Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 64
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dresfing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 27. ÁGUST 1988. Synti 1 20 mínútur: Hafmey sökk í ' Homafirði Hafmey SF 100 sökk í Hornafjarð- arósi skömmu eftir miðnætti aðfara- nótt fóstudags. Einn maður var um borð. Maöurinn bjargaði sér á sundi. Hann náði landi á svokallaöri Aust- urfjöru eftir um tuttugu mínútna sund. Manninn sakaði ekki en hann var í fjörunni uns skipverjar á Fáfni SF sáu hann á fimmta tímanum í gærmorgun. Hafði hann þá verið þar um þrjár klukkustundir. Hafmey SF rak upp í Austurfjöru í gær. Báturinn sökk því ekki til botns heldur hefur hann marað í kafi. Lögreglurannsókn vegna "happsins stóð yfir á Höfn í allan gærdag. Ágætisveður var er slysið varð. í ósnum myndast oft straumhnútar og er talið líklegt að straumhnútur hafi riðið yfir bátinn með þeim afleiðing- um að hann fyllti af sjó. Um fimm mínútur tekur að ganga frá þeim stað, er maðurinn var á í fjörunni, að skipbrotsmannaskýli Slysavarnafélagsins. í skýlinu er sími og hitunartæki, auk annars út- búnaðar. m -sme Þjófnaður í Möðru- dalskirkju Tveimur forláta silfurkertastjök- um, og jafnvel fleiri verðmætum kirkjumunum, hefur verið stolið úr Möðrudalskirkju á Fjöllum. Ekki er ljóst hvenær þjófnaöurinn var fram- inn. ' Lögreglari á Vopnafirði vinnur að (■■annsókn málsins sem er á frum- stigi. Kirkjan stendur ávallt opin og er því hægt um vik fyrir óheiðarlegt, sem og annað fólk, að komast þar inn. -sme í brúðkaupsferð til íslands: Handalaus en málar / með munni og fótum Fatlaðir geta líka! Þessi upphróp- un sannast á Bretanum Tom Yen- dell sem er í brúðkaupsferð á ís- landi þessa dagana. Hann fæddist handalaus en þrátt fyrir fötlun sína er hann fullkomlega sjálíbjarga. Og drátthagári er hann en flestir fullfrískir. Yendell var á Hótel Örk í vikunni og gaf sér tíma til að spjalla við blaðamann. „Eiginlega ætti ég aö vera í skoðunarferð með konunni minni. Hún er ákaflega hrifm af íslandi og það var að hennar frum- kvæði að við komum hingað í brúð- kaupsferðina. Flestir vina okkar áttu erfitt meö að skilja að við fór- um til íslands í stað Bahamaeyja eða á Spánarstrendur. En ég sé ekki eftir ferðinni, ísland er fallegt land,“ segir Yendell og býður upp á te í borðstofu hótelsins. Yendell vinnur við að teikna og mála. Hann er í alþjóðlegum sam- tökum málara sem nota munn og fætur í starfmu. Samtökin kaupa verk höfundanna og koma þeim í verð, ýmist með sölusýningum eða að verkin eru prentuð á póstkort og seld. Hann segist geta lifað af þeim tekjum spm hann aflar með því að teikna og mála. Ekki alls fyrir löngu festi hann sér gamalt hús í Suður-Englandi sem hann ætlar að gera upp ásamt eiginkon- unni. Yendell gekk í almennan lista- skóla í Englandi og var áður í heimavistarskóla þar sem bæði fatlaðir og frískir höfðu aðgang. „Það er mikilvægt að strax á - bamsaldri venjist heilbrigðir krakkar að umgangast fatlaða jafn- aldra sína. Þannig kemst maður hjá einangrun fatlaðra." Yendell hitti einmitt konuefnið Tom hellir kaffi í bollann sinn og notar til þess fótinn. Á minni myndinni sést Tom teikna víking á blað fyrir blaðamann DV. DV-myndir KAE ■ sitt í samtökum sem byggö eru upp þannig að fatlaöir og heilbrigðir umgangast sem jafningjar. Það er með ólíkindum hvað þessi 24 ára handalausi Breti er sjálf- bjarga. Yendell sýnir okkur myndavél sem hann hefur útbúið þannig að án nokkurrar aðstoðar getur hann stillt myndavélina og tekið myndir. „Ég tók ekki með mér áhöldin sem ég þarf til að mála en mynda- véhna hef ég til aö festa það sem fyrir augu ber.“ Yendell er ræðinn og spyr margs um land og þjóð. Hann er ósáttur við dýrtíöina og spyr hvort við höf- um ekki hátt kaup á íslandi. „En það merkilegasta við ferðina er kannski það að mér tókst að fá lit á húðina. Ég er viss um að enginn vina minna í Englandi trúir þvi að hægt sé að fara í sólbað á íslandi,“ segir Tom Yendell sæll og ánægð- ur. Sjúkrabíll 11100 Lögreglan 11166 Slökkviliðiö 11100 Læknavakt 21230 Framtíð aðalverktaka óljós Framtíð ríkasta fyrirtækis lands- ins, íslenskra aðalverktaka, er óljós. í gær kynnti utanríkisráðherra, Steingrímur Hermannsson, skýrslu sem var unnin um framtíðarskipulag á verktakastarfsemi á Keflvíkurflug- velh. Steingrímur sagðist ekki hafa gert upp hug sinn um það hvort hann hygðist beita sér fyrir endurskipu- lagningu á starfsemi aðalverktaka, en fyrirtækið hefur í meira en þrjá áratugi haft einkarétt á verklegum framkvæmdum fyrir bandaríska herinn. Undanfarið hafa aðrir verktakar hér á landi þrýst á stjórnvöld aö gefa fleiri fyrirtækjum tækifæri th aö vinna fyrir herinn. Steingrímur sagði ekkert liggja á að taka afstöðu til breyttrar skipanar mála á Miðnes- heiði. Það þyrfti tíma til að athuga svo viðamikið mál. pv LOKI Þorsteini munu vera allir vegir „niður"færir! Veöriö um helgina: Svalt í veðri Á sunnudag og mánudag verö- ur norðaustanátt og svalt í veðri. Rigning eða súld verður á Norð- ur- og Austurlandi en þurrt og sums staðar léttskýjað á Suöur- og Vesturlandi. Hiti verður á bh- inu 7-10 stig. Helgi vann Siguijón J. Sigurösson, DV, Ísafírði: Helgi Ólafsson stórmeistari tryggði sér öruggan sigur á skák- mótinu viö Djúp með því aö gera jafntefli við Rantanen í lokaum- ferðinni í gær. Einnig geröu jafn- tefli þeir Andri Áss og Guðmund- ur H„ Popovych og Johansson, Ægir Páll og Flear. Þá sigraði Schandorff Guðmund G. og Helgi eldri vann Magnús Pálma. Loka- staðan var þannig að Helgi stór- meistari fékk 9 vinninga af 11 mögulegum, Flear 8, Schandorff og Johansson 7V4, sem dugði þeim til áfanga að alþjóðlegum titli, Rantanen 7, Popovych 6, Helgi eldri 4'A, Guðmundur H. 4, Guðmundur G. 3 Yi, Ægir 2'A og Magnús l'/>. • Þá eru þeir Margeir og Jón L. efstir og jafnir fyrir síðustu um- ferð íslandsmótsins með 8'A vinning en Margeir gerði jafntefli við Karl í gær. Ef þeir verða jafn- ir í efsta sæti verða þeir að tefla fjögurra skáka einvígi um tith- inn. -SMJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.