Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 17
Jálin 1949 ÞJÓÐVILJINN Blessuð gleymdu ekki mislingafjöndunum, sagði önnur kona. Ekki var nú barnaveikin bezt, sagði sú þriðja. Hin fjórða hélt uppi þræÖinum: Máður kann ekki nöfn á öllum þeim harmkvælum sem hafa gert út af við þessi grey- ÞaS tók nú samt út yfir allt með hrossin, sagði Líkafrón frá Hriflukoti. Það er farið að harðna á eyrinni skal ég segja ykkur þegar kjarkhestar taka upp á því að maula gaddinn úr sjálfum sér, enda lá þá margt gæðingsefnið á hjarninu. Guðrúnu í Öxl féll ekki þetta tal. Maður á aldrei að binda hugann við þann mótgang sem skaparanum þóknast að leggja á mann, mælti hún stillilega. Hitt er fyrir öllu að finna réttlætið í handleiðslu hans. Nú rak litlabæjarbóndi upp kuldahlátur,* hratt harka- lega frá sér diskinum og sagSi: ja sér er nú hvert réttlætið. Og sér er nú hver handleiðslan að pína allar þessar hræður hérna á skammarlegan flótta. ESa höfum við kannski ekki verið rékin með skorpíónum út í þetta ferðalag? Og þó náttúrlega fyrst og frenrst vegna þess að við höfum alla tíð verið helvítis aumingjar. Því auðvitað hefðum við ekki legiS svona hundflöt fyrir ónáttúrunni ef við.hefðum ekki látið danskt slekti og íslenzkar búrtíkur þess fita sig á eyrnd okkar. Nú fór að renna úr báðum augnakrókum Jóns ganrla frá Koluseli. l’g sem ekkert er þori varla að ræskja mig þegar svona óguðlega er talað, sagði hann með kexmola í skegginu. Og þó er þetta sannieikurinn, elskurnar rnínar — ekkert annað en nístandi sannleikurinn. Jæja, það er nú varla von aS danskurinn og Iians rnenn geti bjargað öllum sem bágt eiga, sagði maðurinn sem gleymdi peningununr sínum. Það hefur vanalega hver nóg með sig. .Heiðraðu skálkinn svo hann skaði þig ekki, sagði Öfeig- ur og hvessti augun á þennan mann. ÞaS hafa allir þrælar gert frá því saga hófst. Og lrvað sem hver siírar þá erum við því komin í þessa pílagrímsför aS-við gerðum þjófinn að okkar herra, létunr stela af okkur landinu og þar með því sem hægt var að kalla líf og kvökuðum svo skælandi um réttlætið í handleiðslu guðs. Jafnvcl skikkanlegustu kerlingar víla ekki fyrir sér aS eindemba öllum glæpum kúgarans yfir á þann guð sem þær halda sig þó elska. Guðrún í Öxl leit sínurn vörmu bláskæru augum á grall- arann og svaraði hógværlega: Ég veit þ>ú skilur hlutina miklu betur en ég, Ófeigur rninn, og að í stóryrðunum slær þitt góða hjarta fyrir okkur öll. En hafi guS skapað alla hluti, sem ég dreg ekki í efa, Jrá hljóta jafnvel glæpa- mennirnir að vera þar með, enda Jaótt það sé ekki á okkar yaldi að kalla hann til ábyrgðar fyrir þeirra skuld. En hitt 17 er óbifanleg trúa mín að hvorki armingjanum né mcingerð- armanninum verði bjargað með harmatölum og þaðan af síður stóradómi, heldur þessu litla sem eftir er af okkur sjálfum þegar búið er að taka allt af manni. Og séu þeir til sem fita sig á okkar eyrnd þá lofum guð fyrir að við erum ekki í þeirra hópi því hvað er að þola fátækt á móts við liitt að valda fátækt — hvað er þjáningin á rnóts við glæpinn? Öfeigur sló pontunni í borðröndina og stútaði sig. Hann átti dálítið erfitt meS að átta sig á lífsspeki þessarar góðlátu austankonu og vissi naumast hvernig svara skyldi meður því öll persóna hennar krafðist kurteisi og virðingar. Ég veit ekki hvor glæpurinn er meiri að valda fátæk.tinöi eða þola hana, sagði hann næstum hikandi og stakk taþp- anum í pontuna. < Koluselsjón hélt áfram að brjóta kexið sitt með titrandi krumlunum um leið og hann leit auðmjúklega til Guðrúnar í Öxl, rnælti síðan aumur: Það situr sízt á mér sem er eigip- lega löngu hrokkinn upp af að vera að deila við drottinn eða gera upp á milli gæðinga hans og vesalinga en þegar kaupmaðurinn í firðinum lét taka af mér biblíuna rnína upp í skuld þá spurði ég þann hæsta hvað hann meinti nú og hreppurinn svaraði með því að senda mig þetta út í svo sem ekki neitt og vissu þó bæSi guS og menn að ég ætlaSi að deyja möglunarlaust í selinu. Við þessu kunni enginn neitt svar. Allir sátu hljóðir og vandræðalegir og þorðu varla að líta hver á annan — fortíöin lagðist eins og mara yíir þetta sligaða fólk: vélabrögð og fyrirlitning liöfðingja, sífelld vá höfuÖskepna, linnulaust strit í myrkri og kulda unnið fyrir gýg, sjúkdómar, hungur, dauði .... t Hin einföldu orð Jóns gamla rifu up lítt gróin sár eins og slæfðu eggjárni hefði veriS boraS inn í hjartað — hvqrki ádeila Ófeigs grallara né trúnaSartraust GuSrúnar í Öxl megnuðu að vega á móti þeirri æðrulausu örvæntingu sem streymdi út frá allri verund öldungsins. Jafnvel börnin fundu að eitthvað ískyggilegt var á seiði, sum stungu upp í sig putanum steinþegjandi, önnur urðu dauðhrædd og fóru aSSrát:a- 3. . . Þegar fólk settist að kvöldborði þann sarna dag tók ein- hver eftir Jrví að Jón garnla frá Koluseli vantaði. Þessu var þó ekki gefinn nánari gaumur að sinni. En aS máltíð lok- inni J>á er sambýlingar hans fóru að hyggja nánar að í svefn- skála sást hann þar hvergi heldur. Þeir tóku sig þá til og grennsluðust eftir honum í öðrum vistarvcrum lslendinga en árangurslaust. Var þá sent upp á fyrsta farrými til útflutn- ingsstjórans og honurn tilkynnt hvarf gamla mannsins. Hófst nú leit um skipið þvert og endilangt, hátt og lágt, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.