Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Page 6
6 LAUGARÐAGUR'27-.ÁGÚST 1988. Útlönd Grænfriö- ungar mót- mæla mengun Norðursjávar Grænfriðungar efndu til mót- mæla gegn mengun í Norðursjó í Noregi í gær. Nokkrir meölimir samtakanna ásamt nokkrum umhverfis- verndarsinnum í Noregi gripu til þess ráös að klífa 160 metra háan reykháf Borregaard-verksmiðj- unnar í sðurhluta Noregs til að leggja áherslu á kröfur sínar. Grænfriðungarnir segja að við- ræður yfirvalda og fulltrua mengunarvarna séu tilgangs- lausar og á meðan eyöileggist líf- ríki sjávar. Þeir kölluðu loforð yfirvalda um hreinan sjó innantóm og sögöu að nú væri kominn timi til' aðgeröa. Grænfriðungar opnuðu skrif- stofur í Noregi í síðustu viku. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 20-25 Bb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 22-25 Bb 6mán. uppsögn 23-26 ' Bb 12mán. uppsögn 24-28 Ab 16 mán. uppsogn 34 Ib Tékkareikningar, alm. 8-12 Bb Sértékkareikningar 10-25 Bb Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn 4 Allir Innlán meðsérkjörum 20-34 Sb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 7,25-8 Vb Sterlingspund 9,75-10,50 Vb Vestur-þýsk mörk 4-4,50 Vb.Sp Danskarkrónur 7,50-8,50 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv) 33-34 Sp.Úb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 34-41 Sp Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(vfirdr.) 35-38 Sp Utlán verðtryggð . Skuldabréf 9-9,50 Sp.Bb Útlántilframleiðslu Isl. krónur 34-37 Úb.Lb,- Sb.Sp SDR 9-9,75 Lb.Úb,- Sp Bandaríkjadalir 10,25-11 Úb.Sp Sterlingspund 12,75- 13,50 Úb.Sp Vestur-þýsk mörk 7-7,50 Allir nema Vb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 56,4 4.7 á mán. | MEÐALVEXTIR óverðtr. ágúst 88 41,0 Verðtr. ágúst 88 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala ágúst 2217 stig Byggingavísitala ágúst 396 stig Byggingavísitala ágúst 123,9 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 8% 1 júlí. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávöxtunarbréf 1,7526 Einingabréf 1 3,239 Einingabréf 2 1,858 Einingabréf 3 2,069 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,511 Kjarabréf 3,228 Lífeyrisbréf 1.628 Markbréf 1,695 . Sjóðsbréf 1 1,555 Sjóðsbréf 2 1,379 Tekjubréf 1,545 Rekstrarbréf 1.2718 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 115 kr. Eimskip 269 kr. Flugleiðir 240 kr. Hampiðjan 116 kr. Iðnaðarbankinn 168 kr. Skagstrendingur hf. 158 kr. Verslunarbankinn 120 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 123 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankiiin, Sp = Sparisjóð- irnir. Fara fram á neyðaraðstoð Stjórnvöld í afríska ríkinu Burundi hafa farið fram á neyðaraðstoð til hjálpar eitt hundrað þúsund flótta- mönnum í kjölfar fjöldamorðanna sem áttu sér stað í landinu í síðustu viku. Fjöldamorðin hófust í kjölfar blóðugra ættflokkadeilna. Upptök deilnannna eru óljós en talið er að þær hafi hafist í byrjun ágústmánaðar þegar einn meðlimur hutu-ættbálksins var hengdur vegna gruns um morð. Flóttamenn af hutu- ættbálkinum hafa sagt að hermenn tutsi-ættbálksins, sem ræður ríkjum í landinu, hafi gripið til fjöldamorða gegn óvopnuðum hutu-mönnum. Utanríkisráðuneytið i Burundi sagði að aðstoðar væri þörf í þrjá mánuði til að lífið færðist í eðlilegt horf á nýjan leik. Átökin áttu sér stað í norðurhluta landsins en erlendum eftirlitsmönnum hefur ekki verið leyft að kanna aðstæður. Talsmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að 47 þús- und íbúar Burundi hafi flúið yfir landamærin til nágrannaríkisins Rwandi. Hann sagði að eitt þúsund manns bættust í hópinn daglega. Sameinuðu þjóðirnar og Rauöi krossinn hafa sent starfsfólk til Rwanda til áð aðstoða flóttafólkið. Erlendir stjórnarerindrekar í Buj- umbura, höfuðborg Rwanda, sögðu fréttamönnum í gær að allsendis Flóttamannastraumnum frá Burundi linnir ekki, að sögn talsmanna flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóöanna, og bætast eitt þúsund flóttamenn við á degi hverjum. Símamynd Reuter óvíst væri að fjöldamorðunum hefði landsins um að svo væri. Samkvæmt und manns í átökunum. linnt þrátt fyrir yfirlýsingar forseta opinberum tölum létust fimm þús- Reuter Herferð gegn skrifræði og sköttum Sumarliði isleifsson, DV, Árósum: Danska stjórnin hefur lofaö að beita sér fyrir herferð gegn skrifræði í landinu. Að sögn forsætisráðherr- ans er stjórnkerfið í Danmörku bæði þunglamalegt og allt of dýrt. Tuttugu prósent af öllum útgjöldum ríkisins, eða 60 milljarðar danskra króna, ganga til opinberrar stjórnsýslu. Hefur forsætisráðherrann boðað róttækar lausnir á þessum vanda. í þeim felst m.a. að endurskipuleggja stjórnsýsluna með það að markmiði að hún verði einfaldari. Ætlunin er að flytja sem mest af verkefnum frá ríkinu til sveitarfélaga. Þannig er t.d. fyrirhugað aö sveitarfélögin sjái um málefni grunnskólanna að mestu leyti. Þá er gert ráð fyrir að einhverjar ríkisstofnanir verði hreiniega lagðar niöur. Þó verður séð um aö starfs- mönnum þeirra verði boðið upp á endurmenntun til þess að þeir geti snúið til annarra starfa. Stjórnin vill einnig beita sér fyrir lækkun skatta. Hefur hún bent á að vænleg leið að því marki sé að neyt- endur borgi í auknum mæli fyrir þjónustu hins opinbera. Hefur veriö rætt um aö hlutdeild þeirra geti orð- ið allt aö tuttugu og fimm prósent á sumum sviðum. Verða lagöar fram tillögur þar að lútandi nú á næst- unni. Jafntfylgi hægri og vinstri flokka í Israel Niðurstöður skoðanakönnunar, sem birtar voru í ísrael í gær, sýna að hægri og vinstri öflin í landinu standa svo að segja jöfn að vígi fyr- ir þingkosningarnar sem fram fara þann 1, nóvember nk. Samkvæmt niðurstöðmn könn- unarinnar, sem gerð var á vegum Dahaf stofnunárinnar í ísrael, myndu hægri flokkamir hljóta alls 61 af 120 sætum á þinginu, Knes- set, en vinstri flokkarnir myndu hljóta alls 59 sæti. Flest þingsæta hægri flokkanna, eða ails 40 sæti, myndu falla í skaut Likud-bandalaginu sem Yitzhak Shamir forsætisráðherra er í for- svari fyrir. Verkamannaflokkur Shimon Peres utanríkisráðherra myndi hljóta meirhluta þingsæta vinstri manna eða alls 42 sæti. Samkvæmt annarri könnun, sem birt var nýlega, fá vinstri flokkam- ir íviö fleiri sæti eða 63 á móti 57 sætum hægri flokkanna. Likud- bandalagið fengi 38 þingsæti en Verkamannaflokkurinn 43 sam- kvæmt niðurstööum þeirrar könn- unar. Likud-bandalagið og Verka- mannafiokkurinn ráða nú ríkjum í Israel. Forystumenn beggja von- ast til þess aö fá hreinan þingmeiri- hluta í kosningunum en slíkt hefur aldrei gerst i Israel. Reuter franar leggja línumar Utanríkisráðherra Irans skýrði frá forsendum þjóðar sinnar fyrir varan- legum friði í átta ára styrjöld íraks og írans. Símamynd Reuter Utanríkisráðherra írans, Ali Ak- bar Velyati, kynnti á blaðamanna- fundi í gær, á öðrum degi friðarvið- ræðna deiluaðila í Persaflóastríð- inu, forsendur írana fyrir varan- legum friði. Þetta er í fyrsta sinn síðan viðræðurnar hófust að full- trúi annars hvors ríkisins ræðir við blaðamenn. Velyati sagði að frið yrði að byggja á ályktun Sameinuðu þjóð- anna nr. 598 sem báðar þjóðir hafa nú samþykkt. Helsta krafa írana er sú aö landamæri ríkjanna miðist við samninga ríkjanna sem undir- ritaðir voru í Algeirsborg árið 1975. írak hafnaði þessum samningi í upphafi stríðsins. Samkvæmt þess- um samningi eru landamærin við miðlínu Shatt al-Arab vatnaleiðar- innar við botn Persaflóa. Einnig krefjast íranar þess að til- lögur Peres de Cuellar, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, um fram- kvæmd vopnahlésályktunarinnar verði samþykktar af báðum aðil- um. De Cuellar hefur ekki birt til- lögur sínar opinberlega en að sögn embættismanna SÞ fela þær í sér tímasetningar fyrir framkvæmd allra Uða ályktunarinnar. Vopna- hlésályktunin kallar m.a. á að her- ir beggja ríkja dragi sig til baka og að skipst verði á stríðsfóngum. Engin viðbrögð fulltrúa íraka í viðræðunum hafa enn borist í kjöl- far ummæla Velyati. Vestrænir stjórnarerindrekar telja að for- sendur írana sýni fram á að við- ræðurnar veröi langar og strangar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.