Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Qupperneq 50
62
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994
Afmæli
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri, Hagamel 27, Reykjavík, verð-
ur fertug á morgun, gamlársdag.
Starfsferill
Ingibjörg Sólrún fæddist í Reykja-
vík og ólst þar upp. Hún lauk stúd-
entsprófi frá MT1974, BA-prófi í
sagnfræði og bókmenntum frá HÍ
1979, var gestanemi í sagnfræði við
Kaupmannahafnarháskóla 1979-81
og stundaði cand. mag. nám í sagn-
fræði við HÍ1981-83.
Ingibjörg Sólrún var borgarfull-
trúi og húsmóðir 1982-88, ritstjóri
timaritsins Veru 1988-90, stundaði
ritstörf og blaðamennsku 1990-91,
var alþingisk. fyrir Kvennahstann í
Reykjavík 1991-94 og er borgarstjóri
í Reykjavík frá sl. vori.
Ingibjörg Sólrún var formaður
Stúdentaráðs HÍ1977-78, borgarfull-
trúi Kvennaframboðs í Reykjavík
1982-86 og Kvennalistans í Reykja-
vík 1986-88, sat í skipulagsnefnd
Reykjavíkurborgar 1982-86, sat í fé-
lagsmálaráði Reykjavíkurborgar
1986-89 og í borgarráði 1987-88.
Hún skrifaði bókina Þegar sálin
fer á kreik, minningar Sigurveigar
Guömundsdóttur kennara, útg.
1991. Þá hefur hún skrifað fjölda
greina í blöð og tímarit um almenn
stjórnmál og kvenréttindamálefni.
Fjölskylda
Eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar
er Hjörleifur Sveinbjörnsson, f.
11.12.1949, blaðamaður. Hanner
sonur Sveinbjörns Einarssonar
barnakennara og Huldu Hjörleifs-
dóttur húsmóður.
Synir Ingibjargar Sólrúnar og
Hjörleifs eru Sveinbjörn, f. 26.1.
1983, ogHrafnkell, f. 10.11.1985.
Systkin Ingibjargar Sólrúnar eru
Kristinn Hilmar, f. 25.11.1945, vél-
stjóri í Reykjavík; Halldóra Jenný,
f. 14.11.1947, kennari í Reykjavík;
Kjartan, f. 9.7.1950, rekstrarstjóri
hjá Reykjavíkurborg; Óskar Sveinn,
f. 26.9.1951, stýrimaður og verk-
stjóri í Reykjavík.
Foreldrar Ingibjargar Sólrúnar
eru Gísh Gíslason, f. 30.11.1916,
fyrrv. verslunarmaður í Reykjavík,
og k.h., Ingibjörg Níelsdóttir, f. 23.2.
1918, húsmóður.
Ætt
Gísli er sonur Gísla þj óðhaga-
smiðs á Haugi, bróður Jóns, móður-
afa Helgu Sigurjónsdóttur, bæjar-
fulltrúa í Kópavogi. Systir Gísla á
Haugi var Guðrún, langamma
Hrafnhildar Stefánsdóttur, lögfræð-
ings VSÍ. Gísh var sonur Brynjólfs,
hreppstjóra og dbrm. á Sóleyjar-
bakka, Einarssonar, bróður Matthí-
asar, langafa Haralds Matthíasson-
ar menntaskólakennara og langa-
langafa Alfreðs Flóka. Einar var
sonur Gísla, b. á Sóleyjarbakka,
Jónssonar, b. á Spóastöðum, Guð-
mundssonar, ættföður Kópsvatns-
ættarinnar, Þorsteinssonar. Móðir
Gísla á Haugi var Valgerður, systir
Bjarna, afa Guðmundar bhnda í
Víði. Móðir Valgerðar var Gróa
Gísladóttir, systir Gests á Hæli,
langafa Steinþórs, fyrrv. alþm., föð-
ur Gests skattstjóra.
Móðir Gísla verslunarmanns var
Kristín Jónsdóttir, b. í Austur-
Meðalholtum í Flóa, Magnússonar,
b. á Baugsstöðum, Hannessonar, af
Bergsætt. Móðir Kristínar var
Kristín, systir Guðnýjar, ömmu Sig-
urjóns Olafssonar myndhöggvara
og langömmu Erlings Gíslasonar
leikara. Kristín var dóttir Hannesar,
hreppstjóra í Kaldaðarnesi, bróður
Þorkels í Mundakoti, langafa Guðna
Jónssonar prófessors og Ragnars í
Smára. Hannes var sonur Einars,
spítalahaldara í Kaldaðarnesi,
Hannessonar, ættföður Kaldaðar-
nesættarinnar, Jónssonar.
Ingibjörg er dóttir Níelsar, b. á
Kóngsbakka, Sveinssonar, sjó-
manns á Skagaströnd, Guömunds-
sonar. Móðir Níelsar var María,
systir Jóns á Másstöðum, föður
Ingibjargar J. Ólafsson, aðalfram-
kvæmdastjóra KFUM á Norður-
löndum, og langafa Guðrúnar Hall-
dórsdóttur, forstöðukonu Náms-
flokka Reykjavíkur og alþk.
Ingibjörg Sólrún Gisladóttir.
Kvennalistans. María var dóttir Ól-
afs, b. á Barkarstöðum, Pálssonar.
Móðir Ingibjargar var Halldóra,
systir Rósu, móður Hallgríms Guð-
jónssonar, fyrrv. hreppstjóra í
Hvammi i Vatnsdal, og móður Þór-
hildar, konu Jóns ísbergs, fyrrv.
sýslumanns. Halldóra var dóttir
ívars, sjómanns frá Skeggjastöðum,
Jóhannessonar, og Ingibjargar
Kristmundsdóttur, systur Þorleifs,
föður Þórarins, skálds á Skúfl, afa
Þorleifs Kristmundssonar, prófasts
á Kolfreyjustað, og langafa Þórðar
Skúlasonar, framkvæmdastjóra
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Til hamingju með afmælið 31. desemher
Merkurteigi 1, Akranesi.
90 ára
60 ára
Ármann G. Jónsson, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavik.
Guðrún M. Bjarnadóttir, Staðarbakka 10, Reykjavík. Birgir B. Pétursson, Egilsgötu 18, Reykjavík.
85ára
Ásdís Kjartansdóttir, Bugðustöðum, Suðurdalahreppi. Sveinbjörg Árnadóttir, Hringbraut 50, Reykjavik. Vilborg Helgadóttir, Eystra-Súlunesi 2, Leirár- og Mela- hreppi. Kristín Sigutjónsdótth, Bakka, A-Landeyjahreppi. Húneraðheiman. Guðbjörg Benediktsdóttír, Keldulandi 15, Reykjavik. Auður Jónasdóttir, Eiði, Eyrarsveit.
80ára 50ára
Sigurlaug Jónasdóttir, Kárastöðum, Rípurhreppi. Sveinn Karlsson, Vallholti 8, Vopnafirði. Jóna Gréta Magnúsdóttir, Ægisgötu 10, Stykkishólmi.
75 ára Halla Kjartansdóttir, Heinabergi 16, Þorlákshöfn. Ingibjörg Vermundsdóttir, Víðidalsá, Hólmavíkurhreppi. Jónas M. Guðmundsson, Strandgötu 81, Hafnarfirði.
Þormóður Haukur Jónsson, Ugluhólum 12, Reykjavík. Hanneraðheíman.
70 ára 40 ára
Ólafur Björnsson, Austurvegi 21, Vík í Mýrdal. Þórarinn Grímsson, Bogahhð 13, Reykjavík. Kristín Kristinsdóttir, Lena Kristbjörg Paulsen, Einarsnesi 78, Reykjavík. Kristján Guðlaugsson, Bollagörðum 1, Seltjarnarnesi.
Ámý Guðmundsdóttir
Árný Guðmundsdóttir, húsmóðir og
saumakona, Heiðarbæ 3, Reykjavík,
verður sjötug á morgun, gamlárs-
dag.
Fjölskylda
Árný fæddist á Sæbóh á Ingjalds-
sandi og ólst þar upp. Hún giftist
6.1.1950 Högna Jónssyni, f. 2.7.1921,
skipstjóra. Hann er sonur Jóns
Högnasonar skipstjóra og Stefaníu
Vilborgar Grímsdóttur húsmóður
sem bæðieru látin.
Börn Árnýjar og Högna eru Vil-
borg, f. 1.7.1950, d. 23.4.1951; Jón
Vilberg, f. 10.6.1952, læknir í
Reykjavík, kvæntur Þórunni E.
Baldvinsdóttur kennara og eiga þau
þrjú börn, Guðnýju Steinunni, f.
17.11.1974, en hennar dóttir er Val-
dís Birta Árnardóttir, f. 3.8.1993,
Högna Baldvin, f. 12.10.1979, og Þor-
stein Baldvin, f. 7.1.1993; Gunnar,
f. 18.12.1957, vélfræðingur í Reykja-
vík; Sveinbjörn, f. 26.5.1960, við-
skiptafræðingur í Reykjavík en
unnusta hans er Sigríður Jónsdóttir
húsmóðir og á hún tvö börn, írisi
ogReyniViðar.
SystkiniÁrnýjar: Halldóra, f. 11.5.
1916, d. 28.4.1990, húsfreyja á Ár-
skógssandi; Sigurvin, f. 24.12.1917,
lengst af bóndi á Ingjaldssandi; Her-
dís, f. 3.7.1920, húsmóðir í Kópa-
vogi; Kristbjörg, f. 1..4.1923, hús-
móðir í Reykjavík; Jensína, f. 9.9.
1928, húsmóðir í Reykjavík; Guðrún,
f. 1.12.1929, ekkja og starfsmaður
við sjúkrahús, búsett í Hafnarfirði;
Ragnheiður, f. 7.7.1932, húsmóðir í
Reykjavík.
Foreldrar Árnýjar voru Guð-
Arný Guðmundsdóttir.
mundur Guðmundsson, f. 12.2.1889,
d. 15.10.1969, bóndi á Ingjaldssandi
og síðast verkamaður í Reykjavík,
og k.h., Ingibjörg Guðmundsdóttir,
f. 15.12.1890, d. 22.9.1965, húsfreyja.
Þorsteinn Marinósson
Þorsteinn Marinósson bifvélavirki,
Skarðshlíð 32A, Akureyri, er sex-
tugurídag.
Starfsferili
Þorsteinn fæddist í Engihlíð á Ár-
skógsströnd og átti heima á Ár-
skógsströndinni í foreldrahúsum
fram yfir tvítugt. Hann lauk skyldu-
námi og var einn vetur í unglinga-
skóla.
Þorsteinn fór í vegavinnu er hann
var sautján ára, var sjö ár í mjólkur-
flutningumtil Akureyrar og bjó
fjögur ár á Árskógssandi þar sem
hann m.a. gerði út, ásamt mági sín-
um og frænda. Hann fékk land-
spildu frá Engihlíð og Litla-Árskógi
þar sem hann byggði iðnaðarbýlið
Hhðarland, ásamt bílaverkstæði.
Hann hefur nú átt heima á Akur-
eyri sl. sex ár og stundað þar ýmsa
vinnu, m.a. í efnaverksmiðjunni
Sjöfn, á bifreiðaverkstæðinu Þórs-
hamri og hjá rafeindafyrirtækinu
DNG.
Þorsteinn hefur verið virkur félagi
í UMF Reyni, Lionsklúbbnum Hræ-
reki og fleiri félögum og er nú for-
maður skemmtiklúbbsins Líf og
íjör. Aðaláhugamál Þorsteins eru
húsbílasmíði og steinasöfnun.
Fjölskylda
Þorsteinnkvæntist21.4.1957Fjólu
Kristínu Jóhannsdóttur, f. 22.9.1937,
d. 31.8.1990, húsmóður. Hún var
dóttir Jóhanns Friðbergs Bergvins-
sonar og Signínar Guðbrandsdóttur
er bjuggu á Áshóli í Grýtubakka-
hreppi.
Börn Þorsteins og Fjólu eru Sig-
rún Jóhanna, f. 14.6.1957, ræsti-
tæknir á Akureyri, var gift Árna
Þórissyni og eiga þau þrjú börn,
Guðbjörgu Stellu, f. 1975, Valgeir, f.
1980, og Einar Þóri, f. 1987; Marinó
Steinn, f. 28.10.1958, bifvélavirki á
Árskógssandi, kvæntur Indíönu
Auöi Ólafsdóttur og eiga þau tvö
börn, Þorstein, f. 1980, ogEyrúnu
Elvu, f. 1986; Ingibjörg, f. 4.5.1961,
sjúkraliði í Njarðvík, gift Óskari
Jóni Hreinssyni og er dóttir Ingi-
bjargar Fjóla Ósk, f. 1979, en börn
Óskars eru Helgi Hreinn, f. 1985, og
Dóra Lilja, f. 1987; Svanlaugur, f.
28.7.1963, verkamaður á Árskógs-
sandi, kvæntur Heiðu Björk Sæv-
arsdóttur og eiga þau þrjú böm,
Erlu Kristínu, f. 1987, Sævar Þór, f.
1988, og Tómas Pál, f. 1993; Ása Val-
gerður, f. 23.5.1973, húsmóðir á
Akureyri, en sambýlimaður hennar
er Jón Örvar Edvardsson og eiga
þau eina dóttur, Herdísi Lind, f.
1994.
Systkini Þorsteins: Valgerður, f.
5.12.1927, d. 18.3.1963, húsmóðir á
Dalvík; Ása, f. 9.2.1932, ljósmóðir á
Kálfskinni á Árskógsströnd; Birgir,
f. 27.10.1939, bókhaldari á Akur-
eyri; HUdur, f. 24.9.1941, saumakona
áÁrskógssandi.
Foreldrar Þorsteins: Marinó
Steinn Þorsteinsson, f. 28.9.1903, d.
4.9.1971, bóndi, búfræðingur og odd-
viti á Krossum og síðar í Engihhð,
og k.h., Guðmunda Ingibjörg Ein-
arsdóttir, f. 15.11.1905, ljósmóðir.
Þorsteinn Marinósson.
Ætt
Marinó var sonur Þorsteins, b. og
sjómanns á Litlu-Hámundarstöð-
um, Þorsteinssonar, og Valgerðar
Sigfúsdóttur frá Selá.
Ingibjörg er dóttir Einars, hús-
manns og sjómanns í Stafni í Deild-
ardal í.Skagafirði, Ásmundssonar,
b. á Þverá í Svarfaöardal og síðar í
Hólakoti í Deildardal, Einarssonar.
Móðir Einars var Hólmfríður Jóns-
dóttir frá Bakka í Svarfaðardal.
Móðir Ingibjargar var Birgitta
Guðmundsdóttir, b. á Óslandi og í
Ártúni á Höfðaströnd, Gíslasonar
og Ingibjargar Magnúsdóttur frá
Óslandi.
Þorsteinn tekur á móti gestum í
Fiðlaranum í Alþýðuhúsinu á 4.
hæð frá kl. 15.30-20.00 á afmælisdag-
inn.
Þórður Kjartansson
Þóröur Kjartansson, framkvæmda-
stjóri og einn eigenda Keilulands, til
heimilis að Torfufelh 9, Reykjavík,
verður fimmtugur á morgun, gaml-
ársdag.
Starfsferill
Þórður fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann lauk prófi frá VI1964.
Þórður starfaði hjá G. Albertsson
hf. til ársloka 1993 en er nú einn
eigenda og framkvæmdastjóri
Keilulands í Mjódd.
Fjölskylda
Eiginkona Þórðar er Regína Aðal-
steinsdóttir, f. 24.12.1947, húsmóðir.
Börn Þórðar eru Ásgeir Þór, f.
13.11.1966, og Katrín, f. 30.9.1973.
Foreldrar Þórðar eru Kjartan
Guðjónsson, f. 2.9.1925, skrifstofu-
maður, og Guðlaug Þórðardóttir, f.
Þórður Kjartansson.
27.7.1927, kaupkona.
Þórður er nú staddur í Manor
House í Torquay á Englandi, ásamt
eiginkonu og foreldrum og dvelur
þarum áramótin.