Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988. 60 Lífsstfll DV íslenskir ólátagemsar í útlöndnm: Svartir listar hjá ferða- skrifstofum Frásögn hans er sem hér segir: Dauðadrukkin hjón „í fyrra fórum viö hjónin í sólarlandaferö til Spánar. Þar átti aö slaka á og njóta lífsins. Á leiðinni út í flugvélina voru miðaldra hjón áberandi vegna ölvunar. Þeim haföi tekist aö veröa dauðadrukkin á mettíma. Hávaöi og læti fylgdu þeim og mikillfyrirgangur. Skemmst frá aö segja lentum viö á sama hóteli og ekki nóg meö þaö held- ur í íbúð fyrir ofan þeirra. Næstu tvær vikur voru sem martröö,“EP Svo segist reiðum og vonsviknum ferðamanni frá. Hann átti nýlega tal viö blaða- mann DV og sagöi þá farir sínar ekki sléttar. Hann heldur áfram: „Drykkjulæti hjónanna keyröu úr hófi fram. Partí, rifr- ildi og barsmíðar voru daglegt brauö. Ég ætti heldur aö segia næturlegt brauð því einu tæki- færin til aö sofa voru meðan skötuhjúin lágu í þynnkunni á morgnana. Kvartaö var undan hjónunum mörgum sinnum. Ég veit aö fararstjórar gerðu sem þeir gátu til að hafa hemil á þeim en án árangurs. Þessi ferö var sem sagt ónýt fyrir okkur og fleiri samferöamenn þeirra. Fóru attur {sumar skelltum við okkur aftur til Spánar og viti menn, þegar viö komum út voru hjón- in hraeðilegu þar. Sem betur fer Þegar farið er til útlanda er ölið oft kneyfað svo ótæpilega að menn (og konur) eru komnir vel yfir markið áður en út i flugvél er komið. Tilefni þessarar umræöu er símtal sem blaöamaður DV átti nýverið við vonsvikinn og reið- an feröamann. Samferöamenn hans í sólarlandaferð voru ástæöan fyrir gremju hans. » Svona gæti siða af svarta listanum ef til vill litið út. Þessi Jón Jónsson á sér vonandi ekki hliðstæðu í raunveruleikanum. lentum viö ekki í íbúö nálægt þeim og þau fóru heim eftir viku. Lætin voru samt nóg til að valda ónæöi á heilu hóteli og vonlaust var aö liggja viö sundlaugina enda var þaö ekki kræsilegt því ég sá karlinn eitt kvöldið gera sér lítið fyrir og míga í laugina. Ég vil gjarnan fá aö vita hvort ferðaskrifstofurnar reyna ekki aö vernda almennt feröafólk gegn svona ólátagemsum. Ég las í einhverju blaöi aö feröaskrifstofur í Bretlandi hefðu í handraðanum svartan lista. Þeir sem eru á listanum fá ekki aö fara í ferðir meö ferðaskrifstofunum. Næst þegar ég ferðast ætla ég að athuga möguleika á aö kaupa ferö með breskri feröaskrif- stofu þar sem öruggt er aö eng- inn geggjaður íslendingur er meö í feröinni," segir þessi sárgrami ferðamaöur. -EG STÁLGRINDAR- HÚS - Auðveld í uppsetningu - Stuttur byggingartími - Sveigjanleg byggingakerfi - Breytingar auðveldar - Stálklæðning frá Inter Profiles - Steinullareinangrun - SFS festingar - C og Z langbönd frá Inter Profiles t- Ókeypis kostnaðaráætlanir VERÐIÐ ER HAGSTÆTT GARÐASMIÐJAN GALAX SF LYNGÁSi 15 210 GARÐABÆ SÍMl 91-53511 GÆÐI UR STÁXJ Sanngimismál fyrir ferðamenn: Vandræða- fólkið með þeim bresku Jón Magnússon lögmaöur á sæti fyrir hönd Neytendasamtakana í kvörtunamefnd vegna feröakaupa. DV leitaði umsagnar Jóns á svört- um listum og kvörtunum feröa- manns. „Mér finnst þetta sjálfsagt mál. Ég held aö ferðaskrifstofur ættu að sjá sóma sinn í að reyna að tryggja aö venjulegt fólk fái friö til aö njóta ferðalagsins. Þetta er ekki aðeins sjálfsagt þetta er san'ngimismál. Eg veit aö slíkar uppákomur eru allt of tíöar og þaö á aö reyna allt til að vinna bug á þessu. Óþarfa ábyrgðartilfinning Viö íslendingar viröumst alltof gjamir á aö sýna of mikla ábyrgö- artilfmningu á röngum stööum. Oft á tíðum fer drjúgur tími fararstjóra í að redda þessu vandræðafólki út úr ýmsum klípum. Þaö liggur í hlutarins eöli aö þeir sinna ekki þorra fólks á meðan. Þessir ein- staklingar eiga aö bera ábyrgö á sjálfum sér og hvorki ferðaskrif- stofur né aðrir eiga aö yflrtaka þessa ábyrgö," segir Jón. „Ferðamaöurinn, sem hafði sam- band við ykkur, á rétt á að geta fariö í frí án þess aö einhverjir landar hans eyöOeggi þaö fyrir honum. Ég held að svartir listar væru svo sannarlega tímabærir og veit aö auðvelt yrði aö koma þessu í verk. Mér finnst óþarfi aö fólk þurfl aö velta fyrir sér möguleikum á aö ferðast með breskum ferðaskrif- stofum, til aö fá friö fyrir vand- ræðafólki. Er ekki nær aö útiloka ólátaþýiö frá ferðum meö íslensk- um ferðaskrifstofum og leyfa því í staðinn aö ferðast meö þeim bresku," segir Jón Magnússon, fulitrúi Neytendasamtakanna, í nefnd um kvartanir á feröakaup- um. -EG Jón Magnússon lögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.