Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 55
MÁNUDAGUR lð. DESEMBER 1988. 59 Menning Spor dansara Trúlega hafa margir beðiö með tals- verðri tilhlökkun eftir því safni ljóðaþýðinga eftir Geir Kristjánsson sem nú kom út hjá Máh og menningu og ber heitið Undir hælum dansara. Það sem áður hefur birst af þýðing- um eftir Geir hefur borið vitni um fyllstu vandvirkni og smekkvísi jafnt í vali kvæða sem vinnslu, þar sem hann meðal annarra hefur tekið til þýðingar mörg áhugaverðustu skáld þessarar aldar á Vesturlöndum, svo sem Pound, Lorca, Seferis og Brecht. Það eru þó öðru fremur þýðingar Geirs úr rússnesku sem hljóta að vekja forvitni, enda hefur hann þar verið mikilvirkastur, ekki síst við sjálf höfuðskáldin Púsjkín og Maj- akovskí, og það má búast við því að mörgum verði kærkomið að fá nú þetta safn kvæða eftir tíu rússnesk skáld frá tuttugustu öld, sem hefur verið mikill blómatími ljóðlistar þar í landi, einkum fyrri hluti hennar. Tímenningarnir Af þessum sökum myndar safnið strax nokkuð sterka heild, og skáldin í bókinni eiga það einnig sameigin- legt að hafa verið „undir hælum dansara“, ef dansara skyldi kalla, og orðið óþyrmilega fyrir barðinu á ósköpum þeim er yfir land þeirra hafa gengið á öldinni. Það sem Alex- ander Blok kallar „ógnarár Rúss- lands“ árið 1914 verður jafnvel létt- vægt í samanburði við það sem á eft- ir kemur, og það segir sitt að þrjú skáldanna styttu sér aldur en önnur þurftu ýmist að sjá á bak nánustu ástvinum í böðuls hendur eða fanga- búðir eða láta þar lífið sjálf eða þá að hrekjast úr landi og svo mætti lengi telja. Hins vegar er bókin fjölbreytileg að því leyti að öll skáldin hafa sín sterku persónueinkenni sem þýð- andanum tekst með ágætum að túlka, hvort heldur er einmana- kennd Bloks, sveipuð fáguðum tákn- sæisstíl, djúpur tregi Akhmatovu, sem íklæðist sterkum náttúrumynd- um með rússneskum vetrarblæ, bit- ur og beittur stíll Mandelstams, ekki síst í níðstöng þeirri er hann reisti Stalín 1934 og myndar andstæðu við lofköst þann er hérlend skáld hlóðu honum á sama tíma, alþýðlegan kveðskap Éseníns, tærleika og lát- leysi Tsétajévu sem verður einskon- ar rússnesk Sapfó og yrkir til Afrod- Bókmenntir Kristján Árnason ítu í útlegð sinni, eða þá torræðara og óbeinna ljóðmál Pasternaks. Hér sjáum við einnig mildari og hljóð- látari hiiðina á trölhnu Majakovskí, en hann er ekki síður stór í kvæðum þar sem hann staldrar við til að horf- ast í augu við eigin stöðu en þar sem hann fer mestum hamförum í boðun byltingahugsjóna, og máttur orða hans síst minni þar sem hann skynj- ar þennan mátt sem „fallið krónu- blað undir hælum dansara", eins og það heitir í broti úr kvæði sem hann orti rétt fyrir andlátið, en þar sem í orðum hans dynur sem mestur „stormklukknahlj ómur' ‘. Enn meitlaðri Það er athyglisvert hve mikið ald- ursbil er milh eldri skáldanna sjö Geir Kristjánsson. sem öll eru fædd skömmu fyrir alda- mótin síðustu og hinna þriggja síð- ustu sem koma fram fyrst í þann mund er fimbulvetur Stalíntímans er tekinn að víkja fyrir smávegis þíðu. Þó er sem Évtúsjenko taki upp þráðinn frá Majakovskí að mörgu leyti, jafnt i gervi forsmáðs elskhuga sem í líki eldlegs ádeiluskálds, eins og í hinu magnaða kvæði Babí Jar. Það kvæði birtist raunar áður í þýð- ingasafni Geirs, Hin græna eik, sem kom út árið 1971, en þýðingin er hér endurskoðuð og orðin enn meitlaðri en áður. Yngsta skáldið í bókinni, Jósef Brodskí, kann vel að bregða fyrir sig nöpru háði sem hittir vel í mark, enda er stjómkerfið um hans daga ekki síst orðið hlægilegt, þar sem það rígheldur í gamlar lygar sem menn eru búnir að sjá í gegnum, og því fer vel á því að enda bókina á kvæðinu um minnisvarða lyginnar. En sú höfuðskepna hefur á þessari öld átt fáa skæðari óvini en skáldin rússnesku. KÁ. Geir Kristjánsson: Undir hælum dansara - Rússneskar Ijóðaþýöingar. Mál og menning, 1988. 70 bls. SLIDES SYNINGARVELAR OG SÝNINGARTJÖLD í ÚRVALI Liesegang am m LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF LAUGAVEGI 178 - REYKJAVÍK - SÍMI 685811 QQmi mTiimma nrm1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.