Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 Hvemigverðurárið 1995 áíslandi? Þjóðin stendur á tímamótum - segir Guðrún Hjörleifsdóttir sem hér spáir fyrir um nýtt ár Guðrún Hjörleifsdóttir hefur getið sér gott orð sem spákona og miðill og hér reynir hún að spá í þjóðfélagið árið 1995. DV-mynd GVA „Áriö 1995 veröur gott ár í héildina séð. Þó verða talsverð læti í febrúar út af kjaramálum og kosningabarátt- an mun snúast um kjaramál, fjöl- skylduna og manngildið. Á þessu ári stendur þjóðin á nokkurs konar tímamótum því margt á eftir að breytast í þjóðfélaginu og munum við sérstaklega finna fyrir því árið 1996 en á því ári mun uppgangur verða á ný hér á landi,“ segir Guðrún Hjör- leifsdóttir, spákona og miðill í Hafn- arfirði sem DV fékk til aö spá fyrir •árinu 1995, lesendum til skemmtun- ár. „Mér finnst eins og komi upp þrjú tímabil á árinu þar sem mjög mikið verður að gerast; í febrúarlok, júlí og september. Upp úr miðjum febrú- ar verður mikil harka á vinnumark- aðnum og mér sýnist að kjaramál verði mjög í umræðunni fram yflr kosningar í vor. Þetta verður gríðar- lega erílð kjarabarátta og mikið um verkfóll. í kosningunum sýnist mér enginn stjórnmálaflokkur standa upp úr og stjórnarmyndun mun ganga illa. Kosningaúrslitin eiga eftir að koma á óvart. Þrír flokkar munu væntanlega skipa næstu stjórn og það verða miklar breytingar á ráð- herraliði, ein kona veröur þar. Nýr utanríkisráðherra á eftir að koma mjög á óvart. Mér sýnist að fólkið i landinu muni kjósa um traust, ör- yggi og siðferði. Sjálfstæðiflokkur- inn, Framsókn og Kvennalistinn koma sterkt upp. Tvö leiðinleg mál munu koma upp áður en kosningar hefjast í vor innan tveggja stjórnmálaflokka, Sjálfstæð- isflokksins og Framþknarflokksins. Breytingar í sjávarútvegi í september sé ég miklar breyting- ar á sjávarútvegsmálum þjóöarinn- ar. Áherslumar verða settar á miklu víöara svið og samskipti við Rúss- land og Noreg verða mun meiri. Dan- ir eiga eftir að koma inn í deilu ís- lendinga og Norðmanna sem sátta- semjarar. I september verða einnig gerðir stórir samningar varöandi orku eða orkuver. Á Norðurlandi verður hafist handa við einhvers konar stóriðju og á Suðurlandi sé ég orkuver þar sem erlendir aðilar koma að. Landsbyggðin mun breytast á næstu árum, fólk mun leita í auknum mæh út á land. Hvert kjördæmi verð- ur sérhæfðara en áður, landbúnaður mun verða mestur í einu kjördæm- inu meðan iðnaður verður allsráð- andi í því næsta og sjávarútvegur i því þriðja. Kjördæmin munu fá meira vald og sveitarstjórnir þurfa að taka meiri ábyrgö. Það veröur mikil umræða í sambandi við þessi mál á árinu. Erlentfjármagn Það verður stefnubreyting í vaxta- málum í haust. Mér sýnist erlendur banki koma hingað til lands og fjár- magnskerfið opnast við útlönd. Þessi erlendi banki er í miklum tengslum viö Sviss og England og hann mun hafa töluverð áhrif á íslenska banka- kerfið. Það kemur upp sprengja varðandi skólamál. Mikil umræöa verður í þjóðfélaginu fljótlega á árinu 1995 um skólamál og þegar frá líöur verður stokkað mjög mikið upp, sérstaklega í framhaldsskólum. Það verður já- kvætt. Stjórnmálaflokkar geta ekki vænst þess að eiga fast fylgi í framtíðinni; unga fólkið, sem er að taka viö, fylg- ir frekar stefnum og ábyrgð flokk- anna og þaö þykir ekkert tiltökumál aö skipta um flokka. Það sem mér finnst líka merkilegt er hversu mikil aukning verður í smáiönaði hér á næstu árum. Lítil fjölskyldufyrirtæki munu rísa upp en minna verður um stórfyrirtæki. Þó verður mikið rætt um nýtt olíu- fyrirtæki og samkeppni þar verður hörð. Aukning ferðamanna ísland mun eflast mjög sem ferða- mannaland og við munum finna fyr- ir verulegri aukningu ferðamanna á þessu ári. Við þurfum aö byggja upp ferðamannaþjónustuna til framtíðar og gæta þess að gæðin verði ávallt höfð að leiöarljósi. Umhverfismál verða mjög í deigl- unni árið 1995 og koma inn í kosn- ingabaráttuna. Fólk mun fara að huga meira að umhverfinu, meng- un og þess háttar. Það verður leitað til íslendinga er- lendis frá og við munum flytja hug- vitið út í ríkari mæli en áður og sér- staklega til Afríku. Þaö verður ýmislegt að gerast í samgöngumálum þjóöarinnar. Flug- félagiö Atlanta mun fá mjög stór tækifæri og þá sérstaklega í Banda- ríkjunum. Það verða hins vegar miklar breytingar hjá Flugleiðum í byrjun október. Mér sýnist að meiri Díana prinsessa mun koma til íslands á árinu. Vigdís Finnbogadóttir mun þurfa að koma inn í stjórnar- myndun sem sáttasemjari. samkeppni verði á þessum markaöi. Kanada verður í umræðunni og þangað eiga margir íslendingar eftir að flytja á næstu árum. Tekið verður upp öflugt samstarf íslendinga og Kanadamanna á nokkrum sviðum, t.d. varðandi menntun. Breytingar á fjölmiðlum Samskipti íslenskra fjölmiðla við erlenda verða meiri en áður hafa þekkst. Ríkissjónvarpið mun taka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.