Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 3
Jólin 1949 ..... ÞJÓÐVILJINN ................ ~~ : 3 þreifar áfergjulega um brjóst henni, lokar augunum, sýgur og kingir. Hún horfir á það þögul og brosir ósjálfrátt. Smám saman finnur hún mjólkina þverra og góma barnsins verSa nærgöngulli; en áður en liún gefur því vinstra brjóstið stendur hún upp og velur sér betra sæti á rimanum, þar sem hún getur hallaS sér upp aS þúfu og látiS þreytuna líSa úr bakinu. Svona væna mín, segir hún um leiS og hún stingur hinni geirvörtunni upp í dóttur sína. Kannski þú náir einhverju þarna. Síðan strýkur hún dökkt háriS frá vanga sér og horfir yfir brokmýrina í miðaftanskyrrSinni, horfir á drenginn sem tifar um tjarnarbakkann, og á álftirnar sem synda á tjörn- inni meS hvelfingu yfir sér og undir. Sólskinsstraumur brýzt fram úr lómjúkum skýjum yfir SjöskóaheiSi og íell- ur snöggvast á þurrlendisrimann, þar' sem hún situr. ÞaS er eins og himinninn yfir landinu vilji blessa telpuna henn- ar meSan hún er aS sjúga. Hundurinn Snati vappar kring- um mæðgurnar, rekur trýnið í loft upp, hnusar íbyggilega, reisir eyrun og hringar skottiS eins og honum sé ekki alls- kotar rótt. Bóndinn strýkur keldumor af ljánum og fer áð biýna.'Hanri brýnir óþarflega lengi, reynir eggina hvað ■eftir annað á nögl sér og skyrpir á blaðið. Þegar honum þykir loks fullbrýnt'' reiSir hann ekki orfið að nýju, heldur styðst við það hugsi, fitlar viS svartan skegghýjung á kjálk- um og höku, spýtir um tönn og starir ýmist á rauðleita keld- una fyrir framan sig eða út í bláiiln. Hann hefur ekki starað þárinig lengi þcgar sonur hans hættir að raka og geíur hon- um gætur um stund, en íleygir síðan frá ser hríÍHnni og hleypur við fót niður á tjarnarbakkann. Hann hoppar yfir keldur og vingsar handleggjunurri. léttilega eins og hann ha.fi sloppið úr prísund. u 2. Þorstcinn GuSmannsson, sjö ára hnubbur, skolliærður, kringluleitur, rjóSur í vöngutn og freknóttur á nefi, er í dularfullum rannsóknarleiSangfi, þar sem áin rennur úr tjorninni. Hann horfir eindregið niður fyrir fætur sér og bærir varirnar í sífellu, en þegar hann verður þess áskynja að hann er ekki lengur eihn, luekkur hanii við, lítur upp undrandi og segir Ég hélt þú værir að raka öjöggi! Nei, ég er hættur, svarar bróðir hans glaðklakkalega og blæs við. I’g raka ekki meira í dag. Það er engin ljá. Pabbi er farinn að glápa. Þorsteini verSur litið upp í mýrina, þar sem móSir hans situr á rimanum og faðir hans styðst við orfið. Hann sting- ur upp í sig vísifingri og tannar nöglina. i Hvað er mamma að gera? Hún er að gefa Laugu að sjúga, svarar bróðir hans. Er pabbi búinn að glápa lengi? , Nei, hann cr að byrja; hanri hefur ekkert glápt í dkg. 'Ætli hann sjái eitthvað Bjöggi? Sjái <eitthvað! endurtekur bróðir hans og hristir höfuðiS. (dvað ætti hann aS sjá? Hann er bara aS glápa eins og í gær! Þorsteinn heldur áfram að tanna nöglina og horfir enn á foreldra sína í brokmýrinni. Það færist íhygli í svip hans, brýnnar hnyklast lítið eitt yfir skærum blákembdum aug- unum, hann segist hafa veitt því eftittekt í sumar, að mamma verði ævinlega döpur í bragSi þegar pabbi fari áS glápa viS orfið. í fyrradag hafði hún til dæmis veriS óvenju fálát og viSutan, svo að hann liafSi tvívegis orðiS aS minna hana á aS gefa Snata ruður í dallinn. Og í gærkvöldi hafSi hún andvarpað hvað eftir annað meðan hún var að mjólka kýrnar. En bróðir hans virðist þess ófús að ræSa frekar háttalag föður þeirra. Hann þegir við, fær sér gras að tyggja, lítur snöggvast á álftirnar á tjörninni, síðan upp í himininn, loks á fjallið. AS því búnu fleygir hann hálftuggðu grasinu og slær út í aðra sálma. HvaS varstu að gera Steini? Drengurinn hættir aS tanna nöglina og horfir á leirugar tærnar á sér eins og hann vilji bera undir þær spurninguna. Hann hafði ekki verið að gera neitt sérstakt; hann hafði bára verið að leika sér. Ég hélt kannski ég fyndi mýrisnípuunga, tautar hann, ég fann einn í fyrra. Úttalegur bjálfi geturðu verið, þú veizt líklega aS þeir eru löngu orðnir fleygir! scgir bróðir hans. Þú varst búinn að lofa að tína handa mér álftarfjaðrir! Ég lofaði því aldrei, anzar drengurinn og horfir gaum- gæfilega á tærnar á sér, en bætir því við eftir nokkra um- hugsun að hann geymi tvær fjaSrir milli þúfna hjá ánni, — bú mátt eiga þá stærri, ef þú vilt. Fórstu yfir á varptangann? Nei, þangað hafði hann ekki farið; hann hafði ætlað að vaða yfir ána, en lent í sandbleytu og snúið við. Björgvin lítur upp í brokmýrina einsi og hann vilji ganga úr skugga um hvorcöllu sé óhætt. Hánn er kominn á tíunBa ár: frelsi bans er ékki lengur óskorað. þroskinn hefur smám saman verið að hneppa hann í viðjar daglegra anna og skyldustarfa. En uppi í brokmýrinni er allt með kyrrum kjörum, faðir þeirra Styðst viS orfið og virðir fyrir sér fjar- lægðir himins og jarðar, móðir þeirra situr á. rimanum með barnið í fangi sér. Hann þarf varla að óttaSt að honum vefði skipað aS halda áfram að raka í kvöld. Og í rauninni er hann ekki að svíkjast um, þaS er engin ljá til að flekka, mamma tekur sennilega orfiS sitt og fer áS slá, þegar hún er búin áð gefa Laugu aS sjúga. ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.