Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 20
wr<W- •.» Þ JÓÐVIL JINN /ói;'n 1949 2Ó mig á túlípanacngin í Hollandi, segir konan. Svo fcr hún einriig mörgum orðum um aðra dásemd þessa staðar, fjöllin, skúginn, kyrrðina, þetta vinalega þorp, og spyr: Þykir yður ckki falfegt hér? Hann segir jú við því. Ég hefi ferðazt um þvera og endilanga álfuna. Við fór- um saman, maðurinn minn sálugi og ég, segir konan. Fáir staðir hafa veitt mér aðra eins hvíld og ánægju sem þessi norðlsgi bær og þetta dvalarheimili hér. Og þó hefi ég ekki hvílt mig. Eg hefi skrifað heila bók, síðan ég kom hingað, heila bók á tæpum mánuði. Þér skrifið? spyr pilturinn og dettur í hug geðveiki. Já. Eg skrifa. Og hvergi er eins gott að skrifa og hér. Það er ég búin að uppgötva. Að hugsa sér, að ég skuli aldrei hafa fundjð þennari stað áður, enda þótt hann sé í mínu eigin landi. Ég hefi ferðazt til annarra landa og leitað langt yfir skammt að fallegum og sögyríkum stöðum eins og málari leitar að fyrirmyndum. Eg hefi fundið marga fagra staði, en engan eins og þennan hér. Hann lítur á konuna meðan hún talar. En þegar hún lítur 'á hann, hvarflar hann undan, og það er ekki laust við að hánri verði reikull í spori. Líklega er hann ekki orðinn nógu ihress eftir leguna til þcss að ganga á ójöfnum vegi. Hvað skrifið þér? spyr hann svo. Hún skrifar sögur, langar sögur og stuttar sögur um fólk upp og ofan, og segist alltaf hafa nóg að skrifa um og alltaf 'geta selt. Hún talar lengi og mikið. Hún ber stundum ótt á, en stundum þegir hún, kannske í miðri setningu, eins og hún sé að vekja athygli hlustandans á því sem hún er að segja. Húri botnar frásögn sína með lágværum, nokkuð al- varlegum orðum, jafnvel þótt hún tali um eitthvað, sem ekki er alvarlegt, heldur skemmtilegt. Og hún getur átt það til að hættji allt í einu að brosa, þegar hún hefur komið honum til að brosa, jafnvel hlæja. Hann fylgist mætavel með öllu því, ^em hún segir, ekki af tómri kurteisi, heldur vegna þess að honum finnst gaman að þessari konu, málrómi hennar og orðalagi, hreyfingum hennar og hvernig hún klæðir sig eins og.stelpa. Þó ber hún greinileg merki aldurs síns, virðulegar . höfriðhreyfingar, og ljósan skegghýjung á efrivör. T Þér eruð námsmaður, vænti ég? spyr hún. Og útlend- ingur. Hversu interressant! Arinað kvöld hittir hann skáldkonuna í veröndinni. Þau 'eru (vö eiri, og hún heilsar að fyrra bragði. Hvernig er það, vorum við ekki orðin dús? spyr hún. ' Pílturinn er vandræðalegur, en hún réttir honum hönd- ina, og þau eru dús. Hún hefur nokkuð mjúka hönd, en Þönd hans er mýkri. Þessi kona gæti yerið móðir hans. Leiðist þér ekki að vera svona fangt frá ættingjum þinum? spyr hún beint. jó Nei, anzar pilturinn og sezt í hornstól þegar hún tekur sér sæti á bekk við arininn. Leiðist — þér? ;. Hún lokar augunum og teygir hendurnar að arninum, enda þótt þar sé engin glóð og kvöldsólargeislarnir leiki um gólfið og enginn vetur kominn. Hún stynur, ekki án værcL ar, og segir nei. Hvernig á manni svosem að geta leiðzt á svona yndislegum stað. Yndislegt umhverfi, næði til að vinna, -— allt sem maður þarf. En fólkið? spyr pilturinn og lækkar róiriinn. Fólkið, ég veit ekki, anzar konan og opnar augun og nýr hendurnar. Hún brosir í arinöskuna og segist elska íólkið. Hvað gerir til, þótt fólkið sé veikt?------Sjúkrahús er ágætur staður fyrir skáld. Við erum öll veik. Og þetta er ágætt fólk. Pilturinn flettir myndablöðum, sömu myndablöðunum og hann fletti á spítalanum. En mér er reyndar farið að leið- ast, segir hann. Konan horfir á hann, án þess hann líti upp. Hann lítur á blaðið. Hún sér fölt andlitið yfir hvítri opnunni, en sólin litar þetta rautt, og enginn er nærri. Svo þér leiðist góði minn, segir liún, og málrómur hennar verður óvenju mildur; hún talar lágt. Já, það er ekki gaman að því, ef manni fer að leiðast á annað borð, — maður má ekki hugsa um það. Nei, kannske ekki, segir hann. Ég er nú líka bráðum far- inn héðan sem betur fer. Mér er batnað. Hún stendur upp, en hann heldur áfram að líta niður í blaðið. Hún gengur hægt framhjá honum og staðnæmist við gluggann. Þar stendur hún lengi kyrr og horfir út, án þess orð fari á milli hennar og piltsins í stólnum. Þegar hún snýr sér aftur við, les hann enn í blaðinu. Hann er að fá andlit fullorðins manns. 3. Nokkrum dögurn síðar. Það er um nónbil, og þau hafa lagt á brattann árla morguns með matkörfu og sjónauka. Nú nema þau staðar, og hún bandar hendinni út frá sér og leiðir athygli piltsins að þvi sem birtist þeirii hér ofanvert við skóg- beltið. Hér er það sem hún nefnir nöfn ótal fjalltinda, hvcrt nafnið eftir annað, því hún virðist kunna skil á hverjum hnjúk, hverri skriðu, og pilturinn horfir meira á hana sjálfa en það sem hún bendir á. Og hann tckur eftir því hvað vangamynd hennar er ung cftir fjallgönguna, munnsvipur hennar ferskur og nasavængirnir viðkvæmir fyrir svalanum; og hann hefur aldrei fyrr grunað að fertug ekkja gæti líkzt svo mjög ungri stúlku. Honum finnst gaman að henni, þeg- ar hún talar um fjöllin á móðurmáli sínu, sem ekki er móður- mál hans, og hann svarar henni til málamynda á sömu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.