Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 42
58 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988. Skák Skákþing íslands í Hafnarborg: Hannes Hlífar hefur tryggt sér alþjóðameistaratitil - lokauppgjör mótsins í dag Hannes Hlífar Stefánsson. Alþjóðameistaratitill í höfn fyrir síðustu umferð á Skákþingi íslands sem tefld verður í dag. DV-mynd S I dag kl. 14 hefst síðasta umferð í landsliðsflokki á Skákþingi ís- lands sem fram fer í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn- firðinga við Strandgötu. Stórmeist- ararnir tveir, sem þátt taka í mót- inu, eru öruggir með tvö efstu sæt- in en slagurinn stendur um það hvor þeirra hreppir íslandsmeist- aratitilinn. Næstsíðasta umferð var tefld á fimmtudagskvöld en í gærkvöldi átti að tefla biðskákir. Er þetta er ritað var þeim ólokið en staðan á mótinu var þessi: 1. Jón L. Árnason 8,5 v. 2. Margeir Pétursson 8 v. og bið- skák. 3. Hannes Hlífar Stefánsson 7 v. 4. Karl Þorsteins 6,5 og biðskák. 5. Þröstur Þórhallsson 5,5 v. 6. -7. Ágúst S. Karlsson og Róbert Harðarson 5 v. 8. Jóhannes Ágústsson 3,5 v. 9. Davíð Ólafsson 3 v. og biðskák. 10. -11. Ásgeir Þór Árnason og Benedikt Jónasson 2,5 v. 12. Þráinn Vigfússon 1 v. og bið- skák. Skák Margeirs og Karls fór í bið í afar jafnteflislegri stöðu, þar sem hvor hafði tvö peð í hróksenda- tafli. Líklegt 'er því að Margeir komist upp að hlið Jóns í efsta sæti fyrir lokaumferðina í dag. Þá teflir Margeir með svörtu gegn Ásgeiri, Jón með svörtu gegn Dav- íð, Hannes með svörtu gegn Ben- dikt, Karl með hvítu gegn Róbert, Ágúst með hvítu gegn Þresti og Þráinn með hvítu gegn Jóhannesi. Hannes Hlífar virtist ætla að blanda sér í baráttuna en er hann var farinn að nálgast sjö vinuinga fór allt í baklás. Kunnugir segja að hann hafi verið haldinn „titilótta" sem er landlægur sjúkdómur meö- al skákmanna. Hann þurfti sjö vinninga úr mótinu til að næla sér í lokaáfanga sinn að alþjóðameist- aratitli. Er hann var kominn með sex vinninga úr sjö umferðum varð hann að láta í minni pokann fyrir Margeiri og í næstu umferö tapaði hann fyrir Karh. Skák hans við Margeir var mikfl baráttuskák, þar sem Hannes glímdi við það vanda- mál að eiga lakar stæðan biskup en stórmeistarinn. Gegn Karli var hann hins vegar algjörlega heillum horfinn og varö að gefast upp eftir aðeins 16 leiki. í þriðju tilraun tókst Hannesi loks að ná sjö vinninga markinu er hann vann Ásgeir eftir tvísýna skák. Hannes kom í heiminn er Fischer og Spassky glímdu í Laug- ardalshöllinni og er því nýlega orð- inn 16 ára. Hann verður væntan- lega útnefndur alþjóðlegur meist- ari á þingi FIDE í nóvember og veröur með yngstu mönnum til aö bera þann titil. Fram til þessa hefur mótið ein- kennst af gífurlegri baráttu, þar sem ekkert er gefið eftir. í þeim 58 skákum, sem lokið er þegar þetta er fest á blað, hafa einungis níu oröið jafntefli! Róbert, Þráinn og Ágúst hafa gefið gott fordæmi með því að vinna og tapa til skiptis. Róbert er íslandsmeistari með hvítu mönnunum, hefur fimm vinninga af fimm mögulegum. Með svörtu hefur honum hins vegar ekki tekist jafnvel upp - fimm töp úr jafnmörgum tilraunum. Skoðum stystu vinningsskák mótsins til þessa. Hvítt: Karl Þorsteins Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Ownens-byrjun. 1. d4 e6 2. c4 b6 Hannes teflir óvenjulegt byrjun- araíbrigði en með því hugðist hann koma Karli út á kaldan klaka. Karl er hins vegar við öllu búinn. 3. e4 Bb7 4. Bd3!? Dh4 Slæmt er 4. - f5 vegna 5. exf5! Bxg2 6. Dh5+ g6 7. fxg6 Bg7 8. gxh7+ KI8 9. Re2 Bxhl 10. Bg5 Rf6 11. Dh4 Rc612. Rf4 með sterkri sókn fyrir hvítan, en þannig tefldist skákin Browne - Miles, Tilburg 1978. Stungið hefur verið upp á leik Hannesar en hann virðist þó ekki réttlæta byrjunartaflmennsku svarts. 5. Rd2 f5 6. Rgf3 Dg4 7. 0-0! fxe4 8. h3 Df5 I A í 11 l i í Á w A A 1 ÉL A A & © A A IflW s* ABCDE FGH 9. Rxe4! Bxe4 10. Rh4 Df6 Svartur á úr vöndu að ráða. Eftir 10. - Bxd3 11. Rxí5 Dxf5 12. Bf4 fær hann þijá menn fyrir drottninguna en hann á samt erfiða stöðu, langt á eftir í liðsskipan. 11. Bxe4 d5 12. cxd5 Dxh4 13. Hel Hvítur hefur fórnað manni en hefur myljandi sókn í staðinn. Það er ekki að sjá að svartur eigi hald- bæra vörn. 13. - a5 14. g3 DfB 15. dxe6 Ha7 16. Dh5+! Og svartur gaf. Eftir 16. - g6 17. ’ Db5+ og 18. Bg5 vofir yfir er taflið hruniö. Skák Jón L. Árnason Karpov og Kasparov deildu sigrinum í bróðerni Enn einu sinni sýndu þeir félagar Karpov og Kasparov skákheimin- um fram á snifli sína er þeir deildu sigrinum á Skákþingi Sovétríkj- anna í Moskvu. Framan af leit út fyrir að Salov og Beljavsky ætluðu að blanda sér alvarlega í topp- baráttuna en er líða tók á seinni hlutann sigldu K-in tvö fram úr. Mótið var fimasterkt: Átján kepp- endur sem alflr vom fullir fróðleiks og metnaðar. Karpov og Kasparov vom jafnir og efstir er einni umferð var ólok- ið. í lokaumferðinni gerði Ka- sparov jafntefli við Eingorn eftir fremur snögga viðureign. Kasp- arov þótti fá betra tafl með hvítu mönnunum en Eingorn náði aö einfalda stöðuna og þá sömdu þeir um jafntefli. Karpov hefði getað orðið einn efstur ef hann hefði unn- ið Ehlvest. Karpov hafði svart og þæfði taflið lengi áöur en hann varð loks að sættast á skiptan hlut. Mótið vannst á 11,5 vinninga af 17 sem er tæplega 68% vinnings- hlutfall. Ekki sérlega hátt er Ka- sparov á í hlut en þess má geta að í samræmi við Eló-stigatölu hans var búist við því fyrirfram að hann fengi vinningi meira. Næstu menn fengu 10 vinninga, Salov og Jusu- pov. Þessi varð annars lokastaðan: 1.-2. Garrí Kasparov og Anatoly Karpov 11,5 v. 3.W. Artur Jusupov og Valery Salov 10 v. 5.-6. Vjatsjeslav Eingorn og Vassily Ivantsjúk 9,5 v. 7. Leonid Judasin 9 v. 8. Alexander Beljavsky 8,5 v. 9. -12. Jaan Ehlvest, Viktor Gav- rikov, Andrei Sokolov og Vassily Smyslov 8 v. 13.-15. Rafael Vaganjan, Alexander Khalifman og Mikhail Gurevich 7,5 v. 16. Ilja Smirin 7 v. 17. -18. Vladimir Malanjúk og An- drei Kharitonov 6 v. Af efri hluta mótsins koma Ein- gom og Judasin langmest á óvart - Salov, Jusupov og Ivantsjúk hafa þegar sannað kunnáttu sína á öör- um vettvangi. Eingorn kom inn á síðustu stundu fyrir Mikhail Tal sem veiktist eftir að hafa teflt eina skák. Honum var snarlega skipt út af og Eingorn laumað inn á. Sagnir herma að sú óvenjulega ráð- stöfun hafi falliö í misjafnan jarð- veg. Þannig hafi heimsmeistarinn Kasparov t.a.m. orðið æfur af reiði. Salov blandaði sér verulega í bar- áttuna um titilinn. Hann var mað- ur biðskáka - átti þrjár biðskákir í einu þegar mest var. Jusupov fór hins vegar hægt af stað en þokaði sér smám saman upp eftir mótstöfl- unni af sinni alkunnu seiglu. Lítum á vinningsskák Jusupovs gegn heimsmeistaranum fyrrver- andi, Vassily Smyslov. Jusupov nær betri stöðu eftir byrjunina og þrengir smám saman að mótheij- anum. Smyslov reynjr að koma höggi á hann en með snjöllum 26. leik sínum bægir Jpsupov hætt- unni frá og í tímahrakinu töfrar hann síðan fram mátsókn. Af Smyslov er það annars að segja að hann byijaði afleitlega á mótinu en sótti síðan í sig veðrið og lendir að lokum í miðjum hópi. Úthaldið er í lagi þótt hann sé orð- inn 67 ára gamall! Hvítt: Artur Jusupov Svart: Vassily Smyslov Bogoindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Rbd2 c5 5. a3 Bxd2+ 6. Bxd2 cxd4 7. Rxd4 d6 Smyslov teflir byrjunina dálítiö óvenjulega. Honum hefur alltaf staðið á sama um biskupaparið - treystir frekar á riddarana. 8. g3 (W) 9. Bg2 a6 10. Bb4 Re8 11. Dd2 Ha7 12. 0-0 b6 13. Hfdl Hc7 14. b3 Bb7 15. Bxb7 Hxb7 16. a4 Dc8 17. a5 bxa5 18. Hxa5 eá 19. Rc2 Rc6 20. Ha4 a5 21. Bxa5 Hxb3 22. Bb4 Rf6 Eftir 22. - Rxb4 23. Hxb4 Hxb4 24. Dxb4 er ljóst að svartur á í miklum vanda. Smyslov reynir því að virkja stöðu sína og fljótt á litið virðist hann ná dágóðum gagnfær- um. 23. Bxd6 Re4 24. Del Hd8 25. c5 Rc3 26. Ral! Með þessum snotra riddaraleik tekst hvítum að forðast skipta- munstap. Hrókur svarts getur sig ekki hrært án þess hann missi vald á riddaranum. Svartur verður að sætta sig við peðstap. 26. - Rxa4 27. Rxb3 De6 28. Hbl h5 29. e3 Ha8 30. h4 Ha7 31. Dcl Df5 32. Rd2 Dd3 33. Hb3 De2? Óheppilegur leikur í erfiðri stöðu. 34. Re4 f6 35. Dbl! Dc4 36. Hb8 + Kf7 Eftir 36. - Rxb8 37. Dxb8+ Kh7 38. Rxf6+ gxf6 39. Dxa7+ á hvítur einnig vinningsstöðu. 37. Rg5 + ! Og Smyslov gafst upp því að eftir 37. - fxg5 38. Df5 yrði hann mát. -JLÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.