Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Side 33
LAUGARDAGUR 18. MARS 1995 41 Átök múslíma í Tyrklandi: HOPKINS Aziz Nesin ásamt nokkrum þátttakenda í menningarhátíðinni í Sivas á hótel- inu klukkutíma eftir að það var umkringt af heittrúarmönnum. »ps JUWDTO M fflms' M* HuRStJt <8 FERÐIR riÆÆÆÆMÆÆÆÆÆÆMÆIÆÆÆÆMÆÆÆl. AUKABLAÐ FERÐIR - UTANLANDS Miðvikudaginn 29. mars mun aukablað um ferðir utanlands fylgja DV. Efni blaðsins verður helgað sumarleyfisferðum til útlanda í sumar og ýmsum hollráðum varðandi ferðalög erlendis. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Björk Brynjólfsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í sima 563-2723. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 23. mars. Margra alda ágreiningur Undanfarin tuttugu ár hefur ágreiningurinn milli súnníta og alavíta farið vaxandi í Tyrklandi. Alavítar eru minnihlutahópur mú- slíma. Þeir eru um 20 prósent íbú- anna og hafa í margar aldir verið í andstöðu við heittrúarmenn. Átökin sem hafa verið í fréttum undanfarna daga koma því ekki á óvart. Árið 1978 voru mörg hundruð alavítar drepnir í Sivas, Corum og Kahramanmaras. Fyrir tveimur árum kveiktu heittrúarmenn í hót- eli í Sivas þar sem haldin var menningarhátíð með þátttöku fjölda alavíta. Þrjátíu og sjö manns létu lífið. Meðal þeirra sem komust undan var einn vinsælasti rithöf- undur Tyrklands, Aziz Nesin, sem boðið hafði verið að halda ræðu á hátíðinni. Nesin, sem oft hefur verið fang- elsaður vegna skoðana sinna, sagði stjórnvöld bera ábyrgð á mannsk- aðanum. Frá því að heittrúarmenn umkringdu hótelið og þar til eldur- inn braust út sex klukkustundum seinna voru hótelgestirnir í stöð- ugu símasambandi við talsmenn stjórnarinnar. Hótelgestum var sagt að vera rólegir en herflokkur, sem lofað var að kæmi á vettvang og vitað var að væri ekki langt undan, birtist ekki fyrr en vonlaust var að bjarga nokkrum. í þingskýrslu var staðfest að heit- trúarmenn hefðu undirbúið hóp- samkomu í Sivas með nokkurra daga fyrirvara. Bréfasími lögreglu- stöðvarinnar í Sivas var notaður morguninn sem fjöldamorðin voru framin til að senda fréttatilkynn- ingar til vissra dagblaða. í tilkynn- ingunum sagöi að komið yrði í veg fyrir nærveru „trúvillinganna" með valdi. Fullyrt er að rétt áður en eldurinn braust út hafi herfor- ingi komið inn á hótelið og hvatt alla lögreglumenn til að yfirgefa bygginguna. Árás stjómmála- manns með jámkrók Gagnrýnendur stjórnarinnar í Tyrklandi segjast hafa áhyggjur af meintu aðgerðaleysi hennar gagn- vart heittrúarmönnum múslíma. Gagnrýnendur segja að þegar Tansu Ciller forsætisráðherra snúi sér i vesturátt vilji hún láta líkja sér við Margaret Thatcher og sam- starfsmenn hennar séu klæddir eins og skriffmnarnir í Brussel. En þegar þau snúi sér í austur séu þau andlega skrýdd að hætti súnníta. Yfirvöld láti sem þau séu hlynnt trúfrelsi en daðri við heittrúar- menn til þess að fá atkvæði. Þeir sem eru svartsýnastir óttast að þegar tækifæri gefist losi prestarn- ir, sem í raun hafi þegar mikil pólí- tísk völd, sig við stjórnina. Þegar rithöfundurinn Aziz Nesin var kominn niður stiga slökkviliðsins réð- ist þekktur stjórnmálamaður á hann með járnkrók. Atburðurinn átti sér stað i Sivas i Tyrklandi fyrir tæpum tveimur árum þegar heittrúarmenn kveiktu í hóteli. ATH.I Bréfasími okkar er 563-2727. Stjórnmálamaður vopnaðurjárnkrók Nesin hefur greint frá því að á síðasta augnabliki hafi vinur hans kippt honum með sér í herbergi með glugga á framhlið hótelsins. Hann hafi hrópað á hjálp og fengið slökkviliðsmann til að reisa stiga upp að glugganum. Að sögn Nesins sló slökkviliðs- maður, sem kom upp stigann á móti honum, til hans svo að hann kæmist ekki niður. Sjónarvottar hafa staðfest þessa frásögn Nesins. Samtímis hafi þekktur stjórnmála- maöur í Sivas hrópað til æsts múgs fyrir utan hótelið að Nesin yröi aö deyja. Stjórnmálamaðurinn hafi síðan ráðist á Nesin með jámkrók. Lögreglumanni hafi hins vegar tek- ist að komast á milh og flutt Nesin í lögreglubíl á sjúkrahús en þá hafði hann orðið fyrir mörgum höggum. Nesin taldi að slökkviliösmaður- inn, sem reisti stigann, hefði ruglað vini hans saman við lögreglumann sem taliö var að væri enn inni í hótelinu. Þegar uppgötvast hefði hverjir þeir væru hefði átt að láta mannfjöldann sjá um þá. Innanríkisráðherrann sagði ræðu Nesins hafa ögrað heittrúar- mönnum. Nesin sagði hann ljúga. Hver sem er hefði getað lesið ræðu hans sem birtist í stærstu dagblöð- um Tyrklands. Nesin fullyrti að yfirvöld hefðu reynt að dylja að íkveikjan hefði verið skipulögð fyr- ir fram. Eini ráðamaðurinn sem sakaði heittrúarmenn um glæp var menningarmálaráðherra landsins. Ráðuneyti hans átti þátt í skipu- lagningu hátíðarinnar í Sivas. BradPitt leikur Tristan Ludlow. Enginngat tamiö þennan unga, villta mann sem samfélag- ið fordæmdi. a brat) pin AIDAN QUINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.