Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 22
22
MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1988.
Fréttir____________________________
Kirkjuskiimin:
„Heldur lifnað
yfir þessu“
- segir Siggi Magg hjá gæruskemmunni, Sauðárkróki
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
„Þetta fór aö færast nokkuð í auk-
ana í fyrra og haustiö þar áöur og
síðan hefur heldur lifnaö yfir þessu
í ár,“ sagöi Sigurður Magnússon í
gæruhúsi kaupfélagsins þegar hann
var spurður að því hvort mikiö væri
um aö gærur og húðir væru skildar
eftir hjá þeim og þær ánafnaðar
kirkjum, líknarfélögum eöa jafnvel
skattstjóranum.
Þaö er gömul venja, sem hefur tíök-
ast um langan aldur, aö bændur gefi
á þennan hátt af heimaslátruðu. Tal-
að hefur verið um að þeir séu aö
gefa fyrir sálu sinni, hvort sem þaö
er nú meint í gríni eöa alvöru. Sig-
urður segir aö oftar en ekki liggi
skinnin fyrir utan og miöi með þar
sem sagt er á hvaöa reikning hún á
að fara.
Ragnar Ingi Tómasson hjá kaup-
félaginu á Blönduósi sagöi að alltaf
heföi verið töluvert um þetta en það
heföi ekki aukist svo aö nokkru
næmi. „Það hefur ekki verið þannig
aö menn hafi þurft að klofa yfir stóra
stafla viö dyrnar á morgnana eins
og maöur hefur heyrt annars staöar
frá. Ég hef trú á því að flestir þeir
sem slátra heima fari með gærur og
húðir eitthvað annaö eða jafnvel
hendi þeim,“ sagði Ragnar Ingi.
Sláturhússtjórinn á Hvammstanga
sagöi aö mjög lítið væri lagt inn af
gærum og húðum utan sláturtíðar.
„Þetta eru nokkur hundruð gærur
árlega sem við fáum meö þessum
Kempan Sigurður Magnússon laetur ekki deigan síga þótt kominn sé hátt
á áttræðisaldur. Hann vinnur lágmark tíu tíma á dag og finnst ekki mikið.
Garðar Gíslason fylgist með fagmannlegum vinnubrögðum.
DV-mynd Þórhallur
hætti. Það var allmikil aukning á
þessu í fyrra en mér sýnist breyting-
in milli ára nú ekki mikil,“ sagði
Þorbjörn Árnason, framkvæmda-
stjóri sútunarverksmiðjunnar Loð-
skinns hf. Aðspurður sagðist Þor-
bjöm búast við aö reglur í búvöru-
lögum um endurgreiðslu ónýtts full-
virðisréttar yrðu til þess að heima-
slátrun hefði aukist til muna. „Þetta
er óheppilegt á allan hátt, t. d. er
greinilegt að meðferð og gæði gæra
verða síðri þegar slátrað er heima
en í sláturhúsi."
Knauf gifspússning var notuð i fyrsta skipti á Akureyri er danskur sérfræðingur sýndi notkun pússningarvélarinnar
í byggingu Híbýla við Víðilund.
Híbýli hf. á Akureyri:
Gifspússning á
markað norðanlands
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þetta er að mínu mati það sem
koma skal,“ sagði Hörður Tulinius
hjá Híbýlum hf. á Akureyri en fyrir-
tækið hefur gerst umboðsaðili fyrir
Knauf gifspússningu á Norðurlandi.
Hér er um efni til pússningar inn-
anhúss að ræða og er bæði um hand-
og vélpússningu að ræða. Efnið, sem
notað er í stað hinnar hefðbundnu
steypu, er innflutt gifsblanda sem
sprautað er beint á flötinn sem á að
pússa ef um vélpússningu er að ræða
en einnig er hægt að nota efnið með
hefðbundinni aðferð.
Híbýh hafa einmitt fest kaup á vél
sem sprautar efninu á veggi, loft og
gólf en aðeins mun ein önnur slík
vél vera til hér á landi. Hörður Tuhn-
ius sagði að það sem fyrst og fremst
ynnist með þessari aðferð væri tíma-
sparnaður en heildarkostnaður yrði
svipaður þar sem gifsblandan er dýr-
ari en þau efni sem notuð eru viö
múrverk hér á landi í dag.
Sauðárkrókur:
Rækjubátur leigður frá Fáskrúðsfirði
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Rækjuvinnslan Dögun á Sauðár-
króki hefur leyst skipamál sín á þann
hátt að taka Hilmi II. á leigu og inni
í samningnum er einnig ákvæði um
forkaupsrétt Dögunar á skipinu.
Eins og áður hefur verið getið rann
haffæriskírteini Rastarinnar út nú í
haust og er skipið komið í úreldingu.
Hilmir ff. er 305 lestir að stærð,
smíðaður árið 1976. Hann hefur verið
gerður út frá Fáskrúðsfirði undan-
farin ár og er í eigu söltunarstöðvar-
innar Hilmis sf. Skipið er ekki
ókunnugt hér á norðurslóðum þar
sem það lagði upp hjá Dögun í sumar
257 tonn á þrem og hálfum mánuði.
Hilmir er nú á loðnunni og kemur
til Sauðárkróks að lokinni vertíð í
febrúar.
„Við erum að búa okkur undir jóla-
fríið. Það verður kannski vinna fram
í miðja vikuna en síðan vitum við
ósköp lítið hvað næstu vikur bera í
skauti sér. Við erum að kanna málin
en annars er bara að bíða og vona.
Þetta er yfirleitt dauft í svartasta
skammdeginu. Það er helst að lyftist
á manni brúnin yfir því að jólalögin
eru búin að ýta þungarokkinu til
hliðar í útvarpinu,“ sagði Garðar
Sveinn Ámason, framkvæmdastjóri
Dögunar.
Akureyri:
Félagsheimilið
fokheit hjá Þór
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Félagar í íþróttafélaginu Þór á
Akureyri fognuðu sl. laugardag þeim
áfanga að félagsheimili þeirra, sem
er í byggingu á félagssvæðinu í Gler-
árhverfi, er orðiö fokhelt eftir 14
mánaða byggingartíma.
„Þetta hefur gengið mjög vel og við
erum frekar á undan áætlun ef eitt-
hvað er,“ sagði Gísh Kristinn Lór-
enzson, formaður byggingarnefndar
félagsheimhisins, er DV ræddi við
hann um framkvæmdirnar. „Það
hefur hjálpað okkur að tíðarfar hefur
verið mjög gott og t.d. var hægt að
vinna við steypuvinnu fram að ára-
mótum á síðasta ári.“
Gísh sagði að framkvæmdum við
húsið yrði haldið áfram af fuhum
krafti. í vetur á að pússa kjallara og
taka hann í fuha notkun næsta vor,
en þar verða m.a. búningsklefar,
heitir pottar, gufubað, sólbaðsað-
staða, aðstaða fyrir starfsfólk og
dómara og vélageymsla. Þá er áform-
að aö hluti miðhæðar hússins verði
tekinn í notkun næsta sumar og þar
verði félagsaðstaöa Þórs fyrst um
sinn.
„Ef við fáum fjármagn stefnum við
að því að húsið verði fullgert í lok
næsta árs eöa í ársbyrjun 1990. Þetta
byggist að sjálfsögðu á því að við
fáum þá fyrirgreiðslu sem við nauð-
synlega þurfum til framkvæmdanna.
Það er dýrt að láta húsið standa ónot-
að og félagið sárvantar að geta tekið
"þessa aðstöðu í notkun sem allra
fyrst, félagsaðstaða Þórs er í dag í
einu litlu herbergi í Glerárskóla,"
sagði Gísh.
Húsið, sem hefur hlotið nafnið
Hamar, er byggt á þremur hæðum
og er samtals um 1260 fermetrar að
flatarmáli. Byggingarkostnaður það
sem af er nemur um 19 mhljónum
króna ef sjálfboðavinna félaga er
reiknuð með og hafa allar kostnað-
aráætlanir staðist th þessa. Fullbúið
tækjum og búnaði er áætlað að húsið
muni kosta á bilinu 42 th 45 mihjónir
króna.
Fjöldi manns var viöstaddur „fok-
heldishátíðina". Félaginu barst mik-
ið af gjöfum, s.s. fjárframlög frá eldri
þórsurum, og námu þau allt að 100
þúsund krónum frá einstakhngum.
Þá afhenti Hjálmar Pétursson úr-
smiður gjöf til minningar um Þórarin
Jónsson og Kristján Kristjánsson, en
þeir létust í keppnisferðalagi með
Þór árið 1951 á Vestfjörðum.
Hamar, félagsheimili Þórs á Akureyri, sem orðið er fokhelt. DV-mynd gk
Glæsiskreyting
á Ölfusárbrú
Regína 'IÍKirarensen, DV, Selfcasi:
Selfossbær er kominn í jólabún-
ing og jólatré eru víöa á opnum
svæðum og götum, fagurlega
skreytt. Aðventuljós eru svo að
segja í hverjum glugga og verslanir
mikið skreyttar. En hæst ber Ölfus-
árbrú, skreytingamar og ljósin á
henni koma öhum í jólaskap og
vonandi verða ahir með jól í hjört-
um sínum um hátíðarnar.