Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 54
58 MÁNUDMiUR J9. DESEMBBR 1088. Afmæli Svanborg Sæmundsdóttir Svanborg Sæmundsdóttir húsmóðir og vefnaðarkennari, til heimilis að Furugrund 34, Kópavogi, er sjötíu ogfimmáraídag. Svanborg fæddist að Hjöllum í Barðastrandarsýslu og ólst upp í Staðardal í Steingrímsfirði. Hún stundaði nám við Húsmæðra- skólann á Blönduósi og lærði þar m.a. vefnað en hélt síðan til Noregs og lauk þar kennaraprófi í vefnaði vorið 1940. Svanborgkenndi vefnað í Húsmæðraskólanum í Reykjavík og síðan nokkur ár að Varmalandi. Svanborg giftist 1948, Bjarna Pét- urssyni Waien, f. 22.3.1913, d. 2.3. 1987, b., búfræðingi og bústjóra, af norskum ættum. Svanborg og Bjarni hófu búskap í Borgarfirðinum og bjuggu síðan á Hjarðarnesi á Kjalarnesi. Þau fluttu í Kópavoginn 1959 þar sem Svan- borgbýrenn. Svanborg og Bjarni eignuðust tvö börn. Þau eru Magni, f. 1948, doktor í lífeölisfræði, en hann starfar á vegum SÞ í Mexíkó, kvæntur Bar- böru af þýskum ættum og eiga þau einn son, og Elísabet Berta, f. 1950, félagsráðgjafi í Reykjavík, en hún á tvö börn. Svanborg átti fjóra bræður og eina systur sem komust til fullorðinsára en hún á nú einn bróður á lífi, Jó- hann. Sytkini hennar: Jón, f. 1900, hreppstjóri á Hólmavík og síðar starfsmaður hjá Kaupfélaginu á Hólmavík; Katrín, starfsstúika á sjúkrahúsum í Reykjavík; Albert Benedikt, f. 1908, b; Guðmundur, f. 1909, sjómaður á Hólmavík og síðast í Reykjavík; Jóhann Kristján, f. 1912, b. á Stað. Foreldrar Svanborgar voru Sæ- mundur Jóhannsson, b. í Aratungu og Staðardal, f. 9.1.1879, og kona hans, Elísabet Jónsdóttir, f. 1871, d. 1944. Elísabet var dóttir Jóns, b. á Skarði í Bjarnarfirði og síðar á Svanshóli, Arngrímssonar, b. í Krossnesi, Jónssonar, b. á Munað- arnesi og síðar á Krossnesi, Jóns- sonar, í Ingólfsfirði, Alexíussonar, á Munaðarnesi, Jónssonar. Móðir Alexíusar var Þorbjörg Halldórs- dóttir, prests í Árnesi, Magnússon- ar. Móðir Jóns í Munaðarnesi var Þorbjörg Guðmundsdóttir, b. í Mun- aðarnesi og í Krossanesi, Finnboga- sonar. Móðir Arngríms var Þórunn Arngrímsdóttir, b. í Munaðarnesi, Árnasonar. Móðir Jóns á Skarði var Elísabet, dóttir Jóns, b. í Litlu-Ávík, Jónssonar og Ingibjargar blindu Guðmundsdóttur, prests í Árnesi, Bjarnasonar. Móðir Elísabetar var Guöríður Pálsdóttir, b. á Kcddbak, Jónssonar. Föðurforeldrar Svanborgar voru Jóhann Hjaltason í Aratungu og kona hans, Svanborg Helgadóttir. Svanborg Sæmundsdóttir. Svanborg verður heima á afmæl- isdaginn og verður með kaffi á heimili sínu fyrir vini og vanda- menn. Þorvaldur Sveinsson Feðgarnir Þorvaldur Sveinsson og Hreinn Þorvaldsson eiga báðir stór- afmæli í dag, auk þess sem dóttir Hreins, Eygló Ebba, verður þrjátíu og átta ára sama dag. Þorvaldur, sem nú er búsettur að Hrafnistu í Reykjavík, er níræður í dag. Hann fæddist að Hvalnesi í Stöðvarfirði og ólst þar upp í for- eldrahúsum en flutti tii Fáskrúðs- fjarðar þar sem hann stundaði sjó- mennsku til þrítugs en slasaöist þá á hendi og kom í land. Hann stund- aði almenn verkamannastörf um skeið þar til hann hóf að starfa viö múrverk sem hann stundaði síðan allan sinn starfsaldur. Þorvaldur starfaði lengi hjá Þóri Bergsteins- syni múrarameistara og var löngum eftirsóttur í arinhleðslur og annað vandasamt múrverk. Þorvaldur fluttist til Reykjavíkur 1954 ásamt fiölskyldu sinni og hefur búið þar síðan. Þorvaldur tók virkan þátt í sveit- arstjórnarstörfum allan þann tíma sem hann var búsettur á Fáskrúðs- firði og sat í hreppsnefnd í áraraðir. Kona Þorvalds er Sigurborg Vil- bergsdóttir húsmóðir, f. 27.4.1906. Foreldrar hennar voru Vilbergur Magnússon, b. á Hvalnesi, og kona hans, Ragnheiður Þorgrímsdóttir. Þorvaldur og Sigurborg eiga fimm börn. Þau eru: Guðrún, f. 31.12.1926, húsmóðir á Eyrarbakka, gift Bjarna Jóhannssyni útgerðarmanni, hún á tvær dætur; Hreinn, f. 19.12.1928, múrarameistari, kvæntur Sigur- borgu Jónasdóttur frá Lýsudal í Staðarsveit, hann á fimm börn; Ragnar, f. 8.12.1930, vélvirki á Reykjalundi, kvæntur Þóru Gunn- arsdóttur, þau eiga þrjá syni; Jóna, f. 23.6.1935, gift Eiríki Grétari Sigur- jónssyni, bifvélavirkja í Mosfells- sveit, þau eiga fimm börn; Magnús, f. 12.1.1942, skipstjóri í Mosfellsbæ, kvæntur Katrínu Hjartardóttur, húnáeinnson. Þorvaldur átti einn bróöur sem látinn er fyrir mörgum árum. Sá var Þorvaldur Sveinsson. Ingi Björgvin, sjómaður í Reykjavík, og átti hann einn son sem ólst upp hjá Þorvaldi og Sigurborgu. Foreldrar Þorvalds voru Sveinn Jónsson, b. á Hvalnesi, ættaður úr Suðursveit, og kona hans, Jónína Magnúsdóttir frá Fossárdal í Beru- firði. Þorvaldur verður aö heiman á af- mælisdaginn. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmæliö. Munið að senda okkur myndir Fólk í fréttuin Ólafur Ketilsson Eins og getið var um í DV á dögun- um er nú komin út ævisaga Ólafs Ketilssonar áætlunarbílstjóra, Á miðjum vegi í mannsaldur, en Guð- mundur Daníelsson skrásetti. Ólafur er búsettur í Svanahlíð á Laugarvatni. Hann fæddist að Álfs- stöðum á Skeiöum 15. ágúst 1903 og ólst þar upp en fór alfarinn úr for- eldrahúsum tuttugu og fimm ára. Ólafur var á togurum nokkrar vetr- arvertíðir en hann var eftirsóttur hásetí enda þrekmaður, rammur að afli. Ólafur tók bílpróf 1928 og keyptí sér vörubifreið það vor en hann hóf þá akstur fyrir kaupfélagið á Minni-Borg í Grímsnesi. Hann fékk sérleyfi fyrir fólksflutninga til Laug- arvatns 1932 og ók milli Reykjavíkur og Laugarvatns í áratugi. Hann er löngu orðinn góðkunn þjóðsagna- persónafyrir glaðværð sína, hnyttin tilsvör og gætilegan akstur. Kona Ólafs var Svanborg Þórdís Ásmundsdóttir, f. 11. febrúar 1905, d. 4. apríl 1988. Foreldrar Svan- borgar voru Ásmundur Eiríksson, b. og oddviti á Neðra-Apavatni í Grímsnesi í Árnessýslu, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir frá Skóg- arkoti. Ólafur og Svanborg eignuðust þrjár dætur og einn kjörson. Börn þeirra eru: Ásrún, f. 11. júní 1931, skrifstofumaður hjá Trygginga- stofnun ríkisins, gift Þórhalli Jóns- syni, f. 10. desember 1927, starfs- manni á Borgarspítalanum, en þau eiga tvö böm: Katla, f. 10.10.1934, gift Frosta Bjamasyni, flugstjóra í Kópavogi, þau eiga fiögur börn; Elfa, f. 23. janúar 1938, gift Sigurði Sig- urðssyni, skrifstofumanni hjá Sjóvá, þau eiga þrjú börn, og Börk- ur, f. 15. febúar 1949, bifreiðarstjóri á Laugarvatni, sambýliskona hans er Björg Hansdóttir, þau eiga einn son. Systkini Ólafs urðu níu en átta þeirra komust á legg. Þau em: Brynjólfur, f. 26. september 1901 lengi starfsmaður hjá Reykjavíkur- borg, kona hans var Elinbjörg Sig- urðardóttir, d. 28. janúar 1986; Val- gerður, f. 29. mars 1905, fyrrv. hús- freyja á Álfsstöðum, nú búsett á Selfossi; Helgi, f. 20. ágúst 1906, d. 29. ágúst 1987, b. á Álfsstöðum; Sig- urbjörn, fyrrv. skólastjóri í Ytri- Njarðvík, kvæntur Hlíf Tryggva- dóttur kennara; Ellert Helgi, f. 17. júní 1913, d. 10. apríl 1973, sjómaður í Reykjavík, kona hans var Guð- munda H. Siguröardóttir, d. 18. apríl 1969; Kristín Ágústa, f. 6. ágúst 1914, d. 3. febrúar 1985, gift Sigurjóni Kristjánssyni, b. oghagleiks- og hugvitsmanni í Forsæti; Hafiiði, f. 16. ágúst 1916, fyrrv. b. á Álfsstöð- um, nú búsettur á Selfossi; Guð- mundur, f. 10. september 1919, mjólkurfræðingur hjá Mjólkurbúi Flóamanna, kvæntur Ingilaugu Jónsdóttur. Uppeldisbróðir Ólafs er Helgi Ólafsson, f. 27. júní 1924, fast- eignasali í Rvík, fyrri kona hans var Anna Pálsdóttir, f. 7. júni 1918, d. 10. maí 1961, og seinni kona Kristín Olafur Ketilsson. Einarsdóttir, f. 1. maí 1924. Foreldrar Ölafs voru Ketíll Helga- son, b. á Álfsstöðum, f. í Skálholtí 11.10.1871, d. 11.3.1965, og kona hans, Kristín Hafliðadóttir frá Birnustöðum á Skeiðum, f. 26.6. 1874, d. 18.1.1943. Faðir Ketils var Helgi, b. í Skálholtí og Drangshlíð undir Eyjafiöllum, Ólafsson, b. í Skálholti, Helgasonar. Móðir Helga var Ingiríður Einarsdóttir, b. á Bryðjuholti og konu hans, Guðrún- ar, systur Halldóru, langömmu Bjarna Þorsteinssonar, prests og tónskálds á Siglufirði. Guðrún var dóttir Kolbeins, prests og skálds í Miðdal, Þorsteinssonar. Móðir Ket- ils var Valgerður Eyjólfsdóttir, b. í Vælugerði í Flóa. Foreldrar Kristín- ar voru Hafliði Jónsson, b. á Birnu- stöðum, frá Auðsholti í Biskupst- ungum, og kona hans, Sigríður Brynjólfsdóttír frá Bolholtí á Rang- árvöllum. Til hamingju með daginn Skólagerði 24, Kópavogi. Hann verður ekki heima á afmælis- daginn. 85 ára Elín Siguijónsdóttir, Reykjavegi 24, Reykjavík. 50 ára 80 ára Yngvi Örn Guðmundsson, Jófríðarstaðavegi 7, Hafnarfirði. Bára Jónsdóttir, Raftholti I, Holtahreppi. Sigurður Magnússon, Nýbýlavegi 38, Kópavogi. 75 ára 40 ára Ragnar Marteinsson, Meiri-Tungu II, Holtahreppi. Sigurþór Þorleifsson, Skólavegi 9, Keflavík. Arnar Magnússon, 70 ára Stóragerði 16, Reykjavík. Ellen Þorvaldsdóttir, Lönguhhð 20, Akureyri. Guðný Sigurðardóttir, Hólabraut 10, Kefiavík. Ásmundur Karlsson, írabakka 20, Reykjavík. Smári Júlíusson, Skólavegi 48, Búðahreppi. Örn F. Kjartansson, Bragi Haraldsson, Bleiksárhlíð 16, Eskifirði. Ragnheiður Valdórsdóttir, Boðaslóð 14, Vestmannaeyjum. 60 ára Aðalheiður Árnadóttir, Rekagranda 2, Reykjavík. Sigþrúður Pálsdóttir, Mávahlíð 37, Reykjavík. Lilja Jónsdóttir, Árlandi 8, Reykjavík. • Ingimar Sigurtryggvason, Freyjugötu 50, Sauðárkróki. Sigurður Ásgeirsson, Háaleitísbraut 15, Reykjavík. Guðmundur Stefánsson, Hraungerði, Hraungeröishreppi. Hjörieifur Gísiason, Þingvallastrætí 32, Akureyri. Hreinn Þorvaldsson Hreinn Þorvaldsson múrarameist- ari, til heimilis að Kleppsvegi 82, Reykjavík, er sextugur í dag. Hreinn er fæddur að Búðum í Fá- skrúðsfirði og ólst þar upp til sautj- án ára aldurs í foreldrahúsum en flutti til Reykjavíkur og hóf þar nám í múrverki. Hann lærði hjá Einari Sveinssyni múrarameistara og lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1952. Hreinn starfaði síöan við múrverk frá 1952-62 en hóf þá störf hjá Mos- fellsbæ, fyrst sem verkstjóri og síöar byggingafulltrúi og byggingastjóri hreppsins. Hreinn hefur unnið að ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Múrarafélag Reykjavíkur. Hann sat í stjórn fé- lagsins um árabil og ýmsum nefnd- um þess, auk þess að vera gjaldkeri elli- og sjúkrasjóðs félagsins um tíma. Þá hefur hann setíð í stjóm Félags Fáskrúðsfirðinga í Reykjavík í áraraðir auk fiölda trúnaðarstafa á vegum Mosfellsbæjar. Kona Hreins var Fjóla Svandís Ingvarsdóttir frá Laxámesi í Kjós, f. 6.6.1930, d. 17.1.1970. Foreldrar Fjólu: Ingvar Jónsson, b. í Laxár- nesi, en hann er látinn, og kona hans, ÚrsúlaÞorkelsdóttir, en hún dvelst nú á Reykjalundi. Hreinn er nú giftur Sigurborgu Jónasdóttur, f. 3.5.1936, frá Lýsudal í Staðarsveit. Foreldrar hennar voru Jónas Guðmundsson, b. þar, og kona hans, Ásgerður Ágústs- dóttír. Börn Hreins og Fjólu: Eygló Ebba, f. 19.12.1950, búsett í Reykja- Hreinn Þorvaldsson. vík; Hrafnhildur, f. 11.5.1953, bóka- safnsfræðingur í Kópavogi, gift Birgi Sigurðssyni skipulagsfræð- ingi, þau eiga tvö börn; Ingvar, f. 1.4.1957, múrari í Mosfellsbæ, kvæntur Laufeyju Jóhannsdóttur, þau eiga tvo syni; Þorvaldur, f. 29.2. 1960, múrari i Reykjavík, sambýlis- kona hans er Oddný Kjartansdóttir og eiga þau eina dóttur; Jóhanna Hrund, f. 11.6.1962, iðnverkakona í Reykjavík. Hreinn á fiögur systkini sem öll eru á lífi. Foreldrar Hreins eru Þorvaldur Sveinsson múrari og kona hans, Sigurborg Vilbergsdóttír. Hreinn verður að heiman á af- mælisdaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.