Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 47

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 47
Jólin 1949 1 ' T r ÞJÓÐVILJINN Engu sosum, anzar telpan vandræðaíega og skotrar aug- unum ýmist á nóann eða álftarfjaðrir bræðranna. Hann afi spáir ótíð, bætir hún við. M Jæja, segir konan, spáir hann ótíð gaanli maðurinn. Já langri, muldrar telpan og reynir að bora tánum í gras- svörðinn. Hann segist hafa vætusting í mjöðminni og rok í spjaldhryggnum. Hvaða vandræðij segir konan og tekur barnið aftur í fang sér. Farið [:>ið nú að sækja kýrnar drengir mínir. Þær eru líklega suður á Kálfaflöt. Eftir andartaksþögn heldur hún áfram: Langar þig til að eiga þessar fjáðrir Sigga mín? Telpan roðnar, sýgur upp í nefið og verður enn fælnari á Svip, eins og hún hafi verið staoin að óknyttum. Neðri- vörin slapir. Þið ættuð að gefa henni Siggu fjaðrirnar ykkar, segir konan, þið getið tínt aðrar seinna. En þegar drengirnit rétta lienni fjaðrirnar verður hún Svo óstyrk og klaufsk að hún glutrar nóanum úr höndum sér. Og þegar hún hefur tekið hann upp aftur og ætlar að fara að þakka þeim fyrir sig, þá eru þeir lagðir af stað að sækja kýrnar. Komdu væna mín, segir konan og' gengur að dyrunum, hver veit nema ég eigi einhversstaðar kandísmola handa þér. Ég átti að flýta mér, muldrar telpan og eltir hana niður- lút. Pabbi sagði ég mætti ekki slóra. Þér er samt óhætt að kojna inn snöggvast, segir konan, ég skal ekki tefja þig lengi. En þegar Sigríður Andrésdóttir hefur fengið þétta í nóann og flatbrauð og kandismola í nesti, sýnir hún ekki á sér fararsnið, heldur tvístígur góða stund fyrir framan konuna, rjóð í vöngum og undirlcit, eins og henni sé eitt- hvað að vanbúnaði. Ég var ekki búin að skila öllu, segir hún loks í hálfum hljóðum. Mamma treysti þér til að heimsækja okkur á morgun, ef þú gætir. Hún sagðist þurfa að tala við þig einslega. Er hún lasin? spyr konan. Telpan skimar ódjarflega kringum sig, eins og hún sé hrædd um að einhvcr standi á hleri. Eg veit það ekki, segir hún og kingir munnvatni. Nei, hún er víst ekkert lasin. Eg skal reyna að skreppa til hennar á morgun, ef við verðum ekki í heyi, segir konan. Hún treysti þér til að minnast ekki á þetta við hann pabba, hvíslar telpan og liorfir niður fyrir fætur sér. Ég hélt hún hefði farið hingað [ dag, en hún var þá einsömul úti í fjósi. Hún var að gráta. Hver? spyr konan. Hún mamma þín? Já, svarar telpan. Það var allt honum Móra að kcnna. starfsbróður sinn úr marmara á íþróttavellinum í Róm. Hann hleypti öllu í bál hundskrattinn. Konan horfir á hana þögul drykklangá stund, eins og hún vilji ráða atburði dagsins af svip hennar, gljúpum og feimnislcgum. Síðan varpar hún öndinni og strýkur hárið frá vanga sér. Skilaðu kveðju til hennar mömmu þinnar Sigga mín, segir hún. Ég skal reyna að skreppa til hennar á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.