Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 27
oooi i'OTlQA vo qTTQ LAUGARDAGUR 27. 27 Hinhliöin Þórunn Gestsdóttir, rítstjóri Farvíss, er á kafi í pólitikinni, auk þess sem hún vann þaö þrekvirki tyrr í sumar aö koma út eigin ferðablaöl. Hana langar mest til að hitta járnfrúna bresku. „Harrison Ford líkist eiginmanninum" - segir Þórunn Gestsdóttir, ritstjóri Farviss Þórunn Gestsdótt- ir ritstjóri réðst í það stórvirki fyrr í sum- arað koma útvön- duðu ferðablaði, Far- vís, sem hefur hlotið mjög jákvæðar und- irtektir. Þórunn er nú byrjuð að vinna næsta blað sem kem- ur út í október. Tíma- ritsemþettatekur langan tíma í vinnslu enda segir Þórunn að leitast hafi verið við aðhafafrágang blaðsins og ytra útlit sem glæsilegast. Auk þessa hefur Þórunn verið á kafi 1 pólit- ísku starfi undanfar- ið. Hún situr í hinum ýmsuráðumog nefndum á vegum borgarinnar og situr fundi hjá Sjálfstæðis- flokknum. Sattil dæmis á miðstjórn- arfundi flokksins í gær. Það erþvínóg að gera hjá Þórunni þessa dagana. Svör hennar fara hér á eft- ir: Fullt nafn: Þórunn Gestsdóttir. Fæðingardagur og ár: Ég á afmæli á mánudaginn, 29. ágúst, og er fædd áriö 1941. Maki: Egill Thorarensen. Böm: Þau em fimm, Elíza, Ari, Gestur Ben, Ingi Þór og Hjördís. Bifreiö: Ég á Ford Orion, árgerð 1987. Starf: Ritstjóri og pólitíkus í hálfu starfi. Laun: Þau eru óákveöin. Hvað hefur þu fengið margar tölur réttar í lottóinu? Ég hef aðeins einu sinni verið meö í lottói og fékk þá tvær tölur rétt- ar. Hvað finnst þér skemmtilegast aö gera? Mér þykir skemmtilegast að ferö- ast. Hvað finnst þér ieiöinlegast að gera? Skræla kartöflur. Hvað er það neyðarlegasta sem fyr- ir þig hefur komið? Það er svo neyðarlegt að ég vil helst gieyma þvi og er búin að því. Þaö væri ekki hægt að segja frá því. Uppáhaldsmatur: Rjúpur með brúnuðum kartöflum, rifsbeija- sultu og tilheyrandi sósu. Uppáhaldsdrykkur: Jólaöl. Hvaöa íslenski íþróttamaöur stendur fremstur í dag? Það er erfitt að segja en ætli ég nefiii ekki Einar Vilhjálmsson. Uppáhaldstímarit: Farvís. Fallegasti karlmaöur sem þú hefur séð fyrir utan eiginmanninn: Ætli ég segi ekki Harrison Ford. Hann er svo líkur eiginmanninum. Hlynnt eða andvíg ríkisstjóminni: Ég er hlynnt henni. i hvaða sæti hafhar íslenska lands- liöið í handknattleikskeppni ólympíuleikanna? Ég spái þeim íjóröa sæti. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Mig langar mest til aö hitta Margr- éti Thatcher. Uppáhaldsleikari: Egill Ólafsson. Uppáhaidssöngvari: Sigríður Ella Magnúsdóttir. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Þeir em tveir, Þorsteinn Pálsson og Davíö Oddsson. Hlynnt eða andvíg bjórnum: Ég er hlynnt honum. Hlynnt eða andvíg veru varnarliðs- ins hér á landi: Hlynnt. Hver útvarpsstöövanna finnst þér best? Rás 2 hlusta ég raest á vegna fréttanna. Uppáhaldsútvarpsmaöur: Óskar Magnússon. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpiö eða Stöð 2? Ég horfi nokkuð jafnt á báðar stöðvar. Horfi alltaf á báða frétta- tíma. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Val- gerður Matthiasdóttir. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer frekar út aö borða en að dansa og mér er ofarlega í huga kaflistofa Listasafns íslands sem ég var mjög ánægð meö er ég fór þangað fyrir stuttu. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Þrátt fyrir Vaisara og Víkinga á heimil- inu er ég harður KR-ingur. Hvaö gerðir þú í sumarfríinu? Ég hef ekki haft tima til að taka neitt sumarfri og á ekki von á að það verði. Aö hveiju stefnir þú á þeim mánuð- um sem eftir em af þessu ári? Ég stefni aö þvi aö gefa út vandaö og gott timarit í október sem veröur þá annaö tölublað Farvíss. -ELA Fóstru vantar Okkur á barnaheimilinu Barnabæ, Blonduósi, bráð- vantar fóstru til liðs við okkur sem fyrst. Á heimilinu starfa nú þegar þrjár fóstrur og einn þroskaþjálfi. Erum að fara af stað með mjög spennandi starfsemi nú í haust. Húsnæði í boði. Upplýsingar veitir forstöðumaður, Svava Hansdóttir, í síma 95-4530 og heimasíma 95-4453. i HAFNARFJARÐARBÆR - ÁHALDAHÚS Óskum að ráða trésmið. Góður vinnutími, góð vinnuaðstaða. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar gefnar í síma 652244. Yfirverkstjóri INNANHÚSS- ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til ■þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir, vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o. fl. Ég óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ. Nafn........................... Heimilisfang.................................... Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 • Postboks234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark DV 27.08. '88 ÚTSALA A ARKU\mmaifiB© GASGRILL m/kút BENZO Sími 652575 Verð áður kr. 20.000,- Nú kr. 13.000,- TIL SYNIS OG SOLI Dalshrauni 13, Hafnarfirði Raðgreiðslur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.