Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1988.
Fréttir
Bessastaðir að hruni komnir:
„Það jaðrar við að
þurfi að loka húsinu“
Bessastaöir gætu hruniö á hverri
stundu. Buröarbitar í gólfi annarrar
hæöar forsetasetursins eru svo fúnir
aö vafamál er aö þeir haldi öllu leng-
ur. „Þaö jaörar viö aö þurfi aö loka
húsinu," er álit Guömundar Jóns-
sonar smiös en hann hefur síöustu
daga athugað skemmdir á bygging-
unni.
Á annarri hæð forsetasetursins er
íbúö forsetans en vegna þrengsla á
Bessastöðum eru þar oft margmenn-
ar gestamóttökur. „Það getur veriö
hættulegt aö vera á ferli á efri hæö-
inni vegna þess aö við vitum ekki
um burðargetu gólfsins. Timburgólf-
iö hefur veriö margbætt á síðustu 200
árum," segir Guðmundur.
Buröarbitarnir skoröast viö út-
veggi hússins en raki er kominn í
þá vegna þess aö þakið lekur. „Allt
buröarvirki þaksins er grautfúið og
veröur að endunýja," er skoöun Guð-
mundar.
Um aldamótin síðustu voru settir
kvistir á þak Bessastaöa og frágang-
urinn slíkur aö leki á greiða leiö í
útveggi. Kvistveggirnir eru forskal-
aðir og allir sprungnir.
Bygging Bessastaða hófst árið 1761
og segir Guðmundur eðlilegt aö end-
urnýja verði hluta byggingarinnar.
Hann segir viðgerð þurfa nokkuö
langan aðdraganda vegna þess hve
sérstakt verkið er. Það veröi til að
mynda aö fá bjálka í réttri stærö.
Nefnd virmur aö tillögum um end-
urbætur á Bessastöðum en niður-
stöður hennar liggja ekki fyrir.
-pv
ísland hefur lítiö lánstraust:
Torskilin
hagstjórn
íslendingar njóta álíka lánstrausts
á alþjóðlegum lánamarkaði og
Tékkóslóvakía,- Portúgal og Brunei.
Þetta er niöurstaða tveggja virtra
tímarita, Euromoney og Institutional
Investor, en þau birtu nýverið lista
yfir lánstraust ríkja.
ísland lendir á þessum listum neö-
ar en nokkurt annað ríki Vestur-
Evrópu að Tyrklandi, Grikklandi og
Portúgal undanskildum.
í fréttabréfi Samvinnubankans
segir um þessa niðurstöðu að hún sé
afleiðing „af miklum erlendum
skuldum, óstöðugu efnahagslífi og
torskílinni hagstjórn". -gse
Tekjuskattur fyrirtækja:
Vandræði fólks
gerð að féþúf u
- segir Vilhjálmur Egilsson
„Með þessu frumvarpi er veriö að
gera sér vandræði fólks að sérstakri
féþúfu á þessum erfiðleikatímum,"
sagði Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Verzlunarráðs, um
breytingar á tekju- og eignarskatti
fyrirtækja sem Ólafur Ragnar
Grímsson lagði fram fyrir helgi.
„í frumvarpinu er verið að tak-
marka heimildir fyrirtækja til að
yfirtaka gjaldþrota fyrirtæki sem
ekki eru í sömu starfsgrein. Við get-
um tekið sem dæmi að Kaupfélag
Skagfirðinga gæti ekki yfirtekið
Hraðfrystihúsið á Hofsósi. Fyrir-
tæki, sem starfa í mörgum greinum
og vildu bæta við sig einu sviði, mega
það ekki lengur. Frumvarpið er sam-
ið frá sjónarmiði þeirra sem taka
yfir en ekki þeirra sem eru að verða
gjaldþrota. Þau fara bara á höfuðið/-
og menn tapa peningum. Með þessu
er veriö að koma í veg fyrir upp-
stokkun í atvinnulífmu,“ sagði Vil-
hjálmur.
Hann gagnrýndi einnig að meö
frumvarpinu væri verið að takmarka
heimildir fyrirtækja til að mynda sér
varasjóði. I því sveifluþjóðfélagi, sem
við lifum í, væri fyrirtækjunum
nauðsynlegt að auka aðlögunar-
hæfni sína. Með frumvarpinu væri
hins vegar verið aö veikja hana.
Breytingar á afskriftareglunum
gegna sama hlutverki.
Vilhjálmur tók dæmi af fyrirtæki
sem velti 70 milljónum í ár og hefði
ellefu starfsmenn. Þetta fyrirtæki
væri eitt af þeim sem hefðu hagnast
vel á þessu ári. Skattar fyrirtækisins
hækka um 2 milljónir samkvæmt
frumvarpinu. Það jafngildir einu
starfi í fyrirtækinu. Það er verið að
taka eitt starf úr fyrirtækinu í nýjan
skatt.
-gse
Búið er að setja upp fyrstu skiltabrýrnar i Reykjavik. Þær eru alls þrjár og
tvær þeirra eru yfir Reykjanesbraut, við Stekkjarbakka og Breiðholtsbraut,
og ein er yfir Breiðholtsbraut við Reykjanesbraut. Lægsta tilboð í gerð
skiltabrúnna átti austurrískt fyrirtæki sem heitir Forster. Á næsta ári er
ráðgert að setja upp þrjár skiltabrýr til viðbótar. Heildarkostnaður við
hverja brú er um tvær milljónir. Hagvirki sá um uppsetningu skiltabrúnna.
DV-mynd GVA
Öldrunarmál á Suðumesjum:
Erum kommr ð
forgangslista
- segir Karl Steinar Guðnason
„Ég er ánægður með þá meðferö
sem þetta mál hefúr fengiö. í stað
þess að teljast tll afgangsstærða
erum við orðnir forgangsstærð,"
sagði Karl Steinar Guðnason en á
ríkisstjórnarfundi fyrir helgina var
samþykkt að hækka framlag ríkis-
ins til öldrunarmála á Suðumesj-
um um 10 milljónir. Mun þessi
upphæð koma fram við afgreiðslu
fjárlaga. Karl Steinar gerði það aö
kröfu sinni að framlag til þessara
mála yrði aukið og lagði stuðning
sinn við ríkisstjómina undir.
„Það er mjög alvarlegt ástand í
þessum málum og það þarf stund-
um að byrsta sig til að ná árangri.
En ég verð að una því að nýfram-
kvæmdir verði ekki hafnar eins og
gerist um allt landið. Hins vegar
verður gerð úttekt á forgangsröð
og skipulagi öldmnarmála á Suö-
urnesjum."
-SMJ
G-samtökin á fund dómsmálaráðherra:
Vanskilalistinn verði bannaður
Stjórn G-samtakanna, samtaka
gjaldþrota einstaklinga, gekk á fund
dómsmálaráðherra fyrir skömmu til
að ræða við hann um málefni og
starfsvettvang samtakanna. Voru
menn sammála að fundi loknum að
mikilvægast væri að koma í veg fyrir
gjaldþrot og ákveðið var að ræða
frekar, að lokinni athugun ráðherra,
um hvemig þessum málum yrði best
háttað.
G-menn afhentu ráðherra áskorun
stjómar samtakanna. Þar segir með-
al annars að tryggja verði, þegar
eignir lendi á nauðungarsölu, að
andvirði þeirra sé ekki undir 80 pró-
sentum af markaðsverði. Seljist eign-
ir oft fyrir sáralítið í dag sem leiði
til að menn græði á hrakfórum ann-
arra og kröfuhafar tapi fé að ástæðu-
lausu. Lögð er áhersla á að fólk í
greiösluerfiðleikum haldi íbúöum
sínum í öllum tilvikum vilji það
semja um greiðslur skulda sinna,
annars verði því gert of erfitt fyrir
að standa við skuldbindingar sínar.
Auk þess stendur:
• „Vanskilalistinn veröi algerlega
bannaður. Þessi listi er að okkar
dómi útgáfa á vandamálum fólks og
siðlaus með öllu....Það er áht okkar
að listinn komi ekki að neinum not-
um, þar sem hann segir aöeins til um
vanskil sem fólk lendir í, en ekkert
um ástæður fyrir þeim. Ekki heldur
neitt um það hvort fólk er skilvíst
aö eðlisfari eöa ekki, hvaö þá um þau
viðskipti sem viðkomandi hefur haft
og staðið fyllilega í skilum, sem er
kannski stærstur hluti af viðskiptum
hans í lífinu.“
Ennfremur segir að aðgerðir
stjórnvalda tryggi að fólk í greiöslu-
erfiðleikum fái lögfræðilega aðstoð
en vankunnátta fólks leiði oft til
óbærilegs kostnaðarauka. Ábyrgð
stjórnenda hlutafélaga verði aukin
þar sem „þeir sem kunna klækina
sleppa oft ómaklegir frá gjaldþroti
og koma þannig slæmu orði á
aðra...“. Bannað veröi að hafa réttar-
höld og rekistefnur á heimilum fólks
eða vinnustað en þær séu mjög nið-
urbrjótandi og fólk gefist þá fyrr upp
en ella. Samtökin hafa hugsað sér aö
stuðla að fækkun gjaldþrota með
námskeiðum, áróðri fyrir aðgæslu í
fjármálum, aukinni ábyrgðartilfmn-
ingu og sparnaöi.
-hlh
Sandkom dv
Vodka með
Jón Baldvin
ráðherraog
hansekta-
kvmnaBryndls
Schramfom i
heilœikla
heimsókntil
Póllandsísíð-
ustu viku. Joii
BaMvinvarjjar
áþeytingifram
og aftur í ýmsum erindagjöröum,
hitti víst að máli Lech Walesa, en
Bryndís haföi það gott á meðan á
hóteli sínu. Í Stjömufrettum var sagt
að hún hefði látið færa sér morgun-
matinn í rúmiö (fréttnæmt?) og aö-
spurö um pólskan mat yfir höfúð
sagði hún hann vera mjöggóöan.
Hins vegar undraöist hún yfir þeim
sið Pólveija að drekka vodka með
öllum mat. En Bryndís bætti við að
það væri bara mjög gott aö drekka
vodka með mat, án þess þó að iýsa
því yfir að hún hygöist taka upp þann
sið á heimili þeirra ráðherrahjóna.
Úvön
Innaniandsfiugi
Menneru
misvanirað
ferðasteinsóg
gefurað.skilja,
: sumireruasi-
felidutnþeyt-
ingiumallan
heiin. en aðrir
þekkjaferðaiög
ekki nema af
afspurn. For-
stjórafrúeiní Reykjavík, sembetur
er þekkt sem góður laxveiöimaður,
var á leið norður i land með flugvél
Flugleiða á dögunum og viröst í ein-
hverju basli með að opna skáp yfir
sæti sínu, en þangað hugðist hún
setj a yfirhöfo sína. Ungur maður sem
sá til konunnar sagði henni hvemig
opna skyldi skápfon og sýndi henni
það um leið. „Takk fyrir,“ sagði frú-
fo, og bætti svo við: „Þaö er ekki von
að ég kunni á þetta, ég er svo óvön
aö fijúga innanlands,“ og frúin lagöi
mikla áherslu á orðið innanlands, svo
ekki færi ámillimálaaðhún væri
vönmillilandaflugi.
í flughermi
Athyglisverð
hugmynd kom
framádögun-
umerrættvar
um sífelldarut-
anlattdsferðir
ráðamanna
þjóðarinnaf.og
ekki hvaðsist
stanslausar ut-
anlandsferðir
ráðherra. Hugmyndin er einfóld og
gerir ráð fyrir að keyptur verði sér-
stakur „ferðahermir" semhægtsé
að setja ráöherrana i reglulega, en í
honum verði líkt eftir aöstæðum á
„Saga Class“ farrými sem þessir
menn feröast venjulega á. Einhver
glöggur maður hefúr bent á að upp-
lagt væriað staðsetja þennan „ferða-
hermi" uppi í risi í Alþingishúsinu,
þar sem búið var á dögunum að setj a
upp sjúkrastofu með tilheyrandi
tækjumogbúnaði.
Þá á hann
að mæta
ValurArn-
þórsson.kaup-
félagsstjóri
KaupfélagsEy-
firðinga, hefiir
ekkifengisttil
aösegja til um
luenærhann
ðyggstyfirgefa
KEAogtaka
. viösembanka-
stjon t Landsbankanum, oghefur
stj óm KEA orðið að láta sér nægja
að lýsa yfir að eftirmaður hans taki
við starfi kaupfélagsstjóra þegar Val-
urhverfií bankann án þess að hægt
hafi verið aö tímasetja það nákvæm-
ar. Nú hefur bankaráð Landsbank-
ans hinsvegar tekið af skariö og lýst
yfir að Valur sé ráðinn í bankann frá
áramótum, og honum beri að mæta
til vinnu þar á þeim tima. Þetta var
sagt skýrt og afdráttarlaust, en senni-
lega eru ár og dagar síöan einhver
hefiir sagtVal Amþórssyni svo
ákveðið fyrir verkum.
Umsjón: Gylli Krlstjánsson
matnum