Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 26
M&N'EFMGUR3(E DESEMBER’iæ&' ______ Merming Mannvonska og martröð í kringum áriö 1930 sat Leifur Muller heima á Stýrimannastíg 15 í Reykjavík og las bókina Á Skipalóni eftir Nonna (Jón Sveinsson). Nonnabækurnar þótti Leifi besta lesning vegna þess aö „í þeim var sanngirnin og réttlætiö í fyrirrúmi". Þaö er kaldhæöni aö Nonni frum- samdi flestar sögurnar sínar á þýsku og bókin sem Leifi var kærust kom fyrst út áriö 1928 undir heitinu Auf Skipalón. Kaldhæöni, vegna þess aö eftir kynni Leifs af Þjóöverjum uröu fógur bókmenntaverk „að hreinum óskapnaöi" þegar hann heyröi þau á þýsku. Þýska var tungumál kvalara Leifs. Bókin Býr íslendingur hér? er makalaus saga um saklausan útlend- ing sem er hrundið í heim skefja- lausrar grimmdar og móöursýki. Leifur Muller var tvítugur ungling- ur í verslunarnámi i Osló í Noregi þegar Þjóðverjar geröu innrás í landið. Leif langaöi heim til íslands og sótti um skólavist í Svíþjóö, sem var hlutlaust land, meö þaö að mark- miði að komast þaöan til íslands. Þetta var afbrot Leifs, hvorki meira né minna. Hann trúði fáeinum vin- um og íslendingum fyrir ætlun sinni. Þaö kom á daginn að einhver þeirra haföi geö í sér aö segja lögreglu hernámshösins frá unglingnum sem ætlaði heim. Það ömurlega er aö sennilega var þaö íslenskur maöur sem bar áform Leifs í Þjóöveija. Að missa trúna Sama dag og Leifur fékk vegabréf og aðra pappíra tóku hann höndum tveir þýskir lögreglumenn. Við yfir- heyrslu rann upp fyrir Leifi aö ekki þýddi að þræta viö lögregluna og hann viðurkenndi hvert ferðinni var heitiö. Eftir stuttan stans í norsku fangelsi og fangabúðum var Leifur fluttur á staö þar sem mannillskan Bókmenntir Páll Vilhjálmsson var svo hversdagsleg aö til þess var tekið þá örsjaldan aö sást til mis- kunnsemi og hlýju. Sachsenhausen voru fangabúðir skammt noröur af Berlín, byggöar sumariö sem íslendingar heilsuðu Hitler meö nasistakveðju á ólympíu- leikunum. Leifur kom í búöirnar um mitt ár 1943 og komst þaðan ekki fyrr en síðla vetrar 1945. Á þessum tíma missti Leifur trúna á Guö og góöa menn. Fyrir honum var heimurinn of vondur til að Guö gaeti verið til. í bókinni segir Leifur sína sögu á látlausan hátt sem kemur ömurleik- anum og grimmdinni vel til skila. Starfsemin í Sachsenhausen er dæmi um hvernig nasisminn og mannfyr- irlitningin gegnsýrði þýskt samfélag á þessum árum. í fangabúöunum hafði skóverksmiðja í Berlín aðstööu til aö prófa nýjungar sínar. Göngu- braut með margs konar undirlagi, svo sem steypu, möl og stórgrýti, var sett upp og fangar látnir ganga lið- langan daginn til aö skóverksmiöjan gæti komist aö raun um gæði fram- leiðslunnar. Á sama stað gerðu menntaðir læknar kvalafullar til- raunir á lifandi fólki, oft í samstarfi viö þýska háskóla. Fangar, sem brutu oft ekki annað af sér en aö hafa aðrar stjórnmáiaskoðanir en valdhafar, voru álíka réttlausir og dýr. Sektarkennd fangans Það ber að athuga að í Sachsen- hausen var þaö fólk ekki sent sem Þjóðverjar höföu mestu fyrirlitning- una á, gyðingar og sígaunar. Þaö fólk fór í gereyðingarbúöir í Póllandi, eins og Auschwitz og Treblinka. Sjálfur segir Leifur aö fiestar fanga- búöir Þjóðverja hafi verið verri en Sachsenhausen. Leifur hélt lífi vegna þess aö hann beygði sig undir vilja nasistanna. Hann stóö og sat eins og böðlarnir buðu. Undirgefnin leiddi til sljóleika og tilfinningadeyfðar fyrir ógeöslegu umhverfi. Maöurinn stækkar ekki meö slíkum viöbrögöum en hann heldur lífi. Leifur framdi ekkert afbrot, hann var saklaus unglingur. Samt sem áður þyrmir yfir hann sektartilfinn- ing í fangabúðunum: Hlaut hann ekki að hafa brotið af sér úr því hann var fangi? Fangabúðavistin elur á kafkískri brjálsemi þar sem munur- inn á sekt og sakleysi þurrkast út. Þaö eru aöstæðurnar sem skera úr um sekt og sakleysi; sá er sekur sem inni situr. Góðir drengir og vondir menn Margir þýskir jafnaldrar Leifs Muller ánetjuöust hugmyndafræði nasista sem var jafnfull af ofbeldi og hún var vitlaus. Einhverjir þeirra hafa ábyggilega lesiö Auf Skipalón eftir Nonna þegar þeir voru ungir og hrifist af manngæsku höfundar. Þeg- ar góöir drengir verða að vondum „Bændur og ýmis dýr safna forðanæringu fyrir veturinn“ Fyrir fimmtán árum var meöal barnaefnis í sjónvarpinu þáttaröö er nefndist Gluggar. Þetta voru fræðsluþættir fyrir börn og unglinga þar sem fróðleikur um allt milli him- ins og jarðar var settur fram á auö- skilinn og skemmtilegan máta. Bókin Heimur í hnotskurn, fjöl- fræði fyrir börn og unglinga, minnir á þessa þætti. í henni eru undur lífs- ins og alheimsins skýrð á léttan og skemmtilegan hátt. Bókin skiptist í sex hluta. Sá fyrsti fjallar um jöröina og himingeiminn og þar er fjallaö um sól, tungl, stjörn- ur og jaröskorpuhreyfingar, svo eitt- hvað sé nefnt. Höfðað er til þess sem börn geta skynjað og skilið og töl- fræðilegar upplýsingar túlkaðar. Þar segir til dæmis um æöar mannslík- amans aö samanlögö lengd þeirra sé hálf vegalengdin til tunglsins. Jarö- sagan, blóm, dýr, sjávarlíf og nátt- úruvernd er meöal efnis í þessum hluta, svo að kaflinn er yfirgripsmik- ill. Þriðji kaflinn, saga mannkyns, ber þess glögg merki að vera ritaður af Evrópubúum og þó ekki íslending- um. Forn-Egyptar, Rómverjar, iðn- byltingin og félagslegar afleiöingar hennar skipa þar höfuðsess, en hér á landi varö þróunin auövitaö ekki sú sama. Þó er þarna tæpt á helstu þáttum sem kenndir eru í frámhalds- skólum hér. Fjórði kafli fjallar um ýmsar hliðar mannlífsins, fólk, hí- býli, mat o.s.frv. og sá fimmti um vísindin. í bókarauka er fjallað sér- staklega um vélar og tækninýjungar og er þar marga skemmtilega fróð- leiksmola að finna. Gáski og fróðleikur Breski myndlistarmaðurinn Colin King myndskreytir bókina af stakri kímni og gáska. Myndirnar eru fullar af spaugilegum smáatriðum, sem Bókmenntir Adda Steina Björnsdóttir auka við textann og gefa honum stundum dýpt alþýðuskýringa. Þannig fylgir tölfræðilegum upplýs- ingum um tunglið mynd af norn sem flýgur á fullu tungli og umfjöllun um regnbogann er myndskreytt með gullkistu við enda hans. Að ná til lesenda Bókin Meiriháttar stefnumót eftir Eðvarð Ingólfsson fjallar um sextán ára strák á Akranesi sem léndir í því að þurfa að gera upp hug sinn og velja á milli tveggja stelpna. Önnur er ósköp lagleg og undurblíð og góð en hin er fegurðardís og íþróttahetja og eru hennar dyggðir þar með upp- taldar. Aðalpersónan, Svenni, á að vonum í dáhtlu sálarstríði vegna þessarar aðstöðu sinnar en sökum þess að hann er ofurheilbrigt ung- menni efast enginn um niðurstöð- una. Söguþráðurinn er ósköp formúlu- kenndur og í sjálfu sér ekkert við það að athuga. Hitt er svo annað að frá- sögnin er líflaus og stirð og persónur einlitar og óspennandi. Það er varla hægt aö tala um þær sem manneskj- ur heldur eru þær fulltrúar ákveð- inna eiginleika. Höfundurinn gefur lesandanum litla möguleika á að beita eigin dómgreind og komast að niðurstöðu um hvemig persónurnar eru, góðar eða slæmar eða hugsan- lega sitt lítiö af hvoru, heldur skiptir hann þeim sjálfur skilmerkilega í svart og hvítt. Vegna þessa nær sag- an aldrei flugi heldur breytist í préd- ikun um hvernig eigi að hugsa og haga sér. Fyrir hvern er bókin? Maöur spyr sig óneitanlega fyrir hvem þessi bók er skrifuð og hvar hún mætti koma að gagni. Ég er hrædd um að hún nái ekki til ungl- inga sem eru í svokölluðum áhættu- hópi með að lenda á glapstigum. Þeir fá sjálfsagt nóg af slíkum prédikun- um í sínu daglega lífi. Það sem skipt- ir máh er að ungt fólk þroski dóm- greind sína og læri að taka sjálfstæð- ar ákvarðanir og þó að Svenni þurfi aö beita dómgreind sinni í sögunni er hann svo fjarskyldur þessum Leifur Muller mönnum er það huggun að sumir halda áfram að vera góðir þótt fyllsta ástæða sé til að hugur þeirra eitrist af hatri og illsku. Leifur hélt eðlis- lægri góðmennsku sinni þrátt fyrir óbætanlegt tjón á sál og líkama. Leifur lést í ágúst sl. í Reykjavík, 67 ára að aldri. Garðar Sverrisson skráði sögu Leifs. Garöar tekur þann kostinn að láta sig hverfa á bakvið sögumann og öll bókin er í fyrstu persónu. Trú- lega er það skynsamleg ákvörðun skrásetjara að láta ekkert á sér bera. Hitt er verra að engin greinargerð fylgir bókinni frá hendi Garðars. Lesandinn á sjálfsagða kröfu á að vita um tilurð bókarinnar og hvernig hún er unnin, hver þáttur Garðars er og hver Leifs. Leifur skrifaði sfna fyrstu bók svo að segja um leið og hann kom heim frá Þýskalandi, í fangabúðum naz- ista. í formála hennar segist hann hafa haldið „htla dagbók" allt frá því að hann var handtekinn í Noregi og þangað til hann slapp úr fangabúða- vistinni. Hver er hlutur dagbókar- innar í bók Garðars og Leifs? Það kemur ekki fram hvort eða hve mik- ið dagbókin er notuð í frásögn Garð- ars og Leifs. Ef undirrituðum hefur ekki sést því meira yfir er dagbókin ekki nefnd á nafn í bókinni sem er hér til umfjöllunar. Hrá bók Það kemur fyrir að Leifur segir frá atvikum í Þýskalandi og annars stað- ar þar sem hann var sjálfur ekki við- staddur. Til dæmis frásögnin á blað- síðu 140 þar sem segir frá því þegar fyrrverandi fangi hittir kvalara sinn á læknisstofu í Vestur-Þýskalandi. Forvitnum lesanda leikur hugur á að vita hvaðan Leifur fær söguna. Þeirri forvitni er ekki svalaö. Lauslegur samanburður á bókinni í fangabúðum nazista (Rvík 1945) og Býr íslendingur hér? sýnir meðal annars að Leifur dregur úr dóm- hörku sinni í seinni bókinni. Hann segir frá eigingimi Dana og sviksemi og hrottaskap Pólverja á síðum 167-168 í fyrri bókinni en áþekkar lýsingar er tæpast að finna í seinni bókinni. Bókin Býr íslendingur hér? er hrá bók um hráan veruleika. Fyrir þá V*r*ío óVnmo ó tnomhnHii o/Sli Páll Vilhjálmsson. Garðar Sverrisson: Býr islendingur hér? Minningar Leifs Muller Iðunn, Rvík 1988. Styrkur bókarinnar hggur í skemmtilegum teikningum og því hve kaflar eru stuttir og afmarkaðir. Hver ný opna fjallar um nýtt efni, þannig aö hægt er að bera niður hvar sem er í bókinni. Texti bókarinnar er talsvert sam- anþjappaður í stuttum köfium, en málfarið er yfirleitt lipurt. Þó getur stíllinn orðio svo knappur á köflum að það verður broslegt, samanber árstíðalýsingu á hausti bls. 15. „Bændur og ýmis dýr safna forða- næringu fyrir veturinn.“ Óðinn kýklópi En engin bók er fullkomin og tvö smáatriði hljóta að vekja undrun ís- lendingsins. í fyrsta lagi er Óðinn, æöstur Ása, teiknaður með eitt auga fyrir miðju enni, líkt og kýklópi og í ööru lagi er þess getið að norrænir víkingar hafi orðið fyrstir til að sigla yfir Atlantshafið til Norður Ameríku um 900 e.Kr. Vafasamar fullyrðingar eru þó væntanlega fáar, því að mikið virðist í bókina lagt. Skemmtilega framsett fræðsluefni á borð við þetta fjölfræði- Fornkappar i bardagastuði rit er fengur hverju heimili þar sem fróðleiksþyrst börn á öllum aldri búa. Heimur i hnofskurn. Fjölfræði fyrir börn og unglinga. Höf.: Jane Elliott og Colin King. Þýð.: Bjarni Fr. Karlsson. Útg.: Forlagið. unglingum að lítil von er til þess að þeir finni samsvörun í honum. Hvað þá um venjulegan unghng sem geng- ur vel í skóla og er ekki til neinna teljandi vandræða? Fjórtán ára stelpu, sem tilheyrir þessum hópi, fannst bókin eiga lítið erindi við sig, þótti hún „soldið asnaleg og allt svo einfalt“ eins og hún orðaöi þaö. Er þá hugmyndin sem slík svona óspennandi? Ég held ekki, hins vegar er úrvinnslan ekki góð. Málfarið er Unglingabækur Margrét Erlendsdóttir vandaö en stíllinn stirður. Höfundur lætur allar persónur tala ritmál í stað talmáls þannig að frásögn og samtöl minna stundum á stafsetningaræf- ingar. Þaö er vissulega góðra gjalda vert að vanda málfar sitt enda er það vel hægt þannig að úr verði lipur og skemmtilegur texti. Eðvarð fellur líka í þá gryfju að tala í gegnum per- sónumar í stað þess aö leyfa þeim sjálfum að tala. Rithöfundur, sem skrifar fyrir unghnga, þarf að gera sömu kröfur til sín og sá sem skrifar fyrir fullorðna. Hann verður að leyfa sögupersónunum að vera manneskj- ur með kostum þeirra og göllum og ef ætlunin er að koma einhverjum boðskap th skila verður þaö að ger- ast á þann hátt að lesandinn geti sett sig í spor persónanna og skynjað blæbrigði tilfinninga þeirra. Það er ekki sjálfgefið að bók sé góð þó að boðskapur hennar sé ágætur. Margrét Erlendsdóttir Eðvarð Ingólfsson: Meiriháttar stefnumót Kápa: Almenna auglýsingastofan hf. Útg. Æskan Reykjavik 1988. 154 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.