Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 10
MáNBMtrgfns. nisgÉMÉÉMss: Utlönd Semjum við óvini okkar yröu undir forsjá Sameinuðu Þjóö- anna. Hann sagði aö PLO myndi halda áfram viðræðum við Bandaríkin, sem hófust síðastliðinn föstudag, þar til alþjóðleg friðarráðstefna yrði haldin. Þá myndu samtökin ræða við ísrael. „Auðvitað munum við ræða við óvini okkar,“ sagði Arafat við fréttamenn. „Við munum semja frið viö óvini okkar.“ Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, sagði í sjónvarpsviðtah í Bandaríkjunum í gær að hann væri tilbúinn að ræða frið við „hvern þann Palestínumann sem ekki tæki þátt í hryöjuverkum". Hann bætti við að of fljótt væri að álykta að Arafat félli í þann hóp þrátt fyrir yfirlýsingar hans í Genf í síðustu viku þar sem hann for- dæmdi hryðjuverk, viðurkenndi tilverurétt ísraels og samþykkti ályktanir Sameinuðu þjóðanna númer 242 og 338. Peres sagði að ísraelar yrðu að láta reyna á yfirlýsingar Arafats. Mubarak hvatti ísraela til að taka þátt í alþjóðlegri friðarráðstefnu. Flest Araba- og Evrópuríki telja friðaráðstefnu af því tagi besta kostinn til að hægt sé að ná friði í Miðausturlöndum. ísraelar hafa talið betra að ræða beint viö Arabaríkin og hefur hafn- að hugmyndinni um friðarráð- stefnu sem þeir segja að muni mið- ast við að neyða þá til að láta af hendi vesturbakkann og Gaza- svæðið sem þeir hafa ráðið síðan 1967. Arafat heldur nú til Evrópu þar sem hann vonast til að hitta sem flesta þjóðarleiðtoga til þess að setja þrýsting á ísraela um að fall- ast á friðarráðstefnu. Reuter - segir Arafat Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, tekur á móti Yasser Arafat, leiótoga PLO, í forsetahöllinni í Kairó í upp- hafi fundar þeirra í gær. Símamynd Reuter Yasser Arafat, leiðtogi PLO, og ísraelsmenn hafa um helgina rifist um það hvort viðræður eigi að fara fram milli PLO og ísraels eða ekki. Arafat er nú á förum til Evrópu þar sem hann ætlar að fá menn til fylg- is við alþjóðlega friðarráðstefnu. í gærkvöldi ræddi Arafat við Hosni Mubarak, forseta Egypta- lands. Að þeim viðræðum loknum hvatti hann ísraelska leiðtoga til að taka þátt í friðarviðræðum sem TERNATIONAL -HUGBÚNAÐUR. MUNIÐ AÐ ENDPRNÝTA Nú getið þið sem eigið eldri útgáfur af Borland hugbúnaði lagt leið ykkar í Tölvutækni Hans Petersen hf að Grensásvegi 16 og endurnýjað safnið með litlum tilkostnaði. Þið komið með gömlu útgáfuna af forrit- inu greiðið lítilræði í milli og fáið í stað- inn nýjustu útgáfu af Borland hugbún- aði. Notfærið ykkur frábært verð og þjónustu! TÖLVUTÆKNI Hans Petersen hf. Grensásvegi 16 Lech Walesa ávarpar leiótoga stjórnarandstööunnar í Pollandi í gær. Símamynd Reuter Walesa stofnar ný samtök Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hinna bönnuðu pólsku verkalýðs- samtaka, stofnaði í gær ný samtök. í fyrstu yfirlýsingunni frá samtökun- um segir að allir aðilar ættu að hafna ofbeldi en nýlega kom til átaka milli pólskra lögreglumanna og unglinga sem köstuðu gijóti að lögreglumönn- unum. Stofnfundinn í gær sátu hundrað tuttugu og átta manns, meðlimir Samstöðu og hófsamir stjórnarand- stæðingar. Var fundurinn haldinn í kjallara í kirkju í Varsjá og eftir sex klukkustunda viðræður var gefin út yfirlýsing þess efnis að samtökin hygðust kynna hugmyndir óháðra samtaka og gera áætlanir um hvern- ig staðiö skuli að stjórnmálalegum og efnahagslegum umbótum. í yfirlýsingu samtakanna segir að aðalhindrunin fyrir því að umræð- umar milh yfirvalda og stjómarand- stæðinga um endurbætur séu í kyrr- stöðu sé sú að Samstaða skuh ekki viðurkennd opinberlega. Búist er við að eftir fund miðnefnd- ar kommúnistaflokksins í Póhandi á morgun og á miðvikudag verði lín- urnar skýrari hvaö varðar viðræður við stjórnarandstöðuna. Reuter kr. 4.960.- Reiknivél með tveim gluggum, kr. 1.680. DP 500 REIKNIVÉL ER SKREFI FRAMAR ALLT NÝJUNGAR í REIKNIVÉLUM TILVALIN JÓLAGJÖF FYRIR HÚSMÓÐURINA, HÚSBÓNDAN EÐA SKÓLANEMANN ^ Nýborg * >-s Laugavegi 91, II. hæ DP 800 reiknivél sími 623868 kr. 995.- kr. 790.- Sendum í póstkröfu Shamir vill samsteypu Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, vill fá Verkamannaflokkinn til að taka þátt í samsteypustjórn með Likud fiokknum. Shamir reynir nú að haida opnum dyranum fyrir Verkamannaflokkinn en tíminn er brátt á þrotum. Shamir var í gær nær búinn að mynda stjórn með öfgaflokkum en frestaði fundi með þeim þar til í kvöld til að gera lokatilraun til að fá Verka- mannaflokkinn til samstarfs. Það sem helst skilur á milli flokk- anna er afstaðan gagnvart PLO og hernumdu svæðunum. Likud vill sýna fyllstu hörku en Verkamanna- flokkurinn vill milda afstöðuna og jafnvel taka upp viðræður við PLO. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.