Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 46
50 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1988. LífsstíU______________________________DV íslendingar munu áfram fara yarhluta af bjórmenningu - rætt við áhugamann sem smakkað hefur 1000 tegundir af bjór „Ég hef nú um átta ára skeið hald- ið spjaldskrá yfir allan bjór sem ég hef smakkað. Spjaldskráin telur í dag tæplega eitt þúsund tegundir." sagði Elvar Ástráðsson bjóráhugamaöur í samtali við DV. Elvar er vélstjóri á millilandaskip- um og er því í betri aðstöðu en marg- ur annar til þess að stunda þetta áhugamál sitt. Auk þess hefur hann ferðast mikið um meginland Evrópú og á þeim ferðum hefur margt bæst í spjaldskrána góðu. Allt fært í spjaldskrána „Hún er þannig uppbyggð," segir Elvar, „aö hver ákveðin tegund á sitt eigið kort. Á kortið eru skráðar allar tæknilegar upplýsingar sem hægt er að ná í um bjórinn. Nafn, fram- leiðsluland, hvar hann er bruggaður og af hverjum. Síðan eru skráðar allar upplýsingar sem er að finna á flöskunni eða hægt er að nálgast eft- ir öðrum leiðum, s.s. styrkleika, lit, hvemig hann bragðast og fleira. Þá er skráð hvar bjórinn er keyptur, ■hvort hann er í flösku, dós eða kem- ur úr tunnu eða þrýstikút og auðvit- að dagsetning og ár. í skránni eru bjórtegundir úr öllum heiminum, auðvitað mest úr Evrópu en á þessu flandri rekst maður á bjór víða að.“ Elvar er þekktur á mörgum sérbör- um í Evrópu sem þjóna bjóráhuga- mönnum og þá einkum fyrir að vera fúlltrúi bjóráhugamanna frá landi þar sem ekki er leyfður bjór. Hann er félagi í bresku félagi um bjór sem hefur það að aðalmarkmiði að berjast fyrir varðveislu hefö- bundins bjórs í Bretlandi. Hann er auk þess áskrifandi að hollenskum og amerískum blöðum sem fjalla sérstaklega um bjór. Fyrir þá sem áhuga hafa á að kynnast þessu áhugamáli vill hann sérlega benda á Bierland, Þúsund bjóra barinn i Ant- werpen. Sá staður er í heimsmetabók Guinness. Víða í Hollandi og Belgíu er að finna bari þar sem til eru fleiri en hundrað tegundir „Fæstir átta sig á því að bjór er matvara og geymist því ekki mjög lengi. Flestir bjórar þola að standa í verslun í um þaö bil sex mánuði. Það fer að vísu eftir því hvaö er sett mik- ið af rotvamarefnum í þá og hvað þeir eru sterkir. Bjór eins og íslend- ingar kalla bjór er yfirleitt stimplað- ur ár fram í tímann. Þá er átt við venjulegan lager eða pilsnerbjór. Þetta gerir mönnum erfitt að hggja með mjög fjölbreyttan lager.“ - Áttu þér einhver uppáhaldsbjór? Ómögulegt að segja aðeinn sé bestur „Nei,“ segir Elvar, „það eru marg- ar tegundir sem ég hef dálæti á en það er gjörsamlega ómögulegt að segja að einn bjór sé bestur. Einn sjaldgæfasti bjórinn, sem er í minni skrá, er frá Kína. Hann er ekki al- gengur. En sjaldgæfur er afstætt Fiaskan lengst til vinstri er undan frekar sterkum Heilags Bernharðs bjór frá Elsass i Frakklandi. Næst kemur flaska undan einni af sjaldgæfustu bjórtegundum heimsins, það er Rauchbier frá Suður-Þýskalandi. Við fram- leiðslu hans er tekin sérstakur steinn, glóðhitaður og hent út i mjöðinn á ákveðnu stigi. Við þetta myndast sérstætt reyk- og karamellubragð. Þessi aðferð er gamalþekkt frá þeim tíma er eingöngu tréílát voru notuð. Næst er venjulegur bjór i sérstæðri flösku. Þetta er Jubelbier frá Sailer- brau, það er litil ölgerð í Markoberdorf í Suður-Þýskalandi. Þá kemur flaska undan Stropken. Sá er tramleiddur af pínulitilli ölgerð i borginni Ghent i Belgíu. Hann er af ale-gerð um 8% sterkur og þykir harla góður fyrir sinn hatt. Þá kemur MacFarland bjór frá italiu rauðleitur, þokkalegur mjöður. Lengst til vinstri er bikar undan Royal Ale frá Wieze í Belgíu sem þeir álíta sína bestu tegund. Næst kemur stórt glas undir munkabjór frá Belgíu. Það var framleitt sérstaklega fyrir afmælisútgáfu af öli sem aftur var framleitt i tilefni 2000 ára afmælis borgarinnar Tongeren, og eiga þeir þó engan Davið. Þar næst kemur glas undan Rodenbach sem er ein af sérstæðari bjórtegundum. Hann er eldrauður og er lageraður á eikarámum í allt að tvö ár. Framleiddur í Roeselare í Flandern i Belgiu. Afskaplega góður og sérstakur bjór. Þar fyrir aftan er krús með fjórum handföngum. Þetta er undir premium útgáfu af Karls fimmta bjór frá Primus Hacht ölgerðinni í Belgíu. Síðan kemur venjuleg þýsk ölkrús, bierstein, því næst norskt pilsnerglas frá Fryd- enlund og síðan eins litra krús frá bjórhátíð í Belgíu og framleidd fyrir hátíðina sértaklega. Sú hátíð er árlega í Wiese í Austur-Flandern. Þetta var ein stærsta bjórhátíð í Belgíu en var að heita aflögð í tvö ár eftir slysið á Heisel leikvanginum. Það var einkum gert til að losna við frekari heim- sóknir breskra „hooligans". Nú er byrjað að halda hana aftur í kyrrþey. DV-mynd Sveinn hugtak og sennilega er íslenskur bjór einhver sá sjaldgæfasti í veröldinni. Hann er að finna á einstaka sérbar í Evrópu". - Hvernig stenst íslenskur bjór samanburð við aðra? „Hann er svona drykkjarhæfur. Telst vera í sæmilegu meöallagi en ilinn í hattinum sínum á leiðinni. Carlsberg setti síðar á stofn rann- sóknastofu árið 1871 og þar tókst honum að hreinrækta lagergeril sem er nefndur eftir honum og heitir Saccharomyces Carlsbergensis. Hann trúði og á það aö bjórgerð ætti að styðja menninguna og setti á stofn slíkan bjór er frá Chimay, þeir fram- leiða þrjár tegundir af munkabjór. Þetta er yfirleitt hefðbundinn dökkur bjór, mikið malt. Maltölið okkar er bruggað með þessari aðferð og í Dan- mörku eru til bjórtegundir sem eru nær alveg eins á bragðið og maltöl. í þýskum bjórlögum, Reinheits- í- ■ ; ifvri 1 fkmiíniH Elvar Ástráðsson við hluta af bjórmottusafninu. Það fylgir gjarna áhugamáli eins og þessu að safna öliu sem viðkemur bjór. DV-mynd Svéinn ekkert til að sækjast eftir. Það er afar auðvelt að nefna klassískar tegundir. Sá bjór sem er meðal bestu lager- bjóra er Carlsberg Gull, eins og hann er framleiddur í Danmörku. Bylting i bænum Pilzen Síðan er náttúrlega upphafsbjórinn að öllum ljósum bjór sem er Pilsner Urquell (urquell þýðir upphaflegur) frá bænum Pilsen í Tékkóslóvakíu en hann er hægt að fá mjög víða og nú síðast í vor fór hann að fást á barnum í Fríhöfninni á Keflavík og þar er nú hægt að gæða sér á þessum fræga miði. Hann er sérstakur fyrir þær sakir að hann var fyrstur bjóra bruggaður með botngersaðferð sem markaði þáttaskil í bjórgerð. Vatnið í Pilsen er gott og samgöngur við nágranna- löndin voru góðar á þessum tíma um 1842 og allar ytri aðstæður hagstæð- ar. Á þessum tíma taldist Pilsen til Bohemia og dreifðist fyrst um það landsvæði og Bæheim. Þaðan er komiö nafnið á bjórnum eins og við þekkjum hann í dag. „En bajer“ segja Norðurlandabúar, annars staðar er hann kallaður pilsner og kenndur við bæinn Pilsen. Brautryðjandi í bjórgerð Það var síðan árið 1845 sem Daninn J.C. Carlsberg flutti heim til Kaup- mannahafnar tvo potta af botngeri sem hann hafði með miklum erfiðis- munum flutt með sér frá Múnchen en þar hafði hann verið á ölgeröar- skóla. Faðir Carlsbergs rak lítið brugghús í Kaupmannahöfn en það var J.C. Carlsberg sem lagði grunn- inn að því stórveldi sem Carlsberg verksmiðjurnar eru í dag. Þetta var erfitt ferðalag, með hestvagni, því gerillinn mátti ekki ofhitna. Þjóðsag- an segir aö Carlsberg hafi geymt ger- Carlsberg sjóðinn 1876 í því skyni. Sá sjóður styrkir ríflega hvers kyns menningarstarfsemi. í dag á Carlsberg bæði Tuborg og Ceres verskmiðjurnar í Danmörku auk þess að eiga brugghús og hluta í brugghúsum um allan heim, allt frá Grænlandi til Hong Kong. Það er tæknikunnáttu og framsýni Johanns Carlsberg að þakka að Danmörk varð að stórveldi í bjórheiminum. Fleiri kunna að brugga bjór Aörar Norðurlandaþjóðir kunna auðvitað líka að brugga bjór og mér Tíðarandi finnst til dæmis afar góður Arctic Beer bjór frá Mack ölgerðinni í Tromsö sem er nyrsta ölgerð í heimi. Afar ferskur og skemmtilegur mjöð- ur. Norðurlöndin utan Danmörk máttu þola bannár og það fer afar illa með alla bjórmenningu. Hafta- stefnan í Svíþjóð hefur og dregið úr framgangi bjórmenningar þar. Elstu neytendalög í heimi í dag er allur lagerbjór bruggaður með botngersaðferð sem byggir á þvj. að gerið botnfellur og bruggun fer fram undir 10 gráðum, en áður hafði verið notast viö ger sem flaut upp og gerjaðist við um 20 gráður. Þess konar bjór var hér áður kallaður öl, er í Englandi kallaður „ale“ og þar er hann enn bruggaöur að meiri- hluta. Af þessari tegund er líka munkabjórinn dökki sem víða er framleiddur í Belgíu. Gott dæmi um gebot, er kveðið á um að ekki sé leyft að nota annað en bygg, humla, ger og vatn til bjórbruggunar. Víöa tíðk- ast hins vegar að nota ýmislegt ann- að kom til þess að drýgja maltið. Það er ódýrara og gefur önnur áhrif. Bjórinn sem þannig fæst er mun síðri að gæðum. Reinheitsgeboten eru lög frá 1516 og stundum nefnd elstu neyt- endalög í heimi með nokkrum rétti. Lögin eru í fullu gildi í dag í fjölmörg- um löndum. Nokkrir frægir bjórar Ef á að nefna frægar tegundir má nefna Múnchener Löwenbrau ögn dekkri en venjulegur lagerbjór.Ann- ar frægur Múnchenarbjór er Ur- Marchen frá Spaten ölgerðinni í Múnchen. Við þá ölgerð lærði J.C.Carlsberg hjá Johann Sedlmay- er. Þýskur hveitibjór er frægur og í Freising, austan við Múnchen, er Weihenstephan ölgerðarháskólinn og í ölgerðinni þar, sem er talin ein elsta ölgerð í heimi, frá 1040, er bruggaður sérlega góður hveitibjór. Einnig þykir Enfinger weizen afar góður. íslendingar vilja verða fullir strax Þá era þýskir bock bjórar mjög frægir og sérstakir. Upphafsbjór af þeirri gerð er frá borginni Einbock. Bock bjórar era sterkir, yfirleitt rúm sjö prósent, og frekar dökkir. Allur bjór sem fer yfir 6% er talinn sterkur. Venjulegur hvunndagsbjór víðast hvar í heiminum er tæplega 5% og þaðan af minna. Danskur pilsnér til dæmis er um 4,6%. íslendingar verðleggja hins vegar bjór'eftir styrk. Þeir vilja að bjórinn sé sterkur svo þeir verði tiltölulega fljótt fullir af honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.