Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 28
28
MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1988.
Meiming
Bækur um hesta
og hestamennsku
Nokkurrar tilhlökkunar gætir
meðal hestamanna fyrir jólin því
óvenjumikið er gefiö út af bókum
sem fjalla um hesta og hesta-
mennsku. Skjaldborg gefur út bók-
ina Hestar og menn 1988. Þeir Þor-
geir Guðlaugsson landfræðingur
og Guðmundur Jónsson kennari
rituöu bókina.
ísafold gefur út bókina Svaða-
staðahrossin: uppruni og saga, 1.
bindi. Anders Hansen hefur ritað
bókina. Bókaforlag Odds Björns-
sonar gefur út bókina Jódynur:
Hestar og mann iif í Austur-Skafta-
fellssýslu, fyrra bindi. Guömundur
Birkir Þorkelsson halði umsjón
meö útgáfunni en margir höfundar
komu við sögu þeirrar bókar.
Þó svo að bækurnar eigi margt
sameiginlegt eru þær ólíkar. Bókin
um Svaðastaöahrossin fjallar svo
Bókmenntir
Eiríkur Jónsson
til eingöngu um ræktun hrossa ai'
þeim stofni, og þá aðallega á árum
áður. Jódynur: hestar og mannlíf í
Austur-Skaftafellssýslu fjallar
jafht um erfiðar samgöngur i Aust-
ur-Skaftafellssýslu og ræktun
hrossa af Hornafjarðarstofninum
framan af þessari öld. Hestar og
menn ’88 er af öðrum meiði. Þar
er aðallega fjallað um hesta-
mennsku nútímans, þó svo aö
nokkrir viömælendur rithöfund-
anna hverfi til baka í huganum og
rifji upp fyrstu kynni sín af hestum.
Eiríkur Jónsson
GUÐMUNDUR JÓNSSON
ÞORGEiR GUÐLAUGSSON
Hestar og
menn 1988
Skjaldborg sendir frá sér bókina
Hestar og menn 1988. Höfundar hins
ritaöa máls eru þeir Guðmundur
Jónsson kennari og Þorgeir Guð-
laugsson landfræðingur, en auk
texta eru í bókinni um það bil 300
myndir frá 25 ljósmyndurum.
Bókin Hestar og menn 1988 er
nokkuð stærri en samsvarandi bók
frá því í fyrra, er nú um það bil 250
blaðsíöur. Bókin fjallar um hesta-
mennsku ársins í máli og myndum.
Viötöli eru við Gunnar Arnarson,
Ollu í Bæ, Ragnar Hinriksson, Sigríði
Benediktsdóttur, Sigvalda Ægisson,
Bjarna í Skáney, Jónas Vigfússon og
norska knapann Unn Kroghen, en
þessir hestamenn vöktu flestir at-
hygli á árinu fyrir afrek á hestamót-
um. Sagt er frá kynnum þeirra af
íslenska hestinum, æsku þeirra, upp-
vexti og eftirminnilegum hestum.
Rakin eru helstu hestamót landsins
á árinu og úrslit þeirra tíunduð.
Nokkur mót fá meiri athygli en önn-
ur og eru gerð sérstök skil: Fjórð-
ungsmótinu á Kaldármelum á Vest-
urlandi, íslandsmótinu í Mosfellsbæ,
skeiðmeistaramótinu í Þýskalandi og
Noröurlandamótinu sem haldið var
í Sviþjóð. Sérstakur kafli er helgaður
úrslitum móta eingöngu.
í bókinni er ferðasaga sem Gísli
B. Björnsson skráði og segir frá ferð
hans, Baltasars Samper listmálara,
eiginkvenna þeirra og dætra um
Austurland og Austfirði á síðastliönu
sumri. Einnig var með í ferðinni
franskur vinur Baltasars. Ferðalang-
amir fóru frá Borgarfirði eystra yfir
í Loðmundarfjörð og síðan upp
Fljótsdalshérað að baki hinum Aust-
fjörðunum og um Lónsöræfi og Víði-
dal, alla leiö í Hornafjörð. Þann kafla
prýða margar ákaflega skemmtilegar
litmyndir. Ferðalangarnir lentu í
misjöfnu veðri og lentu í villum í
þoku. Vissu ekki fyrr en þeir voru
komnir í snjóskafl með beljandi fljót
undir í svartaþoku.
Þorkell Bjarnason gefur kyn-
bótahrossum einkunnir
- Hrossarækt fær töluvert pláss.
Sagt er frá öllum kynbótasýningum
á landinu á árinu sem er aö líða og
rætt við Þorkel Bjarnason hrossa-
ræktarráöunaut. Viðtal þetta olli
töluverðri spennu milli útgefanda og
Búnaðarfélags íslands því að Búnað-
arfélagið gefur árlega út bókina
Hrossaræktin og töldu nokkrir
starfsmenn Búnaðarfélagsins að með
bók þessari væri verið að fara yfir á
þeirra svið, það er að segja umfjöllun
og skráningu á kynbótahrossum.
Málið leystist þó farsællega fyrir
báða aöila. Þorkell Bjarnason er ekki
að skafa utan af hlutunum frekar en
fyrri daginn. Hann ræðir aðallega
um hrossaræktina á Vesturlandi og
gefur efstu hrossunum á Fjórðungs-
mótinu á síðastliðnu sumri umsögn,
svo og ræktuninni almennt á Vest-
urlandi.
Einnig er Reiðhöllinni i Reykjavík
helgaður sérstakur kafli og skráð er
saga fjórðungsmóta á Vesturlandi.
Sem fyrr sagði eru í bókinni um það
bil 300 myndir, svarthvítar og lit-
myndir eftir 25 ljósmyndara að
minnsta kosti. Myndirnar eru bæði
gamlar og nýjar. Auk þess eru
nokkrar teikningar af hestum og
knöpum eftir Sigríöi Ævarsdóttur,
teiknara og bóndakonu á Stað í Borg-
arfirði.
Eiríkur Jónsson
I>V
„Svaðastaðastofninn
merkastur hrossa-
stofna nú“
Allt frá landnámsöld hefur staðið
styr um einstaka hrossastofna.
Hverjum hesteiganda sýnist sinn
gripur fegurstur oger jafnan tilbúinn
að verja þá skoöun sína af töluverðu
harðfylgi, enda eru mörg dæmi þess
í íslendingasögunum að mannvíg
hafi hlotist af deilum um hesta.
Þó svo að mannskaðar hafi ekki
hlotist af slíkum skoðanaskiptum
undanfarin ár þá hafa hrossarækt-
endur margir hverjir enn þá bjarg-
fóstu trú að ákveðnir hrossastofnar
standi öðrum framar á íslandi. Einn
þessara manna er Anders Hansen,
ritstjóri Iceland Horse. Hann hefur
verið framarlega í hópi þeirra sem
telja Svaðastaðastofninn standa
fremstan í íslonskri hrossaræktun í
dag. „Svaðastaðastofninn hefur á
síðari árum jafnan verið talinn einn
þriggja merkustu hrossastofna
landsins ásamt Hornafjarðarhross-
unum og Hindisvíkurkyninu. Á allra
síðustu árum má svo segja að Svaða-
staðastofninn hafi haldið áfram að
þróast og þroskast, svo hann má nú
telja merkastan allra þessara stofna"
(Svaðastaðastofninn, 1. bindi, bls. 8)
Anders hefur eytt drjúgum tíma
undanfarin ár í að viða að sér efni í
ritverk um Svaðastaðahrossin og
kemur fyrsta bindið út nú fyrir jólin.
Ritverkið nefnist Svaðastaðahrossin:
uppruni og saga, 1. bindi. Útgefandi
er ísafold.
Fyrsta bindi er ekkert smávegis
rit, 366 blaðsíður að stærð með fjölda
mynda, flestum gömlum. Anders
rekur sögu Svaðastaðahrossanna allt
aftur á miðja 18. öld en þá fluttist
Björn Sigfússon að Svaðastöðum í
Viðvíkurhreppi í Skagafirði. Sama
ætt hefur búið þar sleitulaust síðan
og hefur ræktað sama hrossakyn í
meira en 200 ár. „Það er þó'ekki fyrr
en í byrjun 20. aldar, í tíð Pálma Sím-
onarsonar á Svaðastöðum, sem
Svaðastaðastofninn fer að taka á sig
skýra mynd. Þá girti Pálmi allt
heimaland jarðar sinnar, sem þá var
fátítt, og það gerði honum kleift að
stunda skipulagða hrossarækt.
Ávöxtur þeirrar ræktunar er meðal
annars stóðhesturinn Sörli 71 sem
Bókaforlag Odds Björnssonar á
Akureyri gefur út bókina Jódynur:
Hestar og mannlíf í Austur-Skafta-
fellssýslu, fyrra bindi. Guðmundur
Birkir Þorkelsson bjó ritið til prent-
unar.
Saga íslenska hestsins er samofin
örlögum þjóðarinnar. íslenski hest-
urinn var löngum þarfasti þjónninn
viö vinnu og samgöngur. Víða á ís-
landi voru samgöngur erfiðar, vegir
fáir og fljót óbrúuð. „Hvergi á íslandi
voru samgöngur jafnerfiðar framan
af öldinni en í Austur-Skaftafells-
sýslu. Þar voru mörg vötn og ströng
auk þess sem saklausar smásprænur
urðu fyrirvaralítið að skaðræðisfljót-
um. Hestar voru samgöngutækið
sem treysta varð á og oft þurfti að
hafa hraðann á svo sem þegar vitja
þurfti læknis. Það er því þarft verk
að draga fram í dagsljósiö frásagnir
af afrekum hesta og manna við óblíða
náttúru" (Jódynur bls. 7), segir Guð-
mundur Birkir Þorkelsson í formála.
Jódynur, fyrra bindi, samanstend-
ur af frásögnum 13 höfunda um sam-
göngur í Austur-Skaftafellssýslu á
fyrri hluta aldarinnar, um ferðalög á
hestum í byggð og óbyggð, yfir ár og
vötn. Egill Jónsson á Seljavöllum
skrifar um ræktun Hornafjarðar-
hrossa á fyrri hluta aldarinnar, ættir
talinn er vera ættfaðir Svaðastaða-
hrossanna." (bls. 10)
Anders rekur svo sögu Svaðastaða-
hrossanna eftir því sem heimildir
greina frá. Vissulega vantar meiri
upplýsingar um elstu hrossin því
skráðar heimildir eru ekki fyrir
hendi.
Sauðárkrókslínan bætist við
Gunnar Bjarnason, fyrrverandi
hrossaræktarráðunautur, skipti
Svaðastaðahrossunum niður í fiórar
ættlínur, Kolkuóslínuna, Axlarhag-
alínuna, Hofstaðalínuna og Kirkju-
bæjarlínuna, í hinu mikla ritverki
sínu, Ættbók og saga íslenska hests-
ins á 20. öld. Anders bætir við fimmtu
ættlínunni, Sauðárkrókslínunni, en
helsti ræktandi þeirrar línu er
Sveinn Guðmundsson á Sauðár-
króki. Aðra helstu ræktendur Svaða-
staðahrossanna telur Anders hafa
verið og vera Sigurmon Hartmanns-
son á Kolkuósi, Sigurð Haraldsson í
Kirkjubæ, Leif Þórarinsson í Keldud-
al og Halldór Sigurðsson í Stokk-
hólma.
í fyrsta bindinu tekur Anders fyrir
og fiallar um uppruna og sögu Svaða-
staðastofnsins. Sérstakur kafli er
helgaður ræktun Svaðastaðahrossa
á Hólum í Hjaltadal, eina hrossa-
ræktarbúi ríkisins. Þar eru nefndar
með umsögn allar þær 52 hryssur
sem Anders telur stofnhryssur Hóla-
búsins. Einnig fiallar Anders um
stóðhestanotkun Hólabúsins og telur
umsjónarmenn búsins hafa afvega-
leiðst undanfarin ár með því að nota
óskylda stóðhesta á stofnhryssur
búsins.
Kolkuósstofninn
brotinn til mergjar
Mestur hluti ritsins er helgaður
sögu Kolkuóshrossastofnsins sem er
ein ættlína af Svaðastaðahrossunum.
Upphafsmaður þeirrar ræktunar er
Hartmann Ásgrímsson, bóndi og
kaupmaður á Kolkuósi í Skagafirði,
en sonur hans Sigurmon tók við
ræktuninni og hélt merki hennar á
lofti síðar. Öll Kolkuóshrossin eiga
ættir að rekja til Nönnu 20 frá Efra-
þeirra og erfðir. Einnig skrifar Egill
um Hrossaræktarfélag Hornfirðinga.
Þorsteinn Jóhannsson á Svínafelli
skrifar um hrossakyn í Öræfum og
Anders Hansen ritar um samofin
örlög Hornafiaröarhrossa og Gunn-
ars Bjamasonar, fyrrverandi hrossa-
ræktarráðunautar.
Óða-Rauðka formóðir Horna-
fjarðahrossanna
Egill Jónsson rekur sögu Horna-
fiarðarhrossanna allt frá árinu 1892
er Óða-Rauðka fæddist í Árnanesi.
Óöu-Rauðku telur Egill vera stofn-
móður Hornafiarðarkynstofnsins,
enda eru meðal atkomenda hennar
margir frægir stóðhestar svo sem
þeir: Þór 56 frá Hólum, Blakkur 129
frá Árnanesi, Skuggi 201 frá Bjarnar-
nesi og Nökkvi 260 frá Hólmi, svo og
hryssurnar Stjarna 36, Hæra 342 og
Rauðka 134. Óða-Rauðka var amma
hryssnanna allra. Telur Egill skyld-
leikaræktun Hornafiarðahrossanna
skýringu á sterkum erfðaáhrifum
þeirra.
Gunnar Bjarnason, fyrrverandi
hrossaræfctarráðunautur, rekur í
viðtali við Anders Hansen fyrstu
kynni sín af Hornafiarðarhrossun-
um og ræktendum þeirra áriö 1940.
Hreifst hann mjög af þessu stofni og
Ási sem er meðal annars móðir
Harðar 112 frá Kolkuósi. Faðir Harð-
ar er Sörli 71 frá Svaðastöðum, ætt-
faðir Svaðastaðahrossanna. Sjálf er
Nanna 20 ættuð frá Svaðastöðum.
Nefndar eru með umsögn allar þær
hryssur sem heimildir geta um í
Kolkuósstofninum. Töluvert er fiall-
að um Hörð 112 frá Kolkuósi og deil-
ur þær sem spunnust af því að Hörð-
ur 112 var dæmdur í annað sæti stóð-
hesta með afkvæmum á landsmótinu
á Hólum áriö 1966. Einnig eru nefnd-
ar hliðarættir Kolkuóshrossanna,
svo sem á Tungu á Svalbarðsströnd,
Hofi á Höfðaströnd, Vöglum í
Blönduhlíð, Höfða í Þverárhlíð,
Hemlu í Vestur-Landeyjum, Austur-
koti í Flóa, Velli í Hvolhreppi, Neðri-
Brunná í Dalasýslu, Krossi í Ós-
landshlíð, Keldudal í Skagafirði, Ás-
landi og Barkarstöðum í Húnavatns-
sýslu og Stokkhólma í Skagafirði.
Skrár fylgja um helstu kynbótahross
fyrrnefndra hrossabúa. Hinn frægi
stóðhestur Stokkhólma-Rauður 618
frá Kolkuósi er heiðraður með sér-
stökum kafla og nefndir helstu af-
komendur hans.
Eins og sést á þessari upptalningu
er getið hundraða kynbótahrossa í
bókinni Svaðastaðahrossin: uppruni
og saga, 1. bindi, sem er geysilega
yfirgripsmikið verk. Anders áætlar
að ritin verði þrjú samtals. í þeim
tveimur sem eftir eru veröur fiaOað
um þær fiórar ættlínur sem eftir eru.
Eiríkur Jónsson
hefur haldið tryggð viö hann upp frá
því. Oft hefur gustað um Gunnar.
Hann hefur verið skeleggur talsmað-
ur Hornafiaröarhrossastofnsins og
talar tæpitungulaust um hesta-
mennsku og hrossarækt, jafnt nú
sem á árum áður.
í bókinni er fiöldi mynda af þekkt-
um hornfirskum hrossum, jafnt úr
ræktuninni sem og reiðhross og
vinnuhross.
Eirikur Jónsson
Landslagið mótaði Horna-
fjarðarhrossin