Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Page 29
IiAUGARDA!GUR 27. ÁGUST19&.Í Ekki efni á leikaraskap „Þjóðin hefur ekki efni á neinum leikaraskap núna,“ sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra eftir þingflokksfund sjálfstæðismanna á Akureyri í vikunni. Það er greinilegt á öllu aö ferð Þorsteins til Bandaríkjanna, þar sem hann hitti Reagan forseta, er að skila sér. Ekki nema málið sé póhtískara og forsætisráðherra sé að klekkja á Alþýðubandalagsmanninum Ragnari Arnalds sem þessa dagana er á kafi í leiklist hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Ósiðlegir tilburðir á Miklatúni Miklatún kemst alltaf reglulega í fréttirnar vegna manna með ýmsa ósiði og tilburði. Einn var þar á ferð í vikunni, samkvæmt fréttum. Kona nokkur lá á túninu og varð hún heldur betur vör við mann sem gerði meira en að stunda nafla- skoðun. Önnur kona varð vitni að ósköpunum. Þær foröuöu sér báðar i skyndi. Samkvæmt fréttinni gáfu kon- umar sér samt tíma á flóttanum til að fylgjast með manninum áfram. Það er annars merkilegt hvað margir verða miklir um sig þarna á Miklatúni. Þingmenn niðurfærðir Mál málanna í þessari viku sem hinni fyrri er niðurfærslan rosa- lega. Ýmsir telja að byrja eigi á að niðurfæra þingmenn, enda sé bein fylgni á milli efnahagserfiðleika og fjölda þingmanna. Húsi lögreglustjóra mótmælt íbúar í Litla-Skerjafirði, hvar sem hann er nú á landakortinu, mót- mæla nú byggingaframkvæmdum lögreglustjórans í Reykjavík, Böð- vars Bragasonar, við Skildinganes- hóla. Það verður nú að segjast eins og er að það er vissara fyrir íbúana að fara sér hægt og vera ekki með neinar óeirðir. Þau eru nefnilega hæg heimatökin hjá lögreglustjóra. Mesti sigur í sögunni „Mesti sigur í sögunni," sagði Sigurður Sveinsson, landsliðsmað- ur í handbolta, eftir sigur íslend- inga á Sovétmönnum í vikunni. Það fer nú að verða spurning um lýsingarorð þegar út í sjálft „Kór- eustríðið" verður komið í septemb- er. Færri rúmsenur, segja Þjóðverjar Þjóðveijar segjast nú vilja fá aö sjá færri rúmsenur í sjónvarpinu, en þess í stað fleiri þætti sem veita ráðgjöf um kynlíf. Margir muna eflaust eftir mynd- Léttmeti á laugardegi Jón G. Hauksson inni Táknmál ástarinnar sem sýnd var í Hafnarbíói viö metaðsókn fyr- ir sextján eða sautján árum. Mynd- in var hugsuð og sett fram sem fræðslumynd um kynlíf. Sú fræðsla var raunar stranglega bönnuð innan 16 ára og furöaði víst engan. Hálf þjóðin á skólabekk Yfir 65 þúsund manns setjast á skólabekk í vetur að sögn Morgun- blaðsins. Það er ekki hægt að segja annað en þjóðin sé námfús. Það fer samt að verða spurning hvort ein- hverjir eru eftir til að vinna fyrir þjóðinni. Frelsið undir stjórn „Ég lít svo á að verið sé að setja frelsið undir stjórn," sagði Stein- grímur Hermannsson utanríkis- ráðherra um niðurfærsluleiðina. Maður er miklu nær um niður- færsluna eftir þessi orð. Það segir sig sjálft. Hönd-víti Guðmundur Haraldsson, dómari í knattspyrnu, skrifaði um dómara- mál í vikunni. Yfirskriftin var Hönd-víti. í greininni segir'dómar- inn mikli: „Sem sagt, það er spurn- ing hvort boltinn fer í höndina eða höndin í boltann." Það er augljóslega erfitt líf að vera dómari. Kartöflubændur hressir Páll Guðmundsson, formaður Landssambands kartöflubænda, er allt annað en óhress í viðtali við Morgunblaðið í vikunni um útlitið á kartöfluuppskerunni. „Útlitið er ekki slæmt og líkur eru á langtum minni uppskeru en fékkst í fyrra,“ segir formaðurinn. Miðaö við þessi orð formannsins ættu bændur að sleppa því að taka upp. Þá væri útlitið frábært og allir bændur himinlifandi. Þrumuréttir „Útimarkaður í Reistárrétt: Rúg- brauöið uppselt á fyrsta tíman- um“, sagði í fyrirsögn á Akureyrar- síðu Morgunblaðsins í vikunni. Þessar réttir hafa ekki bara verið fjörugar, þær hafa verið hreint dúndur. Sigrún selur rækjur Sigrún Þorsteinsdóttir, fyrrver- andi forstetaframbjóðandi, selur nú rækjur grimmt og gengur ágóð- inn upp í kosningaskuldir hennar og til styrktar manngildishreyflng- unni sem stendur aö baki Flokki mannsins. Það lætur nú eiginlega nærri að breyta nafni flokksins í Flokk fisks- ins. 4 Lögreglan með forvarnadeild Lögreglan í Reykjavík hefur stofnað nýja deild um forvarnir. Um þessa deild er það að segja að ef von er á sams konar auglýsingu og forvarna-auglýsingu landlækn- isembættisins, þá er þessi deild í góðu lagi. ERÞAÐ1EÐAXEÐA2 17 . Tveir íslenskir ráðherrar eru sagðir ætla á ÓL. í Seoul. A Annar er Matthías Á. Mathiesen en hinn 1: SteingrímurHermannsson X: BirgirísleifurGunnarsson 2: GuðmundurBjarnason Bj arni riddari Sívertsen var þekktur frammámaður um ^ aldamótin 1800. Hann hefur verið nefndur „Faðir... “ • 1: Eskifjarðar i X: Vestmannaeyja 2: Hafnarfjarðar B Mikil átök hafa verið um ráðningu sparisjóðsstjóra í Nes- kaupstað. Sveinn Árnason var ráðinn en við hann keppti um stöðuna 1: Karen Ingvarsdóttir X: Klaraívarsdóttir 2: ína Gísladóttir G aAA Þúsérðþettamerkiogveistþáaðþað i 1 ermerki ■ 1 1J 1: Ávöxtunar V 1 W X: Fjárfestingarfélagsins i 2: Glitnis r Á Norðurlandamótinu í golfi varð Daninn Henrik Simon- sen efstur í einstaklingskeppni karla. íslendingur varð í 4. sætiogþaðvar 1: ÚlfarJónsson X: HilmarBjörgvinsson 2: Sveinn Sigurbergsson ' H Nýráðinn leikhússtjóri á Akureyri heitir 1: Inga Bjarnason | X< ViðarEggertsson 2: ArnórBenónýsson r 17 ! Sendandi | Heimili „ Minnster núaldarafmælisHelgaHjör- , wT jM var. HannlasogþýddisögunaumBör | Börsson afstakri snilld. Bókin er eftir norska skáldið /jMj 1: JohanFalkberget W 2; Björnstjerne Björnson -p íbikarkeppnikvennaiknattspyrnuiársigruðuValsstúlk- -L ur og er það reyndar.'... sigur þeirra í röð 1 Réttsvar: A 1 B 1 1 cl 1 D U 1: Fjórði 1 1 I& i E □ F □ G □ H □ | Hér eru átta spurningar og hverri þeirra fylgja þrír mögu- leikar á réttu svari. Þó er aðeins eitt svar rétt við hverri spurn- ingu. Skráið réttar lausnir og sendið okkur þær á svarseðlin- um. Skilafrestur er 10 dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun, öll frá Póst- versluninni Primu í Hafnarfirði. Þaueru: 1. Töskusett, kr. 6.250,- 2. Vasadiskó og reiknitölva, kr. 2.100,- 3. Skærasett, kr. 1.560,- í öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en nýj ar spurningar koma í næsta helgarblaði. Merkið umslagið: 1 eða X eða 2, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykja- vík. Vinningshafar fyrir 1 eða X eða 2 í fimmtándu getraun reyndust vera: Garðar Karlsson, Klepps- vegi 48,104 Reykjavík (tösku- sett); Ingveldur Gunnarsdóttir, Hólabraut 5,630 Hrísey (vasa- diskó ogreiknitölva); Matthild- ur Óskarsdóttir, Faxabraut 38 D, 230 Keflavík (skærasett). Vinningarnir verða sendir heim. Rétt lausn var: X-1-2-X-X-1-X-2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.