Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 52
56 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Patrick Swayze er stjama með stóru essi, a.m.k. finnst honum það sjálfum. Aum- ingja drengurinn átti að fljúga á almennu farrými til að vera í upptökum á kvikmynd í Chicago, þrátt fyrir að aðstandendur myndarinnar hefðu lofað honum sæti á fyrsta farrými og VIP með- höndlun. Þetta sætti stjarnan sig ekki við og lét leigja einkaþotu undir sig þannig að hann þyrfti nú ekki að hitta almúgann sem borgar sig inn á myndir með hon- um. Mick Jagger þarf ekki að kvarta yfir skóleysi þessa dagana. Fyrirtækið sem framleiðir Reebok íþróttaskó bauð honum eins og hann vildi mögulega þiggja af skóm frá þeim fyrir tónleikaferðalag hans í Ástralíu. En Mick sagði nei takk, hann gat ekki hugsað sér að reima á sig aðra skó en gömlu góðu Nike-strigaskóna sína. Sagt er að Mick hafi fengið tilboð upp á litlar 50 milljónir króna frá Ree- bok ef hann vildi skipta um skó en Nike hafði vinninginn að þessu sinni. Sylvester Stallone er á góðri leið með að koma sér upp kvennabúri eftir að sú danska Gitte Nilsen sagði farvel. Síðast sást hann í fylgd með glæsilegri stúlku, Lindu Thomp- son, en þau komu saman á vin- sælan veitingastað 1 Beverly Hills. Talsmaður Stallones segir að þau séu bara góöir vinir og minnti á það að Sly væri með 4-5 dömur í takinu í augnablikinu. Það mætti halda aö folinn hefði orðið nóg stóð í kringum sig. ________________________DV Um 500 manns á aðventu- söng í Egilsstaðakirkju SSgrím Björgvinsdóttir, DV, Egflsstöðum; Aðventusöngur var í Egilsstaða- kirkju fostudaginn 2. desember. Það var kirkjukór Egilsstaðakirkju ásamt söngfólki úr kirkjukórum í nágrannasveitunum og öðru áhuga- fólki, alls um 60 manns, sem fluttu jólalög og verk tengd jólum. Þarna var líka 20 manna kammersveit og blásarakvartett. Söngfólkið hafði æft sig síðan snemma í október, lengst af tvö kvöld í viku. Egilsstaðakirkja var fullsetin og var tónlistarfólkinu innilega fagnað. Varö bæði að endur- taka verk og flytja aukalög. Á söngskrá voru m.a. gamall ís- lenskur jólasálmur, Með gleðiraust og helgum hljóm, jólalög eftir Bach, tveir þættir úr messu í G-dúr eftir Schubert og þrír þættir úr jólaórator- íu eftir Bach. Tveir einsöngvarar komu- að sunnan til aðstoðar við listafólkið, þau Sigrún Valgerður Gestsdóttir og Halldór Vilhelmsson. Tónleikamir voru endurteknir á laugardaginn. Lætur nærri að um 500 manns hafi notið þessara að- v.entutónleika sem flytjendur og áheyrendur en þess má geta að á Egilsstöðum og nágrenni eru milli 1600 og 1700 manns. Aðventutónleik- ar eru að verða árviss viöburður hér um slóöir og eiga sinn góða þátt í að koma fólki í jólaskap áður en mesti annatíminn fer í hönd. Magnús Magnússon stjórnar kór og hljómsveit í Egilsstaðakirkju. DV-mynd Sigrún Grand í Hólminum Róbert Jörgensen, DV, Styktóshólmi: Mikill áhugi er hjá nemendum Grunnskólans í Stykkishólmi á að spila. Ein af nefndum nemendaráðs er spUanefnd og hefur hún séð um æfingar í félagsvist frá því í haust. Nú er að hefjast tíu kvölda keppni. Keppt er um veglegan bikar. Þarna segja menn umbúðalaust meiningu sína og leggja spilin á borðin. Formaður spilanefndar er Gluð- laugur Ari Karvelsson, nemandi í níunda bekk. Áhugasamir nemendur á spilakvöldi spilanefndar GSS. DV-mynd Róbert Julio Iglesias hittir aðdáanda Músin Minnie varð yfir sig hrifin þegar hún hitti stærsta átrúnaðargoð sitt, hinn fræga hjartaknúsara Julio Iglesias. Julio var í Disneyworld á Flórída við upptökur á sérstökum jólaþætti, sem franska sjónvarpið er að gera, þegar þau hittust. Sögur segja að einstaklega vel hafi farið á með þeim. Djúpivogur: Fyrsta hár- greiðslustofan Sigurður Ægisscm, DV, Djúpavogú Þann 5. desember síöastliöinn opn- aði Hafdís Bogadóttir hárgreiðslu- stofu hér á Djúpavogi og er það mik- ið fagnaðarefni, því hárskeri hefur ekki verið með fast aösetur hér fyrr. Þurfa menn nú ekki að bíða langtím- um saman eftír að hárskeri sæki Djúpavog heim, eins og verið hefur, heldur geta hvenær sem er litíð inn í hina nýju stofu. Ber stofan nafniö Hárgreiðslustofa Hafdísar. Margir munu því eflaust hnýta upp tagl sitt hinsta sinni og skunda í þessa nýju, kærkomnu hárgreiðslu- stofu og fá það skorið eða lagt, nú þegar jólin eru á næsta leití. Hafdis Bogadóttir ásamt fyrsta viðskiptavininum i stóinum. DV-mynd S.Æ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.