Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 27. ÁG0ST 1988. Uppáhaldsmatur á sunnudegi - Vilhjálmur Egilsson með uppskrift helgarinnar ,„Ég elda alltaf af og til og hef bara gaman af,“ segir Vilhjálmur Egilsson hag- fræðingur sem að þessu sinni er matreiðslumaður helgarinnar. „Við erum talsvert með fisk á borðum og þá gjarnan bak- aðan í ofni. Uppskriftin, sem ég læt fylgja hér með, er þægileg og mjög góð. Ef gesti ber að garði er oft gripið til hennar. Annars er engin ein tegund matar sem er í meira uppáhaldi hjá mér en önn- ur.“ Fiskréttinn, sem Vilhjálm- ur gefur uppskrift að, segist hann vera búinn að þróa með sér í gegnum tíðina og sé hann matreiddur í ýmsum útgáfum. Fari svona eftir því' hvað sé til í ísskápnum hverju sinni. En í því eru ein- mitt fólgin þægindin við þennan rétt. Ýsa í ofni Ýsuflök, roðílett og bein- hreinsuð Ýsuflökin eru lögð í eldfast mót og eru notuð ca 150-200 g á mann, fer eftir því hvaða meðlæti er notað. Því næst er búin til sósa en í hana fer eftirfarandi: Rjómi sérrílögg ostbitar kókosmjöl Mitt í verðbólguþrasinu er gott að slappa af yfir pottun- um og útbúa eitthvað girni- legt aö borða. Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur kýs að ofnbaka fisk að þessu sinni - og nýtur dyggrar aðstoðar sonarins, Ófeigs Páls. DV-mynd S sveppir graslaukur eplabitar ananasbitar rækjur Ekki er nauösynlegt aö nota allt þetta í sósuna en hún verður girni- legri ef þaö er gert. Hversdags er ekkert aö því að nota mjólk í stað rjóma og sleppa t.d. sérríinu. Sósunni er hellt yfir fiskinn og hann bakaöur í 20-30 mínútur, fer eftir magni. Borið fram með hrísgrjónum og salati. Hagfræðingurinn bakar ýsu í ofni Áður en Paui Hogan sló i gegn vann hann störf sem ekki eru talin til venjulegs undirbúnings fyrir upprennandi stjömur. Hann sá um þrif á sundlaugum, vann við við- hald á brúm, keppti sem áhuga- maður í hnefaleikum og ók vörubíl. Hogan dregur sjálfur enga dul á að hann er mjög sólginn í fjár- hættuspU og á það til að sk vetta ærlegaí sig á laugardagkvöldum. Hann heldur þvi fram að það hafi Hafnarbrúln i Sydney { Ástralíu. Paul Hogan vann viö viðhald hennar í 10 ár. verið húmorinn sem lyfti honum upp úr stöðu verkamanns og gerði hann að kvikmyndastjörnu. , ,Hann var ákaflega fyndinn og virtist aldrei vera í vondu skapi,“ er haft eftir einum af samstarfs- mönnum hans frá fyrri tíð. Hogan fæddist 8. október árið 1939 i námabæ í Ástralíu. Hann þótti mjög greindur á unglingsár- um en hætti í skóla 14 ára gamall. Hann fór aö vinna en stóð ekki lengi við á hveijum stað. Hann fékk m.a. vinnu sem baðvöröur í sund- laug og náði þá mjög góðum ár- angri í dýfingum sem hann stund- aðiutanvinnutíma. Á þessum árum kynntist hann einnig 16 ára gamalli stúlku, Noe- lene að nafhi. Hogan var ári eldri. Þau giftu sig að tveim árum liðnum þrátt fyrir að framtíðarvonimar væru ekki bjartar. Hogan hélt áfram að flækjast milli starfa, drekkaogspila. Þegar hann var 24 ára gamall og búinn að eignast þrjú böm fékk hann í fyrsta sinn fasta vinnu. Það Paul Hogan, fyrrum verkamaður og nú kvikmyndastjarna. var við viðhald á brúnni yfir höfn- ina í Sydney. Brúin er máluð ár hvert og það tekur árið að mála hana. Við þetta vann Hogan í 10 ár. Árið 1971 koma hann fyrst fram í sjónvarpi í Ástralíu. Hann birtist næstu árin í ýmsum þáttum þar til hann fékk sinn eigin þátt árið 1977 og hélt honum úti til ársins 1984. Þá ákvað hann að ráðast í kvik- myndagerð og árangurinn var fyrri myndin um Krókódíla-Dundee. Nú er önnur myndin komin og sýnd hér sem annars staðar við mikla aðsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.