Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 60
LOKI
Nú er það stjórnarand-
staðan sem stjórnar!
SKYRGÁMUR
Þá er það áttundi
jólasueininn. Það er
auðuitað hann
SKYRGÁMUR,
það matargat
Huað eiga þá margir
jólasueinar eftir að koma?
DAGAR
TIL JÓLA
F
/X S l< O T I
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá i síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
MANUDAGUR 19. DESEMBER 1988.
Afnotagjöldin
eiga að hækka
Svavar Gestsson menntamálaráð-
^Jjerra er með í bígerð aðgerðir til að
rétta við fjárhag Ríkisútvarpsins,
sem eins og frá hefur verið greint í
DV skuldar um 500 milljónir króna.
Meðal þess sem Svavar boðar er að
hækka afnotagjöldin í 1500 krónur á
mánuði á næsta ári.
Auk þess eru fyrirhugaðar fjár-
málalegar tilfærslur til að styrkja
fjárhag Ríkisútvarpsins. Má þar
nefna að afnotagjöld aldraðra verða
hér eftir greidd af Tryggingastofnun
ríkisins en ekki af Ríkisútvarpinu
eins og verið hefur.
Að sögn Svavars er ekki fyrir-
hugaður neinn samdráttur í rekstri
Ríkisútvarpsins. -S.dór
LITUn JOLASVEInAR
Innrás á heimili í Hveragerði:
Drukknir menn
börðu húsráðanda
- gekkst undir aðgerð á Borgarspítalanum 1 morgun
„Þeir ýttu við mér þegar égmein-
aði þeim inngöngu, síðan fylgdi
.laust högg í andlitið. Ég sneri mér
undan en samt náði annar þeirra
að kýla migmjög fast i andlitið. Það
brotnaði bein í andlitinu á mér og
eins skaddaðist ég á auga. Ég vona
að það sé ekki alvarlegt,“ sagði
Hafsteinn Gunnlaugsson frá
Hveragerði.
Snemma á laugardagsmorgunn
bönkuöu tveir menn upp á á heim-
ili Hafsteins. Mennimir vildu kom-
ast inn - en þeir töldu að partí
væri heima hjá Hafsteini. Svo var
ekki og Hafsteinn vildi með engu
móti hleypa mönnunum inn. Þeir
sættu sig ekki við neitunina og réð-
ust að Hafsteini. Þegar mennirnir
bönkuðu logaði ljós í einum glugga
á heimili Hafsteins. Hafsteinn sat
að spjalli við kunningja sinn. Einn-
ig voru móðir Hafsteins og sex ára
sonur sofandi, sitt í hvoru her-
bergi. Hafsteinn hefur ekki, enn
sem komið er, lagt fram kæru
vegna árásarinnar.
„í bæjarfélagi eins og Hveragerði
þekKjast allir. Þeir lögðu á flótta
eftir höggið. Móðir min vaknaði og
kom fram. Sex ára gamall sonur
minn, sem svaf i öðru herbergi,
vaknaði sem betur fer ekki. Ég
reyndi ekki aö veita mótspyrnu -
enda hafði ég ekki tíma til þess. Ég
veit ekki til þess að ég hafi gefið
þessum mönnum neitt tilefni til
heimsóknarinnar," sagði Haf-
steinn Gumilaugsson.
Hafsteinn gekkst undir andlitsað-
gerð á Borgarspítalanum í dag.
Hann sagðist vongóður um að kom-
ast heim fyrir jól. Ef aðgerðin geng-
ur vel átti hann von á að komast
heim eftir þrjá til fjóra daga. -sme
Júlíus Sólnes:
Reiðubúnir til
viðræðna um
stjórnarmyndun
„Það hefur alltaf legið fyrir að við
myndum hugsanlega vera reiðubún-
ir til viðræðna um stjórnarmyndun
en það yrði þá á venjulegum forsend-
um. Það yrði að mynda nýja ríkis-
stjórn," sagði Júlíus Sólnes, tilvon-
andi formaður Borgarafiokksins.
„Okkar afstaða hefur ekkert
breyst. Þetta er sú sama afstaða og
Albert hefur haldið fram.“
- Erhugsanlegtaðþiðstyðjiðstjórn-
ina í stóru málunum nú fyrir áramót
gegn því að teknar verði upp stjórn-
armyndunarviðræður í janúar?
„Við höfum ekki tekið neina af-
stöðu til þess. Það verður þingflokks-
fundur í dag klukkan fimm. “
- Liðkar brottför Alberts ekki fyrir
því að viðræður verði teknar upp?
„Það má vel vera. Ég skal ekkert
segja um hvort við séum eitthvað
betri til stjórnarþátttöku eftir að Al-
bert er farinn,“ sagði Júlíus. -gse
Sigurvegarinn í rjúpnaveiðikeppni, sem Skotveiðifélag íslands
hélt á laugardag í Húsafelli I Borgarfirði, Sólmundur Einarsson,
fékk aðeins tvær rjúpur. Sölvi Jóhannsson, einn keppenda á skot-
veiðimótinu, hafði hund sér til hjálpar. Hann sést hér á myndinni
koma með bráðina til eigandans.
3 DV-mynd S
Sjá nánar á bls. 2
Fjarmálaráöherra breytir frumvörpum:
Einn 10 prósent
vörugjaldsflokkur
I morgun lagði Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráöherra tillögur
um breytingar á frumvörpum sínum
um vörugjald og tekju- og eignar-
skatt fyrir stjórnarflokkana. Þessar
breytingar eru mjög í anda þeirrar
gagnrýni sem Kvennalistinn hefur
sett fram á þessi frumvörp.
í tillögunum er gert ráð fyrir að
tekjuskattsprósentan verði hækkuð
um 0,5 prósent, úr 28,5 í 29 prósent.
Samhliða þessari hækkun verður
persónuafslátturinn hækkaður.
Hann verður um 18 þúsund krónur
á mánuði eða svipaður og núgildandi
lög gera ráð fyrir. Skattleysismörk
verða hins vegar lægri en núgildandi
lög kveða á um eða um 47.750 krónur.
Breytingamar á vörugjaldsfrum-
varpinu gera ráö fyrir að í stað
þriggja vörugjaldsflokka verði ein-
ungis einn 10 prósent flokkur. Skatt-
ur á heimilistæki og á sumar bygg-
ingarvörur, sem ráðgert var að
hækka úr 14 prósentum í 20 prósent,
mun því lækka. Til að vega upp á
móti tekjutapi vegna þessa verða
mun fleiri byggingarefni tekin inn í
10 prósent gjaldið en frumvarpið
gerði ráð fyrir, til dæmis gler og
málning.
Fallið er frá sérstöku vörugjaldi á
sætindi. Þess í stað verður lagður
sérstakur skattur, eins konar sæt-
indaskattur, á þessar vörur. Hann
verður samkvæmt tillögunum um 15
prósent ofan á 10 prósent vörugjald
og greiðist af framleiðendum og inn-
fjytjendum. -gse
Bráöabirgöalögln:
Samkomulag í dag?
„Ég held að það komi til með að
standa mikið eftir af þessum bráða-
birgðalögum þegar þau hafa verið
afgreidd. Það eru margir í stjórnar-
andstöðunni það ábyrgir að þeir vilja
ekki eyðileggja það starf sem unnið
hefur verið,“ sagði Steingrímur Her-
Veðriö á morgun:
Slydduél
víða
Á morgun verður vestanátt
með skúrum eða slydduéljum við
suðurströndina en hvöss austan-
átt og slydduél á norðanverðum
Vestfjörðum. Annars staðar að
mestu úrkomulaust. Hitinn verð-
ur 0-4 stig.
mannsson forsætisráðherra en enn-
þá hefur ekki verið gengið frá sam-
komulagi við stjórnarandstöðuflokk-
ana um bráðabirgðalögin. Ríkis-
stjórnin ræddi þetta á fundi sínum í
gær og þingflokkarnir fjalla um mál-
ið í dag. Sagði Steingrímur að hann
myndi hitta fulltrúa stjórnarand-
stöðunnar í dag.
Það mun vera fullur vilji og sam-
staða meðal stjórnarandstöðunnar
um að breyta ákvæðum varðandi
launafrystingu og Atvinnutrygging-
arsjóð. Það eru hins vegar skiptar
skoðanir um hvernig á að tengja
framlag atvinnuleysistryggingar-
sjóðs. -SMJ
mO'
ÞRÚSTUR
68-50-60
VANIR MENN