Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 15
Jólin 1949 Þ JÓÐVILJINN - -T5T—R-'-JSfP—Zirwatr- 15 Þeir héldu sig í tilhlýðilegum fjarska, ekki mjög hctju- legir* Hárið er eins og ullarsneplar, hvíslaði Siggi á móti. Augun eru eins og snjókögglar. Varirnar eru eins og þykkildi. Og í sama bili var blámaðurinn búinn að hvolfa úr föt- unni út fyrir borðstokkinn og glotti nú herfilega framan í krakkahópinn um leið og hann sneri sér við — það skein í tennurnar eins og mjallahvítt gler. Allur hópurinn lagði á flótta: hann þoldi ekki þá djúpu snertingu við sjálfan upp- runann sem fylgdi þessu annarlega brosi. Gulur maður stóð hvítu barni nær þrátt fyrir há kinn- bein og skásett augu, það hvíldi yfir honum einhver forn- eskjuleg ró í stað hinnar holdi klæddu ástríðu svertingjans — hann var eins og tunglskin, hinn eins og náttmyrkur. Hvergi sáust hér rauðir menn. En margt meginlandsfólkið var næsta ótótlegt þó hvítt ætti að heita, sumt í hinum afkáralegasta klæðnaði, sumt útslitnara og fátæklegra en nokkur Islendingur. Fyrir kom að kona af Héraði og kona úr Rínarlöndum rákust á af til- viljun og horfðust í augu stundarkorn: Þær störðu hissa hvor inn í aðra — gat það verið að sama þjáningin ætti heima í brjósti beggja? Kinkuðu svo kolli vingjarnlega og héldu áfram hvor sína lcið. Islendingar höfðu fengið scrstakan hluta af skipinu til sinna nota, það var einskonar afmörkuð nýlenda: stór mat- salur í miðju og svefnskálar allt í kring sem rúmuðu fimm- tán til tuttugu manns hver. Fólk skipti sér niður eftir geð- þótta og samkomulagi, kunningjar og sveitungar héldu hóp- inn éftir því sem kostur var á. Þarna var á marga lund önnur ævin en á Hrossabrestinum: hér átti hver sína sérstöku rekkju ncma hvað yngri börnin sváfu hjá mæðrum sínum eða tvö og tvö saman — það var engin skömm að því að leggjast út af í þessum sterklegu hcngirúmum með pinkilinn sinn undir höfðinu cða til fóta. Svo stoltir voru jafnvel sumir af hvílum sínum að þeir gleymdu signingunni á kvöldin. Skipvcrjar umgengust þar að auki fólk eins og manneskj- ur að svo miklu lcyti sem þcir skiptu sér af því. Margt'varð þó íslcndingum til ama, ckki sízt mataræðið. Mikill hluti þeirra, jafnt cldri sem yngri, átti við einhverskonar kranlt- leika að stríða og kom því öll fæðisbreyting harðara niður á þeim en ella mundi. Þar að auki kunni íslenzkt bragðskyn ekki að meta kássur þær og súpur senr hér voru allajafna á borðum — það var af þeim einhver keimur úr framandi jarðvegi. Einstaka fjölskylda átti enn eftir ögn af lostæti að heiman en mjög skálpaðist nú á blessaðan hákarlinn hjá flestum. Skárst féll fólki við kex það sem hver gat fengið hér að vild, það var einhver munur á þessu kexi ellegar beina- kexinu góða — að Ipkum gengu flestir með yasa sína út- troðna af kexi og stungu þessu upp í sig í tíma og ótíma, einnig fór börnin að dreyma á nóttunnu að heimskringlan væri orðin að voðalega stóiæi kexköku. Enn áttu flestir nóg tóbak, bæði snúss og skro — þeir höfðu birgt sig upp eftir beztu getu áður en þeir fóru að heiman. En kvíði nokkur stakk þó suma um horfur í því máli: enginn gat sagt hvernig amerískt tóbak mundi fara í íslenzkum munni eða nefi. Brennivín þorði enginn að nefna. j 2. Og nú sitja menn að snæðingi í matsalnum og horfa nið- ur á grænleitt súpulapið fyrir framan sig með ólund. Hvað ætli við verðum nú lengi? spyr einhver upp úr eins manns hljóði. Það er nú velzt livert þú meinar, segir annar. Sá þriðji fullyrðir spekingslega: Við verðum alltaf hálfan mánuð á hafinu — minnst. Síðan varð löng kaldranaleg þögn utan hvað börn hrinu og glamraði 1 málmi og Ieir. Loks rýfur Jón gamli frá Koluseli allt í einu þögnina þar scm hann situr úti í horni og jóðlar á kexti: Þið megið ekki taka það sem neinn stórbokkaskap af mér að það má mikið vera ef allt þetta ferðalag borgar sig. Og hripaði vatn niður með nefinu á honum úr öðrum augnakróknum. Guðrún í Öxl svaraði að bragði: Það borgar sig allt sem guð vill. ' ^ Sunnanbóndi cinn toginleitur og herðalotinn rak stöngul- oddinn upp í blakkan tanngarð sinn. Eg veit það ekki, tók' hann síðan til máls, nema ekki sný ég til baka þó cg verði drcpinn, það er ekki svo skemmtilegt að fást við bcnvítis kláðann. ■> Það er nú hcld ég flcira cn kláðinn sem angrar blessað- ar skepnurnar, sagði raunalegur austanbóndi og saug upp í nefið. Tuttugu og sjö sílspikaðar ær missti ég úr bráðan- um í hittifyrra og ellefu fjár úr vanka árið þar áður. Þá fannst þeim sköllótta að norðan tími til kominn að leggja orð í bclg. Já, það hefur margt á dagana drifið hjá mönnum og skepnum upp á síðkastið. í það minnsta var það svo norðanlands að það var engu líkara en ein plágan biði annarri heim. Þegar gosinu létti hérna um árið þá tók hafísinn við, féð fennti á haustin, stóðið hrundi niður á vetrin, lömbin króknuðu á vorin, auk þess sem skorið var • og skorið og skorið — af hinu segir ekki hvað manneskjurn- ar hafa mátt líða. Ja það segi ég með, sagði konan með stóra nefið, því hvað er að sjá skepnu fargað hjá hinu að sjá kíghóstann taka andann frá 'börnunum sínum. ..... ' • .... 7'... t u M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.