Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 Erlendbóksjá Metsölukiljur Bretland: Kiljur ársins Bretland Skáldsögur: 1. Dick Francís; Decider. 2. Terry Pratchett; Meo at Arntts. 3. Peter Heeg: Miss Smilla's Feeling for Snow. 4. Catherine Cookson: The Qolden Straw. 5. Stephen King: Nightmares and Dream- scapes. 6. Gerald Seymour: The Fighting Man. 7. Charles Dickens: Mártin Chuzzlewit. 8. lain Banks: Complicity. 9. Roddy Doyle: Paddy Clarke Ha Ha Ha. 10. Margaret Atwood: The Robber Bride. Rit almenns eðlis: 1. Angus Deayton: Have I Got News for You. 2. Andy McNab: BravoTwo Zero. 3. Jung Chang: Wild Swans. 4. Gary Larson: The Curse of Madam. 5. W.H. Auden: Tell Me the Truth about Love. 6. J. Cleese & R. Skynner: Life and how to Survive It. 7. Bill Watterson: Homicidal Psycho-Jungle Cat. 8. Vlz Top Tlps. 9. Carl Giles: Giles Cartoons 1995. 10. Barry Fantoni: Colemanballs 7. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Jorn Riel: Haldurs ballader-og andre skroner. 2. Margaret Atwood; Katteoje. 3. Jung Chang: Vitde svaner. 4. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 5. Arturo Perez-Reverte; Det flamske maleri. 6. Flemming Jarlskov: Skjult kamera. 7. Herbjorg Wassmo: Lykkens son. (Byggt á Politiken Sondag) Þaö er við hæíl nú um áramótin að líta til baka á útgáfu ársins sem er að líða. Ensk blöð hafa til siðs um þetta leyti að velja úr öllum þeim gífurlega fjölda pappírskilja, sem út koma á hverju ári, nokkrar sem þykja standa upp úr. Að mati bóka- blaðs The Sunday Times í Bretlandi eru eftirfarandi pappírskiljur í hópi þeirra bestu: The Robber Bride eftir Margaret Atwood um þrjár vinkonur og þá flóröu sem hefur ógnvekjandi áhrif á líf þeirra. Fire With Fire eftir Naomi Wolf: hressilegt og skynsamlegt innlegg í kynjabaráttuna. The Blue Afternoon eftir Wilham Boyd: skáldsaga sem gerist í Manila og fjallar m.a. um rannsókn á dauða tveggja bandarískra hermanna. The Kenneth Williams Diaries - dagbækur hins þekkta leikara; ein- kennast af sjálfsdýrkun og beittum skeytum að samferðamönnum. City of Djinns: A Year in Delhi eftir William Dalrymple. Lýsir eins og nafniö gefur til kynna ársdvöl í hinni einu sönnu Delhi. The Laurel and the Ivy eftir Robert Kee. Kunnur sagnfræðingur lýsir lífi írska þjóðemissinnans Charles Stewart Parnell sem varö fórnar- lamb ástarinnar á örlagastundu. Landing on Clouds eftir Oliviu Fane: ástarsaga sem hlaut svonefnd Betty Trask-verölaun. A Short Walk From Harrods - framhald frábærrar sjálfsævisögu leikarans Dirk Bogarde. Hér segir frá sjúkdómi og dauða sambýlismanns hans til fjörutíu ára. Harry Houdini - ný ævisaga hans er meðal bestu pappírskilja ársins í Bretlandi. Umsjón Elías Snæland Jónsson Leonardo - ævisaga snillingsins mikla eftir Serge Bramly. Birdsong eftir Sebastian Faulks: metsölusaga um ungan Englending sem kynnist vonlausri ást og hryll- ingi fyrri heimsstyrjaldarinnar. The Life and Many Deaths of Harry Houdini eftir Ruth Brandon. Ævi- saga mesta sjónhverfingamanns allra tíma. Samarkand - þessi frábæra skáld- saga Amin Maalouf hefur sem mönd- ul handrit hins stórmerka Rubaiyat aHt frá miööldum til siglingar Tit- anic. Miss Smilla’s FeeHng for Snow eftir Danann Peter Hoeg. Snjöll spennu- saga um leyndarmál í grænlenska snjónum. The Road to San Giovanni hefur að geyma sjálfsævisögulega þætti eft- ir einn kunnasta rithöfund ítala, It- alo Calvino. Foxfire eftir Joyce Carol Oates seg- ir frá hópi táningastúlkna í New York á sjötta áratugnum. Disclosure - hin umdeilda spennu- saga Michael Crichtons um kynferð- islega áreitni á vinnustaö. The Ern Malley Affair eftir Michael Howard fjaUar um frægt bókmennta- plat í Ástralíu. Masai Dreaming eftir Justin Cartwright: saga um árekstur milli tveggja ólíkra heima á tímum nas- ista. The Book of Guys eftir Garrison KeiUor: sögur af strákum á miöjum aldri. Adrian Mole: The Wilderness Years - framhald dagbóka hins unga og ruglaða meðalmanns eftir einn fyndnasta rithöfund Englendinga um þessar mundir, Sue Townsend. Life and How to Survive It er fynd- in úttekt á vandamálum lífsins eftir Robin Skynner og Monty Python- snillinginn John Cleese. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Ken Follett: A Dangerous Fortune. 2. Michael Crichton: Disclosure. 3. Anne Rice: Interview with the Vampire. 4. Anne Rice: The Vampire Lestat. 5. Dean Koontz: Mr. Murder. 6. E. Annie Proulx: The Shipping News. 7. Robert James Walker: Slow Waltz in Cedar Bend. 8. Jonathan Kellerman: Bad Love. 9. Lawrence Sanders: McNally's Caper. 10. Johanna Lindsey: You Belong to Me. 11. Peter Hoeg: Smílla's Sense of Snow. 12. Anne Rice: The Queen of the Damned. 13. Elizabeth Lowell: Forget Me Not. 14. Danielle Steel: Vanished. 15. R. Marcinko 8i J. Weisman: Rogue Warrior II: Red Cell. Rit almenns eðlis: 1. B.J. Eadie 8. C. Taylor: Embraced by the Light. 2. Delany, Delany 8c Hearth: Having Qur Say. 3. Thomas Moore: Care of the Soui. 4. Maya Angelou: Wouldn't Take Nothing for My Journey now. 5. Rush Limbaugh: See, I Told You so. 6. Thomas Moore: Soul Mates. 7. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 8. Joan Wester Anderson: Where Angel's Walk. 9. Karen Armstroncj A Hístory of God, 10. Tom Clancy: Armored CAV. 11. M. Scott Peck: Further along the Road Less Traveled. 12. Erma Bombeck: A Marriage Made in Heaven... 13. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 14. Kathleen Norris: Dakota. 15. BaileyWhite: Mama Makes up Her Mind. (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Góöar fréttir fýrir eldri konur: Berjist við beinþynn- inguna með sprikli Hressileg líkamsrækt getur komið í veg fyrir að konur beinbrotni vegna beinþynningar þegar þær verða eldri. Blóðsugur hata bjór Blóösugur geta veriö hin mesta plága, eins og þeir ferðalángar sem i þeim liafa ient vita manna best, þegar þær leggjast á líkama manns og taka til við iöju sína. En bjálpin er kannski ekki langt undan. Norskir visindamenn skýrðu frá því fyrir skömmu að blóðsug- urnar þyldu ekki hvítlauk og bjór. Hvitlaukurinn hreinlega drepur þær en þær verða bara fullar af bjórnum. Blóðsugur eru aftur á móti yfir sig hrifnar af sýrðum rjóma og því ættu feröamenn að varast að bera svoleiðis á húðina. Ekkert að tómu hreiðri Ekkert er hæft í því að miðaldra konur verði daprar og eínmana þegar tórnin fijúga úr hreiðrinu og skilja þær eftír einar heima. Breski sálfræðingurinn Bernice Andrews segír að flestar konur á fimmtugsaldri noti nýíengið frelsi til aö breyta lífi sínu til hins betra. Andrews fylgdi 102 konum, flestum úr vorkamannastétt. eftir í sjö ár og komst að því að flestar urðu hamingjusamari þegar Mrnin voru farin að heiman. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson FuUorðnar konur geta barist gegn áhrifum beinþynningar með hressi- legri líkamsrækt í 45 mínútur tvisvar í viku og þar með dregið verulega úr líkunum á því að brotna á mjöðm eða annars staðar við fall, segir í nið- urstöðum rannsóknar bandarískra vísindamanna. „Rannsóknin sýnir í fyrsta skipti að ein tegund meðferðar geti orðið til mikilla bóta í sambandi við hrygg- brot og mjaðmabrot í eldri konum,“ segir Miriam Nelson, sem starfar við Tufts háskólann í Bandaríkjunum. „Þéttleiki beina er aðeins einn þátt- urinn í þessum beinbrotum. Það kann jafnvel að vera enn mikilvæg- ara að auka vöðvastyrk kvennanna og jafnvægi til þess að koma í veg fyrir að þær detti. Mesta hættan á beinbrotum í fullorðnu fólki er jú vegna þess aö það dettur.“ Miriam Nelson og félagar hennar greina frá rannsókn sinni, sem stóð í heilt ár, í tímariti bandarísku læknasamtakanna. Þrjátíu og níu konur á aldrinum 50 til 70 ára tóku þátt í rannsókninni. Sumar kvennanna voru látnar stunda líkamsrækt sem byggði með- al annars á alls kyns teygjuæfingum. Hinn hluti hópsins var beðinn um að halda uppteknum hætti við líkam- legt álag á meðan á tilrauninni stæði. Vísindamennimir segja að kon- umar sem tóku þátt í styrkingaræf- ingunum hafi fengið aukinn vöðva- og beinmassa, styrkur þeirra og jafn- vægi hafi aukist og þær hafi verið miklu áhugasamari um að reyna á sig. Konurnar sem juku ekki líkams- rækt sína töpuðu bæði vöðva- og beinmassa, máttur þeirra og jafn- vægi minnkuðu og þær voru ekki jafn viljugar og hinar að leggja á sig líkamlegt erfiði. Beinþynning hrjáir helming allra kvenna yfir fimmtugt og þegar konur eru orðnar 65 ára era tvær af hverj- um þremur með beinþynningu. Við beinþynningu hverfur prótín úr beinunum og veldur því að þau verða stökk. Beinþynningin er mun al- gengari meðal kvenna en karla og herjar fremur á hvíta en svarta. Samstarfshópur nokkurra hol- lenskra fyrirtækja hefur kynnt nýja aöferð til að auðkenna fólk, eins konar rafræn fingrafór sem gerð eru með aðstoð þrívíddar- tækninnar. Vonast er til að þetta nýja kerfi muni koma í veg fyrir svindl af ýmsu tagi, Þessi nýju rafrænu fingraför verða fyrst í stað notuð á hol- lenskum sjúkrahúsum til að auö- kenna og skrá sjúklinga en notk- unarmöguleikar þeirra eru fleiri. Að sögn er útilokaö að beita föls- unum með þessu kerfi og sérstök tæki þarf til að lesa úr upplýsing- unum. lll.frum- efnið er fundið Hópur þýskra vísindamanna hefur verið iöinn við að finna ný frumefm upp á síðkastið. Vís- indamennirnir, sem starfa í Ðarmstadt, fundu nýlega ,111. framefnið, aðeins mánuði eftir að þeir uppgötvuðu 110. frumefnið. Nýjasta frumefnið er þyngra en öll önnur frumefni og efnafræði- lega er það skylt kopar, silfri og guili. „Viö höfum ekki enn gefið því nafn,“ sagði talsmaður hópsins. Hið sama gildir um 110. frumefn- iö. Nýja efnið hefur atómþyngd- ina 272 sem þýðir að það er 272 sinnum þyngra en vetni. Það eyð- ist eftir fióra þúsundustu úr sek- úndu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.