Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 32
36 MANUDAGUR 19. DESEMBER 1988. DV Meimrng Eins og hann skapi helgi í kringum sig Herra Sigurbjörn Einarsson biskup. Fyrir tveimur árum lét ég þá ósk í ljósi í ritdómi (DV 8. ágúst 1986) um eitt af ritverkum dr. Sigurbjörns Ein- arssonar biskups að einhverjum bó- kaútgefanda tækist að fá hann til að skrifa endurminningar sínar eða fjalla um þær í formi samtalsbókar. SUk bók yrði ómetanleg heimild um sögu íslensku kirkjunnar á 20. öld. Einstaklega áhugaverð bók Nú hefur þessi ósk mín ræst. Arn- birni Kristinssyni forstjóra Iðunnar, sem oftsinnis hefur komið við sögu í útgáfumálum Sigurbjörns, tókst eft- ir miklar fortölur að fá Sigurbjörn til að taka þátt í gerð bókar um lit- ríka lífssögu sína. Sigurður A. Magn- ússon, rithöfundur og fornvinur Sig- urbjörns, var fenginn til að skrifa bókina. Áhyggjur ýmissa presta yfir að Sigurður skyldi fenginn tii þessa verks eru mér lítt skiljanlegar því ég veit ekki um neinn sem hefði get- að leyst þetta hlutverk betur af hendi en hann gerir. í mínum huga er eng- inn efi um að þessi bók þeirra Sigurð- ar og Sigurbjörns er athyglisverðasta bókin sem geftn er út fyrir þessi jól og er þó af ýmsu spennandi að taka á þeim vettvangi. Bókin er einstakt innlegg í sögu íslenskrar kirkju eins og ég hafði fyrirfram gert mér vonir um. Ég get án þess að ýkja sagt að sjaldan eöa aldrei hef ég lesið bók af jafnmiklum áhuga og bókina Sig- urbjörn biskup. Ævi og starf. Rýtingsstunga frá Laxness En hvers vegna skyldu ýmsir hafa haft af því áhyggjur að Sigurður A. Magnússon var fenginn til að skrifa bókina um Sigurbjörn biskup? Ef til vih er ástæðan sú að menn hafa ótt- ast að Sigurbjöm yröi í meðfórum Siguröar of vinstrisinnaður. Einn viðkvæmasti og umdeildasti kaflinn í sögu Sigurbjörns Einarssonar fjall- ar nefnilega um það hlutverk sem hann gegndi í þjóðvarnarbaráttunni svoköhuðu á fimmta tugi aldarinnar. Þar sem vitað er aö Sigurður A. Magnússon hefur haft mjög heitar skoðanir á því máli hafa menn óttast að hann myndi ekki íjalla um þetta mál af nægilegri varfærni. Og vissu- lega má í kaflanum Þjóðvörn auð- veldlega greina skoðanir þess er heldur um pennann. Talað er nið- randi um „hermangsflokkana" o.s.frv. En eins og einhvers staðar er komist að orði í bókinni: „Óper- sónulegt hlutleysi í umfjöllun stað- reynda... er hvorki æskilegt né mögulegt." Margt er forvitnilegt Bókmermtir Gunnlaugur A. Jónsson í þessum kafla, a.m.k. fyrir þá sem ekki muna þessa tíma, t.d. að það var „rýtingsstunga" Halldórs Laxness sem'fékk Sigurbjörn til að hoppa af þjóðvarnarskútunni. „Úr því hann getur ekki haldið uppi merki friðar- hreyfmgar án þess að niða það, sem mér er helgast, þá geng ég ekki und- ir þvi merki." Helgasta þakkarefnið í bókinni er brugðið upp fjölda eft- irminnilegra mynda. Meðal þeirra minnisstæðustu eru myndirnar af harmleiknum og bemskuárunum í Meöallandi. Vitneskjan um „að mamma hafði fórnað lífmu til að bjarga þeim bræðrum frá bana“ hef- ur augljóslega haft mjög djúpstæð áhrif á trúarlíf Sigurbjöms eða eins og Siguröur A. Magnússon orðar það: „Hann skildi svo vel að Jesús hafði gert eins eða svipað fyrir menn- ina, fyrir Guð.“ Sigurbjöm var vígð- ur biskup 21. júní 1959, á afmælisdegi móður sinnar og minntist hennar þá og talaði um sitt „helgasta þakkar- efni“ í þvi sambandi. Þá skýrði hann einnig frá því að hann hefði aldrei „komið í það musteri, sem rúmaði meira af heilagri hátign og gæzku Guðs en fjósbaðstofan í Háu-Kotey, þegar afi minn las lesturinn." Nóttin í tugthúsinu Þrátt fyrir hið trúarlega uppeldi gerðist Sigurbjöm á menntaskólaá- rum sínum fráhverfur og andsnúinn kirkju og kristni. Undir áhrifum Helga Pjeturss og nýalisma samdi hann meira að segja árásargrein í Skólablaðið „þar sem saman tvinn- uðust óvild í garð ,júða“ og kristin- dóms og lofgerð um heiðinn arf ís- lendinga." í kjölfar þessara umskipta leiddist Sigurbjörn út í drykkjuskap, óyndi og hreina örvæntingu á endan- um. Afturhvarf hans kom nótt eina í tugthúsinu við Skólavörðustíg en þangað hafði honum verið stungið inn sökum ölvunar. Þarna um nótt- ina fékk hann þá opinberun sem sneri honum til kristinnar trúar á nýjan leik. Námsárin erlendis og kynnin af Barth Sigurbjörn Einarsson hélt utan daginn eftir að hann kvæntist Magneu Þorkelsdóttur 22. ágúst 1933 og var hann fyrsti íslendingurinn sem innritaðist í Uppsalaháskóla. Sigurbjörn uppgötvaði fljótlega að erlendis var hin svokallaða frjáls- lynda guðfræði liöið skeið. „Ekkert er jafnúrelt og tískuguðfræði dagsins í gær.“ Síðar (1947—48) átti hann svo eftir að stunda nám hjá Karli Barth í Sviss, áhrifamesta guðfræðingi þessarar aldar. Er ákaflega fróðlegt að lesa um persónuleg kynni Sigur- bjöms af Barth, þeim mikla jöfri guðfræðinnar. Má með sanni segja að þáttur Sigurbjörns i að breyta ís- lenskri guðfræði hafi ekki verið minni en Barths á meginlandi Evr- ópu. Sjálfur gekk Sigurbjöm þó aldr- ei Karli Barth á hönd, og eins og sænski biskupinn Brattegard hefur sagt um Sigurbjöm þá hefur hann „með merkilegum hætti boðið upp á þriðja valkost í hinum kirkjulegu flokkadráttum." Flokkadrættir Það var þó engan veginn svo að Sigurbirni Einarssyni væri af öllum tekið opnum örmum er hann hóf kennslu við Háskóla íslands (skipað- ur dósent haustið 1944). Þvert á móti var hann af ýmsum talinn „hættu- legur maður“. Frásagnir bókarinnar af dósentsmálunum svonefndu em einkar fróðlegar og sýna vel að það er ekkert nýtt að embættisveitingar við Háskóla íslands séu umdeildar. Skuggi hvíldi yfir guðfræðideildinni á þessum árum vegna togstreitu and- stæðra fylkinga þar, Kristilegs stúd- entafélags og Bræðralags. Einnig vóru miklir flokkadrættir innan kirkjunnar. Ekki er vafi á því að Sig- urbjöm á stóran þátt í því að þessar andstæðu fylkingar innan kirkjunn- ar eru tæpast til lengur. Endurreisn Skálholts Af bókinni verður ljóst hversu ótrúlega stóru hlutverki dr. Sigur- bjöm Einarsson hefur gegnt í ís- lenskri kirkjusögu þessarar aldar. Jafnvel þó notaður væri símskeyta- stíll yrði of langt mál að telja upp afrek Sigurbjörns á vettvangi ís- lensks kirkjulífs. Óhjákvæmilegt er þó að nefna endurreisn Skálholts. Segir Sigurður A. Magnússon rétti- lega að enginn einn maður hafi átt stærri þátt í þeim umskiptum sem urðu í Skálholti um miðja öldina en Sigurbjörn. Hann lagði þó jafnan áherslu á að endurreisn Skálholts væri tómt orð ef hún táknaði ekki kirkjulega endurreisn í landinu. Náðarvald biskups Á biskupsferli sínum vígði Sigur- bjöm Einarsson 60 kirkjur og 85 presta. Sem prédikari hefur hann þótt einstakur í sinni röð. Margir munu vafalaust taka undir með bók- arhöfundi er hann segir „að Sigur- björn búi yflr sérkennilegu náðar- valdi og gáfu til að vekja hrifningu, traust og hollustu meðal almennings. Hvort sem hann stendur fyrir altari, í prédikunarstóli, við kennarapúlt eða situr á rökstólum, þá er eins og hann skapi helgi í kringum sig.“ Sigurður A. Magnússon Sigurbjörn biskup. Ævi og starf Útg.: Setberg Reykjavík 1988. konar einsemd Margs Saga þessi gerist í Reykjavík og segir frá ungum manni sem er ný- kominn að austan og hefur innrit- ast í íslensk fræði viö Háskólann. Það kemur síðan í ljós að það gerir hann til að veröa rithöfundur. Þessi aðalpersóna er sögumaður, við fylgjumst með hugsunum hans og þrám, viðbrögðum og hvíeina, einkum hvernig hann þráir að finna meiningu í líflnu og bregst við falsi. Þetta minnir töluvert á þá frægu bók Bjargvætturin í gras- inu eftir Salinger. Það er þó bara í grundvallaratriðum, líkt og í fyrstu skáldsögu Klaus Rifbjerg, útfærsl- an er sjálfstæð. Sérstaklega dáðist ég að skopstælingunum, þær eru vel gerðar og beinast gegn hvers- kyns tilgerð, hvort sem eru þulir útvarpsstöðva að stressa sig yfir hvað klukkan sé og hvemig vin- sældalistinn líti út, eða prófessorar að belgja sig út fyrir nemendum sínum. Gjaman era vitleysurnar í óbeinni ræðu og verða að áhrifa- meiri þegar svo lítið veður er gert út af þeim. Fléttað Fyrsti þriðjungur sögunnar kynnir andstæður verksins, sögu- mann og forsögu hans. Þessum hluta lýkur á því að sýna einsemd hans í þremur atriðum, hjá ömmu hans, í samkvæmi og þegar hann loks eigrar um götur Reykjavíkur og heim. Þar með er sviðið sett til aö dvelja við meginatriði sögunnar á tveimur sólarhringum (hálf bók- in). Sögumaður byrjar á að segja frá fyrstu komu sinni í Háskólann sem hann er fullur lotningar fyrir. Síð- an segir hann frá erindi sínu þang- að á háðskan hátt; „sá sjálfan mig í anda sitja á síðkvöldum í hópi ungs fólks við kertaljós og ræða Bókmenntir Örn Ólafsson bókmenntir og listir á líðandi stund {...; vera í því aö hafa áhyggjur af framtíð íslenskrar menningar og sækja kokteilboð og svona“. Fyrsta lýsingin á íslenskutíma og eftirfar- andi kafíihléi einkennist af sýndar- mennsku prófessors og stúdents, sem auk þess eru óásjálegir og ós- mekklega til fara. Þeim mun sterk- ari verður andstæðan við hina út- völdu sem nú birtist, falleg, látlaust klædd og sjálfstæð í skoðunum. Einkum vegna þessa síðasttalda er stúlkan táknræn fyrir raunvera- lega viðleitni söguhetjunnar því hann langar mest til að skynja hvernig annað fólk er í verunni og setja það fram í sögum. Þetta tekst honum vel gagnvart lesendum þeg- ar skólafélagi hans, alvitringurinn vanhirti, verður sér til skammar fyrir snobb og tilgerð. Þá skynjar sögumaður rætur þessa, sem er svo fyrirferðarmikið í sögunni, þess vegna er mikilvægt að sá skilning- ur mótist af samúð: „svo fann ég fyrir návist Inda við hlið mér, allar bólurnar, smæð hans, auömýking- una, löngunina til að þóknast, falla í kramið, slá í gegn“. Þessi ósigur félagans er jafnframt forboði um ósigur sögúmanns sjálfs skömmu síðar, einn forboði af mörgum, sem fylgja lýsingu hans á því hvernig hann heldur vonglað- ur að heiman til að sigra hina út- völdu; en þá erú allar rásir í út- varpinu leiöinlegar og ekki talað um annað en slys í strætisvagnin- um. Eftir ósigurinn er allt ömur- legt, borgin birtist fyrst og fremst sem sorp. En dapurleiki sögu- manns birtist ekki aðallega í hugs- unum um eigið líf hans, heldur um innihaldslaust líf borgarbúa. Þessi lægð undirbýr vel risið á eftir, þar sem fyrrnefndar andstæður ganga áfram, einkum er gervimennskan margbreytileg í samkvæminu, þar sem sögumaðurinn nær saman við sína útvöldu, sem reynist vera ná- kvæmlega jafnháðsk og hann. Nokkuð er um vísanir, sem bregða óvænt annarlegu ljósi yflr verkið, t.d. er misheppnaður fiðluleikari sem sargar úti á götu í lokin, öllum til ama, eins og í Vetrarferð Schu- berts, sterkt tákn um listamanninn sem heldur sínu striki af sköpunar- Guðmundur Andri Thorsson. þörf, hvaö sem hver segir. Þannig skýrist stefnulítill þvælingur sögu- manns um Suður-Evrópu í lokin. Takmarkanir Sagan nær ekki nógu langt eftir þessari leið til að komast í þunga- vigt. Það er tvennt sem hugur sögu- manns beinist einkum að. Annars vegar er kona sem að sögn fyllir daga hans af lífi og lit. En lesendur kynnast henni ekki, hún segir sára- lítið, er bara eins og safn líkams- parta sem sögumaður gælir við. Þetta tengist vissulega því að stúlk- an er sögumanni eins og líkamning- ur hugsjónar og reynist vera önnur en hann hélt, en það er sama, þetta er óleyst vandamál. Það er ekki hægt að trúa því að það sé mikið áfall fyrir sögumann að missa þessa glansmynd úr höndunum. Svo er sögumaður að berjast við skriftir og við fáum nokkur sýnis- horn þeirra. En þau eru svo fárán- leg að engin leið er að taka þetta alvarlega, t.d. „Mennimir sátu prumpandi knngum borðið og slöfruðu ælandi í sig þykka brauð- súpuna sem lak í taumum niður á sveittar undirhökur þeirra“. Ekki er hægt að taka þetta allt sem grín því þetta er meginviðfangsefni sögumanns. Þá er sá möguleiki, að hann sé bara svona hæfileikalaus og haldinn sjálfsblekkingu, en það stangast þá á við skáldlega innsýn hans í Inda, eins og áður segir. Lík- legri væri svona maður til að skrifa misheppnaðar stælingar á frægum höfundum. Og innan um bullið er raunar ein slík - sem verður þá þeim mun illyrmislegri skopstæl- ing. Þegar tvær helstu ástríður aðal- persónunnar verða svona óskýrar, þá fer ekki hjá því að hún verði ansi þokukennd og óskýr sjálf. En það finnst mér vera galli á sögunni vegna þess aö þessi persóna fyllir sviðið með hugsunum sínum. Það veröur þá lítið eftir nema háðið, sem vissulega stendur vel fyrir sínu, en er einkum í fyrri hluta bókarinnar. Niðurstaðan er sú að þetta sé eins góð bók og hægt sé að vænta af byrjanda.Hann er ekki aðeins ótv- írætt efnilegur heldur er bókin einnig skemmtileg aflestrar. Min káta angist Skáldsaga ettir Guömund Andra Thors- son MM 1988, 153 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.