Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Síða 34
42 LAUGARDAGUR 18. MARS 1995 Iþróttir „Mjög auðvelt að fá fólk til starfa fyrir okkur" - segir Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri HM'95. Lokaundirbúningur stendur sem hæst Undirbúningurinn fyrir stærstu íþróttakeppni, sem haldin hefur ver- iö hér á landi fyrr og síðar, stendur nú sem hæst. 49 dagar eru þangað til stóra stundin rennur upp. Óhemjumikil vinna liggur aö baki sem fjölmargir einstaklingar hafa komið nærri. Vinnunni er ekki lokið og fjölmarga hnúta á eftir að hnýta áður en flautað verður til leiks. Há- kon Gunnarsson, framkvæmdastjóri HM’95, hefur haft i nógu að snúast frá því að hann var ráðinn í þetta mikilvæga starf fyrir tveimur árum: „Það er ekki hægt að segja annað en að undirbúningur standi vel. Það hefur margt færst til betri vegar á síðustu 2-3 mánuðum. Það er náttúr- lega búið að ganga á ýmsu á þeim tveimur árum sem ég hef starfað við þetta verkefni. Við höfum þurft að takast á við vandamál sem mig óraði ekki fyrir að myndu koma upp. Við getum nefnt í því sambandi húsbygg- ingarmál sem ég stóö í þeirri trú að væru öll klár. Ég átti heldur ekki von á öllu þessu umstangi í kringum sjónvarpsútsendingar. Ég bjóst hins vegar við að ekki gengi vel að semja við alþjóða handknattleikssamband- ið. Það urðu vatnaskil fyrir nokkrum mánuðum og í dag leggjast allir á eitt um að leysa þetta vel af hendi. Það er mjög gaman að þessu starfi núna og mjög auðvelt að fá fólk til að starfa. í heild lítur þetta vel út,“ sagði Hákon. - Hvað hefur komið þér einna helst á óvart í þessu starfi? „Það held ég að sé hvað margir kveiktu seint á stæröargráðunni. Mér fannst starfið strax í upphafi mjög spennandi og stundum fannst mér ég tala fyrir daufum eyrum. Það var ekki það að fólk væri aö gera lít- ið úr þessu, almenningur áttaði sig bara ekki almennilega á hversu stórt þetta yrði í rauninni. Ég er alls ekki að bera þetta saman við heimsmeist- arakeppni í knattspyrnu heldur er þetta, miðað við annað sem við höf- um tekiö okkur fyrir hendur, gríöar- lega stórt verkefni. Fólk kveikti bara seint á perunni." - Hvernig kom það til að þú tókst þessa miklu vinnu að þér? „Ég sótti ekki um starfið á sínum tíma. Ég var í námi í Danmörku að vinna að verkefni hér heima fyrir dómsmálaráðuneytið. Það var hins vegar hringt í mig einn góðan veður- dag og ég boðaður í viðtal og eftir smá umhugsun ákvað ég að slá til. Mér leist þannig á málið að þetta yrði skemmtilegt eins og raunin hefur orðið á. Ég er alls ekki ókunnugur íþróttahreyfingunni, var lengi fram- kvæmdastjóri íslenskra getrauna og starfaði ennfremur lengi í hreyfing- unni við stjórnunarstörf og eins sem leikmaður. Þetta var í fyrsta skipti í 15 ár sem ég steig fæti mínum inn fyrir dyr handknattleikshreyfingar- innar. Ég hafði ekkert veriö þar fyrir utan að hafa spilað með Guðrúnu sem er félag íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn." - Hefur þetta starf ekki verið góður skóli fyrir þig sem nýtast mun svo enn betur í framtíðinni? „Undirbúningurinn snýst ekki nema að litlum hluta um handbolta. Ég var við nám í rekstrarhagfræði í Kaupmannahöfn og hef reynt að beita þeim aðferðum þegar því hefur verið við komið, bæði úr starfreynslu og náminu, til að stýra þessu sem best. Starfið er að mestu fólkið í verk- efnisstjórnun á dæmi sem veltir langt yfir 200 milljónum króna sem hefur ákveðið upphaf og ákveðinn endi. Þetta er geysilega fín reynsla og nýtist manni vonandi annars stað- ar í lífinu.“ - Núna eru 49 dagar til stefnu. í hverju felst lokaundirbúngurinn? „Það koma alltaf upp vandamál og þessa dagana erum við að skipu- leggja og samræma allar aðgerðir á keppnisstöðunum fjórum. Við erum að þjálfa starfsfólkið eftir því sem viö verður komið og prufukeyra ýmsa þætti eins og tölvukerfið. Loka- hnykkurinn, sem lýtur að móttöku þeirra aðila sem við berum ábyrgð á og eru um eitt þúsund, stendur yfir um þessar mundir. Fjáröflunin geng- ur betur núna en nokkurn tímann áður. Við ætlum einnig að keyra upp þannig stemningu að fólk láti ekki þann hálfa mánuð sem keppnin stendur yfir líða án þess að sjá að minnsta kosti einn leik,“ sagði Há- kon Gunnarsson. Sex fastráðnir menn vinna á skrif- stofu HM’95 og er um að ræða úrvals- fólk sem vinnur sitt verk samvisku- samlega að mati Hákonar. • Starfsfólk HM’95. Aftari röð frá vinstri eru Hákon Gunnarsson framkvæmdastjóri, Geir Sveinsson sölumaóur, Sigurjón Friðjónsson markaðsstjóri, Gunnar Gunnarsson tækni- stjóri, Pétur Ormslev sölustjóri og Stefán Konráðssson mótsstjóri. Fyrir framan: Thelma Theódórsdóttir skrilstofumaður og Ásdis Höskuldsdóttir skrifstofustjóri. DV-mynd JAK Ingólfur Hannesson hefur haft nóg að gera í þeim málum sem snúa að sjónvarpi og útvarpi. DV-mynd JAK Ingólfur Hannesson verkefnisstjóri: Umfangið meira en við gerðum ráð fyrir „Við erum í dag búnir að ganga frá samningum við 26 sjónvarps- stöðvdr og 7 útvarpsstöðvar sem við þurfum að þjónusta meðan á heimsmeistarakeppninni stendur. Við eigum von á því að bætist við að minnsta kosti 2-3 sjónvarps- stöðvar en á þessari stundu veit ekki hvort fleiri útvarpsstöðvar koma en mér þætti það samt ekki ólíklegt. Við erum búnir að senda út til allra þessara aðila mjög ítar- leg spurningablöð um þá þjónustu sem viðkomandi aðilar þurfa á að halda. Einnig hvaða leiki þeir viljar aðstöðu á leikjum og klippingar, svo eitthvað sé nefnt. Þessum atrið- um er búið að safna aö mestu leyti og okkur sýnist að þetta ætli að verða nokkuð víða meira heldur en í upphafi. Það verða fleiri sjón- varpsstöðvar sem ætla að taka myndir af sínum leikjum, sem ekki tóku myndir af leikjum sinna liða á heimsmeistarakeppninni í Sví- þjóð fyrir tveimur árum. Þannig að umfangið á þeirri hlið er meira en við gerðum ráð fyrir,” sagði Ing- ólfur Hannesson, verkefnisstjóri með sjónvarps- og útvarpsmálum í heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik. Ingólfur er yfirmaður íþrótta- deildar RÚV en var tekinn út úr því starfi um sex mánaða skeið til að geta sinnt eingöngu verkefnis- stjórastarfinu frá síðustu áramót- um. „í stuttu máli höfum við gert verkáætlanir fyrir hvern vinnuþátt í þessu máh og þær hafa staðist algjörlega, bæði hvað varöar fram- kvæmdina og það sem lýtur að fjár- hagshliðinni. Það er á annan tug manna sem alltaf eru með annan fótinn í þessu verkefni hér innan- húss með fram annarri vinnu. Við erum einnig í raun að vinna verk sem aðrar stöðvar hafa ekki þurft að spekúlera í. Við erum til að mynda búnir að fara-margar feröir á keppnisstaðina til skrafs og ráða- gerða um rafmagn, lýsingar og að- stöðumál og annað í þeim dúr. Ég vil að það komi komi sérstaklega fram að við höfum átt frábært sam- starf við stjórnendur keppnisstað- anna, menn eru almennt mjög já- kvæðir og ákveðnir í að þessi keppni verði okkur til sóma,“ sagði Ingólfur Hannesson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.