Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1988.
Spumingin
Hvað verður í jólamatinn á
þínu heimili?
Kristinn Eysteinsson vélstjóri: Það
verður sennilega svínakjöt, viö höf-
um oft haft það á borðum um jólin.
Friðrik Kristjánsson vélstjóri: Það er
oftast hangikjöt á aðfangadag og
hamborgarhryggur á annan dag jóla.
Annars ræður konan þessu alveg.
Ásdís Svava'rsdóttir veitingamaður:
Það verður hamborgarhryggur á að-
fangadag, þaö voru rjúpur í fyrra.
Þetta er breytilegt frá ári til árs.
Aðalheiður Lárusdóttir verkakona
og húsmóðir: Hamborgarhryggur á
aðfangadag og svo hangikjöt á jóla-
dag, það eru fastir liðir eins og venju-
lega.
Jósefína Þorbjörnsdóttir vökukona:
Það veröur hamborgarhryggur í
þetta sinn. Matseðillinn er aldrei
eins.
Jón M. Guðmundsson fuglabóndi:
Kalkún, það kemur ekkert annað til
greina. Það er fastur liður.
Lesendur____________________________dv
Seljahverfi sett til hliðar?
íbúi í Seljahverfi skrifar:
Fyrir stuttu var grein i lesenda-
dálki DV vegna óláta unglinga í
Breiðholtshverfunum og mikið
hefur verið skrifað um ólæti sem
urðu við Ölduselsskóla í síöasta
mánuði. Þessi ólæti eru unglingun-
um til skammar og væri fróðlegt
að frétta hvort eða hvað borgaryfir-
völd hafa hugsað sér að gera fyrir
félagsaðstöðu unglinga í Selja-
hverfí.
í hverfmu er nákvæmlega ekkert
athvarf og það er til lítils að benda
á Fellaskóla, því þar eru unglingar
hreint ekki velkomnir þar sem
unglingar úr Fellahverfi telja sig
hafa þar forgang. Einnig er Fella-
hellir- í öðru hverfí og talsverður
spölur er að ganga þangað og engar
SVR-ferðir eru á milli þessara
hverfa. - Kannski eiga þessir
krakkar bara aö halda sig við
sjoppurnar?
Annars vekur þetta ýmsar spurn-
ingar um aðstöðu (eða aðstöðu-
leysi) í Seljahverfinu. Þar er t.d.
fjölmennasti grunnskóli landsins,
Seljaskóli, með milli 1400 og 1500
nemendur í húsnæði sínu sem ætl-
að er 750 nemendurh. - Skólahúsin
eru ekki enn öll byggð og ekki virð-
ist vera á dagskrá á næstunni að
bæta úr því þó að skólinn sé að
verða 10 ára gamall.
Skóli þessi er mjög fjársveltur en
fjárveitingar til skólanna fara í að
fullgera t.d. Foldaskóla, Granda-
skóla, Vesturbæjarskóla o.fí. og
Seljaskóli er því áfram settur til
hliðar, ár eftir ár. - Einnig má
nefna að í hverfmu búa um 8000
manns. Þar er ekkert pósthús, eng-
inn banki og ekkert apótek. Það eru
hins vegar a.m.k. þrjár blómabúðir
í hverfínu!
Áðurnefnda þjónustu er okkur
ætlað að sækja í Mjóddina en það
er engan veginn fullnægjandi. Elli-
heimili er þó í hverfinu en varla
er hægt að imynda sér að fólkið þar
hafí bíl til umráða til að sækja
þessa þjónustu í allt annað hverfi.
Fróðlegt væri að heyra um hvort
það sé vonlaust að þessi þjónusta
verði í hverfinu i náinni framtíð. -
Vandamálið er kannski það að eng-
inn borgarfulltrúi býr hér í Selja-
hverfi, - eða hvað?
Svo má geta þess að fyrir stuttu
var sagt frá skipulagi í nýju hverfi
í Grafarvogi, hverfi fyrir 3000 til
4000 manns (Seljahverfi hefur um
helmingi fleiri íbúa). Þar er gert ráð
fyrir að verði félagsmiðstöð, apó-
tek, banki og pósthús! Seljahverfið
er því endalaust sett til hliðar
i Seljahverfi er fjölmennasti grunnskóli landsins.
Veisluglaðir þingmenn
Kristinn Einarsson skrifar:
Ég las um það í einu stjórnarmál-
gagnanna, Þjóðviljanum minnir mig,
að þingfundir á Álþingi fimmtudag-
inn 8. þ.m. hafi verið í styttra lagi,
þrátt fyrir miklar annir og kröfur
þingforseta um að þingstörfum verði
lokið fyrir jól. Þingmenn, sagði blað-
iö, kepptust við að tæma (Jagskrá
fundarins á mettíma, og skýringin
var sú, að árlegt boð forseta íslands
fyrir þingmenn og maka þeirra stóð
fyrir dyrum. - Blaðið sagði, að þarna
hefði aö venju verið boðið upp á
glæsilegar veitingar og víst, að þar
hefði ekkert handhafavín verið um
hönd haft.
Eins og fram kemur í frétt Þjóðvilj-
ans er það ekkert nýtt að þingmönn-
um sé boðið árlega til Bessastaða.
Mér finnst nú hins vegar, að alveg
heföi mátt sleppa boðinu að þessu
sinni, bæði með tilliti til hins mikla
álags á Alþingi og kröfur þingforseta
um að ljúka þingstörfum fyrir jól, og
líka vegna hins, að nú árar þannig í
þjóðfélaginu, að það hefði verið tíma-
bært, að Alþingi og þingmenn hefðu
gengið fram fyrir skjöldu og afþakk-
að boö forseta, úr því hann sjálfur
sá ekki ástæðu til þess að aflýsa boð-
inu.
Þetta höfðu menn á ASÍ þingi frum-
kvæði um, er þeir afþökkuðu boð
félagsmálaráðherra um síðdegis-
drykkju í lok síns þings. Reyndar af
öðrum ástæðum, en þeir ASÍ menn
gáfu gott fordæmi.
Það var dæmigert fyrir veislugleði
þingmanna að þeir skyldu hverfa svo
snemma af þingi þann dag sem veisl-
an á Bessastöðum var haldin. Mér
er tjáð, að aðeins einn þingmaður
hafi verið í salnum til aö hlýða á
ræðuflutning í lokin! - Þetta er allt
hið eftirtektarverðasta hjá þing-
mönnum okkar og til eftirbreytni
annars staðar í þjóðfélaginu. Því eftir
höfðinu dansa limirnir. Ekki rétt?
Atvmnuhagfræðingar
Lúðvíg Eggertsson skrifar:
Sigurður B. Stefánsson var gjald-
gengur hagfræðingur í Þjóðhags-
stofnun. Svo gerðist hann fram-
kvæmdastjóri verðbréfamarkaðs. Þá
tekur hann til við að skrifa í blöðin.
Fyrst boðaði hann að laun í landinu
væru of há. Verkamenn og aörir
launþegar ættu, sagði hann, að
kaupa hlutabréf í fyrirtækjunum, í
stað þes að krefjast kjarabóta. - Var
erfitt að koma því heim og saman,
hvernig fyrirtæki. sem getur ekki
borgað mannsæmandi laun hefur
efni á að greiða arð af hlutabréfum!
Nú má ekki lækka vexti að mati
Sigurðar, þó að vaxtabyröin hafi þeg-
ar sligað atvinnureksturinn og heim-
ilin. - Sparnaður mun minnka, segir
hann. Þrátt fyrir háa vexti hafa pen-
ingamir ekki leitað í hirlsur ban-
kanna. Þeir fara á gráa markaðinn,
þar sem bréf gefa allt að 100% í vexti
og afFóll á árinu. Og þennan gróða
má ekki skattleggja, aö mati Sigurð-
ar. - Einnigþað minnkar „sparnað“.
Ekki má heldur hafa mörg skatt-
þrep á almennar tekjur. Sama skatt-
prósenta á að gilda fyrir lágtekjur,
miðlungstekjur og hátekjur. Hvað
um tekjuöflun í þjóðfélaginu? - Hún
á ekki upp á pallborðið hjá frjáls-
hyggjunni.
Lækkun vaxta eykur erlendar lán-
tökur, segir Sigurður. Það voru ein-
mitt okurvextirnir. sem juku eftir-
spurn erlendra lána. Þau hafa aukist
meira en nokkru sinni síöustu ár og
mánuði.
Gjaldþrot og sjálfsmorð eru í hám-
arki, vegna vaxtafársins. - hvaö get-
ur opnað augu manna eins og Sigurð-
ar B. Stefánssonar?
Rugluð og rofin dagskrá
Halldór Christiensen skrifar:
Ég er einn þeirra sem get ekki sætt
mig við að Stöð 2 rjúfi dagskrá sína
til að sjónvarpa auglýsingum í allt
að 15 mínútur - og það í ruglaðri
dagskrá. Ég tel að þetta séu ekki góð-
ar og gildar viðskiptavenjur hér á
landi og held meira að segja að þessi
háttur bijóti í bága við útvarpsrétt-
arlög þau sem í gildi eru.
Þetta er hrein móðgun viö áskrif-
endur og ég legg til, að Stöð 2 sjái að
sér í þessu efni og hætti að ijúfa
kynnt dagskrárefni með innskoti
auglýsinga.
Sjávarútvegurinn:
Aðförin að
frystihúsunum
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Sjávarútvegurinn er miðdepfil-
inn í umræöunni manna í millum
í dag. Þar á bæ er ástandið talið
vera afar ískyggilegi í firumvarpi
sem hæstvirtur sjávarútvegsráð-
herra lagði fram nýlega er gert ráð
fyrir aö laun starfsmanna tengdum
fiskvinnslu lækki talsvert. - Ráð-
herrann telur þessa iyfjagjöf væn-
lega til árangurs í helstríði útvegs-
ins.
Og nú skal frumvarpið gegnum
deildir þingsins meö góðu eða illu.
- Að bera slíkar tillögur fram æ
ofan í æ þýðir aðeins það aö æðsti
yfirmaður sjóvinnslunnar í
landinu hefur engin önnur úrræði
en aö ráðast á garðinn þar sem
hann er lægstur. - Þetta segir mér
aftur á móti þaö að ráðherra veldur
ekki starfi sínu lengur.
Almenningur hlýtur aö geta gert
þá kröfu að nefndur valdamaöur
víki tafarlaust fyrir hæfari manni.
Ein af höfuðástæðum þess að fólk
hefur ekki fengist til aö starfa við
undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinn-
ar er einmitt launin. - Þetta er stað-
reynd. Áðurgreind kauplækkun-
ar-uppástunga sjávarútvegsráö-
herra þýðir aðeins eitt í raun;
verkafólk mun í framtiöinni forð-
ast fiskvinnsluna eins og heitan
eldinn.
Eða er hér kannski um leikfléttu
leikstjóra að ræða? Eru menn
máske aö tala um þaö að lokaaö-
forin að frystiiðnaðinum sé loks
hafin? - Margur á sér nefnilega
þann draum í hjarta sínu að sjá öll
íslensk fiskföng flutt burt með haus
og sporði á erlenda grundu til
vinnslu. Ég blæs á slíkar vanga-
veltur enda ekki til annarra hluta
brúklegar. Ég blæs einnig á allt
skraf er lýtur að gjaldþroti íslands
á meðan íslensk náttúra er jafn rík
af auðlindum sem raun ber vitni í
dag. - Látum ekki nokkurn mann
heyra slíka vitleysu.
Einni spurningu vildi ég svo
varpa fram í lokin; Hve þungt veg-
ur hvalamálið í hinni heiraatilbúnu
kreppu sem okkur er sagt að þjóðin
sé að ganga inn í?
Munu launin fæla verkafólk frá fiskvinnslu í framtiðinni?