Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 50
54
MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1988.
Lífsstm
Greipaldin gegn
kólesteróli
Lengi hefur veriö talið að treí]aefni
geti lækkað kólesteról í blóði. En
trefjaefnin eru nokkuð mörg og ekki
er víst að þau séu öll jafngóð til þess-
ara hluta.
Þó hefur verið sýnt fram á að ýmis
trefjaefni geta lækkað kólesteról
nægjanlega mikið til þess að koma
að gagni við meðhöndlun sjúklinga.
í nýlegri rannsókn frá háskólanum
í Flórída var sýnt fram á að pektín
(sultuhleypir) í greipaldinum geti
lækkað fituefni í blóði þeirra sem
hafa of hátt kólesteról.
Skýrar
niðurstöður
í áðumefndri tilraun fengu 27 ein-
staklingar með hátt blóðkólesteról
15 grömm af pektíni úr greipaldini á
' dag í einn mánuð. Þá var skipt yfir
í platlyf eða hveitibelgi. Engar breyt-
ingar aðrar voru gerðar á lífsstíl
sjálfhoðahðanna.
Á meðan á pektinmeðferðinni stóð
lækkaði heildarkólesteról í blóði
þátttakenda um 8%. „Slæma“ LDL
kólesterólið lækkaði um 11% á með-
an „góða“ HDL kólesterólið hélst í
stað eins og þríglyseríðin.
Þessar niðurstöður sýna fram á það
að mati rannsóknarmannanna að
greipaldin geti reynst árangursrík í
baráttunni gegn sjúkdómum af þessu
tagi. Svo vitnað sé í skýrslu þeirra:
„Það getur verið réttlætanlegt að
hvetja til þess að pektínrík matvæh
séu í matarkúrum sem almenningi
eru ráðlagðir til að fyrirbyggja
kransæðasjúkdóma." Þess má geta
að pektín hefur í matvælum auka-
efnanúmerið E-440 en ólíklegt er að
það sé í eins miklu magni og í fersk-
um sítrusávöxtum.
Borðum fjölbreytt
um jólin
Fleiri matvæli innihalda pektín í
því magni aö þau gætu nýst okkur
til lækkunar kólesteróls. Appelsínur,
epli, bananar, sojabaunir, gulrætur,
rófur og fleiri garðávextir innihalda
einnig pektín.
í raun greinir þessi rannsókn (og
aðrar svipaðar) okkur nánar frá því
með hvaða hætti fjölbreytt fæði getur
verið hollt.
En það er ekki nóg að kaupa nauta-
hakk i matinn til að fá fjölbreytt fæði.
Við ættum því að hafa fjölbreytni í
vali okkar á ávöxtunUm um jólin sem
og ööru og auka þannig hollustu
mataræðisins.
Ólafur Sigurðsson
matvælafræðingur
Sítrusávextir innihalda mikið af pektíni sem talið er geta lækkað kólesteról i blóði og þar með minnkað hættu á
kransæðasjúkdómum.
MYNDRÆN AHRIF
Jóhann G. Jóhannsson
Simi 91-12040
Heiidsala
sími 91-17650
Til eigenda geislaspilara:
Hljómplata Jóhanns G. Jóhanns-
sonar er loksins komin út á geisla-
disk. Tryggið ykkur eintak strax -
takmarkað upplag fyrir jól.
P.s. Þessi plata er lofuð fyrir vandaða
tónlist og hljómgæði.
„Myndræn áhrif er að mínum dómi
ein hin áhugaverðasta sem hér hefur
verið gefin út í langan tíma."
MBL - Sv. Guðjónsson
0
Á jólatrésmarkaði Miklagarðs og Kaupstaðar fæst eingöngu normanns-
þinur en á lægsta verði sem við höfum heyrt um.
Ódýr normanns-
þinur í Mikla-
garði og Kaupstað
Opnaður hefur verið jólatrésmark-
aður Miklagarðs og Kaupstaðar í
Mjódd. Salan fer fram við stórmark-
aðina við Sund og vestur í bæ og við
Kaupstað.
Aðeins er seldur normannsþinur
og verðið er ágætt miðað við þær
upplýsingar sem fram komu í DV í
síðustu viku um verð á jólatijám.
Þannig kostar 75-100 cm tré 760 krón-
ur, 100-125 cm kostar 1.200 krónur,
126-150 cm tré kostar 1.700, 150-175
cm tré kostar 2.100 og 175-200 cm tré
kostar 2.800 krónur. 500 gramma
grenibúnt kostar 150 krónur.
Þetta er lægsta verð á jólatrjám
sem neytendasíðan hefur heyrt um
til þessa. í könnun DV á dögunum
var kannað verð á jólatrjám hjá fjór-
um stærstu söluaðilunum. Þetta verð
er í öllum tilfellum lægra en lægsta
verðsemþarsást. -Pá
Niðurstöður úr rannsókn, sem
dr. Laufey Steingrímsdóttir fram-
kvæmdi á 37 fullorðnum íslending-
um, benda til þess að sumir þeirra
sem ekki taka lýsi reglulega hafi
Neytendur
óeðlilega lág gildi D-vitamíns. Ein
til tvær teskeiðar af lýsi á dag eru
taldar hæfllegur dagskammtur fyr-
ir fullorðinn einstakling.
Rannsóknin beindist einkum að
því að kanna hvort merkja mætti
einhver forstig D-vítamíneitrunar
hjá fólki sem tekur lýsi að stað-
aldri. Of stórir skammtar af lýsi
geta kallað fram slík eitrunarein-
kenni. Engin slík einkenni fundust
hjá þátttakendum en stór hluti
þeirra hafði tekið lýsi reglulega í
fimm ár samfleytt eða lengur. í
einni teskeið af þorskalýsi er um
það bil ráðlagður dagskammtur af
A og D vítamínum. Hætta á D-
vítamíneitrun er ekki talin vera
fyrir hendi nema menn innbyrði
allt aö fimmfóldum dagskammti.
-Pá
Lýsi er hollt