki leiður yfir því að konan hans, móðir Robertos, skyldi vera- dáin. Geðklofi var sjúkdómurinn sem sérfræðingar sögðu að þjáði Roberto. Hann fékk leyfi til að taka stúdentspróf sitt í fangelsinu í Feneyjum en var skömmu síðar dæmdur til tíu ára vistar á geðveikrahæli. Nokkrum mánuðum síðar var hann þó fluttur í sjúkradeild fangelsisins í Reggio di Emilia en þar var hegðan hans sögð til fyrirmyndar. í ársbyrjun 1986, tæpum fimm árum eftir morðin, töldu læknar óhætt að veita honum visst frelsi. Hóf hann þá nám í líf- fræði við háskólann í Parma og ók félagsráðgjafi honum þangað á hveijum morgni en aftur til fangels- isins að lokinni kepnslu á daginn. 12. júní 1986 strauk Roberto hins vegar úr skólanum. Handtekinn Roberto Succi var í gistihúsi í Mílanó aðfaranótt 28. febrúar síöastliöins. Þaðan hélt hann morguninn eftir til Gardavatns. í litlu þorpi þar stal hann Roverbíl og ók honum í áttina til Feneyja. Síödegis þann dag steig hann út úr bílnum í Conegliano. Þar sátu þá tíu óeinkennisklæddir lög- reglumenn fyrir honum. Tveimur dögum síðar haföi honum næstum tekist að strjúka úr vacöhaldi en datt og meiddist í baki. Nokkrum vikum síðar stytti hann sér aldur. Michel Astoul.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.