Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 47
MÁNUDAGUR 19, DESEMBER 1988. 51 LífsstHl Einnig eru til margar gerðir af því sem Þjóðverjar kalla doppelboch en hann er einkum hruggaður í Suður- Þýskalandi. Fræg dæmi eru Trium- fator frá Löwenbrau og Salvator frá Miinchen. Svo má ekki gleyma Guin- ness stout sem er frægastur dökkra ale-bjóra. Sá er kolsvartur og beiskur og er toppgerjaður. Guinness þessi keypti sér élgerð 1759 og byrjaði að brugga Guinness 1799. Hann er í dag einn af risunum í ölgerð í heiminum. Gott dæmi um stout bjór er Imperial Russian stout sem er einn frægasti árgangsbjór í heiminum, framleiddur í London. Nafnið kemur til af því að þetta var upphaflega framleitt til útflutnings til Rússlands og var uppáhaldsbjór Katrínar miklu. Ensku „mild“ bjór- arnir eru yfirleitt um 3,5% sterkir Á meginlandi Evrópu er Heineken Amstel stærst ölgerða. í Ameríku er Anheuser-Busch, sem bruggar Bud- weiser, stærst og reyndar er Bud- weiser sá bjór í heiminum sem seldur er í mestu magni. Tíðarandi Rússneskur bjór vondur og engin bjórmenning í Ameríku í Rússlandi er mikið bruggað af bjór en framboðið annar ekki eftir- spurn og sá bjór sem ég hef smakkað þar eystra er alla jafna mjög vondur. Illa gerður, grófur og óvandaður. En það má segja að hvert land hafl sína menningu í bjórgerð. Meðal áhugamanna er stundum sagt að Ameríka hafi enga bjórmenningu. Ameríkanar og íslendingar týndu bjórnum á bannárunum Þegar bannárin gengu yfir Amer- íku þá lagðist niður starfsemi allra ölgerða. Margar þeirra stóðu á gam- alli evrópskri hefð enda Bandaríkja- menn allra þjóða kvikindi. Þessar htlu ölgerðir fóru síðan ekkert af stað eftir bcmnárin. Þetta er mjög svipað því sem henti okkur íslendinga. Ameríkanar eyðilögðu alla sína bjóra með auglýsingaskrumi og út- þynningu en þó er það aðeins að lag- ast aftur. Þar fá menn alla jafna ekki bjór nema bragðlausan og ískaldan en þannig á ekki að drekka bjór. Gamalt hefðbundið öl var hér áður alltaf borið fram við kjallarahita, svona 10-12 gráður. Menn veikjast og kenna matnum um Þetta gildir enn þann dag í dag. Bjór þolir ekki að verða eins kaldur og hann verður úr ísskáp. En það er betra að vondur bjór sé kaldur því bragðið hverfur og hann svalar að- eins þorsta. Almennt er lagerbjór talinn bestur við 6-8 gráður. Það hafa margir farið flatt á því á sólarströnd að svelgja í sig bjór úr ísskáp sem verður eins og kaldur klumpur í maganum, menn veikjast og kenna svo matnum um“. Draumórar um íslenskan bjór - Hvernig líst þér á þær hugmyndir sem menn hafa um innflutning á bjór til íslands? „Hvað varðar draumóra um út- flutning á íslenskum bjór þá eru það ekkert annað en draumórar. íslend- ingar geta engan veginn keppt við alþjóðleg risafyrirtæki með tæplega 200 ára hefð að baki. Vatnið, sem við státum af að sé svo hreint, er ekkert sérstakt. í dag skiptir gott vatn ekki sköpum við ölgerð. Það gerði það hér áður þegar goðsagnir sköpuðust kringum ákveðnar ölgerðir sem höfðu aðgang að náttúrulegu vatni sem var gætt einhverjum sérstökum eiginleikum. Þannig var með Pilsen í Tékkóslóvakíu. Frægasta ölið í Eng- landi var bruggað í Burton-on-Trent en það voru neðanjarðarlindir sem vatn var tekið út. Gott dæmi um Burton öl í dag er Pedigree frá Mars- ton ölgerðinni. í dag er hægt að brugga öl hvar sem er því það er hægt að ráða efnasam- setningu vatnsins. íslendingar fara áfram varhluta af raunverulegri bjórmenningu „Ef á að leyfa aðeins þijár tegundir þá er það fáránlega lítið. Þrjár teg- undir gefa enga hugmynd um fjöl- breytnina. Lágmark tíu tegundir þarf til þess að það sé skikkanlegt úrval. Það yröu að vera fimm lagertegundir sem íslendingar eru vanir að drekka. Ég skil ekki hvernig ÁTVR ætlar að gera upp á milli tegunda. Ef á að miða við söluhæstu tegundir þá er það náttúrulega Budweiser, Heine- ken, og Carlsberg. Hvaða tegund á að taka af Carlsberg? Á það að vera Carlsberg Gull og á það að vera sú tegund sem þeir framleiða fyrir sinn heimamarkað eða eitthvað sem þeir framleiða fyrir aðra? Á þessu'er stór munur. Það er enginn efi á því að ef inn- flutningur verður með þeim hætti sem talað er um þá fara Islendingar eftir sem áður að mestu varhluta af þeirri bjórmenningu sem þekkist er- lendis. Nokkrir góðir sem við missum af Þar fyrir utan segir reglugerðin að hámarksstyrkleiki á innfluttum bjór megi aðeins vera 5,6%. Þetta þýðir að stóran hluta af sérstökum og eftir- sóknarverðum bjórum verður ekki leyft að flytja inn. Stór hluti ale-bjóra til dæmis er á bilinu 6-9%. Við fáum: j ekki Elefant, danskt jólaöl, ensk bar- ley wine, þýskan bock, belgíska munkabjóra svo örfá dæmi séu tekin. En eins og ég sagði áðan þá virðist rekin markviss stefna af yfirvöldum hér sem miðar að því að menn drekki sem sterkast áfengi. Þessu er stýrt með verðlagningu. Þó er von En ef einhver hugsjónamaður vill setja upp bar með mörgum tegund- um þá getur hann flutt inn sjálfur með leyfl ÁTVR. Ég get ekki séð ann- að en að það verði leyfilegt. En það er eina vonin.“ -Pá Til fróðleiks fyrir þá sem éiga leið til Evrópu og langar til að kynnast betur sérstökum bjórteg- undum og bjóráhugamönnum þá heitir Þúsund bjóra barinn svokall- aði Bierland og er viö Korte Niew- straat 28 í Antwerpen. Vandaður sérbar fyrir bjóraðdáendur er rétt hjá Ðam torgi í Amsterdam og heit- ir Het laatste Oordeel og stendur við Raadhuisstraat 17. í Hollandi eru starfandi samtök bjórkráa sem bjóða upp á sérstaka bjóra. Til að vera viöurkenndur í þeim félagsskap þarf kráreigandi að bjóða upp á 60 tegundir hið minnsta. í Glasgow er óhætt að mæla með bar sem heitir Tolbooth við Saltmarket 11. Söluhæsta bjór- tegund í heiminum árið 1987 var Budweiser en af honum seldust 6 milljarðar lítra. í öðru sæti var Kirin bjór frá Japan en af honum seldust 2,5 milljarðar lítra. Þar á eftir koma Miller Lite, Heineken og Arktica bjór frá Brasilíu. 30.000 km af bjórdósum Ársframleiðsla Anheuser-Busch er því um 27 milljarðar af bjórflösk- - Hvert á að fara? um eða 33 cl dósum. Hver dós er 11,5 cm ogværi ársframleiðslunni raðað í eina lengju væri hún rúmir 30.000 km á lengd. Sterkasti bjór i heimi heitir Sami- chloss (þýðir Santa-Claus) og er framleiddur í Sviss. Hann er rauð- leitur, frekar sætur og er um 14% að styrkleika. Hann er látinn lager- ast 1 heilt ár og tappað á flöskur fyrir jólin. Ölguðinn Cambrinus Jóhann fyrsti, hertogi af Brabant (Cambrinus), sem var í tölu kon- unga á miðöldura, er talinn sér- stakur bjórdýrlingur. Þjóðsögur segja hann hafa bjargað bjórnum frá illum örlögum einhvern tíma í fyrndinni og heita margir bjórar eftir honum víða í Evrópu. Þegar verið var að fagna sigri í mikilli drykkjuveislu gekk Jóhann niður til hermanna sinna. Hann settist klofvega á bjórfat og skálaði við fólkið og hélt tölu. Þetta þótti sýna mikinn alþýðleikog lagði grunninn að dýrlingsnafnbót Jóhanns meðal alþýðunnar. Drykkjusiðir fyrri tima í Danmörku á miðöldum var samið um fastan ölskammt á flest- um heimilum og vinnustöðum. Þá tíökaðist að reikna með 5-10 lítrum á mann á dag, konur og börn þar með talin. Frá sama tíma er heim- ild um að við hirðina í Stokkhólmi hafi hver maður drukkið fjóra potta af öli meö morgunmatnum. Dagsneysla þar svarar til um 70 bjóra á mann. Þess ber þó að geta að.þetta öl mun hafa verið um 3% að styrkleika. í dag þekkjast dærai um menn sem hafa í einni lotu frá kl. 18-21.30 drukkið á enskura pöbb 20 pint- krúsir (pint=tæpur ’ i 1) af „mild“. Það eru tæpir 10 lítrar. Kveðiötil heiðurs bjórnum Úr gamalli ölvisu: Til olhus vil jeg ile, drikke af den brune taar og af næsten storskap smile som den Bakkus tempel gaar. Med en olrus er mand sindig, gaar mand rolig uden spring, með en vinrus er mand vinclig og gor mange slemme ting. -Pá 'fövttim'Qiieitvi flðeins um eina helgi BARUMtA ^ ftartland Skuggsjá SKVGGSJÁ - BÓKABVÐ OIIVERS STEINS SE AÐEINS UM EINA HELGI Theresa Charles Morna, eldri systir Margrétar Milford, hafði tekið fyrstu ást Margrétar frá henni og gifst honum. Og síðan hafði Morna sagt við Margréti: ,,Gleymdu eiginmanni mínum — og komdu ekki nálægt okkur!" Þetta hafði sært Margréti mikið. Nú var Morna sjúk af einhverri dularfullri veiruveiki og gat ekki hugsað um börnin sín þrjú — og það var erfitt fyrir Margréti að neita hinni örvæntingarfullu béiðni um hjálp. Það er aðeins yfir helgina fullvissaði Margrét hinn góða vin sinn, Hinrik, | um. Það getur nú ekki margt £ gerst á einni helgi. ÖRLAGAÞRÆÐIR Barbara Cartland Idona Overton hafði orðið furðu lostin, þegar hún komst að því, að faðir hennar hafði, áður en hann var drepinn í einvígi, tekið þátt í veðmáli. Og það sem hann hafði lagt undir var húseign hans, allt sem í húsinu var — og þar með talin dóttir hans. Þetta hafði hann lagt undir í veðmáli við markgreifann af Wroxham. En vegir örlaganna eru órannsakanlegir, og þegar heitar tilfinningar leysast úr læðingi milli tveggja persóna, getur hvað sem er gerst — einnig það, sem síst af öllu var hægt að iáta sér detta í hug. .. Orlagaþræðir < lii.niin Erik Nerlöe ARFURINN ‘ .ULI'HIG ARíURINN Erik Nerlöe Hún er ung og fátæk og ferðast til aldraðrar frænku sinnar til að aðstoða hana í . veikindum hennar. Alveg síðan hún var barn hafði hana dreymt um að fá einhvern tíma tækifæri til þess að búa á óðalssetri. Þessir draumar hennar höfðu fengið hana til að gleyma dapurlegri og erfiðri bernsku sinni. Nú virtust óskir hennar mjög óvænt vera að rætast — en ungi maðurinn í draumum hennar elskar aðra . . . Else-Marie Hohr QYLLTU SKÓRNIR GYLITU SKORNIR Else-Marie Nohr Móðir hennar var kona, sem var erfið í umgengni, og hugsaði aðeins um sjálfa sig. Og bróðir hennar var eiturlyfjasmyglari, sem eftirlýstur var af lögreglunni. Eitt kvöldið fer hún frá heimili sínu og eftir það fréttist ekkert af henni. Þegar hún sást síðast, var hún kiædd hvítum hlíralausum kjól, með gula slá og var í gylltum skóm. Lögregian er á þeirri skoðun, að henni hafi verið rænt af samtökunum, sem bróðir hennar er í. , ‘ liMílL. Sigge Stark ÁST OG ÁTÖK AST OG ATOK Sigge Stark Þær höfðu farið upp í selkofa, sem var úr alfaraleið uppi í skóginum. Þær voru dálítið óttaslegnar, því að þær höfðu frétt af því, að smyglarahópur héldi til í nágrenninu. Þær voru taugaóstyrkar, og enn meir eftir að hundur þeirra hafði fundið bakpoka falinn bak við stóran stein í skóginum. í bakpokanum var samanvafinn frakki, fjórir elgsfætur og bréfmiði, sem á var skrifað ,,Miðvikudag kl. 11". En hvað átti að gerastá miðvikudag klukkan ellefu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.