Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Page 25
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988. 25 Sælt veri fólkið... Nick Cave, breskur tónlistarmaður sem eitt sinn kom hingað til lands, er lentur í klandri við bresk lög. Vinurinn var sumsé gó- maður eigi alls fyrir löngu með heróin í fórum sínum en slikt er vitanlega alveg bann- að í Bretaveldi. Á Cave yfir höfði sér fangelsisdóm og drjúga sekt að auki... IVIick Jones, fyrrum liðsmaður Clash og núverandi aðaldrif- fjöður Big Audio Dynamite, var iagður inn á gjörgæslu- deild sjúkrahúss i London fyr- ir nokkru með slæma lungna- bólgu. Ástand Jones var afar slæmt þegar hann kom á sjúkrahúsið og fyrstu dagana var hann meira og minna meðvitundarlaus. Siðastþeg- ar fréttist var liðan hans þó að skána... Phil Collins sendi fyrir nokkr- um dögum frá sér fyrstu smá- skífuna í langan tíma. Þar er að finna nýja útgáfu Coliins á gamla Mindbenders-laginu Groovie Kind of Love... Maxie Priest, sem hyggst heimsækja okkur innan skamms, er þessa dagana að skemmta Japönum... Dead or Alive er ekki dauð úr öllum æðum. Eftir rúmlega árs dvala sendi hljómsveitin frá sér nýja smáskifu í byrjun vikunnar. Þar má heyra iagið Tum Aro- und and Count to Ten... Va- nessa Paradise hin franska, sem náði miklum vinsældum fyrr i sumar með lagið Joe Le Taxi, reynir nú að viðhalda vinsældunum með nýju lagi, Marlin and John... Sir Bob Geldof og kona hans, Paula, eiga von á öðru bami sínu. Fyrir eiga þau dótturina Fifi Trixibelle... Julianne Spring- steen, eiginkona Bruce, getur séð fram á náðuga daga eftir skilnaðinnvíð rokkarann þvi $á hluti auðæfa hans sem hún fær myndi vafalaust duga til að framfleyta heilu þorpi af íslenskum láglaunamönnum næstu áratugina... Status Quo, sem komið hefur nokkr- um islenskum bændum á von- arvöl eftir tónleikana i Reið- höllinni, ætlar að gefa út gamla lagið sitt, Rockin AII Over the World, enn eina ferð- ina og að þessu sinni i góð- gerðaskyni fyrir Sport Aid '88 og af þvi tilefni verður nafni lagsins breytt i Running All Overthe World.. .farinn... -SþS- Sálin hans Jóns míns - Syngjandi sveittir Vantar sálina íslensk plötuútgáfa að sumarlagi er sífellt að þynnast og minnka að gæðum. Yfirleitt eru þetta plötur sem ætlað er að styðja við bakið á yfir-. reið viðkomandi hljómsveita um fé- lagsheimili landsins. Innihaldiö er léttmeti af einfóldustu gerð; svo- nefndir sumarsmellir sem allir eiga að sjálfsögðu að komast í efstu sæti vinsældalistanna. Sálin hans Jóns míns er ein þessara hljómsveita sem gert hefur út á ofan- greindan markað og náð býsna góð- um árangri að mér skilst. Og auðvit- að verður að gefa út plötu og ein- hverra hluta vegna er hún í fullri lengd, sem fátítt er um þessar sveita- ballaplötur. Innihaldið gefur þó ekki til kynna að ástæða hafi verið til að þenja það upp í LP plötu; helmingur plötunnar er erlendir slagarar teknir upp á Hótel Akranesi og í Bíókjallar- anum. En það má svosum segja að þetta sé sýnishorn af þvi sem vænt- anlegir ballgestir mega búast við og því kannski ekki vert að vera að hnýta i þetta þó um augljósa upp- fyllingu sé að ræöa. Öll þessi erlendu lög eru það sem kallað er soul-tónlist en það er ein- mitt sú tónlistarstefna sem hljóm- sveitin ku hafa að leiðarljósi eins og reyndar nafn hennar gefur til kynna. Fyrri hlið plötunnar er hið eigin- lega efni hennar; þrjú frumsamin lög eftir liðsmenn sálarinnar plús eitt gamalt lag sem hljómsveitin Grafík flutti og gerði vinsælt á sínum tíma. Þá var lagið dúndur rokklag sem það er enn því ekki verður það að soul- lagi þó einhverjum blásurum sé bætt inn í. Blásararnir eru reyndar að þvælast í öllum þessum fiórum lög- um, með misjöfnum árangri og oft hefðu þeir betur mátt eiga frí. Frumsömdu lögin þrjú eru eftir þá Guðmund Jónsson gítarleikara, Jón Ólafsson hljómborðsleikara og Rafn Jónsson trommuleikara og á hver sitt lag. Lag Guðmundar, Á tjá og tundri, hefur náð miklum vinsæld- um enda þrælgott lag og ber reyndar af öðrum lögum á plötunni. Hefði ekki veitt af að hafa átt eða tvö lög í viðbót í sama klassa á plötunni til að ná henni upp úr meðalmenns- kunni. -SþS- Steve Forbert - Streets of This Town Ánægjuleg endurkoma Það liggur við að maður hafi verið búinn að gleyma tilveru Steve For- berts þegar nýja platan hans, Streets. of This Town, kom út fyrir stuttu. Það var því með mikilli ánægju og tilhlökkun aö Streets of Fire var sett á fóninn. Og kappinn olli ekki von- brigðum frekar en fyrir átta árum þegar Jackrabbit Slim vakti aðdáun og hrifningu hjá öllum þeim sem á hana hlýddu. Átta ár eru langur tími í hinum nýjungagjarna heimi popptónlistar- innar og margir kappar, sem geröu það gott fyrir átta árum, heyra fortíð- inni til og munu ekki heyrast fram- ar. En þegar í hlut á slíkur snilhngur með lag og ljóö sem Steve Forbert þá eru átta ár aðeins langur biðtími sem skilar sér svo í safaríkri rokk- tónlist, ljóðum um einmana persónu, sem ekki ekki finnur sig, og umfram allt tregablandinni rödd Forberts sem, ef eitthvað er, býr yfir meiri dýpt en áður var. Streets of This Town inniheldur tíu lög sem öll eru eftir Forbert. Nokkuð sterk heildarmynd er yfir lögunum - léttrokk þar sem bæði má kenna áhrif frá suðurríkjatónlist og svo sveitatónlist. Eiginlega er eini galli plötunnar sá aö hún byrjar of vel. Fyrstu fiögur lögin, Running on Love, Don’t Tell Me (I-Know), I Blinked Once og Mexico, eru öll al- deilis frábær þótt I Blinked Once sé þessa dagana í sérstöku uppáhaldi hjá undirrituðum. Sjálfsagt hefði tilbreyting í næstu lögum gert plötuna meira spennandi en því miður kemur nokkur ládeyða og Steve Forbert nær sér ekki al- mennilega á strik fyrr en í síðasta laginu, Search Your Heart, rólegu og fallegu lagi sem segir allt sem hann þarf að segja. Textarnir eru ekki beint bjartsýnin uppmáluð. Rótleysi einstaklingsins er uppistaðan. Bernskan er könnuð og er fortíðin oft meginþemað. . Þótt ýmsa smágalla sé hægt að finna á Streets of This Town er heildin sterk - tórdist sem þeir er hafa hrifist af Steve Forbert verða ekki óánægðir með þótt samanburður við fyrri tvær plöturséfyrirhendi. -HK The Del Lords - Based on a True Story Rokk, rokk, rokk Óskaplega er gaman að fá undir nálina plötur sem maður býst ekki við neinu sérstöku af en reynast svo bráðskemmtilegar. Þannig var því varið með Based on a True Story. Jú, jú, það hafði frést að Del-Lords væri þokkalegasta rokkhljómsveit sem vegnaði vel á vinsældalistum út- varpsstöðva bandarískra framhalds- skóla. Þótt það sé ágætt að ná hátt á Usta þar (Sykurmolarnir eru t.a.m. í öðru sæti er þetta er skrifað) á Del- Lords miklu meira skilið. Tónlist þessa bandaríska kvartetts er rokk án allra forskeyta. Hljóð- færaskipanin er tveir gítarar, bassi og trommur. Hljómborö koma ein- ungis við sögu í tveimur lögum og eru þá sparlega notuð. Fleiri auka- hljóðfæraleikarar eru á plötunni Based on a True Story. En þeir eru í algjörum aukahlutverkum. Upp- tökustjórinn er Neil Geraldo aðalgít- arleikari í hljómsveit Pat Benatar (og reyndar eiginmaður hennar). Mér segir svo hugur að hann hafi sett sitt mark á útsetningar. En faglegar útsetningar eru ekki nóg ef efniviðurinn er slakur. Tónlist Del-Lords er mestmegnis einfalt og hressilegt popp í rokkuppfærslu sem gæti notið sín með hvaða söngvara sem er eins og til dæmis lög Elvis Costellos Þegar ég lít yfir nöfn lag- anna tíu á plötunni Based on a True Story koma Judas Kiss, Cheyenne og A Lover’s Preyer strax upp í hug- ann. Svo sem engin meistaraverk en frísklég lög og ágætlega flutt. Þeir sem hafa gaman af hreinu og ómenguðu rokki ættu ekki að láta nýjustu plötu Del-Lords fram hjá sér fara. Hvers vegna hefur þessi hljóm- sveit eiginlega ekki náð lengra en raun ber vitni? -ÁT. Judas Priest - Ram It down: Prestamir fara á kostum Prestarnir eru síður en svo með hempuna á hælun- um ef marka má þessa nýj- ustu plötu þeirra. Hempan er þétt reyrð að hálsi og Halford og herprestar hans fara á kostum eftir brokk- gengan feril síðustu ára. Við yfirreið á þessari plötu er þó ekki laust við að kenni ýmissa gamalla grasa. Hér og þar má heyra lagabúta frá fyrri plötum sveitarinn- ar, meistaralega dulbúna reyndar, og í einu tilviki er reyndar farið allt aftur til ársins 1977 (upphaf lagsins Blood Red Skies). Þessi kokkteill heppnast þó í alla staði þrumuvel og punktur- inn yfir i-ið er meistaraleg útsetning á gamla Chuck Berry-slagaranum, Johnny B. Goode. Þar er á ferðinni eitthvert magnaðasta báru- járnseyrnakonfekt síðustu ára og söngur Halfords með ólíkindum. Ram It down er í alla staði hefðbundin plata frá Judas Priest, a.m.k. eins og sveitin var fram til 1985. Því er ég fullviss um að gamMr aðdá- endur (þeir hinir sömu og yfirgáfu söfnuðinn við út- komu Turbo) hópast undir hempufaldinn á ný. Þetta er bárujám í besta flokki. Bestu lög: Heavy Metal, Come and Get It, Blood Red Skies og Johnny B. Goode.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.