Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 10
10 Hinn nýi látúnsbarki, Arn- ar Freyr Gunnarsson, ásamt kærustunni, Krist- rúnu Kristinsdóttur. „Ætli við trúlofum okkur ekki eftir árið.“ DV-mynd Brynjar Gauti Tveir barkar í einni hljómsveit: „Það verður enginn rígur á milli okkar" - segir Arnar Freyr Gunnarsson, nýr látúnsbarki „Það var sérkennileg tilfmning að vakna á mánudagsmorguninn. Mér fannst allt sem gerst hafði mjög óraunverulegt," sagði ný- krýndur látúnsbarki, Arnar Freyr Gunnarsson, í samtali við DV. Hann hafði þá haft nokkra daga til að melta sigurinn og sagðist loksins vera kominn á jörðina aftur. „Ég gerði mér aldrei neinar vonir og setti mér það takmark að hugsa ekki um slíkt. Mér fannst Ólöf sterk og átti allt eins von á sigri hennar.“ Amar Freyr er 21 árs, fæddur í Kópavogi en hefur búið í fjórtán ár í Breiöholtinu. Tónlistaráhugann fékk hann ungur og voru það áhrif frá föður hans, Gunnari Páli Ing- ólfssyni gítarleikara. „Ég suðaði mikið í pabba að kenna mér á gitar- inn én hann hafði alltaf svo mikið að gera. Hafði heldur enga trú á að ég hefði tónlistina í mér. Ég held samt að ég hafi haft ágætistón- eyra,“ sagði Amar Freyr, „Ég er því sjálfmenntaður á gítarinn.“ Áhuginn vaknaöi í barnaskóla Strax í grunnskóla, þrettán ára gamall, stofnaði harin hljómsveit með nokkrum skólafélögum í Fellaskóla. „Hún hét Pass en nafn- ið var dregið af fyrsta staf í nafni okkar fjögurra sem vorum í hljóm- sveitinni. Við spiluöum á skólaböll- um og í fjölskylduboðum. Aðra hljómsveit stofnaði ég fimmtán ára, Hrægammana. Við spiluðum saman í tvö ár í hinum ýmsu skólum. Allt efni, sem við fluttum, var frumsamið. Þetta var furðuleg hljómsveit," sagði Amar Freyr. „Þriöju hljómsveitina stofn- aði ég síðan ásamt fleirum og hún hét Ókó Pókó. Sú hljómsveit keppti í Músiktilraunum Tónabæjar og komst í úrsht þar en Dúkkulísurn- ar sigruöu. Sú hljómsveit spilaöi nokkuð lengi, bæði í skólum og fé- lagsmiðstöðvum. Fjórða hljómsveitin var Vaxandi með Bjama Arasyni. Trommuleik- arinn í Vaxandi var Steinar Berg Helgason, skólabróðir minn ogfé- lagi. Hann bað mig að koma með á æfingu og horfa á þá. Bjarni þekkti mig því nokkmm árum áöur, er hann var smápolli, hafði hann læst mig og aðra meðhmi Ókó Pókó í bílskúrnum þar sem við æfðum. Hann gerði þetta í prakkaraskap en það tók okkur langan tíma að komast út aftur. Þetta var löngu áður en Bjarni byijaði að syngja. Látúnsbarkinn breytti öllu Ég fylgdist með nokkmm æfmg- um hjá Vaxandi og eitt skiptið vantaði gítarleikarann og þá báðu þeir mig að hlaupa í skarðið. Ég var í fyrstu tregur til og sérstaklega þegar þeir vildu fá mig sem annan gítarleikara í hljómsveitina. Ég sló þó th og við spiluðum mjög víöa, sérstaklega eftir að Bjami var kos- inn látúnsbarki. Vaxandi leystist upp síðar því Bjarni vildi stokka upp,“ sagði Arnar Freyr. Þetta var í annað skiptið sem Amar Freyr tók þátt í látúnsbarka- keppninni. Hann sagði að bæði hann og Bjami hefðu viljað keppa fyrif Reykjavík í fyrra en of margir voru þá skráðir til keppni í því kjördæmi. Þeir kepptu þvi báðir fyrir hönd Suöurnesja þó hvorugur væri þaðan. „Það var engin spurn- ing aö Bjami var langbesti þátttak- andinn í fyrra og átti fyllilega ski- lið að vinna. Ég var aldrei neitt vonsvikinn með það enda vissi ég úrslitin fyrir fram. Ég hafði þó ekki hugsað mér að taka þátt í keppn- inni aftur. Mikil pressa var hins vegar frá vinum mínum að ég færi aftur. Ég lét tiheiðast án þess að segja neinum frá því nema kær- ustunni minni. Ég hringdi th Atla- víkur án þess að neinn vissi," sagði Amar Freyr enn fremur. Núverandi hljómsveit Arnars Ereys, Búningarnir, sphaði í Atla- vík um verslunarmannahelgina og hann sagði að hljómsveitarfélag- arnir hefðu ekki vitað um þegar hann tók þátt í keppninni í fyrra skiptið. Lagið þurfti að flytja tvi- svar. Ég lét mig hverfa í smátíma og þegar þeir vissu að það hefði verið til aö taka þátt í keppninni varð steinþögn. Það urðu allir svo hissa,“ útskýrir Arnar Freyr. „Ég fékk hins vegar mikinn stuðning eftirþað." Góðir vinir Hljómsveitin Búningamir hefur nú að geyma tvo látúnsbarka og gætu sumir haldið að myndast gæti rígur milli þeirra tveggja. „Það verður ekki,“ sagði Arnar Freyr. „Við Bjarni em mjög góðir vinir og höfum þekkst lengi. Ég hef sungið mikiö með hljómsveitinni þannig að það breytist ekkert þó ég hafi sigrað í þessari keppni. Ég gæti ímyndað mér að rígurinn yrði meiri ef við væmm sinn í hvorri hljómsveitinni," hélt hann áfram. Arnar Freyr hætti námi eftir grunnskóla. „Tónlistin átti hug minn allan og tók tíma frá náminu. Mig hefur ahtaf langað til að geta lifað af henni en það eru aðeins sárafáir sem eiga möguleika á því.“ Hann starfaði um tíma hjá fóður sínum sem þá rak fyrirtækiö í s- mat. „Ég var eipnig um tíma sölu- maður og ég held að það starf eigi best við mig. Ætli ég haldi samt ekki áfram í kjötinu eitthvað áfram. Faðir Amars Freys rekur nú veitingahúsið Sthlholt á Akra- nesi og þar vinnur einnig eldri bróöir hans. Á sunnudagskvöldið var sett upp sjónvarpstæki í Sthl- holti og þar biöu menn spenntir eftir úrslitum. „Pabbi var orðinn efins um að ég kæmist í úrslit þeg- ar búið var að thkynna þriðja og annað sætið. Það urðu því mikil fagnaðarlæti þegar í ljós kom að ég var sigurvegarinn. Ég held að hann sé kominn með trúna á mér núna. Hann hafði reyndar aldrei heyrt mig syngja þetta lag áður,“ sagði Amar Freyr. „Mamma var hins vegar ömgg um sigur minn.“ Eini möguleikinn Unnusta hans, Kristrún Kristins- dóttir, sem er 16 ára, sagðist hafa verið mjög spennt á úrslitakvöld- inu. Faðir hennar er einnig fyrrum tónhstarmaður, Kristinn Sigmars- son, sem lék með Pónik. Þau kynnt- ust fyrir hálfu áru í gegnum félaga Arnars Freys, Þóri Ulfarsson, en sá er sonur Úlfars sem var hljóm- borðsleikari í Pónik og er jafnframt frændi Kristrúnar. Þórir leikur nú með Búningunum. Arnar Freyr sagði að látúns- barkakeppnin væri eini raunhæfi möguleikinn núna fyrir unga söngvara að koma sér á framfæri. „Keppnin á fullan rétt á sér og ég segi það fyrir mig að það efni, sem ég á nú þegar thbúið á plötu, verð- ur eftirsóknarverðara fyrir kaup- anda plötunnar ef höfundurinn er þekktur.“ Eftir keppnina í Atlavík fengu keppendur góöan tíma að sögn Arnars Freys til að undirbúa sig áður en þeir sungu lögin inn á band. Sú upptaka hljómaöi á Hótel íslandi og verður gefin út á látúns- barkaplötu sem út kemur á næst- unni. Þar verður einnig eitt auka- lag með látúnsbarkanum og eitt með Stuðmönnum. „Éghef alltaf verið hrifmn af laginu Reyndu aft- ur eftir Magnús Eiríksson og það kom eiginlega ekki til greina að hytja neitt annað lag. Mér fannst það líka eiga vel við þar sem ég var að reyna í annað skiptið," sagði Arnar Freyr. „Mitt takmark var að syngja til sigurs. Þess vegna reyndi ég aftur. Hins vegar má maöur ekki gera sér of miklar vonir og þess vegna gerði ég mér aldrei neinar vonir. Ég hefði aldrei reynt í þriðja skiptiö." Arnar Freyr flutti lagiö Ég segi það satt eftir Stuðmenn í keppninni í fyrra. „Þá átti ég við ofurefli að etja.“ Starað í strætó Hann sagði að talsvert lægi fyrir af efni sem hann hefði samið á undanfómum ámm. Ég hef flutt tvö af þessum lögum opinberlega með Búningunum og þeim hefur verið mjög vel tekiö. Lögin, sem ég hef samið, eru frekar í rólegri kant- inum en ég hef verið að velta fyrir mér að semja eitthvað fjörugra." Undanfarin vika héfur verið annasöm hjá látúnsbarkanum. „Það hafa allir símar í kringum mig verið glóandi," sagði hann. „Skrýtnast þótti mér er ég fór í strætó. Allir störðu á-mig og ég fór hálfpartinn hjá mér. Ég settist út við glugga og var nánast límdur með andlitið við rúðuna. Það versta var að lagið hljómaði í útvarpinu í strætó er ég sat þar eins og iha gerður hlutur,“ sagði látúnsbark- innnýiogbrosti. ,Úg reikna með að ég taki lífinu rólega þrátt fyrir tithinn. Mig vant- ar sjálfstraust th að geysast um aht. Æth ég leggi ekki áherslu á að halda áfram að semja lög og haldi mig við Búningaria. Mig dreymir um lítið eigið stúdíó þar sem hægt er að fullvinna lögin." Þar sem Kristrún kom með Am- ari Frey í viðtalið var ekki úr vegi að spyrja parið hvort sambandið værialvarlegt? „ Já, það er alvarlegt. Ætli við trú- lofum okkur ekki eftir árið,“ svör- uðu þau glöð í bragði. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.