Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 13
LÍi!M!í&kuR $/&£&§£ Wöl.J i§r Dillonfjölskyldan á íslandi í boði ÁTVR: Eins furðulegt ævintýri og hægt er að komast í - segir lafði Jane Dillon sem léð hefur nafnið á nýtt gin „Ég veit ekki hvað ég er oft búin að segja við sjálfa mig: Þakka þér fyrir Dennis,“ segir lafði Jane Dill- on sem nú er stödd hér á landi með börnum sínum í boði ÁTVR. Tilefn- ið er að Áfengis- og tóbaksverslun- in hefur vabð nafn ættarinnar á nýtt gin sem kemur á markaðinn hér senn hvað líður. ,,-Þetta er eig- inlega eins furðulegt ævintýri og hægt er að komast í,“ segir Jane. Ævintýri Dillons Að baki þessu býr saga sem er fuU af tilviljunum og svo langsótt að slíkt gerist annars aðeins í skáldsögum. En Dillonmæðginin eru stödd hér og líkja ferðalagi sínu við ævintýri. Upphafið var að Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, ræddi við Pál Líndal um sögulegt nafn á gini. Þeim fannst tilvalið að nota gamla ástarsögu og kenna ginið við einn af nafntogaðri elskhugum íslandssögunnar, Art- hur Edmund Dennis Dillon. Við Dillon þennan er Dillonshús í Árbæjarsafni kennt. Jane skoðaði húsið með börnum sínum í gær. Dillon kom hingað til lands síðsum- ars árið 1834 og ætlaði aö hafa vet- ursetu í Reykjavík. Hér komst hann í kynni við Siri Ottesen, eina af glæsilegustu frúm bæjarins. Þau áttu hér ástarævintýri sem hefur orðið frægt í sögunni. Dillon byggði hér hús fyrir ástkonu sína og hugð- ist setjast hér að. Þau áttu dóttur saman en yfirvöld landsins mein- uðu þeim að eigast og Dillon fór úr landi sumarið eftir. Sextán ára lávarður Þar með er kominn botn í sög- una. Dennis Dillon var 16. lávarð- urinn með því nafni en Henry Benedict Charles Dillon, sonur Jane Dillon, er sá 22. Hann er nú 16 ára gamall og hefur borið titilinn frá því að hann var 11 ára. Hann hefur síðustu daga fengið tækifæri til að skoða sig um á sömu slóðum og forfaðir hans gerði á árunum 1834 til 1835. Systir hans, Betrice, er einnig með í för. Eignmaður Jane, Dillon lávarður sá 21., er lát- inn fyrir nokkrum árum. Dillonættin var ein af ríkari ætt- um Bretlandseyja. Hún átti nokkra hreppa á írlandi og sveitasetrið Ditchley í Oxfordskíri á Englandi. Á fyrri hluta þessarar aldar lenti ættin í erfiðleikum eins og svo margar breskar aðalsættir og varð að selja eigur sínar. Sveitasetrið er nú ráðstefnuhöll og hefur verið það frá því á stríðsárunum síðari þegar Churchill notaði það til að halda leynifundi með bandamönnum sín- um. Óvænt uppákoma Núna býr Dillonfjölskyldan í Lundúnum og berst ekki á að hætti aðalsmanna. Af eignum ættarinnar er ekkert eftir annað en nokkur málverk og skjöl. Þar á meðal eru bréf sem Dennis Dillon skrifaði heim veturinn sem hann dvaldi í Reykjavík. Jane segist aldrei hafa skoðað þessi bréf fyrr en í ár þegar beiðni um að nota nafniö kom frá ÁTVR. Hún hafði þá einnig sam- band við tengdamóöur sína sem býr á Spáni og hún þekkti þessa sögu. Dillonfjölskyldan á gangi I höfuðborginni. Þau eru Beatrice, Jane Dillon og Henry Benedict Charles Dillon lávarður. DV-mynd KAE Jane Dillon hefur verið hér meö börnum sínum í viku og skoðað landið. Þau fóru norður til Akur- eyrar sem þau segja að sé „einstak- lega fallegur staður." Frá Akureyri ferðuðust þau um Norðurland og skoöuöu m.a. hveri í Mývatnssveit, náttúruundur sem þau höfðu aldr- ei séö áður. Dennis Dillon kynntist líka hverum á sínum tíma og sauð egg í Geysi. Stórkostlegt sólsetur Á suðurleið tóku þau sér bíla- leigubíl. Þau urðu fyrir því óhappi að brjóta lykilinn á Brú í Hrúta- firði og töfðust við það fram á kvöld. „Það var eiginlega lán í ó- láni,“ segir Jane, „því það sem eftir var leiðarinnar gátum við fylgst með stórkostlegasta sólarlagi sem við höfum séð.“ Henry DOlon er mikill áhuga- maður um ljósmyndun og segist nú eiga margar myndir af sólsetri í Borgarfirði. Hann hefur þegar hafið nám í ljósmyndun og ætlar að leggja þá grein fyrir sig. Hann ber aðalsmennskuna ekki utan á sér og segist lítinn áhuga hafa á titlinum þótt hann sakaði ekki. Til dæmis væri' hann nú á íslandi vegna nafnsins. Þau mæðgin hafa aldrei komiö til íslands áður og urðu að _viður- kenna að landið væri allt öðruvísi en þau hefðu ímyndað sér. Reykja- vík kom þeim að vísu ekki á óvart því borgin er ekki svo ólík öðrum borgum en þegar komið var. út á land tók ný veröld við. „Við getum vel gert okkur í hugarlund hvernig landið hefur verið þegar Dennis kom hér,“ segir Jane. „Nú er mannshöndin aö vísu bú- in að bréyta mörgu en mikiö af landinu er líka ósnert. Það hljóta að hafa verið viöbrigði fyrir hann að koma hingað og setjast að í smá- þorpi eins og mér skilst að Reykja- vík hafi verið þá. En við getum þakkað Dennis fyrir að hafa óaf- vitandi leitt okkur í þetta ævin- týri.“ Gin á íslandi Ævintýrið byrjaði hjá þeim þegar íslenska sendiráðið í Lundúnum hafði sambandi við þau snemma á þessu ári og falaðist eftir nafni ætt- arinnar og skjaldarmerki á gih sem eitthvert fyrirtæki uppi á íslandi ætlaði að fara að framleiða. Jane segist í fyrstu hafa orðið undrandi en sá samt ekkert því til fyrirstöðu að verða viö þessari bón. Strangt tiltekið á ættin hvorki nafnið né merkið því það var breska krúnan sem leyföi fyrsta Dilloninum að nota hvort tveggja. Formlega á því krúnan bæði nafn og merki. Innan samveldisins má ekki framselja þennan rétt en ekk- ert er sagt við því þótt það sé notaö utan þess. Jane Dillon er húsgagnahönnuð- ur aö atvinnu. Hún hefur hannað stóla fyrir fyrirtæki á Spáni. Þaðan eru þeir fluttir til Bandaríkjanna undir nafni ættarinnar þannig að fjölskyldan er ekki allsóvön því að sjá nafn sitt á söluvarningi. Jane segist þó síst hafa átt von á að nafn- ið ætti eftir að prýða ginflöskur á íslandi. -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.