Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Page 27
oooi i'OTlQA vo qTTQ LAUGARDAGUR 27. 27 Hinhliöin Þórunn Gestsdóttir, rítstjóri Farvíss, er á kafi í pólitikinni, auk þess sem hún vann þaö þrekvirki tyrr í sumar aö koma út eigin ferðablaöl. Hana langar mest til að hitta járnfrúna bresku. „Harrison Ford líkist eiginmanninum" - segir Þórunn Gestsdóttir, ritstjóri Farviss Þórunn Gestsdótt- ir ritstjóri réðst í það stórvirki fyrr í sum- arað koma útvön- duðu ferðablaði, Far- vís, sem hefur hlotið mjög jákvæðar und- irtektir. Þórunn er nú byrjuð að vinna næsta blað sem kem- ur út í október. Tíma- ritsemþettatekur langan tíma í vinnslu enda segir Þórunn að leitast hafi verið við aðhafafrágang blaðsins og ytra útlit sem glæsilegast. Auk þessa hefur Þórunn verið á kafi 1 pólit- ísku starfi undanfar- ið. Hún situr í hinum ýmsuráðumog nefndum á vegum borgarinnar og situr fundi hjá Sjálfstæðis- flokknum. Sattil dæmis á miðstjórn- arfundi flokksins í gær. Það erþvínóg að gera hjá Þórunni þessa dagana. Svör hennar fara hér á eft- ir: Fullt nafn: Þórunn Gestsdóttir. Fæðingardagur og ár: Ég á afmæli á mánudaginn, 29. ágúst, og er fædd áriö 1941. Maki: Egill Thorarensen. Böm: Þau em fimm, Elíza, Ari, Gestur Ben, Ingi Þór og Hjördís. Bifreiö: Ég á Ford Orion, árgerð 1987. Starf: Ritstjóri og pólitíkus í hálfu starfi. Laun: Þau eru óákveöin. Hvað hefur þu fengið margar tölur réttar í lottóinu? Ég hef aðeins einu sinni verið meö í lottói og fékk þá tvær tölur rétt- ar. Hvað finnst þér skemmtilegast aö gera? Mér þykir skemmtilegast að ferö- ast. Hvað finnst þér ieiöinlegast að gera? Skræla kartöflur. Hvað er það neyðarlegasta sem fyr- ir þig hefur komið? Það er svo neyðarlegt að ég vil helst gieyma þvi og er búin að því. Þaö væri ekki hægt að segja frá því. Uppáhaldsmatur: Rjúpur með brúnuðum kartöflum, rifsbeija- sultu og tilheyrandi sósu. Uppáhaldsdrykkur: Jólaöl. Hvaöa íslenski íþróttamaöur stendur fremstur í dag? Það er erfitt að segja en ætli ég nefiii ekki Einar Vilhjálmsson. Uppáhaldstímarit: Farvís. Fallegasti karlmaöur sem þú hefur séð fyrir utan eiginmanninn: Ætli ég segi ekki Harrison Ford. Hann er svo líkur eiginmanninum. Hlynnt eða andvíg ríkisstjóminni: Ég er hlynnt henni. i hvaða sæti hafhar íslenska lands- liöið í handknattleikskeppni ólympíuleikanna? Ég spái þeim íjóröa sæti. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Mig langar mest til aö hitta Margr- éti Thatcher. Uppáhaldsleikari: Egill Ólafsson. Uppáhaidssöngvari: Sigríður Ella Magnúsdóttir. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Þeir em tveir, Þorsteinn Pálsson og Davíö Oddsson. Hlynnt eða andvíg bjórnum: Ég er hlynnt honum. Hlynnt eða andvíg veru varnarliðs- ins hér á landi: Hlynnt. Hver útvarpsstöövanna finnst þér best? Rás 2 hlusta ég raest á vegna fréttanna. Uppáhaldsútvarpsmaöur: Óskar Magnússon. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpiö eða Stöð 2? Ég horfi nokkuð jafnt á báðar stöðvar. Horfi alltaf á báða frétta- tíma. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Val- gerður Matthiasdóttir. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer frekar út aö borða en að dansa og mér er ofarlega í huga kaflistofa Listasafns íslands sem ég var mjög ánægð meö er ég fór þangað fyrir stuttu. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Þrátt fyrir Vaisara og Víkinga á heimil- inu er ég harður KR-ingur. Hvaö gerðir þú í sumarfríinu? Ég hef ekki haft tima til að taka neitt sumarfri og á ekki von á að það verði. Aö hveiju stefnir þú á þeim mánuð- um sem eftir em af þessu ári? Ég stefni aö þvi aö gefa út vandaö og gott timarit í október sem veröur þá annaö tölublað Farvíss. -ELA Fóstru vantar Okkur á barnaheimilinu Barnabæ, Blonduósi, bráð- vantar fóstru til liðs við okkur sem fyrst. Á heimilinu starfa nú þegar þrjár fóstrur og einn þroskaþjálfi. Erum að fara af stað með mjög spennandi starfsemi nú í haust. Húsnæði í boði. Upplýsingar veitir forstöðumaður, Svava Hansdóttir, í síma 95-4530 og heimasíma 95-4453. i HAFNARFJARÐARBÆR - ÁHALDAHÚS Óskum að ráða trésmið. Góður vinnutími, góð vinnuaðstaða. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar gefnar í síma 652244. Yfirverkstjóri INNANHÚSS- ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til ■þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir, vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o. fl. Ég óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ. Nafn........................... Heimilisfang.................................... Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 • Postboks234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark DV 27.08. '88 ÚTSALA A ARKU\mmaifiB© GASGRILL m/kút BENZO Sími 652575 Verð áður kr. 20.000,- Nú kr. 13.000,- TIL SYNIS OG SOLI Dalshrauni 13, Hafnarfirði Raðgreiðslur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.