Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 48
52 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1988. Lífsstíll „Margir eru fordómaftdlir gagn- vart heimspeki. Halda að þetta séu loftkastalar og komi hversdagsleik- anum ekkert við en staðreyndin er sú að þetta er þveröfugt. Svo ég vitni í Sigurð Nordal þá sagði hann að við værum öll heimspekingar hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Hreinn Pálsson, kennari á heim- spekinámskeiði fyrir börn. Hreinn er eini Islendingurinn sem hefur lokið fullu námi í heimspeki fyrir börn. Hann kláraði meistara- próf frá Montreal State College en þar kennir dr. Matthew Lippman sem er frumkvöðull á þessu sviði. Sögumar, sem lesnar eru í upphafi hvers tíma, eru einmitt eftir hann en Hreinn hefur þýtt þær yfir á ís- lensku. Lippman hefur útbúið efni sem hæfir öllum aldurshópum grunnskólans og er hann upphafs- maður að því að færa heimspekina inn í grunnskólann. „Það er verið að byggja upp rökvísi með krökkunum. Hún felst í móður- máh hvers og eins. Reynt er að draga fram hvernig við notum orðin í mál- inu og hvemig við getum notað það betur. Við skoðum ráðgátur um hvað eitthvað er; t.d. vinátta og fegurð og hvað það er að vera manneskja. Kennsluformið er afar mikilvægt. Notuð er samræðuaðferð sem felst í því að hlusta, taka tillit til þess sem aðrir segja og vera viljugur til þess að velta því fyrir sér og tengja við það sem þú ert sjálfur að hugsa. Þeg- ar ég byrja á þessari samræðuaðferð þá er mjög algengt að krakkamir hlusti ekkert, þeir reyna aö ná at- hygh kennarans og þegar þeir em búnir að tjá sig um viðkomandi at- riði þá fylgjast þeir ekki lengur með. Smám saman fara þau að tileinka sér spumingarnar, hlxista hvert á annað og spyija spuminga sem gerir leik- inn miklu auðveldari. Það er engin hefð fyrir þessu kennsluformi í skólastaríinu og al- sér beislinu við fótmennt eða eitt- hvað er varðar skrokkinn. Þetta er þröngur tnarkaður og bara orðið „heimspeki" fæhr frá mér nemend- ur. En ég vil samt ekki gefa það upp á bátinn. Þetta er auðvitað námsefni sem ætti að vera inni í grunnskólanum, en þar er nóg starfað fyrir og skóla- dagurinn orðinn svo stuttur að ég held að skólamenn vilji síst af öllu bæta við nýrri námsgrein. Skólafólki hættir til að hta á þetta sem auka- grein eða hhöargrein, en heimspekin eðh sínu samkvæmt gengur þvert á aðrar greinar og getur komið að gagni í þeim. Heimspekin á því tví- mælalaust erindi í grunnskólana, en ég á ekki von á því að hún fari inn á næstunni. Jákvæður árangur Á bak við þessi námskeið hggur mikh vinna, þýða þarf umfangsmikh námsgögn 'og ég hef staðið einn í því, eij viðbrögð nemenda og foreldra hafa hjálpað mér mikið og haldið mér gangandi. Einum þræði er þetta auðvitað tilraunastarfsemi en árang- urinn hefur staðfest að þetta er já- kvætt og á rétt á sér. Markmiðið er að efla hugleikni og rökvísi og gera hugsunina markviss- ari, sjáífstæðari og frumlegri. Böm á aldrinum 4-5 ára og upp að 10-11 ára eru mestu heimspekingarmr. Með aldrinum hlaðast upp vamarmúrar og þau verða ekki jafn-opin og ein- læg. Þegar maður byijar með 12-13 ára krakka þá hefur maður á tilfinn- ingunni að verið sé að opna fyrir eitt- hvað sem búið var að loka. Það er því spuming hvort þama er ekki vídd í okkur sem kemur okkur tíl góða að geta haldið opinni." -Ade heima við og átti auðveldara með að tjá sig. Einnig nefndi hann dæmi um stúlku sem var mjög feimin í tímum en fleygði fram á rökleikniprófinu. „Svona atriði halda manni gang- andi,“ sagði Hreinn. Ordið „heim- speki" fælirfrá „Ég ætla að reyna að beijast áfram í þessu þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Það er slegist um krakkana á nám- skeiðamarkaðnum og flest ganga námskeiðin út á að sleppa fram af Hreinn Pálsson er sérmenntaður i að kenna börnum heimspeki. gengt að kennarar prófi þetta í einn tU tvo tíma en gefist síðan upp þegar það gengur ekki upp strax. Það er ekki hægt að ætlast tU að samræðu- formið komi fyrirhafnarlaust, um- hverflð er því fjandsamlegt og al- gengt er að fóUc hækki raustina í stað þess að hlusta á það sem viðmælandi er að segja. Ég reyni líka að koma til móts við krakkana og vel umræðuefni sem höfðar til þeirra eöa fæ þá th að stinga upp á umræðuefni. Svo er náttúrlega galdurinn að ýta við þeim feimnu og skrúfa dáhtið niður í hin- um sem tala mest.“ Hreinn leggur rökleiknipróf fyrir eldri aldurshópana tíl að fylgjast með Dægradöl framfórum á því sviði. Nemanda ein- um fór ekki mikið fram á þvi og tal- aði Hreinn við foreldra hans sem sögðu að mikU breyting til batnaðar hefði-átt sér stað þrátt fyrir htlar framfarir á rökleikniprófinu. Hann var nú farinn að tala mikið meira Við erum öll heimspekingar „Lærum margt sem M- orðnir vita ekki" Heimspekinámskeið fyrir böm! Hljómar undarlega, jafnvel fáránlega með tilhti til þess að í hugum flestra táknar heimspeki eitthvað sem bara mikhr spekingar og sérvitringar fást við. Að minnsta kosti finnst fólki heimspeki vera eitthvað sem er ekki á allra færi að skUja, síst bama. En þaö er nú öðm nær. Böm eru heimspekingar í eðh sínu og þau geta kennt fuhorðnum mikið á því sviði. Hugur þeirra er opinn og einlægur og þau geta tekist á við vangaveltur um lífið og tilveruna á ferskan hátt. Heimspekinámskeið fyrir böm heyrir til nýjunga hér á landi en fyrsta sérhannaða heimspekiefnið fýrir böm kom út í Bandaríkjunum árið 1974. Maður að nafni Matthew Lippman byijaði þá að semja sögur fyrir böm, sérstaklega ætlaðar tU æfinga í rökleikni og í siðfræðilegri og þekkingarfræðUegri umræðu. Blaðamaður sat tíma í heimspeki fyrir böm og hófst hann á því aö bömin, öh á aldrinum 10-11 ára, lásu saman sögu úr bók eftir Lippmann sem Hreinn Pálsson, kennari þeirra, hefur þýtt. Eftir lesturinn gátu krakkamir bent á punkta sem þeim þóttu athyghsverðir og Hreinn lagði líka fyrir þau spumingar er tengdust sögimni beint eða óbeint. Umræð- umar spuimust áfram og greinilegt var að krakkamir vom komnir í góða þjáifun, bæði við að tjá sig og hlusta hvert á annað. Út úr samræð- unum kom yfirleitt sameiginleg nið- urstaða hópsins að vel ígrunduðu máh. Læri að hugsa öðruvísi „Ég byijaði á námskeiðinu í haust og mér fmnst mjög gaman. Hérna lærir maður um merkingu orðanna og að sum orð geta þýtt margt. Það er gaman að fá að tala og skemmti- legast að taia um hlutina sem við eram að lesa. Sumar sögurnar era þannig að maður finnur stundum ekkert og stundum alveg heilmikið. Mér finnst ég læra að hugsa öðru- vísi,“ sagði Þórann Sigurðardóttir sem er 11 ára. Krakkarnir voru allir sammála um að námskeiðið væri mjög gagnlegt og skemmtilegt og að kennarinn þeirra, Hreinn Pálsson, væri alveg einstakur. Þeim fannst spumingarn- ar, sem hann leggur fyrir þau, skemmtilegar þótt það væri stundum erfitt að hugsa svona öðravísi. Þau vildu garnan hafa svona tíma í skól- anum en gátu samt ekki alveg ímyndað sér hvemig það væri hægt. „Við lærum margt sem fuhorðnir vita ekki,“ sagði Eygló Benedikts- dóttir en hún sagði að sér hefði ekk- ert htist á þegar mamma hennar var búin að innrita hana á eitthvert „heimspekinámskeið“ sem henni fannst vera svo asnalegt og hlæghegt orð. Hún hélt að það væri speki um alheiminn og stjömumar en komst svo að öðra. „Margir krakkar vita ekkert hvað þetta er og segja bara að þetta sé leið- inlegt án þess að vita- neitt. En svo er heimspeki bara mjög skemmtheg, hka fyrir krakka. Mamma segir að ég tah miklu skýrar og betur en áður og ég er fegin að ég fór á námskeiðið." -Ade Þórunni finnst skemmtilegast að tala um sögurnar sem þau lesa í upphafi hvers tíma. Sólveig, Eygló, Vigdís og Pálína eru sammála um að þær hafi lært margt sniðugt á heimspekinámskeiðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.