Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 18. MARS 1995 Dagur í lífl séra Karls V. Matth í assonar, sóknarprests á Tálknafirði: Barist áfram i snjónnm Séra Karl V. Matthiasson, eiginkonan, Sesselja Guömundsdóttir, og synirnir Arnar og Pétur. DV-mynd Brynjar Gauti „Pabbi, viitu gefa mér seríós?“ Þetta voru fyrstu orðin sem ég heyrði þennan sunnudag. Eldri strákurinn okkar, Amar Valur, var kominn á ról. Ég ætlaði aö spyija hvað klukkan væri og segja honum að sofa aöeins lengur. Þá mundi ég að maður segir ekki sjö ára strák aö halda áfram að sofa þegar hann er vaknaður til nýs dags. Klukkan var líka orðin átta. Við feðgar fengum okkur morgun- verðinn og kafíikannan var tekin tii starfa. Tvær guðsþjónustm: voru fram undan, á Bíldudal klukkan ellefu og Tálknafirði klukkan tvö. Síðan var fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra í framhaldi af þeirri guðsþjónustu. Ég leit út um gluggann og úÚitið var ágætt. Líklega yrði snjómokstur auðveldur og leiðin á milli Bíldudals og Tálknafjarðar auðfarin. Eins og kvótalaus bátur Bíldudalsprestakalli er þjónað frá Tálknafirði þessa stundina því Bíldu- dalsprestur er í leyfi fram í júlílok. Reynsla mín af þessari þjónustu við Bíldudal og nágrenni hefur sannfært mig um að ekkert þorp á Vestfjörðum má vera prestslaust til lengdar. Prestslaust þorp er eins og kvótalaus bátur. Þorpskirkjan og presturinn eru mjög mikilvægir þættir í lífi þess- ara staða um allt ísland og ekki síst á samdráttartímum þegar fleiri og fleiri sækja í skjól kirkjunnar. Vekjaraklukkan hringdi nú og vakti eiginkonu mína, Sesselju, og Pétur, sem er níu mánaða. Sá eldri var farinn að spyija hvort morgun- stund barnanna færi ekki að byrja (þrátt fyrir viðvaranir heimihsfóður- ins um óhollustu of mikiis sjónvarps- gláps). Ég rakaði mig og fór í sturtu - maður vill vera hreinn fyrir guðs- þjónustur dagsins. Stuttu seinna var ég kominn í prestsfótin, greiddur og finn. Ég gáði tfi veðurs og það var komið dimmt él - ooo, ég sem var aö vona aö það yrði ekki messufall. Ég hringdi í björgunarsveitina á Bíldudal. Sú sveit á mjög góðan bíl og það var ákveðið að hún æki mér. Ferðin gekk vel þó hann gengi á með éljum. Guðspjall dagsins Guðspjali dagsins sagði frá því er Jesús bænheyrði kanversku konuna og læknaði dóttur hennar. Á þessum öðrum sunnudegi í fostu leggur kirkjan áherslu á bænina. Kórinn söng vel og Sonja Jónsdóttir söng fallegan fóstusálm. Eftir messu fór ég í heimsókn tfi meðhjálparans, Hrafnhildar Þór, og manns hennar, Snæbjöms Ámasonar skipstjóra, og þáði kaffi og brauð áður en lagt var af stað tfi næstu guðsþjónustu. Ég var feginn að hafa ekki lagt á flallið á mínum bíl því nú var orðið ófært og ekki vitað hvemig fram- haldið yrði. Organistinn, Tone Solbakk frá Bfidudal, kom með til að spila í guðs- þjónustunni á Tálknafirði sem var haldin í safnaðarsal í íþróttahúsinu. Kirkja Tálknfirðinga er nokkm utar í firðinum og gífurlegt fannfergi í kringum hana. Enginn einsöngur var en kórinn söng vel. Að messu lokinni var sameiginlegur fundur með væntanlegum fermingarböm- um og foreldrum þeirra. Þetta var ánægjulegur fundur og góður andi ríkti þar. Nú var klukkan orðin fjög- ur og þá var að koma sér heim og fá sér í svanginn og njóta fjölskyldulífs- ins. Fasturáfjalli Síminn hringdi og Sveinbjörn, mágur minn, var að koma yfir Breiðafiörö með Baldri og bað mig að koma á móti sér því hann hefði fengið far í bfi þar sem mjög þröngt var um. Veðrið hafði stillst frá því um morguninn svo ég sló tfi. Þegar upp á Kjöl var komið hafði dregið í skafla og fljótlega sat ég fastur. Stuttu síðar kom snjóblásari og hreinsaði leiðina svo ég hélt áfram og komst greiðlega yfir í Patreks- fiörð. Þokkalega gekk inn fiörðinn og upp á Kleifaheiði til að komast yfir á Barðaströnd þar sem Brjáns- lækur er. Á Barðaströnd em tvær sóknir, Hagi og Bijánslækur, þær em í prestakalli mínu. Nú tók að ganga á með éljum og komst ég ekki lengra en upp að Kleifakarlinum. Ég vissi að ruðn- ingsbfil var að koma yfir fiailið frá Barðaströnd og ætlaði að bíða eftir honum. Farsíminn kom að góðum notum. Ég náði í raðningsbílstjórann sem sagði að hann hefði þurft að snúa viö til að hjálpa einhverjum í vandræðum. Ráðherrar í óbyggðum Þá ákvað ég að fara aftur niður Kleifaheiðina og bíða í fiarðarbotnin- um. Eftir að hafa verið þar í smátíma kom Range Rover og í honum tveir ráðherrar auk bflstjóra. Þeir voru að koma utan af flugvelli tfi að vera með fund á Patró um kvöldið. Þetta vom þeir Sighvatur og Össur. Maður get- ur átt von á öllu í óbyggðum. Össur er gamail skólafélagi minn úr MR og kom hann yfir í bfiinn tfi mín. Við spjölluðum saman um landsins gagn og nauðsynjar. Nú var orðið ófært tfi Patreksfiarðar fyrir Trediuna mína svo við biðum þarna niðri eftir ruðningsbflnum sem kom brátt með bílalestina úr Baldri á eftir sér. Greiðlega gekk nú að komast út á Patró þar sem ég kvaddi ráðherrana og bílstjórann. Sveinbjörn kom yfir í minn bíl og lögðum við nú á Mikladal og Kjöl, eins og leiðin á milli Patreksfiarðar og Tálknafiaröar er nefnd. Annar bíll var með okkur í samfloti og hafði bfistjóri hans, Guðjón Indriðason, fengið strákana úr björgunarsveit- inni á Tálknafirði til að koma á móti okkur. Það dugði ekki því svo mikið hafði fennt aö þeir í björgunarsveit- inni komust ekki alla leið. Lögreglan á Patreksfirði kom okkur nú til hjálp- ar. Á sínum góða bfi ók hún okkur að skaflinum sem hindraði akstur allra bíla. Við komumst í björgunar- sveitarbflinn og vomm komin heim um hálftólfleytið. Allt hafði gengið vel og dagurinn hafði verið ánægju- legur en erfiður. Góðurendir Arnar, eldri sonur okkar, var sofn- aður en sá yngri brosti við föður sín- um. Það hefði að vísu ekki verið neitt mál fyrir Vegagerðina að renna í gegnum skaflana á fiallinu fyrst látið er í það skína að mokstur á sunnu- dögum sé í tengslum við ferðir flóa- bátsins Baldurs. Nema þetta sé haft svona til að efla ferðamannatekjur í höfuðbóli Vesturbyggðar. Eitt símtal átti ég svo að lokum við vin minn, Sigurð Jónsson, sóknar- prest í Odda á Rangárvöllum. Og eft- ir það var farið að sofa og þakkað fyrir sig og sína í stuttri kvöldbæn því augun lokuöust fljótt. Finnur þú fimm breytingar? 301 Þetta verða 10 krónur f viðbót fyrir alla svertuna sem ég notaði aukalega. Nafn:. Heimill: Vinningshafar fyrir tvö hundruð nítugustu og níundu getraun reyndust vera: 1. Guðlaugur B. Jónsson, 2. Sigríður Heiöa Hallsdóttir, Fjarðarbraut 63, Lerkigrund 4, 755 Stöðvarfirði. 300 Akranesi Myndiraar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fibnm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: Zodiac Sigma 300 sími að verðmæti kr. 4.950 frá Hljómbæ, Hverfisgötu 103, Reykjavik. 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækumar sem era í verð- iaun heita: Líki ofaukið og Bláþjálmur úr bókafiokknum Bróðir Cadfael, aö verð- mæti kr. 1.790. Bækurnar em geftiar út af Fijálsri fiölmiölun. Vinningamir verða sendir heim. Merkiö umslagið með lausninni: Finnur þú fimrn breytingar? 301 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.