Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 16
Breiðsíðan DV- myndbrot vikunnar Þær voru glaðbeittar Valsstulkurn- ar er þær höfðu náð bikarmeistar- atitlinum um síðustu helgi. Stelp- urnar eru klarar i fótboltanum ekki siður en strákarnir og þær geta líka brugðið á leik. Þær fengu nefnilega medaliur sem höfðu hvorki borða né nælu þannig að ekki var möguleiki á að festa þær i sig. Ein Valsstúlkan átti því ekki annað ráð en að nota medaliuna sem platta fyrir annað augað. Hvort stelpurnar hafa fariö í sjó- ræningjaleik eftir verðlaunaaf- hendinguna er ekki gott að segja en það verður einhvern veginn að vera hægt að sýna þessa fallegu peninga... ELA/DV-mynd EJ Magnús Eiríksson tónlistarmaður: tf Strákurinn fór vel með lagið éé „Kom á óvart að heyra lagið mitt i látúnsbarkakeppni," segir Magnús Eiríksson tónlistarmaður en er vel sáttur við flutninginn. ..Mér fannst strákurinn fara vel með lagið,“ sagði Magnús Eiríks- son tónlistarmaðUr er Breiðsíðan spurði hvernig honum hefði litist á flutning látúnsbarkans, Arnars Freys, á laginu Reyndu aftur. ,.Ég hafði ekki hugmynd unt að þetta lag yrði í keppninni og það kom mér mjög á óvart. Þegar maður hefur sett lag á plötu er hverjum manni heimilt að flytja það þann- ig aö þeir þurftu ekki leyft, þótt það væri kannski skemmtilegra," sagðiMagnús. - Nú hefur lagið hljómað mikiö á rás 2 eftir keppnina. Áttu kannski von á að það komist á vinsælda- lista? „Það má guð vita. Ég geri mér enga grein fyrir hvaða þýðingu það hefur þótt lagið hljómi oft á rás 2. Það gæti þó alveg verið hugsanlegt. Ég reikna líka með að lagið verði á látúnsbarkaplöt- unni þegar hún kemur út,“ svar- aöi Magnús. - Fannstþérstrákurinnlíkur Pálma? „Nei, mér fannst hann allt ann- ar karakter en ég var ánægður með hvernig hann flutti lagið," sagði Magnús. Hann sagðist vera að semja nokkuð fyrir aöra tónlistarmenn þessa dagana og þar á meðal eitt lag fyrir hinn nýja látúnsbarka. Þá er í undirbúningi plata frá honum sjálfum einhvern tíma í haust. - Hvað með Söngvakeppni sjón- varpsins. Ætlar þú að taka þátt í henni næstaár? „Það gæti vel farið svo ef ég fmn rétta lagið í þá keppni." Magnús s.agði ennfremur að honum hefði litistvel á látúns- barkakeppnina og þætti hug- myndin sniðug ef vel væri að henni staöið. „Þetta var allt mjög frambærilegt fólk sem þarna kom fram þótt suma hafi vantaö reynslu sem er eðlilegt. Maður tók tillit til þess.“ Magnús sagði aö hann hefði ekki heyrt í hljómsveitinni Bún- ingunum sem nú hefur að geyma tvo látúnsbarka en taldi aö það ætti að vera hljómsveitinni mikil lyftistöng að hafa tvo látúnsbarka innanhennar. -ELA Leikkonan Meryl Streep hefur einstaka leikhæfileika. Flestir ættu að vera sammála um það. Hún þykir allsérstæö persóna og frábrugðin imynd stórleikaranna i Hollywood. Þegar hún er ekki að leika dvelur hún heima hjá fjölskyldu sinni í Connecticut og er þá að sögn eins og hver önn- ur hversdagsleg móðir. Leikkon- unni bjóðast ótal hlutverk en hún tekur aðeins örfáum enda hefur hún liklegast vel efni á að vera heimavinnandi þriggja barna móðir þegar henni dettur það í hug. Menn og konur eiga sér mis- munandi áhugamái. Þessi franska stúlka stundar til dæmis klifur í frístundum - ekki í fjöllum heldur i háhýsum. Oft þykja að- ferðir hennar glannalegar og jafnvel lifshættulegar. Stúlkan er þó strengd i öryggiskaðal enda ... ja, hvað á maður að segja? Hann heitir Bobby Ore og sló nýlega nýtt heimsmet sem fólst í því að aka tveggja hæða stræt- isvagni á tveimur hjólum 30 metra án þess að velta. i leiðinni safnaði hann peningum sem hann gaf til barnahjálpar. Hundurinn Bruno á sannarlega þakkir skildar. Hann kenndi þessari litlu stúlku að ganga. Hún hefur verið fötluð frá fæð- ingu en eftir mikinn uppskurð átti hún að geta gengiö. Þá kom Bruno til hjálpar en hann leyfði stúlkunni að styðja sig við bak hans og gekk siðan i rólegheitum meö stúlkunni. Þannig æfðist hnátan litla og fer vist fram með hverjum deginum sem líður. Þökk sé Bruno.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.