Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1988. 25 Síðumúla 29 • Sími 6-88-300 Menning Sannkölluð eldraun Þessi íyrsta skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Markaðstorg guðanna, er í senn forvitnileg og áhrifarík. Hér kveður við nýjan tón í íslenskum skáldsögum. Markaðstorg guðanna spannar vítt svið og gerist jöfnum höndum á íslandi, í Bandaríkjunum og Japan. Efnið er margþætt: Fjölskyldulíf, alþjóðaviðskipti, mannleg samskipti og freistingar í firrtum, síminnkandi heimi. Hvað skiptir má!i í lífinu? Hvers virði eru siðalögmál? Eru guðir nútímamannsins orðnir of margir? Söguhetjan, Friðrik Jónsson, reynir að fóta sig í fallvöltum heimi markaðshyggjunnar og skammt er á milli trúmennsku og svika, lygi og sannleika, sektar og sakleysis, Guðs og Mammons. Þessum andstæðum fléttar Ólafur Jóhann Óiafsson af einstöku Iistfengi inn i efni bókarinnar og ferst meistaralega úr hendi að skapa Vinir Eðvalds Hinrikssonar, hins kunna nuddara, sem er raunar betur þekktur undir skírnarnafni sínu, Mikson, hafa allir vitað að hann lenti í miklum mannraunum í heimalandi sínu, Eistlandi, á árunum fyrir stríð og á stríðsárunum. Þó hygg ég að enginn hafi vitað nákvæmlega í hví- likum eldi Mikson lenti þar til nú að æviminningar hans hafa verið gefn- ar út og hann segir á skilmerkilegan hátt frá þessu tímabili ævi sinnar. Bókin er skráð af öðrum Eistlend- ingi, ^Einari Sanden, sem skrifaði hana' á ensku og Þorsteinn Sigur- laugsson þýddi á íslensku. Mikson er fæddur í borginni Tartú í Eistlandi 29. júní 1911.1 æviminn- ingum sínum rekur Mikson nokkuð sögu ættlands síns en Eistlendingar hafa löngum mátt þola það að vera hersetin þjóð þótt inn á milli hafi komið kaflar, mislangir, sem þjóðin naut sjálfstæðis. Engir hafa þó leikið þessa þjóð eins hroðalega og Sovét- menn en framkoma þeirra við Eystrasaltsþjóðirnar þrjár, Eistland, Lettland og Litháen, hefur vægt sagt veriö svívirðileg. Það er því engin furða þótt Mikson sé harðorður í garð Sovétmanna og hatur hans á þeim óendanlegt. Hann rekur ítar- lega stjórnmálaþróunina í Eistlandi á þessari öld og allt til þess tíma er Sovétmenn hertóku landið undir lok síðari heimsstyijaldarinnar og Mik- son varð að flýja land. Það er fróðleg lesning. Hroðalegar lýsingar Mikson varð ungur góður knatt- spyrnumaður og komst í eistneska landsliðið í knattspyrnu sem mark- vörður þess og varð reyndar víða frægur sem slíkur. Vegna þessa flutti hann til höfuðborgarinnar, Tallinn, árið 1934 og varð það sem hann kall- ar hálf-atvinnumaöur í knattspyrnu. Hann fékk starf sem lögreglumaður og síðar var hann tekinn í sérdeild sem nefndist PolPol. Má eiginlega segja að það hafi verið eins konar leyniþjónusta Eistlands. Þessi deild hafði meðal annars þaö hlutverk að finna undirróðursmenn kommún- ista sem voru útsendarar Sovétríkj- anna. Hlutverk þessara útsendara var að grafa undan lýðræði í Eist- landi og koma kommúnistum til valda. Þeim tókst það ekki með öðr- um hætti en þeim að beita herafla Sovétríkjanna árið 1940. Þá réðu þeir yfir landinu í eitt ár eða þar til Þjóð- veijar gerðu innrás. Lýsingar Mikson á framkomu Sov- étmanna við eistnesku þjóðina eru hroðalegar. Fjöldamorð, pyntingar og þjóðfiutningar. Aö sjálfsögðu var Mikson tekinn höndum en hann slapp úr fangelsi og komst í hóp út- lægra skæruliða. Hann lýsir því hvernig kúguð þjóðin fagnaði komu þýsku heijanna þegar þeir hröktu Sovétmenn á braut. Sá fögnuður stóð ekki lengi, enda þótt Þjóðveijar kæmu mun betur fram en Sovét- menn. Og enn var Mikson handtek- inn og sat í fangelsi Þjóðverja í meira en eitt ár. Með hjálp góðra manna tókst honum að sleppa á ævintýran- legan hátt og komast um borð í gaml- an ryðkláf og með honum yfir til Svíþjóðar rétt áður en Sovétmenn snéru aftur og hröktu Þjóðveija á brott og hertóku landið. Vinsæll og vinmargur Eftir að til Svíþjóöar kom reyndu Sovétmenn allt sem þeir gátu til að fá Mikson framseldan. Hann vissi of mikiö um neöanjarðarstarfsemi þeirra og allan þann óþverragang sem Sovétmenn létu yfir eistnesku þjóðina ganga. Það tókst ekki að fá hann framseldan frá Svíþjóð þótt htlu munaði. Hann komst á skip sem síðan strandaði á íslandi. Síðan hefur Mikson átt hér heima og er bæði vin- sæll og vinmargur enda öðlingur. Það segir sína sögu um hatur Sovét- manna á honum að þeir dæmdu hann til dauða að honum fjarstödd- um í einu af hinum mörgu sýndar- réttarhöldum yfir þjóðernissinnum þeirra landa sem þeir hafa lagt undir sig. Mér þótti bókin afar fróðleg lesning og hún segir frá svo mörgu sem ís- lendingar hafa lítið vitað um. Það Bókmenntir Sigurdór Sigurdórsson sem ég aftur á móti sakna er meiri frásögn af íþróttaafrekum Miksons með eistneska landsliðinu sem og félagshði sínu. Einnig hefði ég viljað lesa meira um árin hans á íslandi en þau eru orðin nærri fimmtíu. En þá er líka ljóst að tvö bindi hefði þurft til. Bókin er skemmtilega skrifuð og frásögnin oft á tíðum míög lifandi. Eins hefur þýðing bókarinnar tekist vel, að minnsta kosti er hún á góðri íslensku. Prentvillur eru fáar. Ég held að enginn íslendingur verði svikinn af þessari merkilegu-sögu. Úr eldinum til íslands Ævisaga Eðvalds Miksson Einar Sanden skráði Þorsteinn Sigurlaugsson þýddi Almenna bókafélagið 1988 -S.dór NÉTT 0G FORVIMEGT BÓKMENNTAVERK. CT AUGlýSINGAÞJÓNUSTAN / SlA TILKYNNING FRÁ SKATTSTJÓRANUM í REYKJAVÍK Frá og með mánudegínum 19. des. er símanúmer Skattstofunnar í Reykjavík 603600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.